Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN N. JÓHANNESSON, Blönduhlíð 12, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju- daginn 5. janúar, verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 15.00. Sigríður B. Jóhannsdóttir, Þórður Jóhannsson, Stefán Jóhannsson, Astrid Sörensen, Hrefna Þórðardóttir, Ólafur Þór Þórðarson, Jóhanna Þórný, Brynjar Þór, Þorsteinn Atli, Siggeir Karl. Siggeir Siggeirsson, Sigríður Ólafsdóttir, Kristján S. Þorsteinsson, Guðjón Sig. Guðjónsson, Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, HERMANNS VILHJÁLMSSONAR, Víðilundi 24, Akureyri. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Hjörtur Hermannsson, Rannveig Gísladóttir, Svala Hermannsdóttir, Bárður Guðmundsson, Sigurður Hermannsson, Antonía Lýðsdóttir, Stefán Ó. Hermannsson, Guðrún Pétursdóttir, Brynjar Hermannsson, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Starmóa 3, Ytri Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar Landspítalans. Tryggvi Valdimarsson, Þóra Björg Ólafsdóttir, Sigurjón Þorkelsson, Rósa Ólafsdóttir, Reynir Ólafsson, Sigríður Stefánsdóttir, Valdimar Tryggvason, Mirela Prótopapa, Ólöf Jóna Tryggvadóttir, Björn Axelsson, Björgvin Tryggvason, Kristín Ösp Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PETREU ÓSKARSDÓTTUR, Hóli. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn. ÁLFHILDUR ERLA GES TSDÓTTIR + Álfhildur Erla Gestsdóttir (Erla) fæddist á ísa- firði 19. apríl 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Jóns- dóttir, f. á Látrum í Aðalvík 24. júlí 1906, d. 1. des. 1960, og Gestur Sig- urðsson, f. á Bakka í Bjarnarfirði 18. sept. 1904, d. 8. sept. 1982. Börn þeirra voru tíu. Erla var tvíburi og var tvíburasystir hennar Hulda Elsa, d. 20. feb. 1994. Onnur systkini Erlu voru: Magnús Enok, f. 11. okt. 1927, látinn; Sigurður Arthur, f. 19. maí 1932, býr í Hafnarfirði; Alda Fanney, f. 5. maí 1933, bú- sett í Bandaríkjunum; Steinunn Stefanía Guðrún, f. 21. maí 1934, látin; Þórir Högni, f. 7. feb. 1936, látinn; Steinn Guð- bjartur, f. 18. maí 1937, látinn; Bára Bryndís, f. 19. júlí 1939, býr í Bandaríkjunum; Elísabet Erla frænka ólst upp í stórum systkinahópi á Isafirði en átti ættir að rekja í Aðalvík og Bjarnarfjörð á Ströndum. Hún var dóttir listaskytt- unnar Hrefnu-Gests eins og hann var stundum kallaður og móðir hennar var Kristín Jónsdóttir. Erla var tvíburi og setti það svip á henn- ar líf og þær systur Hulda og Erla höfðu ávallt mikið samband og bjuggu báðar mestan hluta ævinnar í Keflavík. Á yngri árum Erlu var lífsbaráttan oft hörð og ung fór Erla Sóley, f. 7. sept. 1940, búsett í Reykjavík. Erla ólst upp á ísafirði en fluttist ung suður til Reykjavíkur. Þar giftist hún Yngva Guðmundssyni 22. nóvember 1952. Yngvi var f. 13. júní 1929, d. 10. júlí 1982. Börn þeirra eru: Lára Yngva- dóttir, gift Geir Garðarssyni og eiga þau tvo syni; Brynjólfur Yngvason, kvæntur Gróu Ingvadóttur og eiga þau tvö börn en Brynjólfur átti tvö börn frá fyrra hjónabandi; Ing- unn dóttir Láru ólst upp hjá Erlu og Yngva, hún er gift Ragnari Margeirssyni og eiga þau þrjú börn. Áður átti Erla Kolbrúnu Sveinbjörnsdóttur sem er gift Lúvík Jóelssyni, þau eiga fimm börn. Erla bjó lengst af í Keflavík. Útför Erlu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að sjá um sig sjálf og takast á við hluti sem velferðarþjóðfélag nútím- ans býður ekki unglingsstúlkum upp á. Á þessum árum sýndu þær systur stundum dans með bróður sínum Magnúsi. Systkinin voru dökk yfir- litum og var eins og suðrænt blóð rynni í æðum þeirra. Hún sagði okk- ur frá þessum árum sem oft voru erfið en einnig skemmtileg og full af fjöri. Erla var stolt kona, oft snögg upp á lagíð og stundum hrjúf á yfir- borðinu og hafði munninn fyrir neð- Erla Þorbergsdóttir, Eyvindur Albertsson, Margrét Friðriksdóttir, Anna Guðlaug Albertsdóttir, Sigurður Einarsson, Jóhann Albertsson, Sigríður Lárusdóttir, Þorbergur Albertsson, Anna Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ALBERTS JÓHANNSSONAR, Skógum. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss ísafjarðar og starfsfólks Hlífar. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR AÐALHEIÐAR JÓNSDÓTTUR, Hlíðarenda, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Garðar Sævar Einarsson, Þorgerður Sigrún Einarsdóttír, Guðmundur Marinósson, Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Guðmundur Sigurbjörn Einarsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Tryggvi Sæberg Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Grímur Samúelsson, Óðinn Grímsson Magndís Grímsdóttir, Jóhannes Guðnason, Steinunn Grímsdóttir, Þór Gunnlaugsson, Snorri Grímsson, Árný Herbertsdóttir, Samúel Grímsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, ÞORSTEINS V. SNÆDAL frá Skjöldólfsstöðum. Margrét Þorkelsdóttir og aðstandendur. an nefið eins og sagt er og gat verið hvöss í orðaskiptum en undir þess- ari skel sló hlýtt hjarta konu sem líf- ið hafði mótað. Hún var hreinskiptin og ráðagóð og hjálpsöm þeim er til hennar leituðu. Þegar við hugsum um Álfhildi Erlu og tvíburasystur hennar Huldu sem féll frá árið 1994 minnumst við ævinlega dramatískrar sögu um það hvernig nöfn þeirra komu til. Hvernig móðir þeirra barðist fyrir því að fá að skíra litlu tvíburasyst- urnar sem fæddust svo löngu fyrir tímann aðeins þrjár og fjórar merk- ur og var þeim vart hugað líf. Krist- ín amma trúði á draum sinn um álf- konuna sem hét henni að litlu tví- buradæturnar næðu bata og myndu dafna vel ef þær yrðu skírðar eftir henni. Kristín lét því stelpurnar bera nafn hennar og þannig komu nöfnin Hulda og Álfhildur. Þessi saga verður lengi í minnum höfð og er einkennandi fyrir hugsunarhátt og líf stúlku sem elst upp við ki-öpp kjör í lítilli vík norður í Isafjarðar- djúpi þar sem hugurinn leitar á vit ævintýra og dulrænna fyrirbæra eins og álfa og huldufólks. Að Erla skyldi koma þessari frásögn á fram- færi og halda sögunni lifandi sýnir kærleika hennar og virðingu fyrir þeirri arfleifð sem einkenndi þann sterka vestfírska stofn sem hún var komin af. I æskuminningunni lifa ferðir til Keflavíkur þegar farið var að heim- sækja Erlu og Ingva sem bjuggu í Törner sem kallað var og fannst manni maður kominn í annað land, næstum hálfa leið til Ameríku og ekki spillti hlýtt viðmót Erlu og Ingva og barngæska þeirra, útlenda nammið og sérstakt umhverfi, her- braggar og fleira í þeim dúr. Sam- bandið hjá þeim stóra systkinahópi sem Erla var hluti af var oft ekki mikið né náið enda höguðu aðstæður því þannig að þau fóru ung að heim- an og bjuggu í nokkrum heimsálfum þannig að lönd og höf skildu að. Fljótlega eftir að við settumst að í Keflavík bauð Erla frænka okkur heim á sitt smekklega heimili og hlýja hennar í garð okkar og dætra okkar var sérstök. Hún hafði lag á að gefa sig að börnum á sérstakan hátt sem situr í hugum og hjörtum dætra okkar. Erla hafði auga fyrir fallegum hlutum og hafði ferðast víða og heimili þeirra Ingva bar vitni um það. Hún átti hamingjusöm ár með eiginmanni sínum Ingva Guðmunds- syni og var það mikill harmur í hennar lífi er hann varð bráðkvadd- ur langt íyrir aldur fram. Árin þar á eftir einkenndust af söknuði og sorg, þó lifði Erla í nánu sambandi við böm sín og barnabörn og var það líf hennar og yndi að fylgjast með fal- lega barnahópnum sínum. í lífi Erlu skiptust á skin og skúr- ir. Undanfarin ár átti Erla við heilsuleysi að stríða og lést 5. janúar sl. Langt inn í skóginn leitar hindin særð og leynist þar sera enginn hjörtur býr en yfir hana færist fró og værð. Svo fjarar lífið út. Ó, kviku dýr, reikið þið hægt er rökkva tekur að og rjúfið ekki heilög skógarvé því lítil hind, sem fann sér felustað vill fá að deyja ein á bak við tré. Um blóð sem fyrr var bæði ungt og heitt mun bleikur mosinn engum segja neitt. (Davíð Stef.) Við kveðjum nú Álfhildi Erlu Gestsdóttur en eftir lifir minningin um góðhjartaða og tilfinningaríka frænku sem setti svip sinn á um- hverfi sitt. Fjölskyldu hennar vott- um við samúð okkar. Theodór og Helga Margrét. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.