Morgunblaðið - 03.11.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.11.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjóræningjaútgáfur með Vinum Dóra og erlendum blústónlistarmönnum til sölu á Netinu Höfundaréttarskrifstofa N orðurlanda kannar málið SJÓRÆNINGJAÚTGÁPUR af tveimur breiðskífum blúshljóm- sveitarinnar Vinum Dóra eru nú til sölu á Netinu og segist Hall- dór Bragason, forsprakki hljóm- sveitarinnar, ekki hafa hug- mynd um hverjir séu þar að verki. Breiðskífumar innihalda upptökur af tónleikum sem Vin- ir Dóra héldu ásamt þekktum blústónlistarmönnum frá Chicago. „Eg sá að platan „Feeling the blues“ sem gefin er út af Blues Iegends og er til sölu á Netinu er sama plata og „Mér líður vel“ sem Vinir Dóra gáfu út 1993 og Japis dreifði. Á plötunni eru upptökur sem við gerðum með blústónlistarmönnum frá Chicago sem komu hingað til lands fyrir nokkrum ámm og spiluðu með okkur. Þetta eru nokkrir af virtustu blústónlist- armönnum heims og þess vegna er þetta líklega gefíð út undir yfírskriftinni Blues legends. Hin platan er einnig gefin út af Blu- es legends og heitir „Got my Mojo working". Það er ná- kvæmlega sama plata og „Pinetop Perkins and the Blue ice band“ sem við gáfum út árið 1992. Þetta eru upptökur af tón- leikum sem við héldum með Pinetop Perkins sem er heims- frægur blúspíanóleikari og var meðal annars valinn besti blúspíanóleikari í heimi á þessu ári.“ Halldór segir að sér fínnist þetta mjög ósvífíð því þeir sem að sjóræningjaútgáfunni standi geti selt þessar breiðskífur á mjög lágu verði því þeir þurfí að kosta svo litlu til. Þeir selji þær í plötuverslun á Netinu á sex Bandaríkjadali stykkið en hægt sé að fá útgáfu Vina Dóra þar líka en hún kosti ljórtán dali stykkið. Honum svíður að þurfa að horfa upp á aðra gera sig lík- lega til að græða á því sem þeir hafi unnið við af hugsjón og mjög peningalitlir í öll þessi ár. Halldór segist ekki vita nán- ari deili á þessu útgáfufyrir- tæki, Blues legends, ekki einu sinni frá hvaða landi það sé. Hann hefur haft samband við Höfundarréttarskrifstofu Norð- urlanda, NCB, sem er að rann- saka málið. Ársskýrsla SÁÁ fyrir 1998 Olögleg vímuefna- neysla aldrei meiri ÓLÖGLEG vímuefnaneysla meðal 19 ára táninga og yngri, sem koma í meðferð á sjúkrahúsið Vog, hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári, að því er fram kemur í nýrri árs- skýrslu SAA fyrir árið 1998. Þannig höfðu 93% unglinganna sem komu í meðferð á síðasta ári, eða alls 210 unglingar, notað ólögleg vímuefni einu sinni eða oftar. í skýrslunni segir að þau ólöglegu vímuefni sem unglingar nota mest séu kannabisefni, hass og amfetamín en áfengi er þó enn það vímuefni sem mest er notað af unglingum. „I 60% tilvika er áfengismisnotkun eða áfengisfíkn íyrsta og aðalsjúk- dómsgreiningin sem unglingar á Vogi fá. Hluti hópsins eða 34% ungling- anna fá þó aðra vímuefnagreiningu með áfengisgreiningunni en 26% fá áfengingsgreininguna eina og sér. Ólögleg vímuefni eru talin aðalvandi sjúklinganna í 40% tilvika. Vímuefna- vandi unglinga sem koma til meðferð- ar á Vogi er afskaplega mikill og blandaður og oft nota þeir vímuefni daglega,“ segir m.a. í ársskýrslunni. Söfnunarátaki lýkur á sunnudag Eins og kunnugt er stendur SÁA fyrir söfnunarátaki vegna fram- kvæmda á Vogi, þar sem verið er að reisa unglingadeild og göngudeild, og kveðst Theódór Skúli Halldórs- son framkvæmdastjóri SÁÁ ekki vita betur en að átakið gangi vel, þótt ekki séu komnar neinar tölur um það hve mikið hefði safnast. I átakinu er verið að selja sérstök SÁA-kort en þau er m.a. hægt að kaupa í matvöruverslunum, bönkum og apótekum. Söfnunarátakinu lýkur á sunnudag. meðal unglinga Styrkir til hitaveitna 90 milljónir í lækkun stofn- kostnaðar IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur sett reglur um styrki vegna nýrra hita- veitna á köldum svæðum. Sam- kvæmt fjárlögum og fjáraukalögum er gert ráð fyrir 90 milljónum til verkefnisins á þessu ári. í reglunum er gert ráð fyrir að hitaveitur, sem höfu rekstur árið 1998 og síðar komi til greina varð- andi styrki enda starfí þær á svæð- um sem notið hafa niðurgreiðslu á raforku til húshitunar. í frétt frá iðn- aðarráðuneytinu segir að styrkurinn geti numið allt að þeirri íjárhæð sem varið er til niðurgreiðslu á orku- veitusvæði viðkomandi hitaveitu á 5 ára tímabili. Annar beinn eða óbeinn stuðningur ríkisins, stofnana eða sjóða dregst frá upphæðinni. Ekki er gert ráð fyrir að niðurgreiðslurnar verði reiknaðar til núvirðis. Ef hluti íbúðarhúsnæðis á svæðinu er ekki tengdur þegar hitaveitan tekur til starfa er heimilt að semja um allt að níu mánaða aðlögunar- tíma. Stjórn viðkomandi veitu þarf að leggja fram upplýsingar um hvernig styrknum verður skipt en samkvæmt reglum getur hvor hlutur um sig ekki numið meira en 65% af heildarstyrk. Allt sorp urðað á einum stað SORPURÐUN Vesturlands mun taka ákvörðun um það í dag hvenær nýr urðunarstaður fyrir allt kjör- dæmið á Fíflholti á Mýrum verður opnaður, en hann er sá fullkomnasti hér á landi og sá fyrsti sem nær þjón- ar heilu kjördæmi, að sögn Péturs Ottesen stjómarformanns Sorpurð- unar Vesturlands, og er stefnt að því að urðunarstaðurinn verði opnaður 20. þessa mánaðar. „Þessi lausn er mjög hagkvæm fyrir sveitarfélagið bæði hvað varðar umhverfisþáttinn og þann peningalega." Pétur segir að þetta sé stærsta umhverfisátak sem hefur verið unn- ið í kjördæminu. „Það er verið að taka úr notkun tíu handónýta urð- unarstaði fyrir einn sem uppfyllir allar umhverfiskröfur og meira til. Þessi staður fylgir strangari kröf- um en slíkir staðir þurfa að fylgja hér á landi. Við göngum einnig lengra í eftirliti með urðuninni að eigin frumkvæði. Hann er meðal annars þannig hannaður að ógjöm- ingur er að mengað sigvatn seitli út í grunnvatn. Hreinsivarnarbúnað- urinn er mjög fullkominn og við er- um einnig með fokvamarbúnað sem hefur aldrei verið notaður hér á landi en hann kemur í veg fyrir að rusl fjúki af svæðinu." Þrautaganga í kerfínu Pétur segir að hugmyndin um einn urðunarstað fyrir allt kjör- dæmið hafi kviknað fyrir rúmum þrem áram. „Við hefðum getað opn- að þessa stöð miklu fyrr en vegna tafa í kerfinu tók þetta svona langan tíma. Fyrir þrem áram sló umhverf- isráðuneytið úr hendi okkar um- hverfismat án nokkurs tilefnis eða efnislegra ástæðna. Það er meðal annars þess vegna sem þetta hefur tekið þrjú og hálft ár. Það er ótrú- legt að ráðuneyti umhverfísmála skuli tefja fyrir framsæknum um- hverfísverkefnum sem þessum." Morgunblaðið/Ömar Brettasmíð í nepjunni ÞAÐ er betra að vera vel búinn við útistörf nú þegar vetur er genginn í garð. Ekki síst þegar unnið er að brettasmíð í nepjunni við Granda. Viðhorfskönnun PricewaterhouseCoopers Um 87% íslendinga telja vöruverð hafa hækkað UM 87% íslendinga eru mjög eða frekar sammála því að vöruverð hafí almennt hækkað undanfarið, en um 9% eru því ósammála. Um 64% eru mjög eða frekar sammála því að aukin verðbólga muni leiða til þess að þeir dragi úr neyslu, en rúmlega 29% eru því ósammála. Þetta var helsta niðurstaðan í könnun sem fyrirtækið Pricewa- terhouseCoopers gerði á viðhorfí Islendinga til verðhækkana og verðbólgu. Af þeim 87% íslendinga, sem eru mjög eða frekar sammála því að vöruverð hafí hækkað, telja um 59% að matvara hafi helst hækk- að, 43% telja bensín helst hafa hækkað, 6% nefndu tryggingar, en um 8% telja að flestar vörur hafi hækkað í verði. Hærra hlutfall kvenna en karla finnst að matvara hafi helst hækkað í verði, eða um 63% kvenna á móti 55% karla. Um 52% karla finnst bensín helst hafa hækkað í verði, en um 34% kvenna. Þá telja um 67% íbúa höf- uðborgarsvæðisins að verð á mat- vöru hafi helst hækkað, en um 46% íbúa landsbyggðarinnar eru á sama máli. Fólk á aldrinum 18 til 29 ára er síður sammála því að vöruferð hafi hækkað, en þeir sem telja svo vera nefna þá helst bensín á með- an hinir eldri nefna frekar mat- vöru. Yngsti hópurinn er einnig síður sammála því að aukin verð- bóljga muni draga úr neyslu. I könnuninni, sem var gerð sím- leiðis í lok september, var tekið slembiúrtak 1.100 Islendinga um allt land á aldrinum 18 til ^5 ára. Nettósvarhlutfall var um 61% þegar dregnir eru frá látnir, er- lendir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru erlendis. Samgönguráð- herra um sölu Landssímans Getur haf- ist um mitt næsta ár STURLA Böðvarsson sam- gönguráðherra kveðst í samtali við Morgunblaðið ekki gera ráð fyrir því að einkavæðing Landssíma íslands hf. geti haf- ist fyrr en um mitt næsta ár. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði fyrr en eftir mitt næsta ár sem við verðum tilbúin að selja einhvem part af Lands- símanum," segir ráðhema. Áður en að af því getur orð- ið, segii- hann, þarf að sam- þykkja ný lög um fjarskipti og ný lög um Póst- og fjarskipta- stofnun. Heildarframvarp til laga um fjarskipti hefur þegar verið lagt fram á Alþingi en framvarp um Póst- og fjar- skiptastofnun hefur verið kynnt í ríkisstjóm að sögn ráð- herra. Vonast hann til þess að framvörpin verði afgreidd sem lög frá Álþingi á yfírstandandi þingi. „Báðir þessir lagabálkar era til þess að skýra umhverfið sem fjai-skiptafyrirtæki þurfa að starfa í. Þegar það liggur klárt fyrir tel ég að hægt sé að ganga til sölu á Landssíman- um.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.