Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Vigdísi Einarsdóttur: HVERNIG fer umhverfismat fram, hvernig er það unnið? Hvaða próf þarf ég að hafa til þess að vera full- gildur matsmaður? Gæti ég safnað skoðunarmönn- um, sem væru mér að skapi, ef ég væri yfirmaður skipunar nefndar- matsmanna? Hvernig tryggjum við það eina rétta í mati? Dettur okkur í hug að alþingimenn muni breyta lögum um umhverfismat á Eyja- bökkum með öðrum hætti en flokkspólitískri línu þótt einhverjar heiðarlegar undantekningar séu til? Er ætlunin að virkja lungann af öllu vatnsafli sem fyrirfinnst á Is- landi hið bráðasta og binda orku þess til stóriðju til framleiðslu á áli og fleiru fyrir umheiminn til fram- tíðar? Hvað verður eftir fyrir afkomendur okkar? Ef mörg stóriðjuver verða byggð og þeim jafnað niður allt í kring um landið hvernig verður umhorfs þá á íslandi? Erum við svo algjörlega firrt allri dómgreind hvað varðar atvinnu- möguleika í landinu að við einblín- um á stóriðju sem okkar einu von og bjargvætt? Mér hefur virst að ráðamenn okkar hafi verið upp- teknir af stóriðjuaðdáun og önnur úrræði ekki komist að í hug þeirra í atvinnumálum þjóðarinnar. Ég fagna hverju hjarta er slær í brjósti Islendinga fyrir ættjörðina og finnm- til þegar margir leggjast Umhverf- isvörn og gildis- mat á eitt og biðja sáran að leyfa stór- iðju að dreifa mengun úr sér á svona útsker, sem Island er í hug- um margra, ekki svo að skilja að mengunarvamir yrðu ekki þær fullkomnustu, ég efast ekki um það, en það dugar skammt. Undrandi varð ég að heyra okkur íslendinga sækja um meiri meng- unarkvóta fyrir ísland, það hrópar í himininn sagði ein frænka mín þeg- ar henni ofbauð eitthvað. Er það rétt að stóriðja á íslandi fái raforku á lægra verði en t.d. garðyrkju- bændur til iðnaðar og ræktunar grænmetis sem reynsla er komin á sem besta vara er þekkist? Þá hef- ur raforka verið seld dýrum dóm- um þeim er búa úti á landi. Styrkir það byggðaþróun? Hefur verið kannað hve margir íslendingar óska eftir vinnu í ál- veri? Þurfum við ef til vill að sækja vinnuaflið til annarra landa? Hvernig stendur á því, að draga þarf úr framkvæmdum í landinu svo allt fari ekki í bál og brand í stöðugleikanum og þenslan í þjóð- félaginu verði ekki ógnvekjandi? Er meiri arður í því að greiða sem flestum eða mátulega mörgum at- vinnuleysisbætur? A sama tíma er eldlegur áhugi að byggja raforku- ver og álver. Veldur sú vinna ekki þenslu? Erum við ekki að sækjast eftir því, sem aðrar þjóðir vilja losna við frá sínum landssvæðum en þarfnast engu síður þeirra efna sem unnin eru í þessum orkufreku iðjuverum? Ég fæ sting í hjarta þegar ég heyri um áform um byggingu stóriðju- vera, mér finnst sé verið að fífla okkur. Erum við öllum heillum horfin? Eftir nokkur ár verða ekki stór svæði í heiminum ósnortin eða í sinni upprunalegu mynd. Það sem ekki hefur verið nýtt til nota fyrir mannkynið hafa hersveitir og hern- aður þeirra því sem næst lagt í auðn heilu landssvæðin sem tekur langan tíma að græða upp aftur, ef þá nokkurn tíma, en aldrei sem áð- ur var. Hvað með vindmyllumar, eru þær ekki skárri kostur til öflunar raforku? Þurfum við ekki raforku fyrir framtíðarverkefni Islendinga, annarra en stóriðju? Að lokum, gerum ekki lítið úr rétti lífvera, sem okkur er trúað fyrir hvort heldur eru fuglar eða hreindýr. Ég undanskil ekki menn, það er okkar mannanna vegna sem þessar spurningar vakna. VIGDÍS EINARSDÓTTIR, Fornastekk 11, Reykjavík. Þú átt að þvo og ísa fískinn, Pétur Geir Þórði Ásgeirssyni: PÉTUR Geir Helgason skrifar í Morgunblaðið 27. október undir íyrirsögninni „Fiskveiðistjórnunin kemur óorði á veiðarnar“ og segir þar m.a.: „Það var einmitt forveri núverandi ráðherra og flokksbróð- ir sem stóð fyrir því að afnema úr reglugerð þá skyldu að slægja, þvo og ísa allan afla af fiskiskipum frá og með 15. maí til og með 15. sept- ember ár hvert, þar með taldir smábátar." Þar sem mér segir svo hugur að Pétur Geir sé ekki eini trillukarlinn sem misskilur reglumar svona hrapallega, vil ég koma því á fram- færi að þegar slægingarskyldan á ofangreindu tímabili var numin úr gildi var forsenda þess sú að allan afla skuli undantekningarlaust þvo og ísa vel um borð. Þessi forsenda virðist að miklu leyti brostin þar sem Pétur Geir er alls ekki einn um það að þvo hvorki né ísa sinn afla og sú lýsing sem Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, gaf, á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda, á aflameðferð um borð og við löndun er því miður rétt hvað varðar stóran hluta smá- báta. Ég er sammála Pétri Geir í því að slæging, þvottur og ísun sé for- senda þess að hægt sé að koma með góðan fisk að landi og vona að slæging um borð verði aftur tekin upp sem skylda, a.m.k. á ofan- greindu tímabili. En, í guðanna bænum, Pétur Geir og þið allir hin- ir ágætu trillukarlar, þið verðið að þvo og ísa allan fisk allan ársisn hríng, hvort sem ykkur er skylt að slægja hann um borð eða ekki. ÞÓRÐUR ÁSGEIRSSON, fiskistofustjóri. Vallarás — góð lán Vorum að fá í einkasölu fallega 2ja herb. íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í góðu fjölbýli sem er Steni-klætt að utan. Sérhellulögð suðurverönd. Áhv. um 6,0 millj. hagst. langtímalán með 5% vöxtum. Laus fljótlega. Verð 6,3 millj. Fasteignasala íslands, Vegmúla 2 (3. hæð), _ sími 588 5060. t. PÉTUR PÉTURSSON L ] Ó S M Y N D A S T 0 D ? Ú Uogawgi 'M - iö! Rcyfcjavík Sími 5« OS24 Fréttir á Netinu (§) mbl.is Þúsöld - það er orðið Frá Kristjáni Bersa Ólafssyni: ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem maður heyrir nýyrði, sem manni finnst að hafi alltaf átt að vera til í málinu - og fer fljótlega að halda að hafi alltaf verið þar til, ef það nær fótfestu. Frá fyrri hluta þessarar aldar má finna nokkur dæmi um slík orð; þar nægir að nefna fáein sitt úr hverri áttinni: sími, þyrla og þota, samúð og andúð. Nýtt orð með hliðstæða kosti og þessi orð var kynnt fyrir nokkru. Það var orðið „þúsöld“; orð sem gæti kom- ið, og ætti að mínu viti að koma, 1 stað dönskuslettunnar „árþúsund". Þetta orð er þjált í munni, röklega hugsað út frá forsendum íslenskrar tungu, og heppilegt til tenginga við önnur orð. Þess vegna hefur mér satt að segja komið nokkuð á óvart hversu sjaldan ég hef heyrt það eða lesið síðustu vik- urnar. Vissulega hef ég heyrt það stöku sinnum í útvarpi og lesið það í greinum einstakra manna í blöðum, en einhvemveginn finnst mér sem úr þeirri notkun hafi dregið aftur. Orða- leppamir „árþúsund" eða „árþús- undaskipti“, stöku sinnum „árþús- undamót“, virðast vera tamari þeim sem í útvörp tala og í blöðin skrifa en þetta ítursnjalla nýyrði, „þúsöld“. Ég held það væri glapræði hjá okkur að hafna þessu orði. Það kem- ur í staðinn fyrir annað verra og stirðara orð, og það fellur einstak- lega vel að íslensku máli. Og leiðin til að koma því í kring að festa orðið í sessi er í sjálfu sér sáraeinfold. Ef fjölmiðlarnir; blöð, útvörp og sjón- vörp, tækju sig saman um að koma orðinu á framfæri, - einfaldlega með því að nota það -, þá verður það mjög fljótlega orðið svo rótgróið í málinu, að fleirum en mér fer að finnast að það hljóti alltaf að hafa verið þar til. (Kannski er réttast að taka það fram í lokin að með þessum línum er ég hvorki að taka afstöðu til þess hvaða heiti Reykvíkingar kjósa að gefa götum sínum; né heldur til hins hvenær næstu alda- og þúsaldamót verða. Um það hafa staðið deilur; en hvort heldur menn eru haldnir alda- mótavillu (sem felst í því að kunna ekki að telja) eða ekki, þá ættu allir að geta sammælst um að nota þetta ágæta orð „þúsaldamót“ um þau aldaskil). KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON, fv. skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði. ■ BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALI BALIB í LÚXUSFERÐ TIL BALI OG TAILANDS | < 28. FEBRÚAR-24. MARS £ 5 16 NÆTUR Á BALI OG 8 NÆTUR í TAILANDI. g “ GISTING Á 5 STJÖRNU HÓTELUM. 5 < HAGSTÆTT VERÐ. £ i UPPLÝSINGAR í SÍMUM 557 8600 OG 898 8690. g m C ■ TAILAND TAILAND TAILAND TAILAND TAILAND TAILAND TAILAND ■ SIEMENS Siemens uppþvottavél SE 34200 Sannkölluð hjálparhella í eldhúsinu. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig (nauðsynlegt fyrir viðkvæmt leirtau), fjórföld flæðivörn með Aqua-Stop. Þetta er uppþvottavál og þú vilt hafa hana. eins v. Á þessu fína verði núna: 49.900 kr. J stgr. Búhnykkur! Ný þvottavél frá Siemens WM 54060 Berðu saman verð, gæði og þjónustu! Umboðsmenn um iand allt! Þvottavél eins og allir vilja eignast! • Algjör nýjung: Sérstakt krumpuvarnarkerfi • Tekur 6 kg • Óvenjustór lúga • 15 þvotta- og sérkerfi • 35 mínútna hraðkerfi • 1000 sn./mín. • Allar innstillingar mjög auðveldar • Glæsileg hönnun • Vélin er algjörlega rafeindastýrð • Þvottavirkniflokkur A • Orkuflokkur A • Mjög þýðgeng og hljóðlát þvottavél Á frábæru kynningarverði: iFfð*i» stgr. áéSmTH8i ^NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 • www.sminor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.