Morgunblaðið - 03.11.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 03.11.1999, Síða 52
> 52 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNB L AÐIÐ KIRKJUSTARF I DAG Safnaðarstarf j Áskirkja: Dagskrá í tilefni kirkju- viku Askirkju. Upplestur: Helga Bachmann. Söngur Shcola cantor- um, stjómandi Hörður Askelsson. BústaðakirkjarFélagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan: Samvera fyrir mæður með ung böm kl. 10.30-12 í safnað- arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel- leikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja: Samvemstund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest- ur, samverustund, kaffiveitingar. Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Mataræði. Hjördís Guð- björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Náttsöngur kl. 21. Opið hús frá kl. 20-21 í safnaðarsal. Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja: Starf eldri borg- ai'a í dag kl. 13-17. Spil, lestur, handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Djákni flytur hugvekju. Söng- stund undir stjórn Jóns Stefáns- sonar organista. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. Starf fyrir 7-9 ára böm. TTT kl. 16. - Starf fyrir 10-12 ára börn. Ferm- ingartími kl. 19.15. Unglingakvöld kl. 20 á vegum Laugameskirkju, Þróttheima og Blómavals. Nýtt og spennandi tilboð fyrir unglinga í Laugameshverfí. Neskirkja: Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Opið hús fyr- ir eldri borgara kl. 16 í umsjá Kristínar Bögeskov djákna. Dóm- hildur Jónsdóttir sýnir myndir og segir frá lífsstarfi Sesselju Sig- mundsdóttur á Sólheimum í Gríms- ■j nesi. Allir velkomnir. Bænamessa * kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórs- son. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11- 12 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja: Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Kirkjuprakkar- \ ar, starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Fella- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi á fímmtudögum kl. 10.30. Digraneskirkja: Unglingastarf á vegum KFUM og K og Digranes- kirkju kl. 20. Grafarvogskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Léttur hádegisverður. KFM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja: Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja: Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Kristniboðssalurinn: Almenn sam- koma verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, Reykjavík, í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 Betsy Halldórsson kennari flytur þátt úr kristnisögu: Um Odd Gottskálks- son og þýðingu hans á Nýja testa- mentinu. Valdís Magnúsdóttir kristniboði hefur hugleiðingu. Allir velkomnir. Víðistaðakirkja: Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffí. Vídalínskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja: Kyn’ðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverð- ur á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Keflavíkurkirkja: Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Djákna- súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Alfa-námskeið kemur saman í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni kl. 21.30. Þorlákskirlga: Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknarprest- ur. Landakirkja, Vestmannaeyjum: Kl. 20 opið hús í KFUM og K-hús- inu við Vestmannabraut. Hvitasunnukirkjan Filadelfia: Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30, krakkaklúbbur, unglinga- fræðsla, kennsla fyrir enskumæl- andi, biblíulestur og Alfa-nám- skeið. Allir hjartanlega velkomnir. Kletturinn, kristið samfélag: Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd: Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomnir. Kl. 20.30. Ten-Sing, KFUM og K, fyrir 13 ára og eldri. Háteigskirkja. Morgunblaðið/Arnaldur VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Öánægður viðskiptavinur SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri óánægju með starfsfólkið hjá Skatt- stofunni í Reykjavík. Hafði hún þurft að leita til þeirra vegna villu í skatt- inum. Fannst henni starfs- fólkið óskaplega óliðlegt og með litla þjónustulund. Henni var sagt að hún þyrfti að koma með launa- seðla og fleiri gögn, en hún segir að þessi gögn séu öll til á Skattstofunni. Starfsfólkið vildi ekkert fyrir hana gera og var lítið hjálplegt. Finnst henni lé- leg þjónusta og óliðlegt starfsfólk einkenna ríkis- stofnanir. Börn og sundföt BAÐVÖRÐUR í Breið- holtslaug hafði samband við Velvakanda og vildi minna foreldra og forráða- menn barna á að senda bömin með sundfót og handklæði í skólasund. Sagði hann að það væri allt of algengt að börn kæmu sundfatalaus í sundið. Tapað/fundið Lesgleraugu týndust ILBLEIK sterk lesgler- augu týndust fyrir nokkru. Þau eru í svörtu tauhulstri með silfruðum röndum. Skilvís fínnandi hringi í Sigurbjörgu í síma 557- 1282. Barnahjól í óskilum NÝLEGT rautt Euro St- ar-barnahjól fannst við Túngötu. Ef einhver kann- ast við hjólið, er haegt að hafa samband við Ástu í síma 551-9090. Barnakuldaskór BRÚNN loðfóðraður barnaleðurkuldaskór fannst við götuljósin á Garðatorgi laugardaginn 30. október. Upplýsingar í síma 554-3358. Brúnt seðlaveski týndist BRÚNT seðlaveski týndist með öllum skilríkjum. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 561-2276. Grá sparikápa GRÁ sparikápa úr næloni, meðalsíð, fannst fyrir utan Glaumbar aðfaranótt laug; ardagsins 27. október sl. I kápuvasanum eru lyklar. Upplýsingar um kápuna veitir Sigi'ún Dögg í síma 699-8106. Dýrahald Páfagaukur fannst LJÓSGULUR og blár páfagaukur fannst við Haukshóla, föstudaginn 29. október sl. Upplýsing- ar um páfagaukinn gefur Anna í síma 862-0542. Kettlingur týndist GRÁR hálfstálpaður kett- lingur týndist frá heimili sínu að Ásbúðartröð í Hafnarfirði, föstudaginn 29. október sl. Það gæti verið að hún væri með rauða ól. Ef einhver gæti gefið upplýsingar um kett- linginn, er sá hinn sami beðinn að hafa samband við Rut í síma 565-2236. Fundarlaun. Perla er týnd HÚN Perla er búin að vera týnd síðan 11. októ- ber sl. Hún hvarf frá Furulundi 4 í Garðabæ. Perla er grábröndótt og merkt. Ef einhver veit um ferðir hennar er hann beðinn um að hafa sam- band við Ara í síma 565- 7524. I skólanum. Morgunblaðið/RAX Víkverji skrifar... ETTA hefur ekki verið endan- lega ákveðið11, eða eitthvað í þessa átt heyrist stundum sagt og sést stundum skrifað í fjölmiðl- um... „ekki endanlega ákveðið“. Víkverja fínnst þetta hvimleitt orðalag og er spurn hvort tiltekið mál sem verið er að fjalla um sé ekki annaðhvort ákveðið eða ekki ákveðið. Ef mál er til umfjöllunar eða athugunar hefur ákvörðun ekki verið tekin. Þá er það ennþá til umræðu. Þegar ákvörðun ligg- ur fyrir er málið ákveðið. Endan- lega í þessu sambandi er því bara aukaorð sem þvælist fyrir og á ekkert erindi í þetta samhengi. Þeir voru ekki með neinar vífilengjur, ræningjarnir í Kar- demommubænum og töluðu sem sagt vafningalaust: „Þá er það á- kveð-ið!“ Þeir voru nefnilega ekki svo vitlausir. xxx UR því að Víkverji er kominn af stað í málfarsumræðunni (og nöldrinu ef menn vilja kalla það svo) getur hann ekki stillt sig um að benda á annað hvimleitt orðalag sem veður uppi. Það er sú árátta að hnýta orðinu stig aftan við hitt og þetta. Þjónustustigið versnar, at- vinnustigið minnkar, verðbólgu- stigið hækkar og svo framvegis. Stig í þessu sambandi er hreinn óþarfi. Þjónustan batnar eða versnar, atvinna fer vaxandi - nú eða atvinnuleysið - og verðbólgan rís ýmist eða hnígur. Víkverji er ekki frá því að þetta hafi stigmagn- ast síðustu misserin. Því ekki að reyna að vera samstiga í því að vera gagnorð og sleppa alls konar óþarfa? x x x EKKI tókst Víkverja að fylgjast með fyrstu útsendingu morg- undagskrárinnar á Stöð 2 síðastlið- inn mánudag. Og hann saknar þess ekki heldur neitt sérstaklega. Morgunrútínan er nefnilega í nokkuð föstum skorðum. Eftir að hafa hálfsofandi sett kaffivélina í gang (það er alltof sjaldan sem hann nennir að elda hafragrautar- spón eins og hann er nú góður) og skafið á sér kjálkana liggur fyrir að gá til veðurs, rista brauð og líta i blöðin. Hann kveikir ekki einu sinni á útvarpinu. Fyrsti hluti morgunsins líður nefnilega við að sötra kaffi og blaðalestur í ró og friði, ótruflaður af masi og músík í útvarpi. Það er ekki fyrr en komið er út í bíl sem útvarpið fer að heyr- ast og þá viðeigandi fréttir og stemmning morgunsins. Víkverji viðurkennir að hann er kannski dá- lítið úr sambandi svona fyrst í stað en það lagast mjög fljótt og þannig nær strax því helsta sem hefur gerst í þjóðfélaginu meðan hann svaf á sitt græna eyra og skolaði niður morgunmatnum í þögninni. Hávaðinn kemur alveg nógu snemma þótt ekki sé byrjað að skrúfa frá um leið og komið er á ról. Hins vegar er það áreiðanlega góð hugmynd að bjóða uppá morg- unsjónvarp og kannski mesta furða að þetta skuli nú fyrst komast á dagskrá. Kannski fer að aukast samkeppni fjölmiðla á morgun- markaðinum?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.