Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 27 BRAVÓ, FRIKKI! MYJVDLIST MenningarmiðstöAin fíerðubergi BLÖNDUÐ TÆKNI HÖRÐUR ÁGÚSTSSON; SIGURÐUR GUÐMUNDSSON; KRISTJÁN GUÐMUNDSSON; MAGNÚS PÁLSSON; STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ; BJARNI ÞÓRARINSSON; TOLLI 1963 til 1966; undarlega nútímaleg verk sem lýsa vel áræði þeirrar kynslóðar sem umturnaði listgild- um sjöunda áratugarins með því að fara fullkomlega óformlegar leiðir að takmarkinu. Þessi verk Magnúsar í opinberri eigu koma sjaldan eða aldrei fyrir sjónir al- mennings. Það er engu líkara en menn vilji grafa í gleymsku þenn- an mikilvæga þátt í þróun ís- lenskrar myndlistar. Þannig reyn- ir Friðrik Þór að bregða óvæntu ---—T- Til 14. nóvember. Opið mánudaga til fímmtudaga frá kl. 9-21; föstudaga frá kl. 9-19 og frá kl. 12-16um helgar. HUGMYNDIN að velja sýning- arstjóra úr röðum stjörnuliðsins til að setja saman sýningu undir liðn- um „Þetta vil ég sjá“ er svo yndis- lega séríslensk að við liggur að maður þurfi áfallahjálp til að deyja ekki úr hlátri. Þegar lillinn í samfé- laginu getur ekki gert upp við sig allar hinar flóknu spurningar um smekkvísina leitar hann oftast langt yfir skammt. I staðinn fyrir að spyrja sjálfan sig - anda sinn og hjartalag - horfir hann til höfðingj- ans í von um leiðsögn. „Hvað höfð- ingjarnir hafast að, hinum trúi ég líðist það...“ Eftir Kára og Friðrik Þór hljót- um við náttúrlega að fá Björk, einn eða tvo menningarlega stjórnmála- menn - þótt ef til vill sé ekki um auðugan garð að gresja - og svo auðvitað margmiðlunargullkálfinn okkar hann Ólaf Jóhann; eða hvern annan lesandi góður... ég bara spyr? Mikið verður gaman að fylgj- ast með framvindunni þótt eitt verði maður að bóka strax; Valið mun ekki koma neinum á óvart, því ekkert finnst okkur - hrjáðum af Sturlungaduldinni - eins leiðinlegt og það sem komið gæti okkur úr jafnvægi. En úr því Frikki Þór fékkst til að taka þátt í þessu vinavæðingar- prójekti getur maður bara sagt eitt: Verra gat það verið. Bravó, Frikki! Bravó! Hér er nefnilega á ferðinni val manns sem veit hvað hann syngur, enda myndlistarmaður að upplagi, og hann ekki af verri endanum. Það er ekki einasta að Friðrik Þór velji nokkur verk af handahófi eft- ir listamenn sem honum finnst góðir heldur notar hann tækifærið til að gera sýninguna að yfirlýs- ingu um sérkennilega vanmetin gildi. Til dæmis er í pakkanum falin einkasýnjng á límbandsverkum Harðar Agústssonar frá miðjum 8. áratugnum; stórkostlegt úrval naumhugulla, optískra verka sem sýna hvernig listamaðurinn vann sig frá geómetrískum stíl sjötta áratugarins til sjónbundinna við- fangsefna komandi áratuga. Sú ákvörðun Harðar að hverfa frá málaralist til notkunar marglitra einangrunarbanda hlýtur að skoð- ast sem merkileg djörfung. Hún er í fullkomnu samræmi við þróun módernismans beggja vegna Atl- antsála, þegar listamenn hurfu frá notkun listrænna miðla en fóru þess í stað að temja sér iðnaðar- miðla hvers konar í trássi við „fín- an“ smekk. Með þessari einarðlegu einkasýningu á grunnhæð Gerðu- bergs lyftir Friðrik Þór hulunni af mikilvægum kapítula í íslenskri listasögu. Sama má segja um Kál, þrykk- myndir Magnúsar Pálssonar frá Yfirlit yfir límbandaverk Harðar Ágústssonar í Gerðubergi. Nokkur af verkum Bjarna Þórarinssonar á sýningu Friðriks Þórs í Gerðubergi. málverkum Tolla frá fyrstu árum níunda áratugarins, er vert að undirstrika að í verkunum tveim birtist sú hlið á listamanninum sem vænlegust var til árangurs og margir sakna að hann skyldi ekki fylgja út í æsar. Farandsverka- mennskan og frostmark menning- arinnar sem Tolli gerði að verðugu yrkisefni í upphafi níunda áratug- arins, snerti tilveruna kringum okkur líkt og Skytturnar og Börn náttúrunnar á hvíta tjaldinu. Því miður lét listamaðurinn undan ákalli skessunnar og hvarf upp til fjalla, þangað sem hann átti lítið erindi, langt frá öllum manna- byggðum og lífsslætti meðbræðra sinna. En hinn skammlífi Breið- hyltinga- og Búlandshöfðablús Tolla vitnar engu síður enn - eins og Friðrik skynjar svo næmlega - um hið besta og áhrifamesta sem finna má í list hans. Af þessu má sjá að Friðrik Þór Friðriksson kemst frá vali sínu með sóma. Hann velur ekki ein- ungis eitthvað ljúffengt augna- konfekt, heldur verk sem hafa haft áhrif á afstöðu hans til tilverunnar og eigin myndverka. Varla er hægt að biðja um meira. Halldór Björn Runólfsson ljósi á okkar nánustu listasögu og hleypa út eilitlu af kæfandi fúla- lofti frumherjadekursins eilífa, sem litlu hefur skilað okkur öðru en sívaxandi haugi af þriðja flokks fölsunum. Bjarni Þórarinsson fær einnig litla yfirlitssýningu í setustofunni á hæðinni. Hrynjandi tungumáls- ins í formi lífsins trés er stórbrot- ið, síblómstrandi verkefni sem ekki sést fyrir endann á, en merl- ar á sérkennilega hvikulum og gis- ofnum gervidúknum eins og takt- vís kveðandin sem Bjarni temur sér á sjónyrðingssamkomum sín- um. Tengsl Friðriks Þórs við gall- erí Bjarna í Suðurgötu 7, fólu jafn- framt í sér nána samvinnu við listamenn á borð við Steingrím Eyfjörð, einn af helstu brautryðj- endum nýja málverksins hérlend- is, en myndasögulegar teikningar hans frá ofanverðum áttunda ára- tugnum voru meðal fyrstu tilrauna íslensks hugmyndlistarmanns til að semja sig að postmódernískum háttum. Ljósmyndaraðir Sigurðar Guð- mundssonar af boðorðunum og verkum sem unnin eru eftir því hvaðan vindurinn blæs eru einnig sjaldséðar á sýningum. Hið sama gildir um fyrstu teikningar bróður hans, Kristjáns Guðmundssonar, sem unnar voru eftir skeiðklukku með bleki á þerripappír, en þeir bræður voru helstu boðberar og mótendur íslenskrar hugmyndlist- ar í upphafi sjöunda áratugarins. Með vali sínu á verkum eftir þá Sigurð og Kristján minnir Friðrik Þór okkur á sérstakan kapítula í þróun íslenskrar listar sem fór ekki hátt meðal leikmanna hér heima en hafði heldur betur áhrif á afstöðu ungra listamanna. Þá var það list bræðranna sem gerði garðinn frægan í Evrópu á átt- unda og níunda áratugnum og efldi vitund erlendra óhugamanna og sérfræðinga um Island og framlag okkar til myndlistar sam- tímans. Ef mörgum þykir sem Friðrik Þór missi sjónar á sýningarstjóra- hlutverkinu með vali sínu ó tveim Sensual • Soothing • Relaxing • Refreshing Kynning í Lyfju Lágmúla t dag og á morgunnf á kl 14 - 18 25% afsláttur Ilmolíudag ar LYFJU Einstök • /1 • •• r jolagjot BODYpHASE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.