Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 43 Fellur áltjaldið fyrir kosningar? BYGGING ál- bræðslu á Reyðarfirði hefur verið stærsta ein- staka málið í umræðu á Austurlandi allt árið 1998. I þessari grein er spáð í stöðu þess og leiddar líkur að því að lítið sem ekkert sé á bak við tjöld ráða- manna. Vikið er meðal annars að bágri fjár- hagsstöðu og sam- drætti hjá Norsk Hydro. Risaálbræðsla skyldi það vera Hálft annað ár er nú liðið frá því að forysta Framsóknar- flokksins færði Austfírðingum þau tíðindi að þeir þyi-ftu að búa sig und- ir að taka við risaálveri dótturfyrir- tækis Norsk Hydro (Hydro Alu- minium), sem staðsett yrði á Reyð- arfirði. Málið myndi skýrast á næstu mánuðum. Haustið 1997 svaraði Finnur Ingólfsson fyrirspurn- um undirritaðs á Al- þingi meðal annars um það hver væri áætluð hámarksstærð og áfangaskipting ál- bræðslunnar og ráð- gerður byggingartími með þessum orðum: „Hydro TUuminium hefur lýst áhuga á byggingu álbræðslu með 240.000 tonna framleiðslugetu á ári sem stækka mætti í allt að 720.000 tonn. Athug- unin miðast í upphafí við tvo áfanga með allt að 240.000 tonna framleiðslugetu á ári í hvorum og er gert ráð fyrir að fyrsti áfang- inn tæki til starfa árin 2004 eða 2005 og síðari áfanginn fimm árum síð- ar.“ En mánuðirnir hafa liðið og aftur Hjörleifur Guttormsson Er hægl að „fram- leiða“ ljóðskáld? VIÐ erum svo heppin að eiga sérfræðinginn Þórð Helgason, skáld og lektor við Kennarahá- skólann, sem veit allt sem máli skiptir um ljóðagerð. Til hans leita allskonar menn, sem langar til að verða skáld. Vita að hann get- ur hjálpað heilmikið: „Um þetta ríkir ná- kvæmlega sama lögmál og þeirra sem langar til að mála eða leika á hljóðfæri. Það er hægt að hjálpa með æfingum og öðru.“ Skelfing er manni nú farið að förlast að halda að skáldgáfan sé oftar en ekki tekin að erfðum og menn sem lítið vita um ljóðagerð og enn minna um brag- fræði séu ekki líklegir til stórræða, þótt þeir fari á námskeið hjá Þórði. Nemendur Þórðar fást meira við nú- tíma-ljóð en hin hefðbundnu. „Nú- tíma ljóð „hefir vinninginn“. Þetta forna rifrildi er liðið undir lok. Þetta heimskulega blaður, orustur milli þessara tveggja forma. Ég sé ekki betur en það sé horfið og fólk nennir ekki lengur að tala um hvort sé merkilegra. Það er mjög gott,“ segir meistari Þórður. Er þá málum svo komið að Kenn- araháskóli Islands leggi að jöfnu allskonai’ rugl bögubósa og snilldar- ljóð byggð á glæsileik íslenskrar bragfræði? Engu máli skipti hvort henti betur til ljóðagerðar? I lok námskeiðanna hefir Þórður valið úr bestu ljóðin og sl. vor kom út ljóðabókin „Sex í ljóðum". Grein Þórðar fylgja sýnishorn, sem rétt er að skoða nánar. Þau hljóta að vera meðal þeirra bestu: Hai'aldur S. Magnússon: ÞINGMAÐURINN Meðalmennskan var svo algjör að enginn tók til máls. Þar til einn úr hópnum ræskti sig. Samhljóða var hann kosinn á þing. Þórhallur Jónsson: ENDAL0K LAPPA Það vissu allir að það varst ekki þú en þetta má ekki koma fyrir aftur. Eru menn ekki heillaðir af „nú- tíma ljóðinu“? íhugið snilldina! Er ekki von að blessaður Þórður segi: „Þetta heimskulega blaður um hvort sé merkilegra...“ Getur Kennaraháskólinn verið þekktur fyrh- að setja samasem- merki á milli framangreindra óljóða og bundins máls? Hvers vegna steinþegir þjóðin yfir svona „trakteringum“? Ég skal viðurkenna að ég hef ekki keypt eða lesið umrædda Ijóðabók af heilsufarsá- stæðum. Nenni ekki að ergja mig á slíkum lestri. Hinn fjölhæfi lista- maður Hallgrímur Helgason hefir gefið út stóra kvæðabók, þar sem hann hagnýtir ljóðhefðina og allt ætl- ar vitlaust að verða í hópi „menningarvit- anna“. Hann segir réttilega að orðið ljóð sé merkingar- laust. Svo rækilega sé búið að mis- þyrma því. Þess vegna notar hann Ljóð Ef unga fólkið hefur ekki áhuga á ljóðum, segir Guðmundur Guð- mundarson, þá er það alvarlegt íhugunarefni. orðið „kvæði“ um sína ljóðagerð. Gerum okkur grein fyinr stað- reyndum: a) Ljóðlistin var allt fram að lýð- veldisstofnun bundin fagurfræðileg- um og listrænum viðmiðunum bund- ins máls. b) Islensk ljóðskáld, sem skorti bæði hagmælsku, andagift og lág- marks metnað, voru nefnd: bögubósar. c) Ljóðlist er og á að vera kröfu- hörð og það er hrein og klár skemmdarstarfsemi að ætla að end- urnýja hana með alþjóðlegri flatneskju. d) Lauslæti það, sem nú ríkir í Ijóðagerð, slævir málvitund æskunn- ar. Þegar ég spurði greindan ungling í menntaskóla, á hvaða Ijóðlist hann hefði mestar mætur, þá svai’aði hann strax: „Mín kynslóð hefir ekki áhuga á ljóðum.“ Þessi einkunnargjöf er alvarlegt íhugunarefni. Ó þér unglingafjöld, og íslands fullorðnu synir! Svona er feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá. (Jónas Hallgrímsson.) Gleðilegt nýár! Höfundur er ellilífeyrisþegi. Guðniundur Guðmundarson og aftur hefur iðnaðarráðuneytið til- kynnt um frestun á ákvörðun. Fyrst skyldi hún liggja fyrir í ársbyrjun, þá í maí, síðan var henni frestað fram í september og nú síðast til- kynnt að vart sé niðurstöðu að vænta fyrr en næsta sumar - eftir alþingiskosningar! Norsk Hydro litinn áhuga á Austurlandi Það lá í loftinu þegar í fyrravetur að áhugi Norsk Hydro á að fjárfesta í álbræðslu á Islandi á umræddu tímabili væri afar takmarkaður. Fyrirtækið hafði hins vegar eins og hliðstæðir fjölþjóðarisar áhuga á að fá innsýn í orkumál á íslandi til að eiga upplýsingar um virkjanakosti og aðrar aðstæður í handraðanum upp á seinni tíma. Raunverulegur áhugi Norsk Hydro á fjárfestingu á Austurlandi var frá upphafi lítill sem enginn. Þetta mátti að vísu ekki segja upphátt og voru iðnaðarráðu- neyti og markaðsskrifstofa MIL jafnóðum látin bera allar slíkar fregnir til baka. Austfirðingar skyldu trúa því og treysta að Fram- sóknarráðherrarnir færu ekki með neitt fleipur! Til að halda lífi í leikn- um var svo síðastliðið sumar efnt til könnunar á áhuga Austfirðinga á ál- bræðslu og stórvirkjun í tengslum við hana. Niðurstaðan leiddi i ljós það sem flestir vissu, að skoðanir á stóriðju í fjórðungnum væru afar skiptar en óvæntasta niðurstaðan var hins vegar sú að aðeins rúmur helmingur aðspurðra lagði áherslu á að virkjað yrði í fjórðungi. Óraunsæjar og skaðlegar hugmyndir Undirritaður hefm’ frá upphafí varað Austfirðinga við að taka alvar- lega yfirlýsingar Framsóknarforyst- unnar um risaálbræðslu Norsk Hydro á Reyðarfirði. Ég hef talið þær í senn óraunsæjar og andstæð- ar íslenskum hagsmunum. Þess ut- an rúmast þessi áform engan veginn innan alþjóðasamninga um loftslags- breytingar. Það er líka með öllu ábyrgðarlaust að ætla að veita Norðmönnum eða öðrum útlending- um ráðstöfunarrétt á stórum hluta af vatnsafli í landinu, orkulindum sem þjóðin getur þurft á að halda til framleiðslu á vistvænni orku í stað olíu þegar líður á næstu öld. Um- ræddar virkjanir eru afar umdeildar frá umhverfissjónarmiði og með byggingu þeirra myndu minnka til muna möguleikar á að ná sátt um umhverfisvernd á hálendinu. Bygg- Stóriðja Ég hef frá upphafi var- að Austfirðinga við því, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, að taka alvar- lega yfírlýsingar Fram- sóknarforystunnar um risaálbræðslu Norsk Hydro á Reyðarfirði. ing risaálbræðslu á Reyðarfirði er líka afar ófýsilegur kostur í félags- legu og byggðapólitísku samhengi og nettó-ávinningur af slíku fyi-ir- tæki fyrir fjórðunginn í meira lagi óviss. Blekkingaleiknuin þarf að linna Þeir bera mikla ábyrgð sem enn reyna að telja Austfirðingum trú um að framundan séu gífurleg umsvif við virkjunarframkvæmdh’ og byggingu álverksmiðju. Með því er verið að viðhalda væntingum sem ekki er innistæða fýrir. A meðan eru hug- myndir og frumkvæði um aðra at- vinnuuppbyggingu drepin í dróma. Meira að segja þingmenn Sjálfstæð- isflokksins á Austurlandi eru famir að ókyrrast vegna þessa máls. Bragð er að þá bamið finnur. Mál er komið að þessum blekkingaleik linni og stjórnvöld sýni þess í stað lit á að taka á hversdagslegum en raunveru- legum vanda og ójöfnuði sem Aust> firðingar búa við, meðal annars í verði á orku til húshitunar. Fyrirtæki í fjárhagskreppu Við allt þetta sjónarspil bætist það að rekstur Norsk Hydro hefur gengið afleitlega á þessu ári. Fyrir- tækið telur sig þurfa að bregðast við miklum taprekstri í olíuvinnslu og áburðarframleiðslu með samdrætti í fjárfestingum og rekstri. Á stjórn- fundi Norsk Hydro hinn 20. desem- ber var ákveðið að fara yfir öll fjár- festingaráform fyrirtækisins og Myklebust forstjóri þess útilokar ekki að grípa þurfi til uppsagna. í viðtali við Áfteriposten í Osló talaði hann einnig um verulegan samdrátt ^ ■ í fjárfestingum næstu árin frá því sem verið hafi á dagskrá. I þessu viðtali við forstjórann er ekki rætt um áliðnaðinn og Island ekki nefnt á nafn frekar en fyi’r á árinu. Verð á áli á heimsmarkaði er hins vegar af- ar lágt þessa stundina, meðal annars fullyrt að vanti 400 dali per tonn til að Norðurál í Hvalfirði nái endum saman. Það er kannski ekki undar- legt að Mr. Peterson sé að svipast um eftir kaupanda eins og flogið hefur fyi-ir. Ekki sýnist líklegt að blásið verði til fjárfestinga á Islandi af hálfu Norsk Hydro við þessar aðstæður. Um sparnaðarráðstafanir á að til- kynna á stjórnarfundi íyrirtækisins 15. febrúar næstkomandi. Ekki er “ þó útilokað að eitthvað verði gert til að gleðja þá Finn og Halldór. Við minnumst þess að Jón Sigurðsson fékk að skrifa undir sýndarsamn- inga við Atlantsál um Keilisnes- bræðslu fyrir kosningamar 1991. Það þarf ekki að tjalda miklu til svo gleðja megi íslenska ráðherra. Aðal- atriðið frá þein-a bæjardyrum er að áltjaldið falli ekki fyrir kosningarn- ar að vori. Höfundur er alþingismnður. £ . Heilsa fyrir þig Æfingabekkir Hreyfingar, Ármúla 24, sími 568 0677 Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og 15-20, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-18 * Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxluni eða handlcggjum? * Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? * Vantar þi; streymi o; Þá hentar okkar þér Reynslan hefur sýnt að erfi hentar ýel fólki á öllum ekki hefiir einhverja líkams- í langan tíma. Sjö æfingakerfið liðkar, kit og eykur blóð- ii til vöðvanna. Hver idar á góðri slökun. memnig 'öngnbraut, iga og tvo riuddbekki. Getur eldrafólk notið góðs afþessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Svala Haukdal „Ég hef stundað æfingabekkina meira og minna síðan 1989. Vegna þrálátra bakverkja og vökvasöfnunar átti ég erfitt með að stunda leikfimi. Síðan ég byrjaði hef ég verið laus við verki og ég fe alla þá hreyfingu og slökun sem ég þarf. Hjá Æfingabekkjum Hreyfingar fæ ég einnig einkaþjálfun, persónulegt viðmót og yndislegt umhverfi. Ég hvet allar þær konur sem geta, að kynna sér æfingakerf- ið, það er fyllilega þess virði.“ (fffrir kynningartimi Gleðilegt ár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.