Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KARL Á. ÓLAFSSON + Karl Á. Ólafs- son fæddist í Múlaseli í Hraun- hreppi 1. ágúst 1923. Hann lést á hcimili sínu 7. ágiíst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 14. ágúst. Það er alkunna að við brotthvarf kærra ^Samtíðarmanna hvarfl- ar hugurinn oftar en ekki til baka og leitar sjónmynda bernsku- ára sem varpað geta ljósi á upphafs- kynni og minningar er þeim tengj- ast. Svo er því einnig farið nú er ég minnist góðs vinar, Karls Ágústs Ólafssonar frá Álftártungukoti, sem lézt óvænt hinn 7. ágúst síð- astliðinn. Aðstæður þær að ég var að koma heim úr Ameríkuför þegar frestur til að skila minningargrein- um var alveg að renna út urðu þess hins vegar valdandi að mér var engan veginn unnt að minnast háns .J^annig á sjálfan útfarardaginn. I pví sambandi verð ég þó að álíta að minning okkar allra sem þekktum Kalla, eins og kunnugir nefndu hann jafnan, sé enn og verði áfram það skýr að slík töf skipti kannski fremur litlu máli. Gamla býlið Múlasei, bernsku- heimili Karls og systkina hans, blasir við frá æskuheimili mínu neðan undir lágum fjallsrana, líkt og einhver dulúðugur áfangareitur þar sem inndalir byggðarinnar mætast. Hef ég fyrr og síðar heyrt jahnsa róma víðsýni og náttúrufeg- urð á þessu aldna kotbýli og sakna þess er horfíð var á braut. Eg minnist einnig þeirra Ólafs og Ágústínu, foreldra Karls, sem nágranna foreldra minna um ör- stutt skeið. Er það ein skýrasta sjónmynd bemsku minnar þegar fjöl- skyldan var að flytja sig um set og leiðin lá niður með Svarfhóls- túninu austanverðu með nautgripi heimil- isins. Ekki man ég ljóslega, þá sex til sjö ára gamall, hversu margir eða hverjir ráku gripina niður göturnar, en úr þessu nágrenni var þá að flytja níu manna fjöl- skylda. Það var raunar fleira en eitt sem tengdi okkur Karl sem einstak- linga auk upphafsnágrennis og fé- lagsmálasamvinnu síðar. Foreldrar okkar beggja höfðu búið á Svarf- hóli, því þau Ólafur og Ágústína höfðu verið ábúendur þar á árabil- inu 1913-1920 og mæður okkar voru þremenningsfrænkur. Að öðru leyti kynntist ég Kalla ekki náið á uppvaxtarárum mínum þótt báðir vissu vel hvor um annan. Fjarlægð vai' nokkur á milli, þó nú yrði hún ekki álitin teljandi, en minnkaði í raun svo um munaði með tilkomu símans. Svo vildi til er ég gerðist formað- ur í ungmennafélaginu í heimasveit að Kalli var þá formaður nágranna- félagsins. Augljóst var að þeir sem komnir voru í þá aðstöðu að þurfa að leiða félögin um stund þurftu að taka upp einlæga samvinnu, því ýmislegt var í þann veginn að fara í hönd. Samkomuskálinn í Arnar- stapa, helzta félagslegt athvarf á Mýrum, þurfti umönnunar við og það stundum meiri en eigendurnir voru umkomnir að veita. Félags- heimilishugmyndin var vöknuð og nokkur íþróttastarfsemi í þann veginn að hefjast. Eg hugsa með ánægju til fyrsta símaviðtals okkar, en Kalli þurfti að bregða sér yfír á nágrannabæ- MINNINGAR inn til þess að við hann næðist sam- band. Þennan dag var fastmælum bundið að halda sameiginlegan fund ungmennafélaganna Egils Skallagrímssonar og Bjarnar Hít- dælakappa í þeim megintilgangi að ræða ásigkomulag og framtíð skál- ans og leggja fyrstu línur fyrir frjálsíþróttakeppni sem hugsuð var á hentugum stað þegar líða tæki frekar á sumarið. Kalli var þá, eins og jafnan síðar, fús til samstarfs og kallaði félaga sína til hins sameig- inlega fundar, sem svo var haldinn eins og til stóð. Margt vai' að von- um rætt en minna hægt að gera fyrir skálann en margir hefðu vilj- að. Þótti bæði fyrr og síðar ljóst að honum yrði ekki bjargað frá sí- versnandi ástandi og hnignun nema með miklu meiri fjármunum en félögin höfðu yfir að ráða. Auk þess voru sjónir manna í auknum mæli farnar að beinast að þeim möguleikum sem nýleg lög um fé- lagsheimili veittu landsbyggðinni. Til þess möguleika litu margir, enda liðu ekki nema örfá ár þar til segja mátti að enginn ungmennafé- lagsfundur væri haldinn hér á Mýrum án þess að félagsheimilis- málið skipaði þar æðsta sess. En það er af öðru aðalmáli umrædds fundar félaganna að segja að ákveðið var að stofna til tímamóta- viðburðar í hreppunum báðum með því að halda frjálsíþróttamót. Und- irbúningur gekk hratt fyrir sig og mótið, hið fyrsta af nokkrum slík- um næstu árin, var haldið á Leiru- lækjarbökkum 20. ágúst 1950. Fáir meðal heimamanna höfðu á þessum tíma notið þjálfunar tO keppni, en fjölmargir virtust hafa ósvikið gaman af að spreyta sig. Skipti þá aldurs- og stærðarmunur keppenda ekki öllu máli en reynt eftir föngum að láta jafningja eig- ast við. I þessari framkvæmd eins og öðrum var Kalli traustur aðili. Hvort tveggja var að hann var sem formaður oddamaður félags síns við að koma þessum starfsþætti í gang og lét ekki sitt eftir liggja í sjálfri keppninni. Varð hann til dæmis meðal hinna fremstu í 100 VIGDIS HANSEN + Gróa Vigdís Hansen fæddist í Reykjavík hinn “■^24. október árið 1913. Hún iést á Hjúkrunarheimil- inu Grund hinn 21. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Þórðar- dóttir og Guðjón Egilsson. Auk Vig- dísar áttu þau Þórð og Pálínu. Vigdís missti móður sína fjögurra ára göm- ul. Þá fór hún í fóstur til Gróu ömmu sinnar, en hún missti hana líka þegar hún var aðeins __ ^átta ára gömul. Þá átti hún því láni að fagna að fara í fóstur til Rannveigar Jónatansdóttur og Hilaríusar Guðmundssonar á Njálsgötu 39 og reyndust þau henni sem bestu foreldrar. Þau áttu fyrir eina dóttur, Krist- Það er með mildum söknuði, en ekki síður þakklæti sem við systkin- in kveðjum hana Vigdísi ömmu í hinsta sinn. Amma var okkur svo mikil stoð og stytta í gegnum árin. Alltaf var hún til staðar fyrir okkur og tiibúin að hjálpa okkur með það við tókum okkur fyrir hendur. r 3lómabúðin ^ öoþðskom , v/ Possvo0skit*kjwga>*3 j V Sími: 554 0500 jönu, sem nú er Iát- in. Vigdís giftist Ge- org Richard Han- sen, fv. útibús- stjóra Landsbanka Islands á Isafirði, f. 27.11. 1911, d. 21.6. 1971. Börn þeirra eru þrjú: 1) Valde- mar Hansen, lækn- ir, kvæntur Ernu A. Hansen. 2) Dóra Valgerður Hansen, hjúkrunarfræðing- ur, gift Jóni Krist- jánssyni fískifræð- ingi. 3) Hikla Rannveig Han- sen, starfsmaður Flugleiða, gift Jóhannesi Fossdal flug- stjóra. Barnabörn Vigdísar eru 11, og barnabarnabörnin eru orðin tíu. Vigdís var hár- greiðslumeistari að mennt. Útför Vigdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athfönin klukkan 15. Og ekki bara okkur heldur vinum okkar líka. Það má því með sanni segja að hún hafi verið amma alls vinahópsins. Helst er að minnast góðu matarlyktarinnar sem kom á móti okkur þegar við komum heim úr skólanum. Það er oft sem maður kann ekki að meta svona hluti fyrr en síðar á ævinni. Einna skemmtilegustu minning- arnar eru um hinar fjölmörgu ferðir í bústaðinn á Þingvöllum. Þar var amma ávallt í broddi fylkingar og oft með stóran bamahóp á eftir sér. Hún beið okkar ætíð með smurt brauð og heitt kakó þegar við kom- um inn á kvöldin eftir að hafa verið að leika okkur úti eða að veiða í vatninu. Það var einnig árviss við- burður, fyrir tilstill ömmu, að fara til Kaupmannahafnar og leigja þar íbúð í vikutíma. Þai' fór hún með okkur í Tívolí og í dýragarðinn og margt fleira. Öll nutum við þessara ferða enda var mjög gaman. Amma var engin venjuleg amma. Hún var kona sem var búin að fmna fyrir lífinu. Fjögurra ára gömul missti hún móður sína úr veikind- um. Þar af leiðandi passaði hún alltaf vel upp á það að við værum vel klædd þegar við fórum út. í bú- staðnum á Þingvöllum geymdi hún alltaf kopp undir rúminu sínu svo að hún þyrfti ekki að fara út um miðjar nætur. I því sambandi sagði hún okkur alltaf söguna um veikindi móður sinnar. Svona var hún vön að nota sína persónulegu lífsreynslu til þess að kenna okkur á lífið. Amma var mjög trúuð kona. Hún kenndi okkur bænir og vers. Það var siður að hún fór með lítið vers með okkur áður en við fórum út að leika, því hún vildi biðja Guð að passa okkur þegar hún gat ekki sjálf verið með okkur. Það er erfítt að gera sér grein fyrir því hversu samfléttað líf okkar er fyrr en einhver nákominn okkur fellur frá, því að þá breytist svo margt. Það má samt ekki gleyma sér í söknuði, því að í huga okkar lif- ir hún amam okkar enn góðu lífi og við getum yljað okkur við minning- arnar um hana um ókomin ár. Nú, þegar við kveðjum ömmu í hinsta sinn, langar okkur til að kveðja hana á sama hátt og hún kvaddi okkur, með litla versinu sem við fórum alltaf með áður en við fór- um út: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú naíhi, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Hvíl í friði, elsku amma. Georg, Ólafur og Herdís. metra hlaupinu þótt hann hefði ekki svo vitað væri lagt stund á spretthlaup sem keppnisgrein. Og samstarfið hélt áfram, sam- vinna félaganna tveggja sem innan tíðar voru búin að taka ákvörðun um að berjast til þrautar fyrir því að eignast sitt eigið fullkomna fé- lagsheimili. Ekki lá á hverri stundu ljóst fyrir hvaða tiltektir væru ár- angursríkastar við að vinna félags- heimilismálinu fylgi. Til dæmis hittumst við Kalli einu sinni sem oftar áður en lokasóknin var hafin og kom þá saman um að undirrita persónulega ályktun sem félagsfor- menn og staðfesta með því stefnu þá sem við kusum að félög okkar fylgdu varðandi húsmálið. Þegar sá áfangi hafði náðst að eigendafulltrúar félagsheimilisins voru búnir að undirrita samvinnu- samning og komu saman meðal annars til þess að kjósa fram- kvæmdanefnd var Kalli fundar- stjóri og stýrði málum af lagni eins og hans var háttur. Að telja hversu oft ungmennafélagar og aðrir hreppsbúar mættu svo til sjálf- boðavinnunnar næstu árin er eng- inn kostur nema blaða rækilega í gegnum gögn frá þessum tíma, en víst er að Kalli var þar mjög fram- arlega þegar upp var staðið. Og áð- ur en við félagsheimilismálið er skilið er gaman að geta þess að við vígslu Lyngbrekku flutti hann ávarp af hálfu félags síns, en hann var þá raunar orðinn oddviti Álfta- neshrepps. Hlutverkaröðun manna við þá athöfn þurfti að móta eftir hentugleikum, þar sem þáverandi félagsformaður í Álftaneshreppi var formaður vígslunefndar og þar með samkomustjóri, og oddvitinn þurfti að fá annan til að tala fyrir hreppsfélagsins hönd. En hvað stjórnarstörf í umf. Agli Skalla- grímssyni snerti var Kalli um mjög langt árabil virkur stjórnarmaður, ýmist sem formaður eða með- stjórnandi. Leiklist áhugafólks hefur um langan aldur verið útbreidd á landi hér. Ekki hafa Mýramenn farið varhluta af þeirri áhugaöldu sem reis þegar ungmennafélögin höfðu haslað sér völl og sér í lagi eftir að hilla fór undir batnandi aðstöðu í þeim efnum. Ungmennafélögin á Mýrunum tóku snemma að skipt- ast á um sérstakar árstíðabundnar samkomur eftir að kalla mátti að þau hefðu eignazt húsnæði. Og þar var Kalli nokki'um sinnum á sviði við góðan orðstír. Við slíkar að- stæður sem og í hvers konar öðrum mannfagnaði þótti hann gleðibætir, enda kunni hann þá list að gleðjast með glöðum á þann háttvísa máta sem aldrei brást. Sungið gat hann en lét í þeim efnum oftast lítið á sér bera. Ræðuefni hans er hann tók til máls á fundum voru laus við há- reysti og skrum, og virtist hann ætíð kappkosta að koma sem skjót- ast að meginefni og færa fram sem haldbærust rök. Skrifari var hann einnig ágætur og hafði skýra og auðlæsilega rithönd. Var sú hæfni hans oft notuð þegar bókfæra þurfti einhverjar niðurstöður hóp- vinnu, til dæmis á vegum ung- mennafélaganna. Ef nefna ætti stuttlega félags- og stjórnarstörf hans í heimasveit er þess að geta að hann var for- maður ungmennafélagsins um fímm ára skeið en átti sæti í stjórn þess samanlagt í tuttugu ár. Þá átti hann og sæti í félagsheimilisnefnd ár eftir ár, bæði á byggingartíma Lyngbrekku og eftir að bygging- unni lauk. Einnig átti hann á tíma- bili sæti í stjórnum lestrarfélags og sjúkrasamlags. Hann tók sæti í hreppsnefnd 1954 og hlaut kosn- ingu jafnan síðan þar til hann brá búi og flutti með fjölskyldu sína í Borgarnes, en það var árið 1977. Oddviti var hann eitt kjörtímabil, 1966-1970. Þá átti hann sæti í bún- aðarfélagsstjórn nálægt tveim tug- um ára, var í þrjú ár formaður fé- lagsins og safnaðarfulltrúi um skeið. Nokkur af búskaparárunum var hann fjallkóngur í haustleitum. Þótti hann frískur og léttur gangnamaður, enda vel til þess fallinn miðað við líkamsbyggingu að því er virtist. Ég held að Kalli hafi unnað fjallabyggð og afréttar- löndum. Hann sleit barnsskónum í faðmi fjalla og átti síðar eftir að reika sem smali um dalagrundir á haustdægrum og stundum einnig í öðrum glöðum hópi er ungmenna- félagar brugðu sér í sumarferð. Gott var að leita til Kalla ef að- stoðar þurfti með, og var hann einn meðal þeirra er veittu okkur á Svarfhóli þá þjónustu að flytja okk- ur milli staða þar til bíll kom á heimilið. Þær ferðir urðu allmargar og engum erfiðleikum bundið að njóta liðsinnis þó félagslegar annir ykjust í Álftártungukoti, eins og til dæmis þegar Kalli var orðinn odd- viti. I Borgarnesi lá leiðin inn í verkalýðsfélag staðarins, og í þeim félagsskap var Kalli einnig í lang- tíma trúnaðarstörfum og mikils metinn, var meðal annars stjórnar- maður um skeið. I Vírneti h/h var starfsvettvangur hans á atvinnu- sviði þar til hann kvaddi vinnustað- inn við lok hefðbundins starfstíma. Karl Ólafsson var hár maður vexti og vel á sig kominn, yfir- bragðið tígulegt en öll tilgerð víðs- fjarri. Sýndarmennska eða frama- girni var ekki eiginleiki hans held- ur miklu fremur yfirveguð hlé- drægni samhliða jákvæðum vilja til að leysa þau viðfangsefni er honum höfðu verið falin. Að öllu leyti var maðurinn hraustlegur ásýndum og hiklaus í framgöngu, fjölhæfur í viðræðum og búinn góðlátlegu skopskyni þegar mannlífið tók á sig einhverjar kynjamyndit' fyrir sjónum hans. Ailir vita að um lang- an aldur hefur viðgengist að stytta í talmáli nöfn einstakra bæja, eink- anlega hafi þau verið í lengra lagi. Og því var aldrei hikað við að til- færa vin okkar sem Kalla í Koti, og mun hann hafa unað því allvel. Ég flyt mínar eigin persónulegu þakkir fyrir þau samskipti er við áttum á sviði sameiginlegra bar- áttumála, svo og fyrir aðrar eftir- minnilegar stundir og langvarandi vináttu. Fjölskyldu hans bið ég far- sældar í von um að möguleikinn til að ganga á vit hugljúfra minninga um gengna tíð bæti sem mest af þeim söknuði sem ótímabær að- skilnaður hefur látið eftir sig nú um stundir. Bjarni Valtýr Guðjónsson. ÞURÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR + Þuríður Steingrímsdóttir fæddist, í Hafnarfirði 18. október 1924. Hún lést í Reykja- vík 2. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sel- fosskirkju 9. október. Okkur langar til að minnast Þuríðar vinkonu okkar með fáein- um orðum. Hún veiktist mikið í lok júlí sl. og átti ekki afturkvæmt heim. Við bjuggum í sömu blokk og var hún okkur mjög góð vinkona, skilningsrík og traust. Hún kom iðulega til okkar á kvöldin og þá átti hún það til að dást að heimili okkar. Við sögðum henni frá erfið- leikum okkar í forræðismáli yfir drengnum okkar. Hún var sár og reið fyrir okkar hönd. Sagðist ekki skilja þetta og taldi að þetta væri mikil mannvonska og óskiljanlegt að við fengjum ekki að hafa hjá okkur eina barnið sem við eigum. Við söknum Þuríðar mikið og hugs- um mjög mikið til hennar. En nú líður henni vel hjá Guði. Við biðjum Guð að blessa dætur hennar og fjöl- skyldu. Guð blessi minningu vinkonu okkar. Ásrún og Guðbjartur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.