Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 62
J 62 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens j W GETUM ALDRB ) swoae> þAM/t yr/e j <• BÐA FAR/Þ flTJVR. /ÖÖ'. MhUR TÍL 3AM Ó6 I TM/Ð yr/T AhA. 1 100 MÍLUfZ.'þAd AFTXM.. HW9, FT TkJzeerj ein v/kA ? V A CQ - TF .[ /s, X \vk>HóTÚM1 1 M/E6AHks faiæi, { tí/h/Ia 1 Grettir FAti?£V* TAKK.HANH Öf HtíW^B&srA GgJBi- Hlý&inn v. o&akbukda ^‘NPUK AfcRMAy-LTP. Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Spurning til Jóns Steinars Gunnlaugssonar Frá Þórólfi Antonssyni: EG vil þakka málefnalega og vel ígrundaða grein þína í Mbl. 19. des. 1998. Eftir að hafa lesið greinina þremur sinnum fann ég loks hvað stóð í mér eftir lesturinn. Þú rök- styður að löggjafanum hafí verið leyfilegt að veita útgerðarmönnum aflahlutdeild (kvóta) en að þeim sé ekki frjálst að framselja sinn kvóta. Nú vil ég skýra nánar hvernig ég les þetta út úr grein þinni. Þitt mál í umræddri grein byggist m.a. á að eignarréttur sé varinn í stjórnarskrá og ekki megi stofna til annars eignarréttar á sama hlut af öðrum aðilum eins og segir á einum stað í greininni: ,Auðvitað verður þá að gæta að því, að með gjörðinni sé ekki skertur eignarréttur sem fyrir er.“ Þrátt fjrir það og þrátt fyrir 1. gr. laga nr. 38/1990, telur þú að lög- gjafanum hafí verið heimilt að veita útgerðarmönnum kvóta sem veiddu tiltekinn árafjölda fyrir fyrstu kvótalagasetninguna, samanber fyrrnefnda blaðagrein: „Veiðiheim- ildirnar sem um er fjallað í 7. gr. laganna eru annars eðlis [heldur en 5. gr.]. I þeim felst, að aðganginum að þeim fisktegundum sem sæta aflatakmörkunum er skipt upp á milli þeirra sem veiðamar höfðu stundað, áður en takmörkun var komið á.“ Ennfremur segir síðar í sama paragrafi: „Vegna ákvæðis 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaganna er ljóst, að með þeim var ekki stofnað til endanlegs og óafturkallanlegs eignaiTéttar þessara aðila að fisk- veiðiauðlindinni." I orðum þínum finnst mér því fel- ast að 1) eignarrétturinn á óveiddum fiski er þjóðarinnar í heild, 2) út- gerðamenn hafa afnotarétt af auð- lindinni á meðan umboðsmenn þjóð- arinnar (löggjafinn) leyfa það, 3) sá afnotaréttur er ekki framseljanlegur milli útgerðarmanna þar sem eig- andinn er annar. Ef tekið er dæmi til að skýra þetta nánar þá lít ég svo á að ef þú hefðir verið svo vænn að lána mér afnot af íbúð þinni um hríð endur- gjaldslaust, er mér engan veginn heimilt að leigja hana öðrum, hvað þá heldur að selja endanlega og hirða andvirðið. Burt séð frá því hvort ég er sam- mála túlkun þinni á dómnum frá 3. des. síðastliðnum eða ekki, hefði ég gjarnan viljað heyra svar þitt við spurningunni um rétt þeirra sem aflahlutdeild (kvóta) hafa til leigu eða endanlegs framsals þeirrar hlut- deildar. Til áréttingar þessu skal enn bent á orðskviðu úr umræddri grein þar sem þú ert að rökstyðja sérréttindi útgerðarmanna umfram aðra til veiðanna: „Ef rétturinn til að sækja fiskinn í sjóinn hefði verið af þeim tekinn í einu vetfangi, hefðu skipin í raun orðið verðlaus, því hvers virði væru þau, ef ekki er unnt að veiða á þeim? Slík ráðstöfun hefði ekki verið íöggjafanum heimil." Þarna ertu enn jafnframt að rökstyðja það að framsal er óheimilt þar sem þetta gildir um marga aðra en eigendur fiskiskipa. Hvers virði er vörubíll þess manns sem ók fiskinum frá bryggju og upp í frystihús eftir að kvótinn er horfinn úr þorpinu? Hvers virði er frystihúsið ef kvótinn er horfinn úr þorpinu? Hvers virði eru hús sjómannanna ef lífsbjörgin er horfin? Og þannig mætti lengi telja. Ef á hinn bóginn kvótinn er framseljanlegur að þínu mati, eru þá útgerðarmenn skaðabótaskyldir gagnvart öðrum sem eignir rýrna hjá, þegar það leiðir af framsali kvóta? ÞÓRÓLFUR ANTONSSON, Barónsstíg 59,101 Reykjavík. //-¥ I DON'T KNOU)..HOW CAN YOO 6ET YOUR FOOT CAU6HT IN A NE5T? Ég veit ekki... hvernig er hægt að festa fótinn í hreiðri? Svar til sjómannskonu Frá Sigurbirni Svavarssyni: í TILEFNI af bréfi Hildar Ingvars- dóttur, sjómannskonu, í Morgun- blaðinu 6. janúai- síðastliðinn varð- andi endurráðningu á sjómönnum á Örfirisey RE-4 vil ég skýra málið frá sjónarhóli útgerðar skipsins. Það fyi'irkomulag ríkir á skipum Granda hf. að ráðning undirmanna heyrir alfarið undir skipstjóra á hverju skipi. Útgerðarstjóri félags- ins hlutast ekki til um ráðningar undirmanna nema í algerum undan- tekningartilvikum. Þegar skip fara í viðgerð eða breytingar í lengri tíma er það venja að segja áhöfn skipa upp og var það einnig gert í því tilviki sem hér um ræðir, enda um rekstrarstöðvun í sex mánuði að ræða. í uppsagnar- bréfinu er hvergi vikið að endur- ráðningu áhafnar. Þegar svo kemur að ráðningu á skip að nýju leita margir fyrrum skipverjar eftir ráðningu hjá skip- stjóranum en ekki allir enda er samningur ekki lengur í gildi milli aðila og báðir aðilar með óbundnar hendur. Þegar önnur skip félagsins hafa farið í gagngerar breytingar hefur það yfirleitt verið svo, þegar allt er með felldu, að allir skipverjar hafa fengið endurráðningu, en það geta þó engir gefið sér, að það sé ör- uggt. I þessu tilviki voru allir af 35 manna áhöfn Örfiriseyjar (með af- leysingarmönnum) endurráðnir nema 7 manns. Það á sér auðvitað sínar skýringar. Segja má að þarna hafi verið um ákveðna endurnýjun og endurskipulagningu að ræða til þess að styrkja liðsandann og liðs- heildina. Felur það ekki í sér neinn dóm um starfshæfni þeirra einstak- linga sem fengu ekki endurráðningu. SIGURBJÖRN SVAVARSSON, útgerðarstjóri Granda hf. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt t upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.