Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 40
?0 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ,Skiptar skoðanir um útflutning á sæði ■ FÉLAG tamningamanna hyggst standa fyrir fundum um allt land á næstunni fyrir alla hesta- menn þar sem fjallað verður um kynbótadóma og ræktunarmál auk málefna félagsins. Eysteinn Leifs- son einn stjórnarmanna vakti at- hygli á að þessir fundir væru opnir öllum. ■ ÁGÚST Sigurðsson hrossa- ræktarráðunautur og Haraldur Haraldsson formaður stjórnar Landsmóts 2000 verða gestir á fyrstu fundunum sem haldnir verða 9. nóvember á höfuðborgarsvæð- inu. Annar fundur verður 10. nóv- ember í Venus við Borgarnes og daginn eftir á Ingólfshvoli í Olfusi. ■ KRISTINN Guðnason formað- ■ SÖRLI hefur skilað Skíð- bakkabændum góðum söluhross- um, fljóttömdum og ganghreinum hrossum og mun vera við góða heilsu og fyljað hi-yssur í sumar. ■ SVEINI Guðmundssyni frá Sauðárkróki og félögum hans í Léttfeta líkaði ekki vistin til borðs með Hornfirðingum á ársþinginu. Fengu þeir sig flutta til sveitunga sinna í Stíganda í Skagafirði. ■ JENS Einarsson ritstjóri Eið- faxa var annar tveggja fulltrúa Hornfirðings en hann hafði ritað grein í blaðið sem Sauðkræking- um féll ekki innihaldið og töldu fara best á því að þeir sætu í öðr- um félagsskap meðan á þinginu stæði. Laugavegi 4, sími 551 4473 Umræðan um útflutning sæðis úr stóðhestum tók mikinn kipp á ársþingi hesta- manna í Borgarnesi r~------------------------- um helgina. Kynbóta- nefnd þingsins sem fjallaði um sæðisút- flutninginn hafði raun- ar engin málefni að fjalla um þar sem engri tillögu var vísað til nefndarinnar en Valdimar Kristinsson fylgdist eigi að síður ^með störfum nefndar- innar af miklum áhuga. Eigi að síður var nefndin lengst allra að störfum enda háalvarleg mál til umfjöllun- ar. En framan af einkenndist um- ræða um útflutninginn mjög af skorti á heildaryfírsýn um málið og brugðust margir þingfulltrúa önd- verðir við hugmyndum um að leyfa útflutning en eftir því sem málin ■ákýrðust virtust menn opnari fyrir að skoða málin. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að þingið hvatti til umræðu um útflutn- ing á sæði úr íslenskum stóðhest- um. Segir í samþykktinni að skoð- anir séu skiptar og þörf ítarlegrar umfjöllunar áður en ákvörðun verði tekin um útflutning. En umræðan var fjörleg og einn fulltrúa lýsti þeirri skoðun sinni að LH-þing hefði ekkert með þessi mál að gera og ætti ekki að eyða tíma sínum í þessa umræðu. A móti var sagt að hér væri um félagsskap neytenda í hestamennskunni að ræða og því fullkomlega eðlilegt að samtökin létu sig þessi mál ein- rilverju skipta. Sumir beittu „grænni“ hestamennsku fyrir sig og kváðust alfarið á móti því að sæði væri tekið úr hestum og hryssur sæddar, þetta ætti að vera náttúru- legt. Helsti ótti manna við útflutn- ing á sæði virðist vera sá að útfiutn- ingur á hrossum dragist saman og megi líkja þessu við að verið væri að flytja út óunna vöru. Þeir sem eru fylgjandi útflutningi töldu þessa umræðu nokkuð hliðstæða þeirri umræðu sem átti sér stað þegar hvað hæst var deilt um hvort leyfa ætti eða banna útflutning kynbóta- hrossa. Að banna útflutning á sæði nú væri álíka gáfulegt og ef bannað- ur hefði verið útflutningur kynbóta- '’firossa á sínum tíma. Það sem helst hleypir þessari um- ræðu af stað nú er að menn eru að vakna upp við þá staðreynd að ef leyfa á útflutning frá sæðingastöð- (ð Fegurðin kemur innan frá Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sæðismálin tóku mestan tíma hjá kynbótanefnd en að endingu voru menn sammála um að skoða þyrfti alla þætti málsins í víðu samhengi og fara varlega í sakirnar. Hornfirðingarnir Jens Einarsson og Ómar Antonsson, sem var kjörinn í varastjórn LH, hlýða ábúðarfullir á mál- flutning Agústs Sigurðssonar hrossaræktarráðunautar. Yfirleitt er talað um að menn sitji þing eða á þingi. Sjaldgæft er hinsvegar að menn standi þing en það varð hlutskipti Sigurbjörns Bárðarsonar sem vegna meiðsla sem hann hlaut í haust má bara standa eða liggja. Þótti það illskárri kostur fyrir hann að standa þingið frekar en að liggja það. Hér stjórnar hann störfum æskulýðs- nefndar, standandi að sjálfsögðu. inni í Gunnarsholti þarf ýtarlega dýralæknisskoðun á hverjum grip sem þar kemur inn og þar með væri brostinn grundvöllur fyrir rekstri tamningastöðvar í Gunnarsholti. í framhaldinu spyrja menn hvað verði um vorsýningu stóðhestastöðvarinn- ar í Gunnarsholti. Virðast margir eiga erfitt með að kyngja því að eng- in sýning verði þar í vor og hún flutt á annan stað eins og Kristinn Guðna- son formaður Félags hrossabænda stakk upp á í viðtali við tímaritið Eiðfaxa nýlega. Fram kom í umræð- unni að lagalega stæði ekkert í vegi fyrir útflutningi á sæði úr hrossum en hinsvegar væri um flókið ferli að ræða og ljóst að ekki verður farið út í útflutning með stuttum fyrirvara. Guðmundur Jónsson fyrrverandi formaður samtakanna tók virkan þátt í þessari umræðu og benti hann á að sæðiskammtar úr hverjum hesti myndu aldrei skipta hundruð- um á ári svo vafasamt væri að út- flutningur leiddi til verðfalls á við- komandi hesti, hinsvegar myndi markaðssvæði einstakra hesta stækka. Guðmundur benti ennfemur á að sala á sæði úr landi gæti þýtt verulegan tekjuauka fyrir eigendur stóðhesta og vel þekkt væri í hinum stóra heimi að erfðaefni gengi kaup- um og sölum fyiir háar fjárhæðir og ef vel væri staðið að markaðssetn- ingu íslenskra hrossa og erfðaefnis úr þeim gæti það orðið mikil búbót fyrir íslenska hrossarækt. Helstu samþykktir • Mörgum þingfulltrúa brá í brún þegar fram kom frávís- unartillaga um tillögu um að teknar verði upp fótabúnað- arreglur Bændasamtakanna í allri keppni á vegum aðildar- félaga LH. Tillögunni hafði áður verið vísað frá í nefnd og kom önnur frávísunartil- laga fram þegar hún var end- urflutt í þingheimi og hún felld. Jón Albert Sigurbjörns- son formaður lýsti áhyggjum sínum af því ef þessi tillaga fengi brautargengi og benti á að menn yrðu að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar samþykkt hennar gæti haft. Ekki væri allt sem sýndist fljótt á litið því þessi breyting gæti haft mjög skaðlegar af- Ieiðingar á sölu hrossa og samanburði við keppnishross í öðrum aðildarlöndum FEIF. Endirinn varð sá að tillögunni var vísað til meðferðar hjá sljórn LH og létti mörgum við þá niðurstöðu. • Nýjar kappreiðareglur voru samþykktar og eru það sömu reglur og notaðar voru í sumar en þeim var Iítillega breytt í meðförum þingsins. Mikið var um það deilt hvort skilyrt yrði að hlaupagæslu- menn og kappreiðadóma- nefnd væru með dómararétt- indi til að met fáist staðfest. Tókust þar aðallega á Fáks- menn og dreifbýlisfélögin og varð niðurstaðan sú að ekki þarf að hafa réttindafólk í þessum stöðum. • Þingið lýsti yfir ánægju sinni með störf vinnuhóps á vegum Yfírdýralæknisemb- ættisins að gerð smitsjúk- dómavarna og því jafnframt beint til sljórnar LH að hún ynni að því að viðbragðaáætl- un liggi sem fyrst fyrir og verði kynnt félagsmönnum. • Samþykkt var að breyta fyrirkomulagi á úrslitakeppni á landsmótinu á næsta ári í tilraunaskyni á þann veg að ekki verði riðinn það sem kallað hefur verið sérstök forkeppni og milliriðill heldur verði fullnaðardómur með einum keppanda á velli í senn. Úrslit verði með þeim hætti að hestar í 8. til 15. sæti keppi í B-úrslitum en hestar í 1.-7. sæti verði í A-úrslitum ásamt þeim er hæstan hlut ber í B-úrslitum. Nokkur um- ræða var um hvort ekki ætti að fella niður upplestur allra einkunna í úrslitum sem þyk- ir býsna fyrirferðarmikill og ruglingslegur fyrir áhorfend- ur en ekki náðist eining um það að þessu sinni. • Stjórn samtakanna lagði til að fresta um eitt ár áður sam- þykktri viljayfírlýsingu um að þing skuli haldin annað hvert ár. Þykir stjórninni mikilvægt að málefni landsmóta verði komin í tryggan farveg áður en þingum verði fækkað. Fram að þessu hefur það ver- ið keppikefli allra stjórna undanfarinna ára að fækka þingum. Tillaga stjórnarinnar var samþykkt samhljóða. • Þingið lýsti yfir fullum stuðningi við hugmyndir um breytingar á ræktunartak- marki í íslenskri hrossarækt þar sem vægi minna rök- studdra eða hreinna fagur- fræðilegra sköpulagsþátta er fært yfir í fegurð í reið. Sömuleiðis styður þingið hug- myndir um að einkunnir fyrir vilja og geðslag verði sam- ræmdar í eina einkunn. • Nýjar reglur fyrir aga- nefnd, keppnisnefnd og mannvirkjanefnd LH voru samþykktar samhljóða en í þeim er kveðið skýrt á um hvert sé starfsvið nefndanna. • Illa gengur að ákveða hvar halda skuli Islands- og lands- mót. Enginn hefur boðist til að taka að sér Islandsmót árið 2000 og sama gildir um mótið árið 2001 og verður ekki bet- ur séð en áhugi fyrir þessum mótum af hálfu mótshaldara fari dvínandi. Ennfremur var stjórn LH heimilað að fresta ákvörðun um hvar Iandsmótið 2004 skuli haldið en þó tekið fram í samþykktinni að það skuli liggja fyrir í síðasta lagi á næsta ársþingi. • Þá fól þingið stjórn að vinna að því að rekstur lands- móta eða móta hestamanna á landsvisu eins og það er orð- að í samþykktinni skuli vera í höndum eins og sama aðila. Skal stjórnin skipa 5 manna nefnd til að vinna að þessu máli sem skili áliti á for- mannafundi sem haldinn verði eigi síðar en 1. maí. • Þingið skoraði á stjórn og æskulýðsnefnd að efla æsku- lýðsstarf með því meðal ann- ars að auka fjárframlög til málefnisins og leita til ann- arra aðila um fjárstyrk, að láta útbúa handbók fyrir leið- beinendur í æskulýðsstarfi og gæta þess við gerð dagskrár á hestamótum að jafnræði ríki með öllum keppnisflokkum. • Nokkrar samþykktir voru gerðar varðandi reiðvegamál og má þar nefna að hvatt er til áframhaldandi kortlagn- ingar gamalla reiðleiða og að tryggt verði að þeim verði ekki lokað. Unnið verði að merkingu reiðleiða og þeim komið inn á aðalskipulag. Ennfremur að safnað verði upplýsingum um GPS-stað- setningar og þær gefnar út í aðgengilegu formi. Þá var samþykkt að stjórn LH beiti sér fyrir að viðræðum verði komið á við Samband ís- Ienskra sveitarfélaga um að samræmt verði skipulagt reið- vegakerfi fyrir landið í heild og að sótt verði um reiðvega- fé í hveiju sveitarfélagi fyrir sig. Samsvarandi tillaga var samþykkt um sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Hestar/fólk ur Félags hrossabænda verður gestur á tveimur fundum sem haldnir verða 17. nóvember í Varmahlíð og 22. nóvember á Egilsstöðum . Allir fundirnir hefj- ast klukkan 20. ■ STEINUNN Gunnarsdóttir formaður framkvæmdanefndar Is- landsmótsins sem haldið var á Gaddstaðaflötum í sumar flutti þau góðu tíðindi fyrir þá sem hugð- ust keppa í hindrunarstökki, 150 og 250 metra skeiði að skráningar- gjöld í þessum greinum yrðu end- urgreidd en keppni í þeim var felld niður sem kunnugt er vegna lé- legra vallarskilyrða af völdum vatnsveðurs. ■ STEINUNN segir að móts- stjórnin sé með þessu þó ekki að viðurkenna greiðsluskyldu sína. Greiðslum verði beint í gegnum hestamannafélögin sem sjái um að koma þeim til félagsmanna sinna. ■ SORLI frá Stykkishólmi er eftir því sem næst verður komist elsti stóðhestur landsins, 27 vetra. Hann var lengi vel í eigu Hrossa- ræktarsambands Suðurlands en var seldur að Skíðbakka í Austur- Landeyjum þar sem ekki fékkst notkun á hann hjá sambandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.