Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Frá undirritun samnings milli sveitarfélagsins Árborgar og Fossmanna ehf. Aftari röð: Jón Steinar Gunn- laugsson lögmaður, Kristján Einarsson, forseti bæjarstjórnar, Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjar- ráðs, og Oddur Þ. Hermannsson landslagsarkitekt. Fremri röð: Gísli Ágústsson, Karl Bjömsson bæjar- stjóri, Guðmundur Sigurðsson og Jón Árni Vignisson. Geng’ið frá samningnm um nýja byggð á Selfossi Sækja um stöður héraðsdýralækna Selfossi - Gengið hefur verið frá samningum um kaup og uppbygg- ingu lands undir nýtt íbúðarhverfi í landi Selfossbæjanna, milli Eyi'a- vegar og Ölfusár. Um er að ræða 45 hektara landsvæði sem rúmar um 1200 manna byggð í um það bil 300 íbúðum auk lóða fyrir verslun- ar- og þjónustustarfsemi. Aðilar að samningum um kaup á landinu eru Fossbændur og fyrirtækið Foss- menn ehf. Auk þess gera Foss- menn ehf. og sveitarfélagið Árborg með sér samning um skipti og upp- byggingu svæðisins varðandi grunnþarfir íbúðarbyggðarinnar, rafmagn, hita, kalt vatn og frá- veitu, en Árborg átti fyrir 27% hlut í landinu. I samningum um skipti landsins heldur sveitarfélagið Árborg landi meðfram Ölfusá og landspildu syðst á svæðinu en gert er ráð fyrir að hún verði deiliskipulögð síðar. Fossmenn ehf. hafa þegar lagt drög að deiliskipulagi svæðisins, sem kallar á breytingar á aðal- skipulaginu á Selfossi frá því sem nú er, og verður útfærsla þess unn- in í samráði við skipulags- og bygg- ingarnefnd sveitarfélagsins. Fossmenn ehf. er nýtt fyrirtæki í eigu Guðmundar Sigurðssonar, Steinars Árnasonar, _ Jóns Árna Vignissonar og Gísla Ágústssonar. Fyrirtækið var stofnað um það verkefni að kaupa land Fossbænda og selja undir íbúðarbyggingar. Aukinn áhugi á byggingarlóðum Með samkomulagi sveitarfélags- ins Árborgar við Fossmenn ehf. er uppbygging og nýting landsins auðvelduð og sveitarfélagið leggur sitt af mörkum til að auka val- möguleika fyrir húsbyggjendur á Selfossi. Sveitarfélagið þarf ekki að leggja fé til kaupa á landi eða binda fé í gatnagerð. Framboð lóða eykst og um leið fjölbreytni í vali á byggingarlóðum. Sveitarfélagið mun áfram bjóða lóðir í einni eigu á þeim byggingarsvæðum sem skipulögð eru hverju sinni en fljót- lega mun sveitarfélagið úthluta lóðum í nýju hverfi, Suðurbyggð á Selfossi. Hinir nýju byggingarmöguleikar sem skapast með íbúðarsvæðinu í Fosslandinu hafa þegar kallað fram eftirspurn eftir lóðum þar og fram kemur greinilegur áhugi fólks á þessu byggingarlandi. Um er að ræða fólk á Selfossi, af höfuð- borgarsvæðinu og úr nágranna- byggðarlögunum. Þessa áhuga varð strax vart og fréttist af áform- um Fossmanna ehf. og varð það meðal annars til þess að styrkja þá ákvörðun þeirra að kaupa landið. Gert er ráð fyrir að ákveðnir hlutar svæðisins verði boðnir til sölu hverju sinni og uppbyggingu stýrt eftir áhuga markaðarins. FRESTUR til að sækja um emb- ætti héraðsdýralækna sem land- búnaðarráðherra skipar í skv. lög- um um dýralækna og heilbirgðisþjónustu við dýr rann út 20. október sl. Skipað verður í emb- ætti héraðsdýralækna frá og með 1. desember nk. Eftirfarandi listi greinir frá þeim dýralæknum sem sóttu um emb- ætti héraðsdýralækna og þau emb- ætti sem viðkomandi dýralæknir sótti um. Sigurður H. Pétursson, A-Húna- þingsumdæmi, Kjartan Hreinsson, A-Skaftafellssýsluumdæmi, Aðal- björg Jónsdóttir, Austurlandsum- dæmi nyrðra 1 og 2, Jón Pétursson, Austurlandsumdæmi nyrðra 1 og2, Kjartan Hreinsson, Austurlands- umdæmi nyrðra 1 og 2, Hákon Hansson, Austurlandskjördæmi syðra, Gunnar Gauti Gunnarsson, Borgarfjörður og Mýrarumdæmi, Gunnar Öm Guðmundsson, Borg- arfjörður og Mýrammdæmi, Guð- björg Þorvarðardóttir, Borgar- fjörður og Mýrarumdæmi, Sigurbjörg O. Bergsdóttir, Dala- umdæmi, Bjöm Steinbjörnsson, Gullbringu- og Kjósarumdæmi, Höfn - Um síðustu helgi var haldin ráðstefna á Höfn í Homafirði þar sem skaftfellskur framburður og málfar var tekið til umfjöllunar. Áhugaverð erindi voru flutt á ráð- stefnunni, bæði af fræðimönnum úr Reykjavík og heimamönnum. Skaftfellskur framburður þótti nokkuð frábragðinn framburði annarra landshluta og mörg orð notuð sem ekki þekktust annars staðar. Margir töldu að í Skafta- fellssýslum hafi réttasta íslenskan verið töluð en þessi einkenni eru nú að hverfa og þykir mörgum miður. Einar Otti Guðmundsson, Gullbr- ingu- og Kjósaramdæmi, Guðbjörg Þorðvarðardóttir, Gullbringu- og Kjósaramdæmi, Sigurborg Daða- dóttir, Gullbringu- og Kjósarum- dæmi, Steinn Steinsson, Gullbr- ingu- og Kjósaramdæmi, Gunnar Örn Guðmundsson, Gullbringu- og Kjósarumdæmi, Alfreð Schiöth, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarum- dæmi, Armann Gunnarsson, Skagafjarðar- og Eyjafjarðaram- dæmi, Einar Otti Guðmundsson, Skagafjprðar- og Eyjafjarðarum- dæmi, Ólafur Valsson, Skagafjarð- ar- og Eyjafjarðaramdæmi, Björn Steinbjörnsson, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi, Rúnar Gísla- son, Snæfellsnesumdæmi, Berg- þóra Þorkelsdóttir, Suðurlandsum- dæmi, Katrín H. Andrésdóttir, Suðurlandsumdæmi, Sigurborg Daðadóttir, Suðurlandsumdæmi, Sigríður I. Sigurjóndóttir, Vest- fjarðaumdæmi 1 og 2, Egill Gunn- laugsson, V-Húnaþingsumdæmi, Gunnar Þorkelsson, V-Skaftafells- umdæmi, Bárður Guðmundsson, Þingeyjarumdæmi 1 og 2, Vignir Sigurólason, Þingeyjardæmi 1 og 2. Það var Albert Eymundsson, skólastjóri Hafnarskóla, sem upp- haflega fékk hugmyndina að þess- ari ráðstefnu en hann fól síðan menningarmálanefnd Hornafjarð- ar að koma henni í framkvæmd. Fjölmenni var á ráðstefnunni og spunnust umræður á milli erinda og í lok ráðstefnunnar, m.a. um örnefni á Hornafirði, sérstakt mál- far og framburðareinkenni. Kvennakór Homafjarðar söng lög við ljóð Þórbergs Þórðarsonar og einnig sá Leikfélag Homafjarðar um lestur úr verkum meistarans. Skeggrætt um framburð Meiri hagkvæmni og aukið hreinlæti f nýjum fjósum undir Austur-Eyjafiöllum Ólafur Tryggvason og Kristinn Stefánsson, tengdasonur Ólafs, við íjósið á Raufarfelli. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Sigurjón Pálsson og Magnús Pálsson í fjósbyggingunni í Steinum. Með mjaltaþjóni inn í nýja öld Holti - í Austur-Eyjafjallahreppi era nú tvö stór fjós í smíðum, sem hlýtur að teljast fréttnæmt þar sem ný fjós hafa ekki verið byggð frá grunni líklega í um 30 ár. Þetta gerist á sama tíma og góðar bújarðir fara í eyði eða búskap er hætt á jörðum og íbúðar- hús verða eins og sumarbústaðir fólksins sem flytur burt. Á Raufarfelli búa hjónin Kristinn Stefáns- son og Anna Björk Ólafsdóttir með föður hennar, Ólafi Tryggvasyni. Þar er að rísa 540 fermetra nýtt fjós fyrir 48 mjólkurkýr, áfast við gamla fjósið, sem á að hýsa geldneyti og kálfa. Aðspurður sagði Kristinn að hann hefði farið að huga að fjósbyggingu með tengda- foður sínum fyrir tæpum tveimur áram síðan, farið víða til að skoða fjósbyggingar og rætt við bændur og kynnt sér teikningar, m.a. er- lendis frá og síðan hefði verið byrjað á bygg- ingunni fyrir um ári síðan. Byggingin höfðaði að sjálfsögðu til þess að ná hámarks hagræð- ingu við vinnu og að hreinlæti yrði sem mest í fjósinu. Mjólkurframleiðendur ættu í dag fáa möguleika aðra en annaðhvort að stækka við sig búin og fjósin eða hætta framleiðslu. Hann taldi að fjölskylda með kúabú yrði að hafa um 170.000 lítra framleiðslurétt að lág- marki til að lifa og geta greitt niður Ijárfest- ingar. Fjósbyggingin væri langt komin og vonaðist hann eftir að geta rekið kýmar úr gamla fjósinu í það nýja fyrir jól. Á bæjunum að Hvassafelli og að Steinum, sem standa við þjóðveginn hlið við hlið, búa bændumir og bræðumir Magnús Pálsson og Sigurjón Pálsson. Þeir hófu fjósbyggingu fyr- ir um tveimur mánuðum síðan, sem er að rísa upp fokheld, 866 fermetra stórhýsi fyrir um 80 mjólkurkýr. Fjósið er byggt sem lausa- göngufjós fyrir mjaltaþjón (róbót), sem er sjálfvirk mjaltavél, þar sem kýmar verða alltaf inni með aðgang að útisvæði á sumrin. Að reyna að komast úr íjötrum litlu búanna Bræðurnir sögðu að bændur yrðu að reyna að komast úr fjötram litlu búanna, með því að nýta sér véltækni og hagræðingu eins og gerðist erlendis, en það krefðist bústærðar fyrir að lágmarki um 80 mjólkurkýr. Það væra lítil bú fyrir einyrkja miðað við t.d. í Danmörku, en fyrir þá tvo, sem legðu saman tvö mjólkurbú inn í þessa byggingu, þá væri það álitið stórt, en þetta væri áreiðanlega í það minnsta, miðað við að geta greitt laun og fjárfestingu niður á fjöratíu áram. Þeir sögð- ust vera sannfærðir um að sjálfvirki mjalta- þjónninn væri það sem koma skyldi við stór mjólkurbú og vora ánægðir með þá þjónustu, sem væri í boði frá „Vélum og þjónustu“, sem skipti meginmáli við þá ákvörðun að byggja svo stórt fjós með tilliti til mjaltaþjónsins. Það yrði aldeilis munur að geta fylgst með mjöltum heima í bæ og vera með viðvöranar- kerfi innanbæjar eða á sér sem símboða, ef eitthvað færi úrskeiðis. Þeir stefndu að því að kýmar yrðu komnar í nýja fjósið fyrir áramót og mjaltaþjónninn tekinn til starfa í ársbyij- un á nýrri öld, sem hlyti að boða miklar breytingar í búskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.