Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 21 * INTIS kynnir gjaldskrár- breytingar Lækkun verðs á netsam- böndum INTÍS, Internet á íslandi hf., hefur lækkað verð á netsam- böndum verulega, og tók lækkunin gildi hinn 1. nóvem- ber. Þannig lækkaði léngjald um 40% eða úr 878 krónum í 530 krónur á mánuði, en nýskráningargjald fyrir .is lén er 10.000 krónur. Heildar- kostnaður við lén lækkar um 51,31% fyrsta árið og um 39,64% eftir fyrsta árið. Einn- ig lækka bandvíddargjöld al- mennt um 5%, en gjaldskrá má fínna í heild á Netinu á www.isnet.is/is/gjaldskra.- html, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá INTÍS. Sigurður Jónsspn, markaðsstjóri Internet á Isl- andi hf., segir í samtali við Morgunblaðið að lækkunina megi rekja til annars konar netsambands út úr landinu. „Við jukum afkastagetu tengingarinnar til útlanda í fyrri hluta september. Það var úr 10 megabitum í 45 mega- bita til Bandaríkjanna, en samband til Evrópu er óbreytt eða 4 megabitar. Þessi aukn- ing hefur leitt til nýrra for- sendna í kostnaðarreikning- um og annars einingaverðs, sem leiðir af sér þessa lækk- un,“ segir Sigurður. Hann segir að þeir sem í dag hafi fremur afkastalítið samband við INTÍS, eða litla bandbreidd, geti í mörgum til- vikum aukið við bandbreidd- ina án hækkaðra gjalda, og í sumum tilvikum með lægri gjöldum en áður. Guðmundur Hauksson, stj órnarformaður Kaupþings Hagkvæmt að sameina FBA og Kaupþing MOGULEIKAR á sameiningu Kaup- þings og Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins virðast ekki hafa minnkað með tilkomu nýrra hluthafa í FBA. Guðmundur Hauks- son, stjórnarformaður Kaupþings, segir sam- einingu Kaupþings og FBA vissulega æski- legan kost af hálfu Kaupþings. „Ef sam- eining fyrirtækja í þessari grein er fyrir- huguð á annað borð er sameining Kaupþings og FBA íyrsti kostur. Þar er mest hag- kvæmnin fólgin," segir Guðmund- ur. „Við höfum alltaf talið samein- ingu hagstæðan kost og þau sjónar- mið hafa ekki breyst við þær að- gerðir sem hafa verið að undanförnu. Hins vegar erum við ekki aðilar að FBA núna og að því leyti erum við fjær sameiningu en áður." Aðspurður segist Guðmund- ur ekki vilja ræða hvort forsvars- menn Kaupþings muni ganga efth- því að félögin sameinist, né þau skilyrði sem hugsanleg sala á Kaupþingi er háð. Ótímabærar hugrenningar Bjarni Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segir allar hugrenningar af þessu tagi ótímabærar. „A næstunni munu menn setjast niður og ákveða hvar þeir ætla að staðsetja sig á Bjarni Ármannsson, forstjóri FBÁ Guðmundur Hauks- son, stjórnarformað- ur Kaupþings fjái-málamarkaðnum eða færa út kvíamar. Fullmótaðar hugmyndir eru ekki til á þessari stundu, hvað þá að menn geti nefnt einstök fyrir- tæki. Slíkt verður að gerast í kjöl- far einhverrar vinnu sem væntan- lega verður lokið fyrir áramót. Það eru margir möguleikar í stöðunni og Kaupþing er vissulega áhuga- vert fyrirtæki. Breiður hópur fjár- festa er nú kominn að bankanum og það skapar okkur mikla mögu- leika,“ segir Bjarni. Vaki-fiskeldiskerfi Hluthafar 2. nóv. 1999 Hluthafi Hlutafé, kr. Nafnverð Hlutur 1. Þróunarfélag íslands hf. 15.266.750 33,9 EM 2. Hlutabréfasjóðurinn hf. 2.926.461 6,5 m 3. Hermann Kristjánsson 2.783.395 6,2 m 4. Auðlind hf. 2.005.246 4,5 « 5. Hólmgeir Guðmundsson 1.847.339 4,1 B 6. Brandur S. Guðmundsson 1.232.607 2,7 0 7. Dr. Þorsteinn I. Sigfússon 1.100.169 2,4 | 8. Aflvaki hf. 1.050.000 2,3 i 9. Radíómiðun ehf. 1.050.000 2,3 i 10. Lífeyrissj. Framsýn 987.000 2,2 B Aðrir (109 hluthafar) 14.745.875 32,8 13S! Samtals 44.994.842 100,0 Vaki fiskeldiskerfi hf. og PNG sjóvélar hf, sameinast Hlutafé 65,5 milljónir króna AÆTLUN um samruna Vaka fisk- eldiskerfa hf. og DNG sjóvéla hf. í eitt félag undir nafninu Vaki-DNG hf. verður til umfjöllunar á hlut- hafafundi Vaka fiskeldiskerfa hf. sem haldinn verður miðvikudaginn lO.nóvember næstkomandi. í tillögu stjórnar Vaka fiskeldis- kerfa um samrunann kemur fram að sameiningin miðist við 1. júlí 1999 og tekur hið sameinaða félag við öllum réttindum og skyldum hinna sameinuðu félaga frá þeim tíma. I tilkynningunni kemur fram að við sameininguna fái hluthafar í DNG sjóvélum hf. hlutabréf í Vaka fískeldiskerfum að fjárhæð 19,5 milljónir króna sem gagngjald fyrir öll hlutabréf sín í DNG sjóvélum hf. Hlutafé í Vaka fiskeldiskerfum hf. verður aukið um 19,5 milljónir króna og skal það afhent í skiptum fyrir öll hlutabréf í DNG sjóvélum hf. Eftir sameininguna verður hlutafé í Vaka fiskeldiskerfum hf. 64,5 milljónir króna að nafnverði, sem verður hlutafé hins sameinaða félags, Vaka-DNG hf. Samvinnusjóðurinn hagnast verulega af hlutabréfasölu HELLY HANSEN hefur hannað og framleitt vandaðan útivistarfatnað lengur en nokkuð annað fyrirtæki.. Það byrjaði allt árið 1877 þegar hlnn norski skinstióri wpiiv hawqpm Helly Jul Hansen gerði tilraunir með stri^aef ni sem ' ‘ voru olíuborin. Árangurinn varð fyrsta regnfl/k sögunnar og fyrirtækið Helly Hansen varð til. i dag hefur 120 ára reynsla af norsku sjávar og fjallaveðri gert Helly Hansen'eitt mest leiðandi ^ vörumerki á sínu sviði. Síðustu árin hafa hönnuðir Hellý Hansen fylgst vel með því sem er að gerast í vetrartískunni og hafa hannað fatnað sem er mjög tæknilegur og vandaður. Má þá til dæmis nefna dð sænsks , snjóbrettalandsliðið er allt í Helly Hansen fatnaði. intersport er leiðandi. sportvöruverslun um allan heim og hér á íslandi sýnum við það nýjastcP í Helly Hansen vetrarlínunni, úlpur, brettafatnað, nærföt ofl. SAMVINNUSJOÐUR Islands hefur selt öll hlutabréf sín í Vinnsl- ustöðinni hf., eða 6,24% eignarhlut, samtals að nafnverði kr. 82.576.951. Að sögn Arnar Gústafssonar, fram- kvæmdastjóra Samvinnusjóðsins, var gengishagnaður af viðskiptun- um verulegur. Söluandvirði hlutabréfa Sam- vinnusjóðsins í Vinnslustöðinni hf. og Síldarvinnslunni hf. sem sjóður- inn seldi í október nemur um 215 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfa- þings íslands. Við sölu á þessum hlutabréfum myndaðist rúmlega 50 milljóna króna söluhagnaður en samkvæmt áður birtu óendurskoð- uðu níu mánaða uppgjöri var sölu- hagnaður af hlutabréfum 23 mil- ljónir króna. „Þetta voru utanþingsviðskipti og ég veit ekki hver keypti bréfin,“ segir Örn Gústafsson. „Við erum að losa okkur við hlutabréf en í okkar efnahagsreikningi eru skráð ýmis hlutabréf í margs konar félögum sem við höfum fjárfest í en ekki endilega hreyft mikið við. Undan- farið höfum við selt nokkuð og ákváðum að selja þessi bréf núna og höfum hagnast vel á því,“ segir Örn. XYZETA aðili að SIA FELAGSFUNDUR Sambands ís- lenskra auglýsingastofa, SLA, hefur samþykkt að veita auglýsinga- stofunni XYZETA aðild að sam- bandinu. XYZETA verður þar með níunda auglýsingastofan í SIA Að sögn Gunnars Smárasonar, framkvæmdastjóra XYZETA, er aðild að SLA mikilvæg viðurkenning á því að auglýsingastofan veitir fulla þjónustu við auglýsendur. „I því felst meðal annars að stof- an getur séð um allai- þarfir við- skiptavina sinna, allt frá gerð auglýsingaáætlana, útfærslu þeirra, gerð birtingaáætlana, varðveislu gagna og kostnaðarumsjón. Hér á landi starfa tugir auglýsingastofa og sjálfstæðra auglýsingateiknara, en aðeins lítill hluti þeirra hefur þekkingu og bolmagn tO að geta starfað eftir kröfum um aðild að SÍA.“ Liður í þróunarvinnu stofunnar Guðjón Pálsson, stjórnarformað- ur XYZETA, segir að aðOdin að SÍA sé liður í þeirri þróunarvinnu sem fram hefur farið að undanfömu inn- an auglýsingastofunnar. „Við emm að færa okkur markvisst inn á svið markaðsráðgjafar, samskiptaáætl- ana og rannsókna. Það er viðbót við það að geta veitt alla hefðbundna þjónustu sem auglýsingastofa, eins og felst í aðOdinni að SIA.“ Helly Haneers Diva i Tæknilegur snjóbrettajakki fyrir stelpur á öllum aldri. Helly Tech® - efni sem gefur mikla öndun, en er alveg vatnsþétt. Tveir vasar að framan, vasi á ermi og snjólás I mitti. Hægt að taka hettu af. Tveir litir. Stærðir S-XL kr. 19.980,- Helly Hansen EKG snjóbrettajakki Multisport jakki með mikla öndun og alveg vatnsþéttur úr Hely Tech® - efninu. Tveir vasar að framan og Airflow öndun. Snjólás I mitti og hægt að stilla hettu. Fæst I fleiri litum. Stærðir S-XL. kr. 18.790,- Helly Hansen Detonator buxur. Snóbrettabuxur úr Hely Tech® - efni. Tveir vasar að framan og einn á hlið. Belti um miðju og góður snjólás. Forbeygð hné. Stærðir S-XL. Verð kr. 14.880,- Þín frístund - okkar fag VINTERSPORT Bíldshöföa 20 112 Reykjavík • sími 510 8020 • www.intersport.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.