Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A Utvegssvið Verkmenntaskólans á Akureyri á Dalvík Námið lagt niður ef aðsókn Iðnaðarráðherra um frekari sameiningu banka Kall frá markaðinum væri áhrifameira glæðist ekki ÚTLIT er fyrir að útvegssvið Verk- menntaskólans á Akui-eyri á Dalvík verði lagt niður glæðist aðsókn ekki í námið. Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari VMA, segir að ekki séu aðrir kostir í stöðunni ef nemendum fjölgar ekki næsta haust. Námið sé allt of kostnaðarsamt fyrir skólann með svo fáa nemendur. Einungis tvær um- sóknir bárust sl. haust í 1. stigs skip- stjórnarnám á Dalvík og var ekki far- ið af stað með kennslu í náminu af þeim sökum. Þá hófu fimm nemendur nám á sjávarútvegsbraut sl. haust og fjórir hófu nám í fiskvinnslu. „Við eigum eiginlega ekki aðra kosti í stöðunni, að minnsta kosti ekki í bili,“ segir Hjalti Jón. „Skólinn hefur ekki úrræði til að halda úti starfsemi ef engir eru nemendurnir. Sviðið fékk sérstaka fyrirgreiðslu frá menntamálaráðuneytinu sl. haust til að standa við skuldbindingar gagn- vart þeim nemendum sem eru í þessu námi. Það var einungis hugsað fyrir þennan vetur en það verður endurskoðað í vor,“ segir Hjalti Jón. Ekki ráðist í kynningu Hjalti Jón segir að ekki verði ráð- ist í sérstaka kynningarstarfsemi á náminu fyrir næsta ár. Slíkt hafi ver- ið gert í fyrra og ekki borið árangur. Hann bendir á að slök aðsókn í sjáv- arútvegsnám sé vandi á landsvísu, ekki aðeins á Dalvík. Björn' Björnsson, kennslustjóri útvegssviðsins á Dalvík, er ekki sáttur við að námið á Dalvík verði lagt niður. Hann bendir á þær breytingar sem gerðar voni á skipu- lagi námsíns fyrir tveimur árum og telur eðlilegt að látið sé reyna á þær áður en gefist verði upp. „Guðjón A. Kristjánsson segir í Morgunblaðinu fyrir stuttu að það komi sér ekki á óvart hvað aðsóknin í þetta nám sé dræm. Það hafi alltaf legið ljóst fyrir að það yrðu fáir nem- endur á þessum reynslutíma, það er að segja eftir að því var breytt fyrir tveimur árum. Ég spyr, hvers vegna á þá að leggja námið hjá okkur niður ef það er á allra vitorði að nú stendur yfir aðlögunartími og þá séu nem- endurnir fáir. Af hverju fáum við ekki tækifæri til að kynna námið fyr- ir ungu fólki? Að leggja skólann nið- ur er ekki í anda byggðastefnu stjómvalda,“ segir Björn. Hjalti Jón segir að ef til vill sé þetta rétt. „Við þurfum kannski að bíða í tvö ár til að sjá hvort að þetta nýja skipulag gangi. Það eru mjög deildar meiningar um hvort þessi breyting hafi verið rétt og ég held við verðum að kanna hvort hún hafi verið til góðs og hvort hún sé í sam- ræmi við þörf fiskiskipaflotans og at- vinnuvegarins. VMA á hins vegar engra kosta völ að svo stöddu nema leggja námið niður, þar sem það eru engir nemendur.“ FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur ekki tíma- bært að vera með vangaveltur um hvaða banka skuli sameina er hann var spurður hvort til greina kæmi að sameina Landsbanka íslands og Is- landsbanka. Margir kostir væru í stöðunni og sagðist hann ekki vera sannfærður um að tilskipunin ætti að koma frá eigandanum. „Það má líka hugsa sér það að hún komi frá markaðinum," sagði hann. „Ég held að það kall sé áhrifameira en tilskip- un frá eigandanum um hvað skuli gert.“ Ráðherra bendir á að rætt hafi verið um sameiningu Islandsbanka og Búnaðarbanka. „Það er ein leiðin sem kemur til greina og líka mögu- leiki á að sameina Búnaðarbanka og Landsbanka," sagði hann. „Það er hægt að stilla upp mjög mörgum kostum í þessari stöðu.“ Að hans mati er nauðsynlegt að stækka ein- ingarnar og gera þær öflugri þannig að hægt sé að veita fyi-irtækjum og almenningi nú og 1 framtíðinni fjár- málaþjónustu á sambærilegu verði og í nágrannalöndunum. Margfalt verðmæti „Þetta er liður í því að gera okk- ur samkeppnishæf og draga úr kostnaði heimilanna með lægri fjár- magnskostnaði," sagði Finnur. „Til þess að þetta sé hægt þurfa þessi fyrirtæki annað hvort að auka sam- starf sitt eða að sameinast en hag- ræðing á þessum markaði þarf að eiga sér stað með þrennt að leiðar- ljósi. Að geta þjónað stækkandi ís- lenskum fyrirtækjum, að ná fram hagræðingu með því að draga úr kostnaði í bankakerfinu og að lækka vaxtamun. Þannig að ég er ekki tilbúinn til að segja neitt um hvar viðkomandi fyrirtæki væri best borgið.“ Morgunblaðið/Rax Mynd um flutning Keik- ós til heimahaganna MYND um flutning háhyrnings- ins Keikós til íslands frá Banda- ríkjunum verður sýnd með sér- stakri viðhöfn í Los Angeles á sunnudag. Um leið mun Jean- Miehel Cousteau, forseti stofnun- arinnar Ocean Futures, greina frá því hvernig undirbúningi þess að sleppa hvalnum lausum vegnar. Gert er ráð fyrir því að margt verði um manninn á sunnudaginn og verður James Cameron, leik- stjóri myndarinnar Titanic, gest- gjafi auk Cousteaus. Fé, sem safnast, mun renna til Ocean Fut- ures, en stofnuninni er ætlað að rannsaka málefni hafsins. Mynd- in, sem sýnd verður, nefnist „Keiko: Born to be Wild“. Sérstök gestgjafanefnd hefur verið stofnuð vegna þessa við- burðar og sitja meðal annarra í henni leikararnir Pierce Brosnan, Glenn Close, Bridget Fonda og Robert Wagner og geimfarinn Buzz Aldrin. A annan tug fyrir- spurna um Kerið BRAGI Halldórsson, einn eigenda Kersins í Grímsnesi, kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær gera ráð fyr- ir því að á annan tug aðila hefði svarað auglýsingu landeigenda og lýst yfír áhuga á því að gera tilboð í Kerið og um 23 hektara lands þar í kring. Landið er í eigu systkinanna Guðmundar Benediktssonar og Helgu Benediktsdóttur og erfingja Halldórs Benediktssonar. Ríkið hafði forkaupsrétt að eigninni en 3,5 milljóna króna tilboði þess hef- ur verið hafnað. Aðspurður kvaðst Bragi ekki vita hvort einhver tilboðanna hefðu borist frá útlöndum. „Enn sem komið er höfum við bara nöfn og maður veit í sjálfu sér ekki hverjir standa bak við þau,“ segir Bragi. Hann segir að það muni hins vegar koma i ljós á næstunni þegar landeigendur hefji viðræður við þá aðila sem standa að baki til- boðunum. „Það er ekki nokkur vafi að ef rík- ið grípur til aðgerða og hagræðingar á fjármagnsmarkaði eins og við höf- um verið að gera þá er reynslan sú að við höfum margfaldað verðmæti okkar í þessum fyrirtækjum með hagræðingu sem við höfum verið að grípa til,“ sagði ráðherra. „Með áframhaldandi hagræðingu á því sviði er ekki nokkur vafi á að við getum ennþá aukið verðmæti þjóðarinnar í þessum fyrirtækjum. Það á að vera hlutverk okkar sem berum ábyrgð á rekstri þessara fyr- irtækja og förum með eignarhaldið á þeim. Það vil ég hafa að leiðarljósi en ég er ekki alveg sannfærður um að tilskipanir um hvað skuli gert nákvæmlega eigi að koma frá eigandanum. Það má líka hugsa sér það að þær komi frá markaðinum. Ég held að það kall sé áhrifameira en tilskipun frá eigandanum um hvað skuli gert.“ Gera upp Tryggvaskála UM þessar mundir vinna sunn- lenskir iðnaðarmenn hörðum höndum við að gera upp Tryggvaskála á Selfossi. Sjóleiðin með jólapakka að lokast SÍÐASTI frestur til að senda jóla- pakka í sjópósti til landa utan Evr- ópu og Bandaríkjanna rann út sl.föstudag. Þeir sem ætla að senda jólapakka sjóleiðis til Bandaríkj- anna eru einnig að verða of seinir því til að vera öruggur um að þeir komist til skila þurftu þeir að fara af stað sl. mánudag. íslendingar sem ætla að senda jólapakka til fjarlægra landa verða því að senda pakkana með flugi. Menn hafa hins vegar enn góðan tíma til að senda jólapakka sjóleiðis til Evrópu því að fresturinn rennur ekki út fyrr en 15. nóvember og til Norðurland- anna 22. nóvember. Að sögn írisar Björnsdóttur hjá markaðs- og sölusviði íslands- póstser nokkur verðmunur á því að senda í flugpósti miðað við að senda í sjópósti. Það er þó misjafnt eftir þyngd pakkans og ákvörðunarstað hverju sinni. Sé 10 kg pakki sendur til Bandaríkjanna er 3.000 krónum ódýrara að senda hann sjóleiðis og 4.000 krónum ódýrara sjóleiðis til Afríku. íris segir að það borgi sig að senda þungar sendingar með sjó- pósti, sérstaklega ef pakkinn á að fara um langan veg. Hins vegar sé munurinn ekki tiltakanlega mikill innan Evrópu á flug- eða sjópósti. Sérblöð í dag www.mbl.is m&rnm ftí o 'fímVnti tívbi í> Á ____ * ÓDÝRflST 1 vrVERINUS, J aKL. ■ Ef : >i : u íMn-> ► f Verinu í dag er greint frá botnfiskráðstefnunni Groundfish Forum og rætt við ritara hennar, sagt frá baráttumálum Samtaka fískvinnslustöðva án útgerðar og fjallað um spum eftir rækju. Auk þess eru nýjustu upplýsingar um aflabrögð og markaði. [ V r PHIUPS Með n- blaðínu í dag er dreift blaði frá Elko, „Alltai ódýrast í Elko“. Á MIÐVIKUDÖGUM w • • Rosenborg Erlendum • Stoke- • skoðar leikmönnum : málið • Hauk inga fjölgar : i höfn ;l | C1 ci : C/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.