Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 43 MINNINGAR SIGURÐUR THORLA CIUS RÖGNVALDSSON + Sigurður Thor- lacius Rögn- valdsson jarðeðlis- fræðingur fæddist í Reykjavík 11. jan- úar 1964. Hann lést af slysförum 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 1. nóvember. Með þessum fáu línum vil ég votta virðingu mína gengn- um félaga, dr. Sigurði Th. Rögn- valdssyni. Siggi var fallegur og gjörvilegur maður, góður drengur og harm- dauði mér og öllum þeim sem fengu að kynnast honum. Hann var glett- inn ljúflingur, sem hafði yndi af þungarokki, lyfti lóðum og í stað innrammaðs prófskírteinis setti hann veggspjald af Swarzenegger á skrifstofuvegginn. Hann var flinkur og klár vísindamaður, en hógvær og hafði sig lítt í frammi. F>ví meir lét hann að sér kveða þar sem það skipti máli, í jarð- skjálftarannsóknum. Þar var hann í hópi okkar bestu vísindamanna, sem brautryðjandi og helsti/ulltrúi í nútíma jarðskjálftafræði. A sínum stutta ferli hafði hann þegar byggt upp markverðan rannsóknaferil og það er mér heiður að hafa fengið að vinna með honum. Doktorsverkefnið sitt vann Siggi við háskólann í Uppsölum, undir leiðsögn Ragnars Slunga og Reyn- is Böðvarssonar, en þeir hafa samið megnið af hugbúnaði þeim sem SIL kerfið, landsnet jarðskjálfta- mæla Veðurstofunnar byggir á. Þetta kerfi sér um að staðsetja skjálfta sjálfvirkt og senda út við- varanir þegar skyndilegrar aukn- ingar í virkni verður vart. Það var því eðlilegt framhald á ferli Sigga, eftir að námi lauk árið 1994 að hefja störf á jarðeðlissviði Veður- stofu íslands, eftir stutta viðdvöl á Norrænu Eldfjallastöðinni. Síðan þá hefur hann unnið markvisst að uppbyggingu og þróun þessa kerfis til að gera það öruggara og skilvirkara; einkum í stórum hrin- um, þegar fjöldi skjálfta getur þús- undfaldast og lamað kerfið. Hann var orðinn einn af máttarstólpum SIL kerfisins og fráfall hann er reiðarslag fyrir alla starfsemi á jarðeðlis- sviði Veðurstofunnar. Siggi sérhæfði sig í aðferðum til að kort- leggja virkar sprung- ur í jarðskorpunni með smáskjálftum, en það er einn af áhuga- verðustu vaxtabrodd- unum í jarðskjálfta- fræði í dag og skilar mun meiri nákvæmni en áður hefur þekkst. Þar var þungamiðjan í vísindarannsóknum hans, sem miðuðu að því að byggja upp ítarlega mymþaf brotahreyfingum í jarðskorpu Is- lands. Sú mynd er gi-undvöllur skilnings á þeim ferlum sem stjóma uppbyggingu og reki lands- ins. Hann hafði þegar beint stækk- unargleri sínu að Tjörnesbrotabelt- inu fyrir norðan land og lýst þar upp bi-otahreyfingarnar á Gríms- eyjar-, Húsavíkur- og Dalvíkurmis- gengjunum í smáatriðum. Einnig hafði hann kortlagt fjölda sprungna í hinu flókna mynstri misgengja á Hengilssvæðinu og niðurstöður hans úr skjálftahrin- unum á Hellisheiði í júni og nóvem- ber 1998 sýndu okkur brotahreyf- ingar á jöðram Suðurlands- brotabeltisins í nærmynd. Þessi frumkvöðlavinna hefur einnig skapað aðstæður fyrir hagnýt verkefni eins og kortlagningu sprungna á jarðhitasvæðum, í þeim tilgangi að kortleggja þar að- færsluæðar jarðhitakerfa, og þar með lagt gi-undvöllinn að starfi mínu á Orkustofnun. Samvinna okkar Sigga hefur staðið með einum eða öðrum hætti frá 1995, þegar hann veitti mér að- gang að þá óbirtum niðurstöðum sínum, nákvæmum staðsetningum skjálfta sem ég þurfti fyrir mínar eigin rannsóknir. Því fylgdi engin krafa um að vera meðhöfundur á ritverkum, sem þó hefði ekki verið óeðlileg. Þannig var öll samvinna við hann, frjálsleg, gefandi og um- fram allt skemmtileg. Eftir að ég kom heim 1998, í starf á Orkustofn- un sem miðaði að því að innleiða sprungukortlagningu með jarð- skjálftum í könnun jarðhitasvæða, var ég algerlega háð því að læra af Sigga þessa nýju tækni. Við náðum að vinna eitt verkefni saman. Hann rak svolítið á eftir mér, en það var bara gaman. Enn í dag eru rann- sóknir mínar tengdar honum, og þó ég hafi verið farin að læra að gera staðsetningar sjálf, þá átti ég enn svo margt ólært. Eg leitaði líka til Sigga með fleira. I þessum litla sandkassa sem jarðvísindasamfé- lagið okkar er, verður stundum ósamkomulag og þegar ég var í vafa um hvernig túlka bæri að- stæðúr og hvað til bragðs skyldi taka var hann alltaf einn af þeim sem ég ráðfærði mig við, því ég vissi að þar fengi ég hreinskilin svör og að hann myndi ráða mér heilt. Við áformuðum að vinna saman Rannís umsókn til að fjármagna rannsóknir á gosóróa. Eg var eitt- hvað niðurdregin og gekk illa að koma mér að verki. Til að ýta við seinaganginum í mér tyllti hann sér í hálftíma inn á skrifstofu hjá mér á Orkustofnun og hripaði nið- ur forsendur, framkvæmd og verk- lag, sem við ætluðum svo að vinna úr þegar hann kæmi til baka frá Húsavík. Svo var hann horfinn til að sækja börnin sín og kaupa hakk í matinn. En hann kom aldrei aftur og undanfarin vika hefur verið þungbær. Hans sterka tilvist er alls staðar í verkum mínum, því hann var mín helsta leið inn í inn- viði SIL kerfisins og ég reiddi mig á leiðsögn hans þar um. Hversu auðvelt var ekki að lyfta símtólinu og spyrja, en nú er þar ekkert svar lengur. Eg sakna mæts kollega og vísindamanns og mér hefur orðið Ijóst að í öllum mínum framtíðar- hugmyndum um okkar litla jarð- vísindasamfélag var hann alltaf til staðar og að í þeim hópi mat ég hann mest. Ég votta fjölskyldu Sigga, Nönnu, Sif, Ara, móður og systkin- um innilega samúð mína við missi þessa mæta manns. Kristín S. Vogfjörð. Undarlegt er þetta líf stundum. Það gengur sinn vanagang og við leiðum ekki hugann að öðru en að allt haldi áfram sem er. Síðan ger- ast atburðir sem kippa okkur upp úr hugsunarleysi hversdagsins. Ungur og hraustur maður í blóma lífsins er skyndilega horfinn, dáinn, og ekkert fær því breytt sem orðið er. Eftir sitjum við hin og veltum fyrir okkur hve berskjölduð við er- um fyrir duttlungum örlaganna. Kynni okkar Sigurðar Rögnvalds- sonar hófust haustið 1982 þegar við ásamt nokkrum öðrum hófum nám í jarðeðlisfræði við Háskóla ís- lands. Fyrir marga getur fyrsta misserið í Háskóla verið einmana- legt. Allt er nýtt og kannski þekkir maður fyrst í stað engan af sínum samnemendum. En sjaldnast varir einmanakenndin lengi. Þetta haust tókust með okkur ágæt kynni enda fljótlega ljóst að þetta var góður hópur. Siggi var rólegur í fram- göngu en ákveðinn. Hann var ekki orðmargur en því orðheppnari. Kunni vísur þegar við átti og marg- ar flutu með gagnorðar sögurnar af mannlífi undir Jökli. í fasi hans öllu voru heilindi enda man ég ekki til þess að hafa heyrt nokkurn leggja til hans misjafnt orð. Að sama skapi virtist hann ekki hafa þörf fyrir að tala illa um aðra. Eftir að við lukum prófum við Háskóla Islands fór hópurinn í ýmsar áttir, flestir utan til fram- haldsnáms. Þá skildi leiðir og við hittumst sjaldnar eftir það. Siggi fór til Svíþjóðar og lauk þaðan doktorsprófi í jarðskjálftafræði. Þær aðferðir sem hann innleiddi hafa vakið mikla athygli og opnað nýja möguleika í túlkun jarð- skjálfta. Otímabært brotthvarf Sig- urðar er því mikill skaði fyrir ís- lenska jarðeðlisfræði. Síðasta skipti sem við hittumst, á ráðstefnu Eðlisfræðifélagsins fyrir nokkrum vikum, ræddum við um leiðir til að bera saman gosóróa í eldgosunum tveimur í Vatnajökli, 1996 og 1998. Ákváðum við að spá betur í þetta við tækifæri. Það tækifæri er nú glatað. En þó e.t.v. taki tíma að fylla það skarð sem Siggi lætur eft- ir sig á sínu fræðasviði, er þó miklu mestur sá harmur sem kveðinn er að hans nánustu. Eiginkonu, börn- um og öðrum aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. Magnús Tumi Guðmundsson. Ég kynntist Sigurði fyrir tæpum 15 árum er hann sótti hjá mér nám- skeið í afifræði bergs við Háskóla Islands. Veruleg kynni tókust svo með okkur fyrir um sex árum er hann vann að doktorsritgerð sinni í Svíþjóð. Þá hafði hann oft samband við mig með tölvupósti til að fá upp- lýsingar um jarðskjálftasprungur á Suðurlandi. Þegar hann kom heim frá námi, lagði ég eindregið til að hann yrði ráðinn í tímabundið starf við þá stofnun sem ég þá vann á, sem og varð. Ari seinna fékk hann fast starf á Jarðeðlisfræðideild Veðurstofunnar og átti stóran þátt í öflugum rannsóknum þar nú síð- ari árin. Við Sigurður störfuðum saman að rannsóknum á jarðskjálfta- sprungum á Islandi með stuðningi frá Evrópusambandinu. I tengslum við þær hafði ég nú seinni árin meiri fagleg samskipti við Sigurð en við flesta aðra jarðvísindamenn á íslandi. Hann veitti mér upplýs- ingar um jarðskjálfta, sendi mér skýrslur og gögn, og las yfir fyrir mig, og skrifaði með mér, vísinda- greinar. Við hittumst á ráðstefnum og venjulega heimsótti ég hann á Veðurstofuna er ég kom heim til íslands. Fyrir um þremur vikum ^ áttum við löng og góð samtöl í síma í tengslum við nýtt Evrópuverkefni þar sem við studdum hvor annan í þeirri viðleitni að færa vissa þætti verkefnisins í breyttan búning, sem hafðist af. Þrátt fyrir ungan aldur hafði Sigurður þegar skipað sér í fram- sveit íslenskra jarðvísindamanna. Verk hans, og ekki síður mannkost- ir, voru í miklum metum hjá sam- starfsfólki okkar við háskólann í París. Sprungurnar á Suðurlandi voru stór hluti af samstarfi okkar Sig- urðar. I mörg ár höfðum við ráð- gert að skoða þær saman, annað- hvort úr lofti eða á fæti, en tilviljanir ollu því að ekki varð af þessu. Sú ferð verður nú aldrei far- in. Sigurður var myndarlegur mað- ur, með hreinan svip og fallegt bros. Mest um vert var þó að hann var gull af manni: traustur, full- komlega heiðarlegur, jákvæður og hlýr þannig að manni leið ávallt vel í návist hans. Það er mikil gæfa að kynnast slíkum manni sem Sigurði, og þegar hann er nú fallinn frá, þá lifir eftir björt minning um mjög færan vísindamann, gefandi sam- starf og góðan dreng. -m> Ég votta Nönnu, börnum þeirra og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Ágúsl Guðmundsson. Við kynntumst Sigurði í Háskóla Islands, meðan á eðlisfræðinámi okkar stóð. Sigurður var óvenju- legur maður; í sömu persónu rúm- aðist hárprúður lyftingamaður og þungarokkari, jafnt sem hæglátur og orðheppinn spekingur. Hann var bráðfyndinn á fullkomlega áreynslulausan og tilgerðarlausan hátt. Frá námsárunum í kringum miðjan níunda áratuginn eigum við margar góðar minningar tengdar Sigga. Gilti þar einu hvort um var að ræða samtöl, bíóferðir eða einn- armínútuskákir. Það var nálægðin við Sigga sem var þægileg. Það voru orðin nokkuð mörg ár síðan við höfðum séð Sigga. En Siggi var maður sem skildi eftir sig spor í huga manns. Skaut þar upp reglulega, ásamt ósk um einhvern tímann aftur að fá að njóta návistar hans, t.d í einhverri íslandsferða okkar. Sú ósk rætist ekki, en mikið er gaman að hafa kynnst honum. ^ Við sendum fjölskyldu Sigga okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Gunnarsson og Bera Pálsdóttir. + María Þorvald- sóttir Bradwell fæddist 16. júní 1928. Hún lést í Washington-ríki í Bandaríkjunum 25. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru María Víðis Jónsdóttir, kaupmaður í Hafn- arfirði, f. 14. des- ember 1895 á Þverá í Laxárdal, d. 4. maí 1982, og Þorvaldur Tómas Bjarnason, kaup- maður í Hafnarfirði, f. 6. nóvem- ber 1895, d. 12. september 1932. Foreldrar Mariu voru Jón Þver- æingur Jónsson, bóndi og síðar skrifari hjá H. Ben. í Reykjavík, og Halldóra Sigurðardóttir frá Kollastaðagerði á Völlum í S- Múl. Foreldrar Þorvaldar voru Sonur Maríu, Ed, hringdi frá Ameríku 25. október sl. og sagði okkur að móðir hans hefði verið lát- in á heimili sínu í Golden Dale er Bjarni Tómasson, út- vegsbóndi á KIöpp í Höfnum á Reykja- nesi, og Herdís Niku- lásdóttir. Systkini Maríu eru: Dóra Þor- valdsdóttir, f. 14. ágúst 1922, var gift Þóri Hall, f. 19. mars 1922, d. 21. janúar 1981. Þau skildu. Þau áttu þrjú börn. Herdís Þorvaldsdótt- ir leikkona, f. 15. október 1923, var gift dr. Gunnlaugi Þórðarsyni lögfræð- ingi, f. 14. apríl 1919. Þau skildu. Þau áttu fjögur börn. Þóra Þorvaldsdóttir, f. 18. febr- úar 1925, gift Nikulási Má Niku- lássyni, f. 8. ágúst 1923. Þau eiga sjö börn. Sigríður Þorvalds- dóttir, f. 2. ágúst 1926, hún lést barnung 1. maí 1931. Þorvaldur hann leit til hennar að morgni 25. október eins og hann gerði á hverj- um dagi. María gekk undir hnífinn vegna krabbameins fyrir tveimur S. Þorvaldsson, arkitekt og skipulagstjóri, f. 21. mars 1933, kvæntur Steinunni Jónsdóttur, f. 6. nóvember 1933. Þau eiga þijú börn. María giftist 12. október 1956 Joseph Edward Bradwell, f. 24. júní 1921, Kanadamanni ættuð- um frá Sheffield á Englandi. Þau skildu 1982. Sonur þeirra er Joseph Edward Bradwell III, f. 21. maí 1957. Hann á einn son. Sonur Maríu og Þóris Jónsson- ar, f. 4. febrúar 1912, d. 3. febr- úar 1982, tónlistarmanns er Bjarni Örn Þórisson Bradwell, f. 11. apríl 1950. Hann er kvæntur í Bandaríkjunum Diana Mat- hewson, f. 6. febrúar 1953, og eiga þau tvo syni, Bjarna Örn og Thor Edwald. Áður en María fluttist til Am- eríku hafði hún verið í Ieiklistar- skóla Ævars Kvaran í tvö ár og síðan þrjú ár í Þjóðleikhússkól- anum. Hún tók á þeim árum þátt í leikhúslífi í Hafnafirði og Reykjavík. Minningarathöfn um Mariu verður haldin í Árbæjarkirkju í dag og hefst klukkan 17. árum en heilsaðist vel á eftir og var talin laus við meinsemdina. Við systkinin buðum henni heim til ís- lands sumarið 1997 og var þá hátíð með vinum og fjölskyldu. Hápun- ktur þeirrar heimsóknar var ógleymanleg hátíð í Laugarnesi hjá Hrafni Gunnlaugssyni þar sem nær hundrað manns komu saman á fögrum sumardegi. Við ólumst upp í Hafnarfirði hjá móður okkar en faðir okkar féll frá, aðeins 37 ára gamall, áður en ég fæddist. María varð gagnfræðingur frá Flensborgarskóla aðeins fimmtán ára gömul. Henni voru gefnar fjöl- breyttar gáfur og _ stundaði hún nám í píanóleik hjá Arna Kristjáns- syni við Tónlistarskólann í Reykja- vík með námi í Flensborg. Hún var í dansskóla og síðar tvö ár í leiklist- arskóla Ævars Kvaran og síðan eft- ir að hún eignaðist son með Þóri Jónssyni tónlistannanni fór hún í Þjóðleikhússkólann í þrjú ár. Hún lifði strax hratt og átti erfitt með að festa sig við ákveðna hluti því allt virtist leika í höndum hennar. Hún söng og dansaði, lék á ýmis hljóð- færi og tók þátt í lífsins leik að fullu. Þegar í Flensborg varð hún oft ástfangin og með tvemur vin- konum stofnaði hún söngtríó sem ferðaðist um landið með hljóm- sveit Henny Rasmussen og hélt hljómleika í Gamla bíó. Fyrsta stóra hlutverk á senu var aðalhlutverk í revíunni „Gullna leiðin“ sem Ævar Kvaran stjórnaði og setti á svið í Bæjar- bíói Hafnarfjarðar. Síðar dansaði hún í Rigólettó í Þjóðleikhúsinu þegar Stefán íslandi kom í heim- r -» sókn, lék smáhlutverk í gaman- leik í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Lárusar Pálssonar og i „Sölumað- ur deyr“ undir stjóm Indriða Einarssonar. María hvarf af vettvangi þegar hún fluttist til Ameríku 1955. Hún kom af og til í heimsókn og vora þá stórhátíðir meðal vina og fjöl- skyldu og hún hrókur alls fagnað- ar með gítarinn eða við píanóið. Við söknum gleðigjafans og biðjum fyrir henni og fjölskyldu hennar í Ameríku og sendum samúðarkveðjur yfir hafið. Þorvaldur S. Þorvaldsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu d — eða ‘ 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. j MARIA ÞORVALDS- DÓTTIR BRADWELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.