Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reynt að koma milljónum Indverja til hjálpar eftir fellibyl Flóð og óeirðir tor- velda hjálparstarfið Bhubaneshwar. Reuters. Okurlánari hand- tekinn í Tókýó „Seldu nýra fyrir afborg- unum“ Tókýó. The Daily Telegraph. FYRRVERANDI starfsraað- ur japansks fjármálafyrirtæk- is, sem sérhæflr sig í skamm- tímalánum, hefur verið hand- tekinn, ásakaður um að hafa beitt viðskiptavin í greiðslu- erfiðleikum ólöglegum hótun- um með því að hvetja hann til að selja annað nýrað og annað augað úr sér til að eiga fyrir afborgunum. Eisuke Arai, sem er á miðj- um þrítugsaldri, er sagður hafa, sem starfsmaður Nichiei- lánafélagsins, ráðlagt 62 ára gömlum manni að selja úr sér nýra fyrir 1,8 milljónir kr. og annað augað fyrir 600.000 kr. Þetta myndi gera manninum kleift að standa við afborganir af 3,1 milljón kr. sem hann skuldaði fyrirtækinu. „Það væri líka gott ef þú seldir úr þér hjartað, en þú dæir ef þú gerðir það. Svo að ég sýni þér þolinmæði ef þú selur allt nema það,“ sagði Arai í hljóð- rituðu samtali við manninn. Samdráttarskeiðið sem þjakað hefur japanskt efna- hagslíf undanfarin misseri hef- ur skapað uppgripaaðstæður fyrir okuriánara. En meðan bankavextir eru í sögulegu lágmarki - í kring um 2% - geta okurlánafyrirtækin kraf- izt allt að 40% útlánsvaxta, án þess að brjóta nein lög. Við- skiptavinurinn sem hér á í hlut fékk lán með umsömdum vöxt- um upp á 20,87%. Lögregla gerði húsleit á skrifstofum Nichiei-fyrirtæk- isins í Tókýó og Chiba til að komast að því hvort slíkar handrukkaraaðferðir væru al- gengar. Þessar aðgerðir lög- reglu eru taldar geta verið upphaf allsherjar „tiltektar" á okurlánamarkaðnum, sem um 6.000 löglega skráð fyrirtæki bítast um. BJÖRGUNARSVEITIR reyndu Í gær að koma hjálpargögnum til milljóna manna á hamfarasvæðinu í indverska ríkinu Orissa, en ófærir vegir, flóð og matvælaóeirðir tor- velduðu hjálparstarfið. Ekki var enn vitað hversu margir fórust í fellibylnum sem gekk yfir Orissa í vikunni sem leið. Indverskir embættismenn sögðu að 250 lík hefðu fundist og tala látinna gæti hækkað upp í allt að 5.000. Talsmaður Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálf- mánans hafði eftir indverskum embættismanni að tvær milljónir íbúða hefðu eyðilagst eða skemmst og um 15 milljónir manna hefðu orðið fyrir skaða af völdum óveðursins. Reynt að koma í veg fyrir gripdeildir Indverskar herflugvélar vörpuðu niður 31 tonni af matvælum og um 160.000 matvælapakkar voru fluttir á hamfarasvæðið í gær. Hermenn reyndu einnig að opna vegi, sem skemmdust af völdum flóða i rík- inu. Óttast farsóttir Allt að sex metra há flóðbylgja skall á strönd ríkisins í óveðrinu, eyðilagði mikilvæga vegi og olli miklum skemmdum á ýmsum mannvirkjum. Viðgerðaimönnum tókst að koma á símasambandi í mestum hluta ríkisins í gær og bú- ist var við að það kæmist í eðlilegt horf á næstu tveim dögum. Óttast var að farsóttir myndu blossa upp á hamfarasvæðinu. „Þetta fólk hefur núna verið úti í fjóra daga og ef það drekkur mengað vatn er hætta á sjúkdóm- um eins og maga- og garnakvefi, niðurgangi og malaríu," sagði tals- maður Rauða krossins. Ibúar Orissa eru um 35 milljónir. Fregnir hermdu að örvinglað fólk hefði látið greipar sópa um þús- undir flutningabíla sem voru sendir með matvæli á hamfarasvæðin en stöðvuðust á helsta þjóðvegi ríkis- ins. Her- og lögreglumenn voru sendir á þjóðvegina til að koma í veg fyrir gripdeildir og skemmdar- verk. Glundroði við landamæri Tsjetsjníu Qvíst um endurreisn lýðræðis í Pakistan Flóttafólkið kastar sór á gaddavírinn Frá landamærum Tsjetsjníu og Ingúsetíu. Reuters. ESB hótar að fella niður aðstoð Islamabad. AFP, AP, Reuters. FLOTTAFOLK kastaði sér á gaddavírsgirðingar í örvæntingar- fullri tilraun til að komast gegnum litla landamærastöð milli Tsjetsjn- íu og nágrannahéraðsins Ingúsetíu í gær. Að minnsta kosti ein kona hneig niður og dó og algjör glund- roði var við landamærástöðina. Þúsundir flóttamanna reyndu að komast frá Tsjetsjníu vegna hernaðaraðgerða Rússa í sjálf- stjórnarlýðveldinu síðustu sex vik- ur og hundruð annarra reyndu að snúa þangað aftur til að bjarga fjölskyldum sínum á átakasvæð- unum. Rússar vilja draga úr flótta- mannastraumnum til Ingúsetíu og segjast aðeins ætla að hleypa þangað konum og börnum. Þeir hafa aðeins opnað litla landamæra- stöð og þúsundir flóttamanna biðu þar í gær en örfáum var hleypt í gegn. „Fólkið er að gaqga af göflunum“ Rússnesku hermennimir áttu í mestu erfiðleikum með að hafa hemil á mannfjöldanum. Nokkrir þeirra sögðust hafa hleypt af byss- um yfir höfuð flóttafólksins. „Fólkið þarna er að ganga af göflunum og kastar sér á gadda- víra,“ sagði tsjetsjensk flóttakona, sem komst til Ingúsetíu í gær eftir vikulanga bið við landamærfti. Rússai- segja að 190.000 manns hafi flúið frá Tsjetsjníu frá því hernaðaraðgerðirnar hófust, þar af 175.000 til Ingúsetíu. Samskipti við Vesturlönd ekki versnað Vladímír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, sem var í Ósló, sagði að ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum vissu að átökin í Tsjetsjníu væru innanríkismál Rússlands og kvaðst ekki hafa orð- ið var við að samskipti Rússa við Vesturlönd hefðu versnað vegna hernaðaraðgerðanna. Bandarískir embættismenn sögðu að Bill Clinton Bandaríkja- forseti, sem var einnig í Ósló, myndi skora á Pútín að draga úr hernaðaraðgerðunum og láta í ljósi miklar áhyggjur af ástandinu í Tsjetsjníu. LÍKUR benda nú til að Evrópu- sambandið felli niður aðstoð við Pakistan, eftir að tveggja daga við- ræðum sendinefndar sambandsins og fulltrúa herstjórnarinnar í Islamabad lauk í gær án þess að gefín hefði verið tímasetning fyrir endurreisn lýðræðis í landinu. Per- vez Musharraf, yfirmaður pakist- anska hersins, lýsti því þó yfir á mánudag að hann hygðist standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að æskja stuðnings landsmanna við herstjórnina. Á fundi leiðtoga ESB-ríkja í Finnlandi í síðasta mánuði var sam- þykkt að binda enda á aðstoð við Pakistan, ef ekki yrði búið að leggja fram áætlun um endurreisn lýðræð- is í landinu fyrii- miðjan nóvember. Jukka Valtasaari, sendimaður ESB, sagði á fréttamannafundi í gær að viðræðurnar við fulltrúa herstjórn- arinnar hefðu engan árangur borið. Sagði hann að niðurstöður sendi- nefndarinnar yrðu lagðar fyrir stjómmálanefnd ESB og að utan- ríkisráðherrar aðildam'kjanna myndu taka afstöðu til málsins á fundi sínum 15.-16. nóvember. Valtasaari sagði að sendinefndin hefði ekki reynt að ná tali af Nawaz Sharif, fyrrverandi forsæt- isráðherra Pakistans sem haldið er í stofufangelsi. Þó hefði verið lýst yfir áhyggjum af öryggi hans og þess óskað að réttlætis yrði gætt í hugsanlegum réttarhöldum yfir honum. Herstjórnin æskir lögmætis Pervez Musharraf sagði á mánu- dag að hann myndi bera það undir nýskipað öryggisráð Pakistans hvort ekki væri rétt að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu til að ljá her- stjórninni lögmæti. Lýsti hann þessu yfir á fyrsta fréttamanna- fundi sínum eftir að herinn tók völdin 12. október síðastliðinn. Musharraf vildi þó ekki svara því hvenær hugsanleg þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram og sagði að fyrst þyrfti að huga að ýmsu. Herforing- inn sagði að meginmarkmið sitt væri að reisa við efnahags landsins, og að einnig þyrfti að auka á ein- ingu þjóðarinnar og stemma stigu við spillingu. Flóttamenn látast í ferjuslysi AÐ MINNSTA kosti 13 laumufarþegar létust þegar eldur braust út á farþegaferju sem var á leið frá Grikklandi til Italíu í gær. Eldur varð laus undir þiljum og tókst að bjarga öllum löglegum farþeg- um og áhöfn yfir í skip grísku strandgæslunnar áður en tókst að ráða niðurlögum eldsins. Upphaflega var tilkynnt að ekki hefði orðið skaði á mönn- um en þegar farið var að meta skemmdimar fundust lík laumufarþeganna sem talið er að séu kúrdískir flóttamenn. Mikill fjöldi ólöglegra innflytj- enda frá Mið-Austurlöndum reynir að komast landleiðina frá Tyrklandi til Grikklands og þaðan með skipum til annarra landa Evrópusambandsins. Fólkið greiðir eigendum skipa háar fjárhæðir fyrir að fá að leynast undir þiljum. Þiggur fé fyr- ir barsmíðar MAÐUR í Tokyo hefur það að atvinnu að leyfa vegfarendum að stunda á sér barsmíðar. Maðurinn, sem er 25 ára, klæðist hlífðarpúðum og getur fólk fengið að láta höggin dynja á honum í þrjár mínútur fyrir aðeins 1000 jen, jafnvirði um 650 íslenskra króna. Mað- urinn segist njóta vinnu sinnar og vill sinna henni svo lengi sem heilsa leyfir. Hann segir að hann hafi verið lagður í ein- elti í barnaskóla og vill með þessu móti reyna að yfirvinna ótta við að vera laminn. Markið lög- eyrir í Svart- fjallalandi RÍKISSTJÓRN Svartfjalla- lands hefur ákveðið að þýska markið verði gert að lögeyri í landinu til jafns við júgóslav- neska dínarinn. Litið er á ákvörðunina sem fyrsta skref- ið í átt til sjálfstæðis landsins, sem myndar ásamt Serbíu sambandsríkið Júgóslavíu. Fj árm álaráðherra Svartfell- inga neitaði þó í gær að ákvörðunin stæði í tengslum við áform um sambandsslit. Forsætisráðherra Júgóslavíu, Jovan Zebic, hefur lýst því yfir að upptaka nýs lögeyris í Svartfjallalandi sé ólögleg án samráðs við Sambandsstjórn- ina. Churchill málaður UNNIN voru skemmdarverk á styttu af Sir Winston ChurchiII, forsætisráðherra Bretlands á tímum seinni heimstyrjaldar, í miðborg Parísar í gær. Máluð hafði ver- ið með rauðri málningu á hendur styttunnar setningin „Mers el Kebir 1,300 látnir". Bretar eyddu herskipaflota Frakka í borginni Mers el Kebir í Alsír sumarið 1940 til að koma í veg fyrir að hann lenti í höndum Þjóðverja sem þá höfðu hernumið Frakkland. Bretar óttuðust að Vichy- stjórnin kynni að láta Þjóð- verjum skipin í té. Talið er að skemmdarverkið standi í tengslum við kjötdeiluna svokölluðu sem stjórnvöld í löndunum tveimur eiga nú í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.