Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 55 4E FÓLK í FRÉTTUM Námskeið í Airo-box að hefjast hjá Bubba Vellíðan o g út- hald er það sem skiptir máli Bubbi Morthens er að byrja með námskeið í líkamsræktarstöðinni Ræktinni sem er blanda af grunnæfingum hnefaleika og leik- fimi. Sunna Ósk Logadóttir mætti í tíma, lærði að slá í púða og sippaði með Bubba í mínútu sem virtist engan endi ætla að taka. „ERTU í góðu formi?“ spyr Bubbi Morthens blaðamann sem á renna samstundis tvær grímur þar sem hann stendur með handklæðið á öxlinni og hélt að hann væri til- búinn í slaginn. „Þetta er ofsalegt puð, meira puð en gerist og geng- ur,“ útskýrir Bubbi og horfir rannsakandi á blaðamann sem fer allt í einu að sjá innilega eftir því að hafa ekki staðið við áramóta- heitin. En Bubbi fullyrðir að nám- skeiðið henti öllum; lengra komn- um sem byrjendum, konum jafnt sem körlum svo að sennilega er ekkert að óttast. „Þegar námskeið- inu lýkur eiga nemendur að vera færir um að sippa í fimmtán mín- útur,“ heldur Bubbi áfram. „Ég byrja auðvitað á því að láta fólk að- eins sippa í eina mínútu,“ bætir hann brosandi við. „Erlendis er íþróttafólk með eigin sippþjálfara en hér á íslandi finnst mörgum sipp aðeins vera fyrir litlar stelppr í teygjutvist,“ segir Bubbi. „Ég legg gífui-lega áherslu á sipp sem ég tel vera eitt vanmetnasta æfing- arform á íslandi. Sipp er ein öflug- asta úthaldsæfing sem þekkist og að auki mjög vaxtarmótandi." Hugmynd frá Sugar Ray Námskeið Bubba hefst 8. nó- vember í Ræktinni á Seltjarnar- nesi og stendur í sex vikur. Hnefa- leikameistarinn Sugar Ray Leonardo fékk hugmyndina að æf- ingakerfinu, sem kallast Airobox, er hann hætti að keppa. „Hann vildi halda sér í góðu formi og fór að stunda Tai-bo, sem er blanda af karate, hnefaleikum og þolfimi, ás- amt vinum sínum í Hollywood," segir Bubbi. "Sugar Ray vildi gefa fólki möguleika á að gera slíkar Airobox er sambland af grannæfingum hnefaleika og einföldum leikfimiæfingum. æfingar en læra hlutina frá grunni án þess að það væru fimmtíu manns í tíma." Bubbi hélt svipað námskeið í fyiTa sem var vel sótt og vakti mikla lukku. „Það var alveg magn- að að sjá breytinguna á fólki og þá sérstaklega hvað úthald varðar,“ en Bubbi hefur fjöldatakmörkun í tímunum svo þátttakendur fái sem mest út úr námskeiðinu. Engin tónlist En það er annað sem gerir Air- obox frábrugðið öðrum æfinga- kerfum sem boðið er uppá í líka- msræktarstöðvum; engin tónlist er notuð. „Ég tel tónlist ekki henta með þessari hreyfingu,“ útskýrir Bubbi. „Hávær tónlist færir skynj- un fólks frá líkamanum. Ef engin tónlist er spiluð hlustar maður á eigin tónlist; tónlist líkamans. Einnig tel ég agressíva tónlist magna upp streitu,“ segir Bubbi. En hvernig skyldi námskeiðið vera uppbyggt? „Æfingarnar eru blanda af grunnæfingum hnefaleika og ein- földum leikfimisæfingum," segir Bubbi. „Ég kenni ákveðin spor og kenni fólki að slá en fyrstu tímarn- ir eru frekar rólegir á meðan fólk er að ná upp ákveðinni tækni.“ Æfingarnar sem farið er í á námskeiðinu eru fyrst og fremst styrktaræfingar fyrir lungun, hjartað og æðakerfið. „Þessar æf- ingar eiga að auka úthald og al- menna vellíðan. Nemendur mínir læratækni og ákveðna hluti sem konur jafn sem karlar geta nýtt sér ef svo skyldi fara að það yrði ráðist á það. Þetta námskeið á að gera fólki kleift að fara í gegnum lífið í formi innra með sér, allir heimsins vöðvar skipta ekki máli ef hjartað, lungun og æðakerfið er ekki í lagi,“ segir Bubbi með áherslu. Bubbi er eins og allir vita mikill hnefaleikaaðdáandi og á þátt í að móta æfingakerfið. Eg sauð þetta saman úr nokkrum þáttum. Ég sleppti sumu, hélt öðra og bætti við.“ - Grennist fólk sem stundar þessar æfmgar? „Það fer algjörlega eftir því hvaða mat það setur ofan í sig. Ég ráðlegg fólki ekki um mataræði en þær upplýsingar er auðveldlega hægt að nálgast hér í stöðinni,“ v segir Bubbi og hugsar sig um stundarkorn áður en hann heldur áfram. „Ég er ekki hlynntur þess- ari fegurðar- og æskudýrkun sem tröllríður öllu núna. Ég er ekki sammála því að það megi ekki vera gramm af fitu utan á fólki. Það liggur við að þetta sé hreinlega komið út í einelti. Þessi ofboðslega pressa á að stunda líkamsrækt eft- ir ákveðnum stöðlum," segir Bubbi. „Almenn vellíðan og aukið úthald er það sem líkamsrækt á að snúast um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.