Morgunblaðið - 03.11.1999, Side 19

Morgunblaðið - 03.11.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 19 LANDIÐ Nýr sóknar- prestur á Þórshöfn Þórshöfn - Séra Sveinbjörn Bjamason hefur verið ráðinn sóknarprestur Þórshafnar- prestakalls en hann var nýlega vígður til prests á Hólum. Séra Pétur Þórarinsson í Laufási, próf- astur Þingeyjarprófastsdæmis, setti hann inn í embættið í hátíð- legri kvöldmessu og ijölmenntu sóknarbörn til athafnarinnar en einnig voru prestar úr prófast- sdæminu viðstaddir. Séra Sveinbjörn tekur við emb- ættinu af sr. Ingimari Ingi- marssyni sem lét af störfum vegna aldurs eftir áratuga þjónustu. I ræðu sinni lét séra Sveinbjörn þess getið að hann myndi leitast við að halda þeim hefðum sem skapast hefðu á langri þjónustu séra Ingimars. Sveinbirni og eig- inkonu hans, Friðrikku Eðvalds- dóttur, Iíst vel á sig á Þórshöfn og þau hlakka til að kynnast sóknar- börnum og starfa með þeim. Séra Sveinbjörn hefur starfað á vegum kirkjunnar allt frá árinu 1977, þótt hann hafi aðeins nýlega tekið prestsvígslu. Hann hefur setið í sóknarnefnd Breiðholt- skirkju í 16 ár en einnig komið að Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Séra Pétur Þórarinsson prófastur setti séra Sveinbjörn Bjamason í embættið. barnastarfi, fermingarfræðslu, svo og kórstarfi og ýmsum störf- um á vegum kirkjunnar. Barnastarfið hefst strax hjá Sveinbirni en sunnudagaskólinn verður í kirkjunni klukkan ellefu á sunnudagsmorgnum. Þar vonast séra Sveinbjörn til að sjá sem flest böm og einnig foreldrana í Þórs- hafnarkirkju og verður honum ef- laust að þeirri ósk, því foreldrar barna hér hafa mikinn áhuga á slíku starfi. Stökktu til Kanarí 21. nóvember frá kr. 39>855 Aðeins 24sætif Einstakt tækifæri til að komast f sólina þann ■—I 21. nóvember í 3 vikur á Kanarí á hreint frábærum kjörum. Þú hringir og bókar ferðina, og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. í öllum tilfellum er um íbúðir eða smáhýsi að ræða. Á Kanarí er núna 25-28 stiga hiti, yndislegt sumarveður og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heims- ferða alian tímann. Verð kr. 39.855 Verð kr. 49.990 m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, 3 vikur, 21. nóv. M.v. 2 í íbúð, 3 vikur, 21. nóv. skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600. www.heimsferdir.is Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Börnin vom ánægð og stolt þegar þau skoðuðu nýju tölvurnar sínar. Skólanum í Ólafsvík gefn- ar nýja tölvur Ólafsvík - í mars sl. var stofnaður við Grannskóla Olafsvíkur „Ný- sköpunarsjóður til tölvu- og tækja- kaupa“ því tölvukostur skólans var orðinn á eftir kröfum um góða tölvukennslu. Var leitað til fyrir- tækja og félagasamtaka um fjárf- ramlög í sjóðinn. Undirtektir voru góðar og í fyrstu lotu safnaðist á aðra milljón króna. Hafa nú verið keyptar átta vandaðar tölvur af gerðinni Hewlett Packard og vélbúnaður frá fyrirtækinu Opin kerfi. Fá allir nemendur skólans tölvukennslu með námsefni „Framtíðarbarna". Nýtur skólinn ásamt öðram skól- um í Snæfellsnési starfskrafta nýr- áðins námsráðgjafa og munu kenn- arar skólans sitja námskeið heima í héraði í „Upplýsinga- og tölvu- tækni í skólastarfí" en styrk til þess verkefnis fékk skólinn úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Haldin var í skólanum móttöku- athöfn þar sem fulltrúar gefenda þáðu veitingar og börn úr hinum ýmsu bekkjardeildum afhentu þeim innrömmuð þakkarskjöl. Þar kom fram í þakkarræðu Sveins Þórs Elinbergssonar skóla- stjóra að kennarar og annað starfsfólk skólans legðu mikinn metnað í vinnu sína og ynnu mark- visst eftir svokallaðri „Sóknar- áætlun um bættara skólastarf‘. Ymsar nýjungar eru í starfsemi skólans í ár. Má þar nefna að hafíð er samvmnuverkefni nemenda og kennara 9. bekkjar með sama ár- angri í skóla í Frakklandi þar sem hinar nýju tölvur krakkanna í Olafsvík munu skipa veglegan sess í samskiptunum. Þá má geta þess að framhalds- deild Vesturlands, sem rekin er samhliða skólanum, hefur tekið upp samstarf við Leikfélag Ólafs- víkur um þátttöku nemenda deild- arinnar í starfi, námskeiði og upp- færslu félagsins á leikriti undir stjórn Ólafar Hrannar Jónsdóttur. Fá nemendur þátttöku sína metna til einnar einingar í valgrein sem nefnist leiklist 101. Allflestar kennarastöður við Grunnskóla Ólafsvíkur eru skipað- ar kennurum með full starfsrétt- indi. Skólastjóri er eins og fyrr segir Sveinn Þór Elinbergsson. Sunnudagur 21. nóvember 1999 dagskrá* !8:00 HúsiSopnaSfyrirgestum , 8:30 Borðhatd. Glæsilegt hlaSborð með úrvali af heitum og köldum réttum. 21-00 Inqibiörg Pólmadóttir, rcr&Herra bý&rjr gesti velkqmna ofl viburkenningar Ars aldrabra. 21:20 Danslagakeppni Ars .n 2 Hliómsveit Arna Scheving, Mjöll Hólm, Berglind Björk Jónasdott.r og Ragnar Biarnason flyt|a logm atta sem komust í undanúrsl.t. 22:00 Dansarar kenna gestum línudansspor. 22:20 Ómar Ragnarsson skemmtir. 22:45 Úrslit danslagakeppnmnar. 23:00 Verðlaunaafhending. RÍKISÚTVARPIÐ Tónlistarmennirnir Haukur Heiöar * Ingólfsson og Jóna Einarsdottir ^ ieika kvöldveróatóna. ^ Kynnar kvöldsins eru GerSur G. ^ Bjarklind og Hrafn Pólsson. ^ Dómnefnd og gestir velja ^ þrjú bestu lögin. Dansararnir Jóhann Örn Olafsson og Petrea GuSmundsdottir sýna samkvæmisdansa. Stórdansleikur * KK-sextettinn leikur fyrir dansi * til kl. 01:00. Söngvarar: Ragnar ¥■ Bjarnason, Helena Eyjólfsdóttir w og Svanhildur Jakobsdóttir. brQ§d®£-a_ ADISON SAS - HÓTEL ÍSLAND Hi Ao_ nn hm'Annnnl'uiii" RADISON Miða- og borðapantanir: Virka daga frá 11:00 -19:00 Sími 533iioo*Fax 533 mo|

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.