Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLÁDIÐ FRÉTTIR Umhverfísráðherra fundaði með umhverfísráðherra Póllands Mikilvægt að taka tillit til lítilla hagkerfa SIV Friðleifsdóttir umhverfísráð- herra átti fund með umhverfisráð- herra Póllands í Bonn í gær, en þar fer nú fram fimmta aðildarríkja- þing Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Umhverfisráðhen'a Póllands er jafnframt forseti þingsins. Ráð- herra segir að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og þau hafi rætt sérstöðu Islands og mikilvægi þess að tillit verði tekið til lítilla hag- kerfa. A morgun verður viðræðum milli ráðherra framhaldið. „Eg mun taka þátt í almennum umræðum milli ráðherranna á morgun [í dag] og svo mun samn- inganefndin okkar halda áfram að vinna að okkar hagsmunum. Þetta er 5.000 manna fundur og það er mikilvægt að við látum í okkur heyi'a," sagði ráðherra. Aðspurð ufa viðbrögð við ís- lensku tillöguppi sagði Siv að hún hefði verið kynnt víða. „Það hefur verið hlustað á okkar mál og því hefur verið sýndur skilningur, en það er ómögulegt að draga ályktun um hvaða undirtektir hún fær og ég tel að það verði ekki ljóst fyrr en á endasprettinum, það er á næsta aðildarríkjaþingi að ári, þeg- ar tillagan verður tekin fyrir,“ sagði ráðherra. Náttúruverndarsamtök Islands taka einnig virkan þátt í þinginu í Bonn. Þau eiga aðild að Climate Action Network sem eru alþjóðleg regnhlífarsamtök þeirra sem vinna að verndun loftslags, að sögn Arna Finnssonai'. Samtökin gera þær kröfur á þinginu að að- ildarríki fullgildi Kyoto-bókunina árið 2002 og að á næsta aðildar- ríkjafundi verði gengið frá reglum um framfylgd bókunarinnar eins og samþykkt var í Buenos Aires fyrir ári. Hjólandi í sundið í Hvera- gerði ÞAÐ er hressandi að hjóla og ennþá meira hressandi að fara á hjólinu í sund í hressandi haustveðrinu. Þessi ungi maður í Hveragerði heldur sínu striki óhikað enda hefur hann veginn fyrir sig. Líklega grípur hann til húfunnar á bakaleiðinni með blautt hárið enda fer veður nú kólnandi og verður svo næstu daga. Það er þó misjafnt eftir landshlutum en hefur haustið nú tekið sér bólfestu og því eins gott að vera við öllu búinn hvar sem menn fara. Viðbúnaðaráætlun Landsvirkjunar * vegna vandans lokið SÍÐUSTU æfingar hjá Landsvirkjun samkvæmt viðbúnaðaráætlun fyrirtækisins vegna 2000 vandans fóru fram í gær. Æfð voru boðskipti stjórnstöðvar og orkuvirkja víðsvegar um land eiijs og þau eiga að vera um áramótin þegar farið er yfir hvort gallar í tölvubúnaði komi fram við árþúsundaskiptin. Búðahreppur vísar ákvörð- un til Byggða- stofnunar SVEITARSTJÓRN Búða- hrepps tók ekki ákvörðun um ráðstöfun 113 þorskígildistonna sem hrepp- urfan fékk úthlutað frá Byggðastofnun í sumar á fundi í gær. Ákvörðun um úthlutun- ina var vísað til Byggðastofn- unar. Sveitarstjórnin hafði auglýst eftir tilboðum í kvót- ann og fimm tilboð bárust. Hún fékk ráðgjafafyrirtæki til þess að meta tilboðin og í skýrslu þess var mælt með einu tilboðanna en sveitar- stjórnin treysti sér ekki til þess að taka ákvörðun um málið. Líneik Sævarsdóttir, vara- oddviti hreppsins, gagnrýnir vinnubrögð stjórnar Byggða- stofnunar í málinu. Hún sagði í samtali við blaðið að misræmis gætti um úthlutunarreglur milli sveitarfélaga. Tilmælin frá Byggðastofnun væru þau að ekki skyldi úthluta til stærri útgerða en samt væri það gert á ýmsum stöðum. Eitt tilboðanna sem barst í byggðakvóta Búðahrepps var frá tiltölulega stóru fyrirtæki en ráðgjafafyrirtækið mælti ekki með því í skýrslu sinni vegna tilmæla stofnunarinnar. Þau tilboð sem komu til greina vora frá tveim hópum sem hugðust stofna litla saltfiskút- gerð í kringum kvótann. Til- boðin voru mjög áþekk að sögn Líneikar, en ráðgjafafyr- irtækið mælti frekar með öðru þeirra. Líneik segir að það sé mjög erfitt fyrir sveitarstjórn- ir í litlum byggðum að velja milli tveggja áþekkra tilboða frá heimamönnum og ósann- gjamt að ætla sveitarstjórn- inni það verk. Einnig var æfð stýring raforku- kerfisfas við aðstæður þar sem tölvukerfi virka ekki og fjarskipti eru takmörkuð. Raforkukerfínu var handstýrt og notast var eingöngu við talstöðvar. Æfingar þessar gengu vel, samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Hilmarssyni upplýs- ingafulltrúa Landsvirkjunar. Allur búnaður yfírfarin og endurnýjaður Undirbúningi Landsvirkjunar vegna 2000 vandans er nú lökið. All- ur búnaður hefur verið yfirfarinn og endumýjaðúr eftir þörfum. Viðbún- aðaráætlun hefur verið útbúin og æfð og segir Þorsteinn að raforku- afhending frá fyrirtækinu eigi að vera jafn öragg um komandi áramót og endranær. Fyrirtækið verður samt sem áður með viðbúnað um áramótin til að grípa inn í ef eitt- hvað bregður út af í tölvubúnaði raforkukerfisins. Morgunblaðið/RAX Lítið brottfall hjá kennurum með réttindi ÚT er komSð hjá Hagstofu ís- lands ritið Grunnskólar Islands og kemur þar m.a. fram að um 85% þeirra sem störfuðu við kennslu haustið 1997 voru við störf í grunnskólum 1998. Mest brottfall var meðal starfsfólks við kennslu sem ekki hafði kennslu- réttindi, en aðeins 10% þeirra sem hurfu til annarra starfa á þessu tímabili voru með kennslu- réttindi. Hlutfall nemenda á kennara hæst á Suðurnesjum ' Meðal efnis í ritinu eru ýmsar tölulegar upplýsingar um flest það er tengist grunnskólastarfi á Is- landi. Upplýsingarnar ná til skóla- áranna 1997-1999. Haustið 1998 vora að meðaltali 12,4 nemendur á hvem kennara á landinu. Hæst var þetta hlutfall á Suðurnesjum en þar var fjöldi nemenda á hvert stöðugildi starfs- manns við kennslu fimmtán. Lægst var hlutfallið á Vestfjörðum en þar vora tæpir tíu nemendur á hvern kennara. Samkvæmt stundaskrám nem- enda í 1. bekk í grannskólum landsins haustið 1998 var mestum tíma varið í kennslu íslensku o: stærðfræði, eða um 53% tímans. öðrum árgöngum var hlutfall ís- lensku- og stærðfræðikennslu lægst í 8. bekk eða um 32% alllra kennslustunda nemenda. I 10. bekk var þetta hlutfall að jafnaði um 34%. Aðvörunar- ljós við ein- breiðar brýr EINS og kunnugt er hafa orðið mörg alvarleg umferðarslys við einbreiðar brýr í vegakerfínu og stöðugt er leitað leiða til að draga úr slysahættu við slíkar aðstæður, segir í fréttatilkynningu frá Vega- gerðinni. Einnig segir: „Síðastliðið sumar setti Vegagerðin upp í tilrauna- skyni aðvörunarljós við einbreiða brú yfir Þverá, austan við Hvols- völl í Rangárþingi. Nú hefur samskonar búnaður verið settur upp við brýr yfir Kotá og Garðsgil í Norðurárdal í Skagafirði, en þar hafa orðið mörg umferðarslys á undanförnum árum. Skynjarar nema bíla sem nálgast brýrnar í u.þ.b. 500 m fjarlægð og setja af stað blikkandi gul aðvörunarljós við báða brúarenda. Þau lýsa þar til bifreiðin hefur farið yfir brúna. Ljósin eru eingöngu ætluð til að vara ökumenn við þrengingu á veginum, en ekki að stjórna um- ferð yfír brýrnar." Forritunar- villa opnaði leið að 17 at- vinnuum- sóknum RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN í Reykjavík harmar að forrit- unai-villa þjónustuaðila fyrir- tækisins hafi orðið til þess að 17 atvinnuumsóknir sem Ráðningarþjónustunni bárust um Netið hafi ekki farið rétta leið í annars öraggu tölvu- kerfi, segir í frétt frá fyrir- tækinu. Um er að ræða 17 af þeim atvinnuumsóknum sem bárast frá hádegi á föstudag í síðustu viku og fram á mánudags- morgun. Mjög torsótt leið var að þessum atvinnuumsóknum, þær blöstu ekki við þeim sem heimsóttu vef Ráðnfagarþjón- ustunnar né þeim sem lögðu inn umsókn yfir helgina. Þótt um fáar atvinnuum- sóknir sé að ræða og óljóst hvort þær hafi allar verið skoðaðar lítur Ráðningarþjón- ustan þetta mál alvarlegum augum og mun hafa samband við þá 17 einstaklinga sem hlut eiga að máli, segir einnig í fréttinni. Ráðningarþjónustan undir- strikar að ekki var opin leið í gagnagrunn Ráðnfagarþjón- ustunnar sem þar sem era hátt í 3.000 atvinnuumsóknir, eins og sagt var í einum fjöl- miðli. Tólf tilboð í viðgerðir á Hvalfjarð- arvegi TÓLF tilboð hafa borist til Vegagerðarinnar um lagfær- ingu á gamalli grjótvörn við Hvalfjarðarveg í Brynjudals- vogi. Kostnaðaráætlun verk- kaupa hljóðar upp á 8,5 millj- ónir og eru flest tilboðin lægri en það en nokkur eru hærri. Lægsta tilboðið kemur frá Rögnvaldi Ái-nasyni og er rúmlega 3,5 milljónir, en það hæsta frá Klæðningu ehf. í Garðabæ og er tæplega; 9,5 milljónir. Tilboð verða skoðuð á næstu dögum og hafíst verður handa við verkið fljót- lega. Verklok eru áætluð 1. maí. Slökkviliðið Þrjú útköll í fyrrindtt SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var þrívegis kallað út í fyrr- inótt vegna elda sem kvik'nuðu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst kviknaði í núm- erslausri bifreið við Vestur- landsveg laust uppúr miðnætti í fyrrinótt og síðan þurfti að reykræsta hús í Þverholti eftir að kviknað hafði í plastpoka með öldósum. Snemma í gærmorgun kviknaði í út frá kerti í húsi við Engjasel og vora þrír fluttir á slysadeild til frekari skoðunar. Reykræsta varð íbúðina en skemmdir urðu að öðra leyti litlar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.