Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • DAGBÓK ANNE FRANK - lokaútgáfa er í þýðingu Ólafs Rafns Jónssonar. í fréttatilkynn- ingu segir að þessi bók komi nú út á Islandi í fyrsta skiptið óritskoðuð. Allir kaflarnir sem faðir Anne kaus að sleppa úr fyrri útgáfum eru með og fyrir vikið verður til einstök þroskasaga ungrar stúlku, sem lýs- ir meðal annars áhuga hennar á hinu kyninu, erfiðleikum í sambúð foreldranna og vaxandi einsemd hennar í hlutverki táningsins á ógnartímum seinni heimsstyi’ja- ldarinnar. Útgefandi er Bókaútgáfan Hól- ar. Bókin er292bls. Káputeikning er eftir Kristin G. Jóhannsson. Bókin er unnin íÁsprent/POB ehf. Verð: 3.490 kr. • ALDARREIÐ - saga hesta- mennsku og hestamanna i Svarf- aðardal á 20. öld, er eftir Þórarin Hjartarson frá Tjörn. I bókinni er meðal annars fjallað um tímabil kerruhestsins, notkun hestaverk- færa og hrossakynbætur í fortíð og nútíð. * Útgefandi er Bókaútgáfan Hól- ar. Bókin er 293 bls., prentuð íÁsp- rent/POB ehf. Leiðbeinandi verð: 4.900. • DANSHINNA DAUÐUer ungl- ingabók eftir Anthony Masters í þýðingu Ásdísar ívarsdóttur. I fréttatilkynningu segir að þetta sé fyrsta bókin í draugabanaflokki og fjalli um tvíburana skyggnu, David og Jenny, sem lenda í alls kyns æv- intýrum í baráttu sinni við fram- liðna. Bókin hefur verið á metsölulista í Bretlandi. Útgefandi er Bókaútgáfan Hól- ar. Bókin er 112 bls. Prentunnin í Ásprent/POB ehf. Verð 1.890 kr. • SKAGFIRSK SKEMMTILJÓÐ in, er í samantekt Bjarna Stefáns Konráðssonar frá Frostastöðum. Þetta er þriðja bókin í þessum kvæðabókaflokki og sem fyrr stíga fjölmargir hagyrðingar á stokk og láta gamminn geisa, til dæmis al- þingismennimir séra Hjálmar Jóns- son og Jón Kristjánsson, Ami Gunn- arsson, Birgir Hartmannsson, Pétur Stefánsson, bræðumir séra Sigurð- ur Helgi og Jóhann (Jói í Stapa) Guðmundssynir og Sigurður. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 120 bls. Prentvinnsla fór fram íÁsprent/POB ehf. Verð 1.980 kr. • LÍFSÞRÓTTUR næringarfræði almennings er eftir Ólaf G. Sæ- mundsson næringarfræðing. í fréttatilkynningu segir að í bókinni, sem ætluð er öllum þeim er huga vilja að eigin heilsu, sé meðal annars fjallað um offítu, lystarstol og áhrif næringar á ýmsa sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúk- dóma, sykursýki, krabbamein, liðagigt og melt- ingarsjúkdóma. Auk þess er í bókinni ítarlegt neyslukerfi þar sem greint er frá hitaeiningum í fjölda afurða. Útgefandi er höfundur og Bóka- útgáfan Hólar. Bókin er470 bls. Kápa og teikningar eru eftir Braga Einarsson. Umbrot og fiimuút- keyrsla: Einar Baldursson. Prent- un: Prentsmiðjan Oddi hf. Verð: 6.980. Bókin erá tilboðsverði til jóla á 5.980 kr. jlafur G. Sæmundsson • GETTU NÚ, er eftir Jón Hjalta- son sagnfræðing og Guðjón Inga Eiríksson kennara. Þetta er spurn- inga- og gátubók. • BESTU BARNABRANDAR- ARNIR - svaka stuð. Fjölmörg börn hafa lagt hönd á plóginn og tilnefnt sína uppáhaldsbrandara. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar Gettu nú er 78 bls. ogkostar 990 kr. Bestu brandararnir eru 86 bls. ogkostar990. Svört kómedía í leikhúsinu á Selfossi LEIKFÉLAG Selfoss frumsýnir kómediuna Illur fengur eftir Joe Orton í litla leikhúsinu við Sig- tún á Selfossi annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Söguþráðurinn greinir frá manni sem hefur misst konu sína, hjúkrunarkonunni sem annaðist konu hans i veikindun- um, syni hans sem hefur ýmis- legt annað fyrir stafni en að syrgja móður sína og frá starfs- manni útfararstofu sem jafn- framt er vinur sonarins. Inn í söguna fléttast bankarán sem vinirnir standa fyrir og þær að- ferðir sem þeir nota til að koma fengnum undan. „Höfundinum er fátt heilagt, gerir ískalt grín að hefðum og viðteknum venjum og eru dásamlegir orðaleikir að- al hans ásamt skemmtilegum fléttum og kvikindislegum skot- um á mannlegt eðli,“ segir í fréttatilkynningu. Sex leikarar taka þátt í upp- setningunni. Auk þess vinna 15 félagar að sýningunni. Leik- stjóri er Oddur Bjarni Þorkels- son. Hann er reyndur Ieikari og hefur leikið með ýmsum leikfé- lögum, t.d. Leikfélagi Húsavíkur og Leikfélaginu Sýnum og sett upp margar sýningar, t.d. My Fair Lady með Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs og Að eilífu með Leikfélagi Dalvíkur. Önnur sýning verður sunnu- daginn 7. nóvember. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og Ólafur Jens Sigurðsson í hlutverkum si'num. Frumútgáfa Snorra-Eddu BÓKAVARÐAN er verslun í Reykjavík sem höndlar með bækur á öUum aldri, frá upphafi prentlistai- á íslandi um 1530 til vorra daga, segir í fréttatilkynningu. I nýjustu bókaskránni eni aðal- lega fræðirit í íslenskum og noiTæn- um fræðum, textaútgáfur og skýr- ingarit, gömul fágæt rit og útgáfur fyrri alda. M.a. má nefna frumútgáfu Njáls sögu, prentaða í Kaupmannahöfn 1772, Eddu Snorra Sturlusonar, fnimútgáfu verksins, prentaða í Kaupmannahöfn 1665. Bók þessi er merk, einnig fyrir þær sakir, að Grímur Thorkelín hefur ritað í hana athugasemdir með eigin hendi. Þá er líka í skránni ein örfáira bóka, sem Ami prófessor og hand- ritasafnari Magnússon ritaði á sín- um dögum, bók þessi er prentuð 1695. Þá er einnig eitt alelsta rit um islenska málfræði eftir Runólf Jóns- son, prentuð í Oxford 1688. „Ekkert eintak er til af þessari útgáfu hér á landi hvorki í Þjóðarbókhlöðu, hjá Orðabók Háskólans, né annars stað- ar, svo kunnugt sé,“ segir ennfrem- ur í fréttatilkynningu frá Bókavörð- unni. Auk þessa eru fjölmargar merkar útgáfur eldri fræðirita í íslenskum og norrænum fræðum, sem afar sjaldan koma fram á markaði eldri bóka. Djassað á Puccini DJASSKVÖLD verður á Kaffí Puccini, Vitastíg lOa, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21.30. Gitar Iclancio spilar gítar- tónlist 20. aldarinnar; djass, blús, latin og þjóðlög. Verk eftir Chick Corea, Duke Ellington, George Gershwin, Gunnai- Þórðarson og Bjöm Thoroddsen. Nýkomnir úr tónleikaferð Gitar Islancio skipa þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson en þeir eru nýkomnir úr tónleika- ferðalagi um Danmörku, Sví- þjóð og Noreg. Nýjar bækur • LEIÐARVÍSIR puttaferða- langsins um Vetrarbrautina er eft- ir Douglas Adams í þýðingu Kristj- áns Kristmannssonar. Bókin er vísindaskáldsaga í gam- ansömum stíl, fyrsta bók í fimm bóka röð um Arthur Dent og Ford Prefect, Zaphod Beeblebrox og vinkonu hans Trillan. I fréttatilkynningu segir að sagan hefjist á örvæntingarfull- um mótmælum Artúrs Dents gegn því að húsið hans verði rifið. Þetta verður skyndilega að smámunum einum þegar leikurinn berst út í víðáttur Vetrarbrautarinnar, þar sem Artúr lendir í háskalegum æv- intýrum. Douglas Adams fæddist í Cambridge á Englandi árið 1952. Upphaflega var verkið flutt sem útvarpsleikrit á BBC Radio 4 í mars árið 1978 og síðan hefur sagan verið sögð í bókum, sjónvarpsþáttum, á hljómplötu, í tölvuleik ásamt sviðsuppfærslum af ýmsu tagi. Útgefandi er Útgáfan Bjarg. Teikningu á kápu gerði Bri- an Pilkington. Bókin er 183 bls., prentuð íPrentsmiðjunni Viðey ehf. Bókband: Félagsbókbandið Bókfell hf. Umbrot og útlit: Sigur- þór Jakobsson. Verð: 2.400 kr. • AF FÖNGUM og frjálsum mönnum eru endurminningar Jóns Bjannans. I fréttatilkynningu segir að hann hafi m.a. verið fyrstur til þess að gegna emb- ætti fangaprests á Islandi og nýl- ega skipaður þegar Geirfinn- smálið var tekið til meðferðar. Hér segir hann í fyrsta skiptið sögu þessa um- talaðasta sakamáls Islandssögunn- ar eins og það sneri við honum. Víða er komið við bæði innan og ut- an fangelsismúranna. Útgefandi er Bókaútgáfan Hól- ar. Bókin er342bls. Verð: 3.980 kr. ------♦ ♦ ♦ Djass á Einari Ben Kvartett Þóru Grétu leikur djass á Einari Ben annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 22. Kvartettin skipa Þóra Gréta söngur, Agnar Már Magnússon á píanó, PállPálsson á bassa og As- geir Óskarssson á trommur. Sérkennileg efnisskrá TONLIST Fríkirkjan KÓRTÓNLEIKAR Skálholtskórinn undir stjórn Hilm- ars Amar Agnarssonar flutti ís- lenska og erlenda söngtónlist. Ein- söngvari var Sigrún Hjálmtýsdóttir og samleik önnuðust Þorkell Jóels- son og Kári Þormar. Sunnudaginn 31.október. SKÁLHOLTSKÓRINN er nýkominn úr tónleikaferð erlendis og af því tilefni hélt kórinn tónleika í Fi-íkirkjunni sl. sunnudag. Tónleik- amir hófust á Smávinir fagrir eftir Jón Nordal, sem kórinn notaði sem inngöngustef, og rýrði það að nokkru annars ágætan flutning kórsins á þessu fallega æskuverki Jóns. I laginu Hver á sér fegra föð- urland eftir Emil Thoroddsen sýndi kórinn að hann er vel hljómandi og raddlega vel skipaður. Islenska hlutanum jauk með hinu tignarlega lagi Páls ísólfssonar Úr útsæ rísa íslands fjöll og þrátt fyrir smámist- ök í upphafi söng kórinn þetta vin- sæla lag sérlega hressilega. Það er vandi að setja saman efnis- skrá þar sem þrír aðilar koma við sögu sem einleikarar og gætti þess nokkuð að markmiðið var að gefa þeim tækifæri. Fyrir það leið efnis- skráin að nokkru, varð slitróttari en annars hefði þurft. Borgin helga eft- ir Stephen Adams er í raun ekki áhugvert tónleikaverkefni en ágætt þjónustulag, er var mjög vel flutt af kór og Sigrúnu Hljámtýsdóttur, sem söng svo Casta diva úr óper- unni Normu eftir Bellini, og söng Sigrún þessa viðhafnarmiklu bæna- aríu mjög vel, með aðstoð Kára Þormars. Þorkell Jóelsson lék á horn ar- íuna I attempt from Love’s sickness úr maskleiknum The Indian Queen eftir Purcell, við undirleik orgels, og vai' leikur Þorkels mjög fallega mót- aður. Hann lék einnig með í Saluta- ris, eins og stendur í ekki villulausri og því miður óunninni efnisskrá að sé eftir Chaussier (Chausson), og er líklega úr einhverju stæn-a verki, þá væntanlega fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara, en hljómsveitarþátt- inn léku Þorkell á horn og Kári á orgel. Svona umritanir heppnast sjaldan og kemur þá fyrir lítið þótt flutningurin hafi verið góður. Kári Þormar lék tilbrigðaþáttinn úr 5. or- gelsinfóníunni eftir Charles Widor og lék þennan fræga þátt af öryggi. Laudate Dominum úr Hátíðar- kvöldsöngvum K. 339 eftir Mozart var flutt í umritun fyrir hom og or- gel, í stað hljómsveitar, á móti kór og einsöngvara. Að þessu sinni fór þetta vel saman, enda er tónlist Mozarts falleg og þar naut sín vel gullinn hljómur homsins á móti glæsilegum einsöng Sigrúnar. Hal- elújakórinn eftir Hándel tókst ekki sem skyldi, en þar var orgelið of hljómfrekt gagnvart kómum. Agn- us Dei er viðkvæmt lag og ekki bætti kórútsetningin nokkru við þetta fallega söngverk, sem Sigrún flutti mjög vel. Heill þér himneska orð eftir Fauré er falleg tónsmíð, sem Þorkell lék mjög vel. Eitt ís- lenskt innskot var Ave María eftir Kaldalóns, sem er glæsilegt söng- verk, og var það eitt best flutta verk tónleikanna, bæði af kór og þó sér- staklega einsöngvaranum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Lokaverk og viðamesta viðfangs- efni tónleikanna var Hear my prayer eftir Mendelssohn, sem sam- ið er upphaflega fyrir einsöng, kór og orgel (1844) og síðar umritað fyr- ir hljómsveit. Þetta er glæsilegt tón- verk og þar reyndi mest á kórinn, sem stóð sig með prýði og sýndi að hann er að verða tilbúinn til átaka við stór verkefni. Það þarf ekki að spyi'ja um flutning Sigrúnar, sem var borinn upp af því besta sem áheyrendur þekkja hjá henni, sem er öryggi, músíkölsk túlkun og af- burða glæsileg rödd. Þrátt fyrir sérkennilega blandaða efnisski'á vom tónleikamir að mörgu leyti vel fram færðir og söngur kórsins í Hear my Prayer og í Ave Maríu Kaldalóns mjög góður. Söngur Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur var glæsileg- ur og samleikur Þorkels Jóelssonar fallega mótaður. Undirleikarinn Kári Þormar var ekki öfundsverður af því að skipta sér á milli píanós og orgels en síðarnefnda hljóðfærið er hans sérgrein, svo sem heyra mátti í tilbrigðaþættinum eftir Widor. Jón Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.