Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 25 ERLENT Stjórn Kína stafar mest hætta af Falun Gong- Reuter Áróður kínverskra sljórnvalda gegn Falun Gong tekur á sig ýmsar myndir Meðlimir safnaðarins stunda hugleiðslu á götu í Hong Kong Kommúnistastj órninni í Kína stafar nú mest hætta af fjöldahreyf- ingunni Falun Gong þar sem hún hefur burði til að fylla upp í andlega tómarúmið, sem orðið hefur í kínverska þjóðfélags- umrótinu. MAÓ Zedong bauð Kínverjum bylt> ingu og Deng Xiaoping bauð þeim hagsæld. Leiðtogar Kína nútímans hafa hins vegar enga skýra hugsýn, sem hrífur kínverskan almenning, og afleiðingin er andlegt tómarúm sem fjöldahi-eyfíngin Falun Gong leitast við að fylla og ógnar þar með alræðis- valdi kínverska kommúnistaflokksins. Sérfræðingar í kínverskum stjórn- málum segja að þetta sé meginá- stæða þess að kínversk stjórnvöld hafa haldið uppi harðneskjulegri herferð gegn þessari andlegu hreyf- ingu, sem hefur iaðað að sér milljón- ir Kínverja. Innantómur boðskapur Jiangs Þegar sérfræðingarnir reyna að útskýra vinsældir Falun Gong benda margir þeirra á óljósa hugsýn Jiangs Zemins, forseta Kína, sem hann kall- ar „áhersluatriðin þrjú“. Jiang brýn- ir fyrir landslýð að „leggja áherslu á fræðilega rannsókn, pólitíska vitund og heilbrigða íramvindu“ á sama tíma og margir Kínverjar eru ráð- villtir vegna mikilla þjóðfélagsbreyt- inga, hafa áhyggjur af því hvort þeir haldi atvinnu sinni og hafí efni á að leita lækninga eða sjá börnum sínum fyrir menntun. Sérfræðingarnir segja að þessi innantómi boðskapur leiðtoga kommúnistaflokksins sé meginá- stæða skyndilegs uppgangs Falun Gong og helsta skýi'ingin á harkaleg- um viðbrögðum stjórnarinnar. Þeir benda einkum á Jiang, sem er ekki gæddur persónutöfrum Maós og Dengs, merkustu ieiðtoga og kenningasmiða kínverskra kommún- ista á öidinni. „Jafnvel embættis- menn flokksins og ríkisins hafa ekki tíma fyrir pólitísku skilaboðin í „áhersluatriðunum þremur“,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki. „Eg tel ekki að þeir líti á Falun Gong sem al- varlega hugmyndafræðileg ógn við sig, að fóik snúi unnvörpum frá kommúnisma tii Falun Gong. Sið- ferðilegi grundvöllurinn fyrir flokks- ræðinu er þó í raun mjög veikur." Harkaieg viðbrögð kommúnista- flokksins við uppgangi Falun Gong eru taiin til marks um að hann óttist þann skyndilega glundroða sem get- ur orðið þegar hriktii' í siðferðilegum stoðum valdhafanna og „guðlegu umboði" þeirra er ógnað. Ástandið í Kína er nú að mörgu leyti iíkt umrótinu sem var þar fyrir Taiping-uppreisnina á árunum 1850-65 þegar síðasta kínverska keisaraættin, Qing, var við völd. Undirrót uppreisnarinnar var spiil- ing og óstjórn en hún var einnig af trúarlegum toga og helsti leiðtogi hennar taldi sig vera yngri bróður Krists. Uppreisnarmennirnir nutu stuðnings fátæki-a bænda og verka- manna og þeim tókst að ná öllu Suð- ur-Kína á sitt vald áður en uppreisn- in var barin niður með aðstoð Evr- ópuríkja. Talið er að fleiri hafi beðið bana í Taiping-uppreisninni en í nokkru stríði sem háð var fyrir heimsstyrj- öldina fyrri. „Taiping-uppreisnin spratt af sömu vandamálum, fátækt, firringu, spillingu og hrani í stoðum valdakerfisins," sagði annar vest- rænn stjórnarerindreki í Peking. „Ástandið er ekki eins slæmt núna og á sjötta áratug síðustu aldar en undirrót Taiping-uppreisnarinnar er samt merkilega lík því umróti sem Falun Gong þrífst í nú.“ Fyrstu leiðtogar kommúnista- flokksins höfðu mikið dálæti á bænd- unum og verkamönnunum sem risu upp gegn keisarastjórninni en flokk- urinn er nú sjálfur í þeirri stöðu að þurfa að koma í veg fyrir slíka upp- reisn. Falun Gong er blanda af búdda- trú, taóisma, dulspeki og fornum kínverskum samfélagskenningum og fylgismenn hennar iðka íhugun og öndunaræfingar, sem eru sagðir bæta heilsuna og jafnvel geta fært mönnum yfirnáttúralegan mátt. Kínverjinn Li Hongzhi, sem býr í Bandaríkjunum, stofnaði hreyfing- una til að bjarga mannkyninu frá siðspillingu og úrkynjun sem hann rekur til dýrkunar á vísindum og tækni. Tugir forystumanna Falun Gong hafa þegar verið handteknir og búist er við að þeir verði brátt sóttir tii saka fyrir að grafa undan ríkisvaldinu. Dregur úr flokksræði og aga Efnahagsumbæturnar í Kína síð- ustu tvo áratugina hafa grafið undan flokksræðinu og þeim ströngu siða- reglum sem einkenndu valdatíð Ma- ós. Tugmilljónir Kínverja lifa í fá- tækt. Spilling er útbreidd. Lífskjara- munurinn eykst óðfluga. Störf, sem áður vora örugg, geta nú horfið hvenær sem er. Kínverjar þurfa nú að greiða fyrir skólagöngu og heilsu- gæslu sem var áður endurgjaldslaus. Margir fylgismenn Falun Gong segjast hafa gengið í hreyfinguna vegna þess að hún færi þeim nýja siðferðilega lífssýn, auk þess sem æf- ingarnar bæti heilsuna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kín- verskir kommúnistar kosta kapps um að uppræta hreyfingu sem hún lítur á sem keppinaut í baráttunni um hollustu fólksins. Skömmu eftir byltinguna 1949 gripu kínverskir kommúnistar til harkalegra aðgerða gegn leynilegum samtökum, trúar- reglum og glæpahópum sem kepptu við þá um stuðning almennings. Þeir bönnuðu Yiguan Dao, vinsæla trúar- reglu, tóku tugi presta hennar af lífi og sökuðu þá um að hafa hjálpað inn- rásarher Japana og þjóðemissinnum sem flúðu í útlegð á Taívan eftir að hafa beðið ósigur fyiir Rauða hemum. Talin meiri ógn en Lýðræðisflokkurinn Kommúnistaflokknum stendur nú jafnvel meiri stuggur af Falun Gong en Lýðræðisflokki Kína, sem hefur einnig verið bannaður. „Hvort sem það era verkalýðsfélög eða Lýðræð- isflokkur Kína eru allir hópar sem geta skipulagt fjöldamótmæli álitnir hugsanleg ógn við yfirvöldin,“ sagði vestræni stjórnarerindrekinn. Kommúnistar hafa ekki jafnmikl- ar áhyggjur af Lýðræðisflokknum vegna þess að hann þykir hafa óskýr markmið. Hann berst einkum fyrir því að lýðræðissinnar, sem voru handteknir þegar herinn kvað niður mótmæli undir stjórn námsmanna á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989, fái uppreisn æra. Ekki er vitað til þess að Lýðræðis- flokkurinn hafí skipulagt fjöldamót- mæli. Falun Gong hefur hins vegar staðið fyrir rúmlega 300 fjölmennum mótmælaaðgerðum frá því í aprfl. EG Skrifstofubúnaður ehf. Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901 Jíáríd ámérbyrjaði að þynnast um ttntugt“ Sérfræðingurinn, Jiirn Petersen, verður til viðtals dagana 4.-7. nóvember nk. Persónuleg þjónusta í fullum trúnaði. Apollo Hárstúdío Hringbraut 119 • 107 Reykjavík. Sími: 552 2099 • Fax: 562 2037 Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn á morgun kl. 17.00. Fundurinn er öllum opinn. Á dagskrá er m.a. fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1999. Útvarpað verður á l\lær Reykjavlkuiljor^ Sknfstofa borgarstjóra Léttar í snori OL- OG VINEFNI Kynningarafsláttur á efnum frá UNICAN, CWEog HEIGAR Lagið ykkar eigið öl og vín Verð á ölflösku frá kr. 20 Verð á vínflösku frá kr. 60 þ.e. innihaldið af heimalöguðu Tilboð á byrjendasettum Ármúla 40 Símar 553 5320, 568 8860 Seljum einnig áhöld, ílát og efni I terslunin 7H4RI D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.