Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 67

Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 67 FÓLK í FRÉTTUM BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson /Arnaldur Indriðason / Hildm- Loftsdóttir BÍÓBORGIN Óvinur ríkisins irirk Hörkugóður, hátæknilegur sam- særistryllir sem skilar sínu og gott betrn'. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Holy Man kk Háðsádeila á bandarískt neyslu- þjóðfélag sem nær ekki að nýta gamanhæfileika Eddie Murphys og uppsker eftir þvi. Soldier kk Kurt Russell ærið fámáll í dæmi- gerðri rambómynd. Góð sviðsmynd en lítilfjörlegt inntak. Mulan irirkVi Disney-myndm gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Óvinur rikisins kkk Hörkugóður, hátæknilegur sam- særistryllir sem skilar sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Sögusagnir kk Enn einn B-blóðhrollurinn, hvorki vem né betri en fjöldi slíkra eftir- líkinga. Stelpurnar góðar, bara að myndin væri jafn hressileg og upp- hafið. Practicai Magic kk Náttúrulitlar en ekki óaðlaðandi nornir í ráðvilltri gamanmynd. Egypski prinsinn kkV.2 Laglega gerð en litlaus teiknimynd um flóttann frá Egyptalandi. Líður fyrir alltof mörg, löng og tilþrifalítil lög og söngatriði. Mulan kkk'/z Disney-myndh- gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. Ég kem heim um jólin k k Alveg ágæt grínmynd fyrir ungling- ana. Jonathan Taylor-Thomas er bæði fyndinn og sætur í aðalhlut- verkinu. HÁSKÓLABÍÓ Egypski prinsinn kkV'z Laglega gerð en htlaus teiknimynd um flóttann frá Egyptalandi. Líður fyrir alltof mörg, löng og tilþrifalítil lög og söngatriði. Tímaþjófurinn ★★ Alda og Olga eru jafn ólíkar systur og lífið og dauðinn. Taxi kkVz Létt grín og spenna í franskri strákamynd um Daníel sem fær loksins að verða leigubílstjóri. Hvaða draumar okkar vitja kkk Meðan við ferðumst milli helvítis og himnaríkis fáum við tilsögn um til- gang lífsins í fallegri ævintýramynd fyrir fullorðna. Út úr sýn kkk Astin grípur í handjárnin milli löggu og bófa að hætti Elmores Le- onard, sem fær ágæta meðhöndlun að þessu sinni. Fyndin, fjörug, krydduð furðupersónum skáldsins sem eru undur vel leiknar yfh- lín- una. Maurar kkk Frábærlega vel gerð tölvuteikni- mynd. Leikaravalið hið kostuleg- asta með Woody Allen í farar- broddi. Fínasta skemmtun fyrir fjölskylduna. KRINGLUBÍÓ Óvinur ríkisins kkk Hörkugóður, hátæknilegur sam- særistryllir sem skilar sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Practical Magic kk Náttórulitlar en ekki óaðlaðandi nornir í ráðvilltri gamanmynd. The Negotiator kk'/z Góðir saman, Jackson og Spacey, en lengd myndar-innar ekki raunhæf. Mulan kkkVz Disney-myndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. Foreldragildran kk Rómantísk gamanmynd um tvíbura sem reyna að koma foreldrum sínum saman á ný. Stelpumynd út í gegn. Star Kid kVz Leiðinleg barna- og unglingamynd um Spencer sem finnur geimveru- búning. LAUGARÁSBÍÓ Rush Hour kkVz Afbragðsgóð gamanmynd með Chris Tucker og Jackie Chan en hasarhliðin öllu síðri. The Odd Couple II k Osmekklegheit og subbuskapui- eru aðalkryddin í þessari klisjusúpu. The Truman Show kkkk Jim Carrey fer á kostum í frábærri ádeilu á bandaríska sjónvarpsver- öld. Ein af fi-umlegustu og bestu myndum ársins. Blade kVz Blóðugur subbuskapur. REGNBOGINN Rounders kkk Býsna skemmtileg og spennandi pókermynd um vináttu og heiðar- leika. Ed Norton er æðislegur. Primary Colors kkkVz Afburða góð, pólitísk satíra þar sem spaugast er með kvensaman hús- bónda í Hvíta húsinu. Sterkur leik- ur og styrk leikstjórn Mike Nichols. Dr. Doolittle kkk Afbragðs gamanmynd með Eddie Murphie í toppformi sem læknirinn sem rabbar við dýr merkurinnar. There’s Something About Mary kkkVz STJÖRNUBÍÓ Rush Hour kkVz Afbragðsgóð gamanmynd með Chris Tucker og Jackie Chan en hasarhliðin öllu síðri. Álfhóll kkVz Furðuheimur brúðunnar er heill- andi í þessari skemmtilegu mynd um vini sem taka höndum saman. Málshöfðun fyrir frumsýningu KVIKMYNDIN „A Civil Action“ verður frumsýnd um næstu helgi í Bandaríkjunum. Ein af sögupersónunum hefur höfðað mál gegn höfundinum, samkvæmt frétt Boston Phoenix á fimmtudag. John Riley, sem seldi sútunarstöð öðru af fyrirtækj- unum tveimur sem síðar voru sökuð um að menga jarðvatn, hefur höfðað mál í New Hampshire. Þar heldur hann því fram að í myndinni liafí hann rang- lega verið sagður hafa framið meinsæri. Málshöfðunin beinist einnig gegn Vintage Books sem gaf söguna út í bókarformi. JOHN Travoita á forsýningu myndarinnar „A Civil Action“. Allir kuldaskór Póstsendum samdægurs aðeins í nokkra daga f 30% *fsláttur Kven-, herra- og barnakuldaskór SKÚVERSLUN KÓPAUOGS HAMRAEORG 3 • SÍMI 5 54 1 7 54 BJÖRK eins og hún kom lesendum Vogue fyrir sjónir árið 1995. Björk leikur á móti Deneuve ►BJÖRK Guðmundsdóttir mun leika á móti Catherine Deneuve í myndinni Dancer in the Dark sem danski sérvitringurinn Lars von Trier leikstýrir. Þetta kemur fram í yfirliti yfir komandi ár í New Musical Express. Þá vonast liún einnig til að hefja vinnu við ijórðu sólóbreiðskífu sína og svo kemur út breiðskífa nú á fyrsta ársfjórðungi sem hún hefur þegar tekið upp með Alec Empire úr Digptal Ilardcore og Brodsky- kvartettinum. í árlegri lesenda- könnun Melody Maker varð Björk í níunda sæti yfir bestu sólólista- menn ársins. Hún varð einnig þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera í níunda sæti yfir helstu vonbrigði ársins vegna bágrar sölu plötunnar Homogenic. Helstu vonbrigði ársins voru Oasis. Bellatrix skærasta vonin I NME er skyggnst yfir sviðið og spáð um nýjar hljómsveitir sem eigi eftir að verða áberandi árið 1999. Þar fer íslenska sveitin Bellatrix fremst í flokki. Eins og svo oft er byrjað á nýstárlegri samh'kingu við Björk og svo seg- ir: „íslendingarnir í Bellatrix, fjórar ískaldar glamúrstúlkur og einn staðlaður karlkyns trymbill, eru einfaldlega skærasta og fjörugasta poppsveitin sem mað- ur getur séð á árinu. Nýfeg breiðskífa þeirra Global Warm- ing er bara upphafíð. Kenickie eru ef til vill horfnir af sjónar- sviðinu en andi þeirra svífur yfir vötnum á íslandi." Global Warming fær þrjár og hálfa sfjörnu í gagnrýni í Melody Maker og einkar lofsamleg um- mæli, m.a. að á þeim rúma hálf- tíma sem platan taki í spilun nái Bellatrix að komast til sólarinnar og aftur til baka án þess að bráðna nokkuð. „Virkilega svalt". Dómnum lýkur á orðun- um: „Hver þremillinn, ég er ekki enn búinn að minnast á Bjö- (snii- j'ipÞEd).11 Sértilboð 8. febrúar til Kanarí frá kr. 49.932 með Heimsferðum Sem fyrr tryggja Heimsferðir þér besta verðið til Kanaríeyja í vetur og nú höfum við tryggt okkur viðbótargistingu á þessum vinsælasta áfan- gastað fslendinga í sólinni á hreint frábærum kjörum hvort sem þú vilt skreppa í viku í sólina eða dvelja í tvær eða þrjár vikur við bestu aðstæður. Viðbótargisting á ensku ströndinni, þar sem þér býðst nú vikuferð á hreint ótrúlegum kjörum. Að auki bjóðum við viðbótargist- ingu á Vista Faro í Sonnenland. Bókaðu til Kanarí í vetur meðan enn er laust. Verð kr. 39.932 Ferðir til Kanarí í vetur: M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. vikuferð 1. febrúar. Verð kr. 49.960 M.v. 2 fullorðna í smáhýsi, vikuferð, Tara, I vika, 1. febrúar. Verð kr. 59.960 1. feb. 8. feb. 22. feb. 1. mars. 15. mars. 22. mars. 29. mars. 5. apríl. 19. apríl. M.v. 2 fullorðna í Vista Faro- smáhýs- unum, 2 vikur, 8. febrúar. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.