Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 50
> 50 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Gerðu mðr greiða, segðu Það var enginn öllum heiminum að ég sé sem hafði áhuga. tilbúinn að fara á fætur BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Manns vil ég minnast Frá Sigurlaugu Sigurðai-dóttur: OFT kemur það fram í máli manna, að nú séu síðustu og verstu tímar, allt sé að snúast til verri vegar. Einkum gætir þessa hugsunarhátt- ar meðal eldra fólks, sem oft er hætt að fylgjast með. Þetta er al- kunna og ekkert til að gera veður út af. Hitt er annað mál, að oft er það gott, sem gamlir kveða. Hér vil ég minnast á eitt atriði, sem kannske er ekki eingöngu íslenskt sérfyrir- brigði en áberandi löstur. Er hér átt við þann ósið, er lengi hefur tíðkast hérlendis, að gera lítið úr öðrum eða meta ekki að verðleikum það sem vel er gert. Þetta á við um ýmsa listamenn, sem eiga sér fylgjendur fáa, njóta ekki frændsemi eða fylgi pólitískra áhrifamanna eða ein- hverra klíkuhópa, sem geta veitt þeim brautargengi. í þessu sam- bandi koma upp í hugann orð skáldsins, sem sagði: „Islendingar einskis meta alla sem þeir geta.“ Að framansögðu, verður þá snúið að tilefni þessarar minningargrein- ar um góðan en genginn listamann, sem hingað til hefur að mestu verið sniðgenginn í umfjöllun um tilurð vissra íslenskra listaverka. Hann hét Guðmundur Kristinn Ögmunds- son, f. 29. júlí 1888 að Bolafæti í Hrunamannahreppi, d. 20. maí 1952, bóndi á Hofi á Skagaströnd, Skag., á Iðu, Biskupstungnahreppi, Árn. 1916-1917, í tvíbýli á Þórarins- stöðum 1917-1919, síðan atvinnu- rekandi og málari í Reykjavík til æviloka. Eins atriðis er þó vant í framan- greindri upptalningu, en það er þáttur Guðmundar í því að gera af- steypur af listaverkum Einars Jóns- sonar. Hingað til lands hafði á sín- um tíma komið danskur maður, sem vann við að gera afsteypur af lista- verkum, en af honum mun Guð- mundur hafa lært þá list. Guðmund- ur vann með Einari Jónssyni við af- steypur á listaverkum hans, en einnig vann hann nokkuð með Guð- mundi frá Miðdal. En sjaldan eða aldrei er Guðmundar getið, þótt verið sé að fjalla um verk, sem hann hefur farið höndum um. Undirrit- aðri hefur alla tíð fundist undarlegt að hans sé að engu getið, þegar ver- ið er að sýna eða setja upp lista- verk, sem hann hefur átt þátt í að móta. Þótt liðin séu mörg ár frá því Guðmundur lést, er hann þeim sem þekktu hann best enn í fersku minni. Þegar ég kynntist honum var ég umkomulítill unglingur, sem átti engan til að snúa mér að við komu mína til Reykjavikur, nema Mar- gréti Hinriksdóttur, eiginkonu Guð- mundar, sem er fædd 6. október 1892 á Tindum á Ásum, Svínavatns- hreppi, d. 19. mars 1963 í Reykja- vík. Þessi ágæta kona tók mér ein- staklega vel og sama má segja um mann hennar, sem sýndi af sér al- veg einstakan skilning og góð- mennsku. Sveitastelpu innan við tvítugt var sem sé tekið með kost- um og kynjum á heimili þessara góðu hjóna, og verður það seint lof- að sem vert er. Hjónin Margrét og Guðmundur eignuðust þrjá syni. Elstur var Ögmundur Jóhann, f. 28. maí 1916, d. 2. maí 1998, yfirtoll- vörður í Reykjavík. Næstur er Hin- rik, f. 22. mars 1918, verkfræðingur í Reykjavík. Þriðji í röðinni er Geir, f. 28. júní 1921, skrifstofustjóri í Reykjavík. Allt þetta fólk hefur lagt sitt af mörkum til eflingar mannlífi í Reykjavík, og fjöldi mannvænlegra afkomenda prýðir nú borgina og er henni til vegs og sóma. SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Einarsnesi 64, Reykjavík. Jólakort MS-félags íslands Frá Vilborgu Traustadóttur: JÓLAKORT MS-félags íslands eru komin út. Þau eru að þessu sinni eftir listakonuna Erlu Sigurðardótt- ur og heita „Ljósbrot" og „Vetrar- birta“. Aðalfjármögnun MS-félagsins er ágóði jólakortasölunnar, í ár rennur allur ágóði hennar til viðbyggingar sem MS-félagið stendur fyrir við dagvist félagsins á Sléttuvegi 5. Viðbyggingin mun auka svigrúm fyrir félagsstarfsemi, ásamt því að dagvist félagsins fær meira pláss. Kortin er hægt að panta á skrifstofu félagsins á Sléttuvegi 5 hjá Elínu í síma 568-8620 og kostar búnt með 6 kortum 500 kr. Heimasíða félagsins hefur verið opnuð og þar er að fínna ýmsan fróð- leik tengdan félaginu og höfum við nú tekið upp þá nýbreytni að hafa á henni síðu þar sem fólk sendir inn fyrirspumir og fær svör við þeim hvert frá öðru. T.d. þegar ný ein- kenni gera vart við sig sem gerir marga óörugga, þá er bráðnauðsyn- legt að geta spurt samsjúklinga þessara „heimskulegu" (að manni finnst stundum) spuminga. Þá er t.d. hægt að spyrja eins og oft er nú gert þegar við hittumst í þeim tilgangi að ræða sjúkdóminn; „hefur þú fengið branatilfinningu“? eða „hvemig er það með þig, færð þú svirna"? „hvað með mataræði"? o.s.frv. Vonandi verður þetta til að hrista fólk saman um land allt, en Netið gerir okkur kleift að deila reynslu okkar hvar sem við eram stödd í heiminum. Heimasíða MS-félags íslands á netinu er örlítið breytt og er http://home.isIandia.is/ms/ VILBORG TRAUSTADÓTTIR, formaður MS-félagsins. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.