Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bilun eða skemmdarverk? Kenningum um nýjan „Bermúdaþríhyrning“ vísað á bug sem fírru AFDRIF farþegaþotu EgyptAir, er fórst undan strönd Bandaríkjanna á sunnudagsmorgun, hafa vakið mikl- ar umræður um hvort bilun eða skemmdarverk hafí valdið því að vélin steyptist skyndilega í hafíð án þess að flugmenn hennar næðu að senda frá sér neyðarkall. Það að þetta er fjórða flugslysið á örfáum árum á svipuðu svæði hefur jafn- framt vakið upp kenningar um nýj- an „Bermúdaþríhyming“, sem flest- ir sérfræðingar telja þó ástæðulaust að óttast. AIls hafa 680 látið lífið í flugslys- um á þessum slóðum á þremur ár- um. í júlí 1998 fórust 230 er Boeing 747-þota TWA með flugnúmerið 800 fórst út af Long Island og í septem- ber á síðasta ári létust 229 er MD- 11-þota frá Swissair með flugnúmer- ið 111 fórst undan strönd Nova Scotia. Mohamed Fahin Rayyan, stjórnarformaður EgyptAir, sagði þessar tilviljanir „undarlegar“ og Hosni Mubarak Egyptalandsforseti sagði þetta vekja spurningar um hvort breyta ætti flugleiðum. „Kannski er eitthvað í andrúmsloft- l\ dÍvk. ' uiKil . i* mWiA v jgflPl 1 V WfÆj p K w^í Starfsmenn bandarísku strandgæslunnar finna brak úr þotunni á leitarsvæðinu í gær. inu eða þá veðurskilyrði eru erfíð,“ sagði forsetinn. Formaður IATA, alþjóðasam- taka flugfélaga, Pierre Jeanniot, sagði hins vegar að það væri algjör tilviljun að þrjár vélar hefðu farist á sömu slóðum. Rudy Kapustin, sem starfaði sem rannsóknarmaður hjá NTSB, þeirri stofnun er rann- sakar flugslys í Bandaríkjunum, benti á að daglega færu þúsund vélar með 100 þúsund farþega inn- anborðs frá JFK-flugvelli í New York. Þá væru tveir aðrir stórir flugvellir í borginni, Newark og La Guardia, en þaðan hæfu einnig margar vélar flug yfir Atlantshafið. „Ef þessar vélar hefðu allar horfið, án sjáanlegrar ástæðu, þá gegndi auðvitað öðru máli. Sú er hins veg- ar ekki raunin,“ sagði Kapustin. Og James McKenna, ritstjóri á tíma- ritinu Aviation Week tók fram að um ólíkar flugvélar hefði verið að ræða er hefðu verið á mismunandi skeiðum flugs er atvikin áttu sér stað. „Þó að þetta kunni að vekja grunsemdir í hugum margra þá er ég viss um að það er ekkert að flugleiðinni eða flugvellinum," sagði McKenna. Var sprengja um borð? Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að skemmdarverk af ein- hverju tagi eða þá að sprengja hafi sprungið um borð sé líklegasta skýr- ingin á því að vélin fórst. Boeing 767-300ER-þota EgyptAir var kom- in í 33 þúsund feta hæð er hún fórst en það var áætluð siglingarhæð hennar. Varasamasti hluti hvers flugs er í kringum flugtak og lend- ingu en eftir að vél hefur náð fullri hæð dregur úr öllu álagi á búk vél- arinnar og stjórntæki. Eigi víðtæk bilun sér stað ættu flugmennirnir undir eðlilegum kringumstæðum að hafa tök á því að láta flugstjóm vita af vandamálum sínum. Það hversu hratt vélin hrapaði ýt- ir jafnframt undir trú margra á að henni hafi verið grandað. Boeing- þotan hrapaði um 14 þúsund fet á 36 sekúndum áður en hún hvarf af rat- sjá, sem er talið benda til þess að áhöfnin hafi misst alla stjórn á vél- inni með skyndilegum hætti. Blaðið The Daily Telegraph hef- ur eftir flugmanni hjá British Airways að í ljósi þess hversu hratt hlutirnir virðast hafa gerst hljóti sprenging af einhverju tagi að vera líklegasta skýringin. Annar flug- maður sama flugfélags benti á að margsinnis hefðu komið upp dæmi þess að öryggisgæslu á John F. Kennedy-flugvelli í New York væri ábótavant. „Oryggismál í New York hafa verið hálfgert grín. Það er grundvallaratriði í hryðjuverka- vörnum að farþegar verði að ferð- ast með sömu vél og farangur þeirra,“ sagði flugmaðurinn. Það að engin hryðjuverkasamtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér er ekki talið draga úr líkunum á því að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Paul Wilkinson, prófessor við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St. Andrews-háskóla, segir það orðið fremur algengt að hermdarverka- menn reyni að breiða yfir aðild sína. Markmiðið sé ekki að vekja á sér at- hygli heldur koma höggi á eitthvert tiltekið ríki. Wilkinson gagnrýndi sömuleiðis öryggismál á bandarísk- um flugvöllum og sagði flugvallaryf- irvöld og flugfélög hafa verið sein að bregðast við þeim lærdómi er menn hefðu dregið af Lockerbie-málinu fyiir 11 árum. Margt bendir til biiunar Aðrir vilja hins vegar fara varlega í sakirnar og benda á að varasamt sé að draga of miklar ályktanir meðan jafnlítið sé vitað um orsök slyssins og raun ber vitni. Benda menn á að lengi vel hafí verið talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða er breiðþota frá TWA fórst á svipuðum slóðum fyrir þremur árum en síðar hafi komið í ljós að um bilun hafi verið að ræða. Ekki megi heldur gera of mikið úr því að þrjár flugvél- ar er farist hafa á þessum slóðum síðastliðin fjögur ár hafi lagt af stað frá New York. Þessir sérfræðingar segja að í raun sé ekkert annað sameiginlegt með þessum atvikum annað en að vélarnar hafi hafið flug sitt á John F. Kennedy-flugvelli. David Lear- mount hjá tímaritinu Flight International segir að í ljósi þess að um tíu þúsund flugvélar fljúgi um þetta svæði mánaðarlega sé vart hægt að tengja þessi slys við flug- völlinn. „Mér sýnist sem menn séu farnir að smíða einhvers konar Bermúdaþi-íhyrnings-kenningu. Ég tel engin rök fyrir slíku og í raun er þetta villandi, vegna þess hversu ólík þessi atvik eru,“ sagði Lear- mount við BBC. I sama streng tók Danny Fyne, stofnandi „spjallvefjar" atvinnuflug- manna (www.pprune.org) þar sem flugsérfræðingar skiptast á skoðun- um um hin ýmsu málefni, þar á með- al EgyptAir-slysið. „Það eina sam- eiginlega er að flugin hófust á JFK- flugvelli. Það ætti hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess hversu hátt hlutfall Atlantshafsfluga hefst þar,“ sagði Fyne. Hann benti einnig á að það hversu hratt vélin missti hæð sé að mörgu leyti ólíkt því er gerðist er TWA 800-vélin fórst. Talið er að spreng- ing hafi orðið í eldsneytiskerfi þeirr- ar vélar og hún sundrast í lofti. Þar af leiðandi hrapaði hún hægar til jarðar auk þess sem tæki er senda skilaboð til flugstjórnar eyðilögðust. Færa má rök fyrir því að þetta dragi úr líkum þess að sprenging hafi orð- ið um borð í EgyptAir-vélinni. Áhöfn Swissair-vélarinnar er fórst undan strönd Kanada fyrir ári tilkynnti um mikinn reyk í flugklef- anum skömmu áður en vélin fórst. Vélin skall í hafið sex mínútum eftir að samband við hana rofnaði, sem bendir til að hún hafi hrapað mun hægar. Biiuðu knývendur? Stöðugt fleii-i beina því sjónum sínum að því er Boeing 767-þota LaudaAir, sem framleidd var á sama tíma og þota EgyptAir, fórst í Taílandi árið 1991. Knývendur í hreyflum fóru í gang með þeim af- leiðingum að hreyflarnir unnu hvor í sína áttina og flugmenn misstu stjórn á þotunni. Hreyflarnir á Eg- yptAir-þotunni eru sömu gerðar og á þotu LaudaAir en breytingar höfðu verið gerðar á þeim til að koma í veg fyrir að atvik af þessu tagi gætu endurtekið sig. Banda- ríska dagblaðið Seattle Times sagði í gær að rannsakendur væru meðal annars að kanna hvort knývendur vélarinnar hefðu bilað og sagði að slíkt tilvik hefði átt sér stað á annarri Boeing 767-þotu EgyptAir í maí 1997. Sú vél hefði hins vegar lent áfallalaust. „Það er eðlilegt að menn velti hlutum fyrir sér,“ segir David Fyne. „Að velta sér upp úr hlutum er hins vegar óviðunandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.