Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landbúnaðarráðherra flutti ávarp í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri Meiri friður um íslenskan landbúnað á Alþingi Morgunblaðið/Davíð Pétursson Starfsmenn landbúnaðarráðuneytis og ráðherra við komuna að Hvanneyri. Giiind - Háskóladagur Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri var hald- inn nýverið og hófst við nýreista styttuna „Hrafn og plógur“ eftir listamanninn Magnús Tómasson sem afhent var við þetta tækifæri. Rektor Landbúnaðarháskólans Magnús B. Jónsson bauð gesti vel- komna og flutti ávarp en síðan voru flutt nokkur erindi. Magnús sagði m.a. í ávarpi sínu: „A 50 ára afmæli búvísindadeildar í ágúst 1997 gáfu búfræðikandidatar frá Hvanneyri frummynd af lista- verki því sem nú stendur hér full- gert. Þá ólum við þá von í brjósti að listaverkið gæti staðið fullgert þeg- ar 50 ár væru liðin frá því að fyrstu búfræðikandidatarnir útskrifuðust héðan og þá fengi skólinn einnig þá afmælisgjöf að formlega væri hér kominn landbúnaðarháskóli. Allt þetta hefur ræst og þegar ég tek fyrir hönd skólans við þessari höfð- inglegu gjöf og gefendur búnaðai'- samböndin í landinu ásamt fyrir- tækjum og stofnunum sem tengjast íslenskum landbúnaði héraðsráðu- nautarnir í landinu veita margvís- lega þjónustu kýs ég að skilja hana sem viðurkenningu og þakklæti fyr- ir vel unnin störf búfræðikandidata frá Hvanneyri og skilaboð til okkar að standa okkur í því verkefni að mennta leiðbeinendur og fræði- menn til þjónustu fyrir íslenskan landbúnað." Gaf hann síðan Jóhanni Torfasyni orðið, 'en hann, ásamt þeim Sveini Sigumiundssyni, Leifi Kr. Jóhann- essyni og Ævari Hjartarsyni sáu um að fullgera listaverkið f.h. gef- enda. Jóhannes rakti störf nefndar- manna og þakkaði góðan stuðning allra sem leitað var til, til að fjár- magna framkvæmdina. Bað hann síðan Leif Jóhannesson að klippa á silkiborða, sem strengdur var utan um listaverkið, sem tákn um að verkinu væri lokið. Afhenti hann svo Magnúsi B. Jónssyni formlega styttuna til varðveislu. Að þessu loknu hófst málstofa um hlutverk og framtíð Landbúnaðar- háskólans. Magnús rektor flutti stutt ávarp, sagði að viðfangsefni þessarar málstofu væri að kynna hvað Landbúnaðarháskólinn hefði að bjóða íslenskum landbúnaði og íslensku rannsóknarsamfélagi, en ekki síður hverjar væra væntingar og kröfur til hans frá rannsóknar- samfélaginu, fræðimönnum og ís- lenskum landbúnaði. Rætur og vængir Fyrsta erindið, sem bar yfir- skriftina „Afl og geta Landbúnaðar- háskólanns til að þjóna íslenskum landbúnaði11, flutti Bjarni Guð- mundsson, aðstoðarrektor skólans. Hann sagði m.a.: „Einn mesti skóla- maður þessarar aldar, Þórarinn Bjömsson, skólameistari MA, vildi að með skóla- verunni öðluðust nem- endur hans tvennt; rætur og vængi. Það á líka við hér sunnan heiða. Hlut- verk háskólans verður það að þroska með nemendum sín- um rætur í verkkunnáttu og raun- tengslum, í og við starfsumhverfí sitt. A hina hliðina þarf að þroska vængina, sem bera eiga þann braut- skráða hátt og langt, óbundinn af landslagi hversdagsins, þvert á hefðbundna strauma og stefnur, til þess að öðlast yfirsýn, til þess að fá ný sjónarhorn. Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri þarf að gefa hverjum þeim, sem þar starfar, rætur, gefa honum plóg, áhald og trausta festu í dag- legu hlutverki en líka vængi bæjar- hrafnsins, til þess að geta hafíð sig hærra, frá hefðbundinni- og oft þröngri hugsun hversdagsins; - og ekki bara vængina hans krumma, heldur líka forspárhæfíleika þessa merkilega fugls, sem vakir yfir hverjum bæ, því hvað eru fræðin og vísindin annað en það að sjá hlutina fyrir?“ Næsti frummælandi var Þorsteinn Sigfússon prófessor, formaður Rannsóknarráðs Islands. Hann sat í stofu á Höfn í Homafírði, en með fjarskiptatækni nútímans geta menn tekið fullan þátt í fundarstörfum, þótt órafjarlægð skilji þá að. Erindi Þorsteins hét „Erindi og kröfur rannsóknarsamfélagsins til Land- búnaðarháskólans." Hvatti hann til náins samstarfs á milli Rannsóknai-- ráðs, RALA og Landbúnaðarháskól- ans. Þriðja erindið flutti Jóhannes Sveinbjörnsson, sérfræðingur og bóndi, og nefndi hann erindi sitt „Væntingar og óskii- ungra fræði- manna til Landbúnaðarháskólans". Fjórða og síðasta erindið flutti Þórólfur Sveinsson, bóndi og for- maður Landssambands kúabænda. Hann nefndi erindi sitt „Hvers væntir atvinnuvegurinn af hinum nýja Landbúnaðarháskóla?" Hann sagði m.a.: „Islenskur landbúnaður væntir þess að hann eigi sér góðan liðsmann og talsmann í Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri." Að lokum talaði Guðni Agústsson, land- búnaðarráðherra. Hann þakkaði fyrir erindin og sagði síðan meðal annars: „Það er mikilvægt fyrir skóla og fyrirtæki að staldra við öðru hvoru og fara yfír stöðu sína, setja háu ljósin upp og horfa til framtíðarinnar. Og nú við aldamót er það íslenskum landbúnaði mjög mikilvægt að það takist vel til sem markað var af Alþingi að hér yrði rekinn Landbúnaðarháskóli til að auka svo- lítið peningamagnið í veskinu sínu. Þannig að ykkar bíða stórhuga verkefni, þið verðið að breiða krón- una mót sólunni og starfa af alefli. Þið megið ekki vera hræddir við skoðanir eða aðra skóla, þið verðið að kalla alla þá bestu menn hvort sem það er úr öðru háskólasamfé- lagi eða hvaðan sem kallið kemur til að vinna með ykkur að þeim stór- huga verkefnum sem ykkar bíða.“ Hefja þarf sókn „Eg fagna sérstaklega þeiiri rödd sem barst okkur austan frá Höfn í Hornafirði, frá vini mínum Þorsteini Sigfússyni, sem starfar í háskólasamfélaginu og sagði í raun- inni við okkur og ég vona við þjóð- ina einnig að við ættum tækifæri, við yrðum að hefja sókn, efla nám og rannsóknir og bætti því einnig við, að það er ekki síður að heil- brigðismál þessarar þjóðai-, sem hvíldi lengi á íslenskum landbúnaði, því ég tók rétt eftir að ef brygðist förin til nýrrar aldar að þá væri staðan sú að við yrðum að éta horm- ónatrefjar og gervidrasl. Þökk sé þér Þorsteinn, við viljum og við eig- um þig að sem bandamann og sam- starfsmann. En ágætu ráðstefnugestir, stund- um finnst manni að allt sé á hverf- anda hveli, við ráðum ekki við breytingarnar, við stöðvum ekki þróunina, við snúum ekki hjólinu við. Við sjáum miklar breytingar í íslenskum sveitum sem okkur stendur verulega ógn af, samt meg- um við ekki hræðast stöðuna þegar heimurinn er að snúast við, fólkið gerir kröfu um vörur sem fram- leiddar eru á hreinu landi, eftir vís- indalegum leiðum á besta gróðri sem veröldin býður upp á. Þá munu margir horfa til okkar og vilja njóta þeirra gæða sem við eigum. Þess vegna eigum við að metta þessa þjóð, og við eigum möguleika á því einnig að ná mörkuðum þeirra sem vilja lifa af heilbrigði víðar í veröld- inni. Og þess vegna er auðvitað vinna okkar stærri og meiri og við snúum við byggðaþróuninni. En við stöndum frammi fyrir því á þess- ari stundu að íslenska þjóðin, ekkert síður þétt- býlisfólkið, sem um langa hríð hafði tekið undir og jafnvel barist við ís- lenska bændur og tala gegn þeim, skynjar og skilur nú fremur en fyrr, að landbúnaðurinn, hann framleiðir úrvalsvöru og það vill ekki aðra vöru þetta fólk, en það skynjar og skilur að ef þessi hlekkur fær ekki að dafna í byggðum þessa lands, þá verður þetta fátækt land og þess vegna stendur þjóðin með okkur og vill sækja fram með okkur og vill sjá sterka kynslóð starfa í íslensk- um sveitum. Ég gerði það þess vegna að gamni mínu á dögunum, þegar sendiherra Islands í Banda- ríkjunum var hér á ferð, Jón Bald- vin Hannibaldsson, að ég bauð hon- um upp í landbúnaðarráðuneyti og þegar ég hitti þennan fornvin minn þar, þá sagði ég við hann, vertu vel- kominn hér landbúnaðarins fomi fjandi. Síðan tókum við að ræða landbúnaðarmál, stöðu okkar í Bandaríkjunum og þá fann ég að við, þessir fornvinir værum orðnir samherjar og hugsuðum eins. Hann talaði illa um sérvisku Bandaríkja- manna að leggja toll á besta lamba- kjöt heimsins, íslenska lambakjötið. Hann taldi mikilvægt að standa með íslenska æðardúninum og hann sagði að íslenski hesturinn væri slíkt djásn að við þyrftum að hugsa sérstaklega um hann, við mættum aldrei selja hann sem barnahest eða „pony“hest, heldur selja hann sem villtan glæsUegan gæðing, og engan hest undir 1,5 til 2 mUljónum króna. Svo bætti þessi átakamaður við: „Við verðum að gá að því hvað við erum smáh’, við förum ekkert nema á gæðunum. Ef menn vilja fá hér eitthvað eftir magni, þá ráðum við ekkert við það.“„ Samfélagið stendur með landbúnaði „Nú vitna ég í þetta, því mér finnst það styðja það sem ég var að segja áðan um íslenska samfélagið að það hefur dálítið snúist við og stendur nú með íslenskum landbún- aði; það er meiri friður um íslensk- an landbúnað á Alþingi íslendinga. Ég hygg að það sé almennt meðal allra stjórnmálamanna að þeh’ hafí áhyggjur af stöðu byggðarinnar ef þróun byggðarinnar verður ekki snúið við. Þess vegna óska ég eftir því og hef þær væntingar í mínu starfí að Landbúnaðar- háskólinn á Hvanneyri verði afl nýrra tækifæra og nýrrar sóknar. Skylda ykkar er stór, þið hafíð viljann og víðsýnið, gangið frjálsir og djarfir til starfa.“ Að lokinni ræðu landbúnaðarráð- herra var gefið kaffi, en síðan var gestum boðið að vera við opnun á kennsluaðstöðu í mjöltum og mjalt- artækni. Það eru innflutningsaðilar tækjabúnaðar á þessu sviði, sem og innlendir þjónustuaðilar sem hafa látið skólanum í té allan hinn nýjasta tæknibúnað á þessu sviði. Landbúnaðarráðheira sýndi þá kunnáttu sína í mjöltun með því að setja mjaltatækið á gervijúgur, og þar með var kennslutækið formlega tekið í notkun. Grunnskólinn í Hveragerði tölvuvæddur Hveragerði - Foreldrar og starfsmenn Grunnskólans í Hveragerði hafa ákveðið að hrinda af stað átaki til fjár- mögnunar á tölvum sem yrðu staðsettar í skólastofum. Að sögn forsvarsmanna átaksins er þetta liður í því að flýta fyr- ir framkvæmd nýrrar aðal- námskrár þar sem gert er ráð fyrir að upplýsingatæknin fléttist inn í allar námsgreinar. I hinni nýju aðalnámski’á er það meðal annars sett sem markmið að öll grunnskóla- börn hafí aðgang að margmiðl- unartölvum og Netinu. Auknar kröfur á þessu sviði koma ekki einungis fram hjá mennta- málayfirvöldum heldur einnig frá foreldram og samfélaginu öllu. Að sögn Olafs H. Einarsson- ar, eins forsvarsmanna átaks- ins, hefur tölvunotkun í grann- og framhaldsskólum þróast í þá átt að tölvan er að verða mikilvægt hjálpartæki kennsl- unnar í hverri námsgrein. „Astæða þessa er sú að úrval kennsluforrita hefur aukist og viðurkennt er mikilvægi þess að nemendur upplifí tölvuna sem hjálpartæki við lausn verkefna sinna. Til að standa undir kjörorðinu „Enn betri skóli“ þarf að auka færni nem- enda í tölvunotkun og gera tölvuna að sjálfsögðu og áhugaverðu hjálpartæki við námið. Besta leiðin th þess er að koma nettengdum tölvum fyi’ir í hverri kennslustofu. Framtíðin er tölva á hvern nemanda." Bréf hefur verið sent til fyr- irtækja og styrktaraðila skól- ans þar sem þeim er boðið að taka þátt í verkefninu. Enn- fremur hefur verið stofnaður reikningur í Búnaðarbankan- um í Hveragerði og er númerið 0314-13-300062. Oll framlög era vel þegin. Nýtt mat á verðmæti Landssíma Islands SAMGÖNGURÁÐHERRA skipaði 1. nóvember starfshóp sem á að framkvæma nýtt mat á verðmæti Landssíma íslands hf. Starfshópinn skipa Heimh’ Haraldsson, endurskoðandi, sem jafnframt er formaður hópsins, Hjörleifur Pálsson, endurskoðandi og Skarphéð- inn Berg Steinarsson, skrif- stofustjóri í forsætisráðuneyti. Lögfræðilegur ráðgjafi starfs- hópsins er Baldur Guðlaugs- son, hrl. Forsaga málsins er sú að hinn 23. júlí sl. skipaði sam- gönguráðherra starfshóp til að fjalla um niðurstöðu álits sam- keppnisráðs nr. 6/1999 vegna GSM-þjónustu Landssíma Is- lands hf. I skýrslu starfshóps- ins, sem dagsett er 6. október sl., er m.a. lagt tO að fram fari nýtt mat á þeim eignum Póst- og símamálastofnunar, skuld- bindingum og viðskiptavild sem Póstur og sími hf. yfirtók hinn 1. janúar 1997, sem auk matsins sem matsnefndin framkvæmdi, byggist á út- reikningum á núvirtu tekju- flæði miðað við þær forsendur, áætlanir og upplýsingar í rekstri fyrirtækisins sem fyrir lágu í árslok 1996. Það er því í framhaldi þess sem starfshóp- ur þessi er skipaður, þ.e. til að framkvæma nýtt mat á verð- mæti Landssíma Islands hf. í samræmi við tillögur starfs- hópsins. Viðurkenning og þakklæti fyrir vel unnin störf Góður liðs- maður í Land- búnaðarhá- skólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.