Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 58
j)» 58 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur LEIBOVITZ OG SONTAG MEÐ BOK OG SYNINGU Forvitnilegar bækur Yið erum apaleg „The Hunting Apes - Meat Eating and the Origin of Human Beha- vior“, Craig B. Stanford. Princeton University Press, Princeton, New Jersey, 1999.253 blaðsíður, $17.47 hja Amazon.com netbókum. HVER erum við? - Það er spum- ingin sem brennur á vörum þessa fræðimanns og skógardýrs. Höf- undurinn lifir og hrærist í skógum hinna ýmsu þjóðgarða og rannsakar hegðun mannapa. Hann leitar að lyklinum að fortíð okkar. Niður- stöður hans birtast okkur hér sem eins konar náttúrulífsmynd í rituðu máli. En þetta eru ekki bara sætar apasögur heldur úir hér og grúir af áhugaverðum kenningum. Færð eru rök fyrir því að þau fé- ’St, lagslegu og sálfræðilegu vandamál sem mannkynið stríðir nú við, eigi götur sínar að rekja langt aftur I fomeskju. Innsti kjarni kenninga höfundar er þó kjöt. Hann tengir kjötát við þróun vitsmuna hjá fmm- mönnum og við breytingar á líka- mlegu atgen/i þeirra. Með því að bera saman samfélög mannapa og nútímamanna kafar hann djúpt í hjarta mannlegrar hegðunar. Samhliða því að reifa eigin hug- myndir, kollvarpar höfundur víðk- unnum hugmyndum um uppruna okkar mannanna. Hann vill útrýma ranghugmyndum sem reynst hafa lífseigar - við emm til dæmis á vill- igötum á meðan við bíðum eftir að ^ týndi hlekkurinn finnist. Þannig era margar getgátur um forfeður okkar í hróplegu ósamræmi við þá vit- neskju sem við búum yfir í dag - en við erum í öraggum höndum meðan fræðingar sem þessi halda áfram að púsla saman sögu okkar. Svo að sem flestir geti skilið, er bókin viljandi höfð mjög aðgengileg. Höfundurinn vill ná til sem flestra með kenningum sínum og ekki kæfa okkur með fræðimennsku. Lesa- ndinn þarf því hvorki að vera nátt- úrafræðingur né apasérfræðingur til að hafa gaman að. Varpað er nýju ljósi á mannlega og apalega hegðun og vel tekst til við að kveikja áhuga lesandans. Nú er bara spuming -whvort við hættum ekki að tala um ^frændur okkar Norðmenn - og töl- um um frændur okkar apana. Silja Björk Baldursdóttir Konur sem tekið er eftir KONUR úr öllum þrepum samfé- lagsins, framtakssamar og hlé- drægar, dúðaðar og naktar, glæsi- legar og látlausar, eru skoðaðar ofan í kjölinn í nýrri bók og á sýn- ingu sem var opnuð á þriðjudag í Corcoran-listasafninu í New York. Konure r yfirskrift samvinnuverk- efnis ljósmyndarans Annie Leibo- vitz, sem er fimmtug, og rithöf- undarins Susan Sontag, sem er 66 ára. Á sýningunni má sjá myndir af konum sem hafa verið frum- kvöðlar á sínu sviði án þess að vera á allra manna vörum, en einnig má fínna þar myndir af heimsfrægum konum á borð við rithöfundinn Toni Morrison, for- setafrúna Hillary Clinton og Glor- iu Steinem. Kona með tvö andlit Við ættum ekki að undrast - þótt auðvitað gerum við það,“ skrifar Sontag, „að í raunveruleik- anum, þegar hún er ekki skil- greind sem klisja löngunarinnar, getur hin litskrúðuga, glit- skreytta, hálfnakta sýningar- stúlka í Las Vegas verið þroskuð kona, ekkert sérlega fríð og jarð- bundin í framkomu." Leibovitz sýnir fram á það með fjórum pörum af myndum frá Las Vegas. Ein þeirra er svarthvít af alvarlegri konu í venjulegum föt- um og hin er í sterkum litum af andliti og líkama hálfnakinnar konu. Hvort tveggja er sama kon- an. Auglýsingar og portrett Leibovitz og Sontag hafa þekkst í áratug. „Mig langaði alltaf til að vinna að verkefni í Banda- ríkjunum,“ segir Leibovitz. „Hún kom með hugmyndina: „Af hveiju gerirðu það ekki um konur, bandarískar konur?“ Og ég svar- aði: „Ef þú skrifar textann.“ Svo ég narraði hana til að gera þetta ... ég vissi þó undir niðri að henni yrði að líka það áður en hún féllist á að skrifa." Leibovitz hefur verið samnings- bundin tímaritinu Vanity Fairsíð- an árið 1983 og vinnur einnig endrum og eins við auglýsingar; helsta verkefni hennar á þeim vettvangi er röð mynda af „mjólk- urskeggi“ sem eru auglýsingar fyrir mjólkurafurðir. En hún lítur fyrst og fremst á sig sem portrett- ljósmyndara. Sýning með eldri portrett-verkum hennar er á ferð um Evrópu og verður Moskva næsti áfangastaður. Leibovitz vonast einnig til þess að sýningin með 70 portrett- verkum af konum fari víðar. Hún hefur fjóra aðra staði í huga en engar dagsetningar hafa enn ver- ið fastsettar. Myndefni hennar á yfirstandandi sýningu er víð- feðmt. Þar er Oseola McCarty sem gaf 150 þúsund dollara [rúmar 10 milljónir króna] til bandarísks há- skóla og var það hluti af sparnaði hennar eftir að hafa unnið í 75 ár sem þvottakona. Allsnakin kona með alskegg Ruth Bader Ginsburg og Sandra Day O’Connor eru einnig á sýning- unni. Hæstaréttardómararnir stilla sér upp við málverk af dóm- ara frá nítjándu öld; eina karlinum sem er á myndinni. Hillary Rod- ham Clinton situr við skriftir á Truman-svölunum í Hvíta húsinu. Nicole Kidman situr á rúmi og sést glitta í bert læri. Og svo mætti Iengi telja. Athygli vekur óneitanlega mynd af Jennifer Miller sem sést í fúllri stærð með svart alskegg. Leibovitz skýrir út að Miller hafi þreyst á að raka sig. Miller er dóttir eðlisfræðiprófessors og framkvæmdastjóri Circus Amok í New York. Hún kemur einstaka sinnum fram á aukasýningum. Leibovitz segist hafa átt í erfið- leikum með að fá hana til að sitja fyrir nakin. „Af hveiju ætti ég að fara úr fötunum bara til að sanna að ég sé kona,“ hefur ljósmynda- rinn eftir henni. Frægð og sérstaða í stað trúar og fjölskyldu Henry Allen gagnrýnandi hjá Washinglon Post líkir Annie Leibovitz við málarann Norman Rockwell, sem málaði myndir af þjóð sem trúði að hún myndi ná Iangt í krafti trúar, fjölskyldu- gilda og persónustyrks. Allen seg- ir að í stað gilda Rockwell trúi Lei- bovitz að bandariska þjóðin muni ná langt í krafti frægðar, sérstöðu og persónuieika. Hins vegar finnst honum yfírskrift sýningarinnar of viðamikil að hún standi ekki full- komlega undir þeim væntingum sem vissulega vakni gagnvart þekktum ljósmyndara eins og Lei- bovitz. Hann kemst þó að þeirri niðurstöðu að sýningin sýnisamt, ljóslega hvers vegna Leibovitz sé jafn þekkt og raun ber vitni. Ljósmynd- arasögur Magnum - Fifty Years at the front line of history - The Story of the Legendary Photo Agency. Russell Miller. 324 bls. Pimlico, 1999. ^ Leibovitz við mynd sína af tennisstjörnunum og systrunum Serenu og Venus Williams. Robert Capaf/MAGNUM/KRT Hermaður deyr, ljósmynd sem Robert Capa tók í borgarastyijöldinni á Spáni árið 1936, er ein frægasta stríðsmynd allra tima. Lengi vel var því haldið fram að myndin væri sett á svið, erfingjum Capa og öðrum Magnum-ljósmyndurum til mikillar gremju, en fyrir þremur árum var staðfest að maðurinn væri Federico García og sýndi mynd- in dauða hans i bardaga. LJOSMYNDARARNIR sem kenna sig við Magnum hafa nú í meira en hálfa öld átt stærri og merkari þátt en nokkur einstakling- ur eða stofnun í að birta ásýnd sam- félags mannanna í áhrifamiklum ljósmyndum. I bók sinni um Magnum fjallar Russell Miller á einstaklega skemmtilegan hátt um þessi róm- uðu ljósmyndarasamtök, hann greinir frá stofnun Magnum árið 1947 og segir frá hinum fjóra goð- sagnakenndu ljósmynduram sem komu þar við sögu, Georg Rodger, Chim, Robert Capa - frægasta stríðsljósmyndaranum - og Henri Cartier-Bresson - líklega áhrifa- mesta ljósmyndara allra tíma. Höfundurinn rekur hvemig ljós- mynduranum fjölgaði smám saman og hvernig reksturinn hefur alla tíð verið í jámum, einkum vegna þess óvenjulega fyrirkomulags að allir ljósmyndaramir era hluthafar sem eiga jafnan hlut og ráða öllu um reksturinn - fyrirkomulag sem virðist ekki geta gengið en samt flýtur Magnum enn, þrátt fyrir endalausar deilur og ósætti og ólík- ar hugmyndir um áherslur á „fót- ójqurnalisma" og list. I frásögninni rís hátt hinn tra- gíski dauði Capa í Indókína árið 1954, en sama dag fréttist að annar Magnum-ljósmyndari, Wemer Bis- hof, hefði farist í Perú. Nokkram áram síðar var Chim, skotinn til bana við Súesskurðinn. Við lesum um vera W. Eugene Smiths í Magn- um, en á stuttum tíma tókst þessum mesta meistara myndafrásagn- arinnar næstum að setja samtök- in á hausinn . Við lesum um deilur og flónsku; félags- legan van- þroska og egó- isma margra mestu frétta- ljósmyndara al- darinnar. En uppúr bersöglinni stendur samt lesandinn heill- aður og dáist að snilldinni bakvið myndimar og að hinum áhugaverðu ein- staklingum sem við, í myndmett- uðum samtím- anum, eigum svo mikla skuld að gjalda. Þeir hafa sett okkur ljósmynduram viðmið og án þeirra væri ljósmyndunin, og fjölmiðlun samtímans, svo margfalt fátækari - og eflaust allt öðravísi - en raunin er. Einar Falur Ingólfsson □□□ nnn mn magnum Filty years at thé front iine ol history - ths story of the logendary photo ágency Russeli Milier té
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.