Morgunblaðið - 03.11.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 03.11.1999, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ ERLENT Þjóðaratkvæði um ástralskt lýðveldi Lýðveldissinnar í minnihluta Darwin, Sydney, London. Reutcrs, AP. ÁSTRALSKIR lýðveldissinnar telja að landinu gefist með ákvörð- un um lýðveldisstofnun færi á að losa sig undan þeirri ímynd að það sé útkjálki Bretlands og öðlast auk- in áhrif í Asíu. En bæði lýðveldis- og konungs- sinnar ena á einu máli um að lýð- veldisstofnun ein og sér myndi ekki skila íbúunum áþreifanlegum gæð- um, svo sem bættum viðskiptatæki- færum við grannlöndin. Líföndun anda er að lifa Arnalds verður með námskeið í líföndun 6. og 7. nóvember „ i iminn er iit. Og lífið býr í hjartanu. Því meira sem fólkið sparaði því minna átti það.“ (Úr Mómó eftir M. Ende) Gefur þú þér tíma til að lifa? Guðrún Arnalds. símar 551 8439 og 896 2396 Sterk yfirlýsing um sjálfsmynd þjöðarinnar • Astralir ganga á laugai’dag að kjörborðinu í -þjóðaratkvæða- greiðslu um lýðveldisstöfnún. Lýð- veldissinnar halda því fram að kjósi þeir þá að afnema konungdæmið felist í því sterk yfirlýsing um sjálfsmynd þjóðarinnar, um það leyti sem hún er að leggja sig fram um að endurskilgreina hlutverk sitt í sínum heimshluta. En skoðanakannanir benda til að greinilegur meirihluti sé fyrir því að halda tryggð við þjóðhöfðingja Bretaveldis. I niðurstöðum könnun- ar sem birtar voru í gær kemur fram að 54% aðspurðra höfnuðu lýðveldisstofnun en 42% studdu hana. Og forsætisráðherrann John Howard, sem er yfirlýstur kon- ungssinni, segir niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar ekki munu breyta nokkru um stöðu Astralíu gagnvart grannnkjum sínum. A laugardag verða 12,3 milljónir ástralskra kjósenda beðnar að svara spurningunni, hvort þeir vilji binda enda á stjórnskipuleg tengsl við Bretland, sem staðið hafa í 211 ár, stofna ástralskt lýðveldi og að heimakjörinn forseti taki við hlut- verki Elísabetar drottningar. Afleiðingar lýðveldisstofnunar yrðu ekki mjög sýnilegar fyrir hinn almenna borgara, nema á frímerkj- um og seðlum landsins - ásjóna drottningarinnar myndi hverfa af þeim. Umdeildur femín- isti einn af ráð- gjöfum Gores The Daily Telegraph. AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, hefur viðurkennt að hann hafi ráðið hina umdeildu Naomi Wolf, þekktan rithöfund og femínista, sem ráðgjafa við kosningabaráttu sína, og fallist á að greiða henni jafnvirði einnar milljónar króna á mánuði fyrir störf sín. Segir hann Wolf vera „dýrmætan ráðgjafa“ sem hafi aðstoðað sig við að ná at- hygli ungra kjósenda. Wolf, sem er þekktust fyrir skrif sín um konur sem kynverur og „valdafemínisma", hefur verið vara- forsetanum til ráðgjafar um allt frá fatatísku til ræðumennsku, að því er haft hefur verið eftir aðstoðarmönn- um Gores. Hefur hún unnið náið með ímyndarsmiðum hans undan- fama mánuði, og hefur meðal ann- ars hvatt Gore til að „tala frá hjart- anu“ til að ná betri tengslum við kjósendur. Ymsir hafa gefið í skyn að tengsl- in við Wolf geti orðið Gore skeinu- hætt, enda er hún þó ribkkuð um- deild. Hugmyndir hennar um að unglingum verði 'véitt fræðsla um sjálfsfróun og munnmök í skólum til að draga úr líkum á ótímabærum þungunum og kypsjúkdómum, hafa að minnsta kosti ekki vakið mikla lukku hjá íhaldssönium og trúuðum Bandaríkjamönnum. Gore reyndi enda að leyna því að Wolf væri einn af ráðgjöfum hans. Til dæmis voru notaðir milliliðir til að greiða henni laun, svo nafn hennar kæmi ekki fram í fjármálaskýrslum til alríkis- kjörnefndarinnar. Wolfe hefur um langt skeið verið Reuters A1 Gore klæddist búningi teikni- myndapersónunnar „Halloka“ (Underdog) og Tipper eiginkona hans var búin sem „Hreinrækt- aða Pollý“ í árlegri hrekkjavöku- veislu þeirra hjóna á sunnudag. dálkahöfundur fyrir stjórnmála- tímarit og bækur hennar hafa hlotið mikla umfjöllun. Ekki er auðvelt að skipa hugmyndum hennar um stjómmál og femínisma á ákveðinn bás, en hún hefur einkum beint sjónum sínum að kynlífi og sjálfsí- mynd. I fyrstu bók sinni gagnrýndi hún til dæmis snyrtivörufyrirtæki fyrir að stuðla að lágu sjálfsmati kvenna, en í síðari skrifum sínum hefur hún gagnrýnt konur fyrir að sætta sig við ríkjandi ástand og reyna ekki að sækjast eftir auknum völdum og áhrifum. Glæný línuýsa ■vY^»Ý"-'vb mm Á kr. kg. Ath.: Eigum aðeins 2 tonn OP Vó 8 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 v/Gullinbrú, sími 587 5070. - heimili góðu tilboðanna -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.