Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um fram- tíðina „Þannig eru enn til menn sem treysta því að morgundagurinn hljóti ekki að verða nákvœmlega eins og dagurinn í dag. Þess- ir menn vonast eftir nýju lífi, að framtíðin beri í skauti sér annan og betri heim. „Hvílíkur trúarhiti! Hvílíkur hœfileiki til að vona!“ sagði skáldið. “ S Aþessu ári er hálf öld liðin frá því að breski rithöfundur- inn George Orwell, sendi frá sér skáld- söguna, Nítján hundruð áttatíu og fjögur (Nineteen Eighty-Fo- ur). Þetta var síðasta bók Orwells sem lést árið 1950 og sennilega sú kunnasta en að flestra mati stendur hún næst- síðustu bók hans, Dýrabænum (Animnl Farm, útg. 1945), nokk- uð að baki. Bókin er framtíðar- saga, eins og nafnið ber með sér, og lýsir ógnum alræðis. Sögusviðið er VIÐHORF eitt af fjórum Eftir Þröst lögreglun'kjum Helgason heimsins árið 1984. Aðal- söguhetjan, Winston Smith, er lágt settur flokksmeðlimur í einu þessara ríkja. Þrátt fyrir að þekkja takmarkanirnar sem stjómarfarið setur honum reyn- ir hann að leita sannleikans eftir öllum tiltækum leiðum. Hann á í ástarsambandi við konu sem einnig reynir að afla sér óopin- berrar þekkingar og eru þau bæði handtekin af hugsanalög- reglunni. Smith er fangelsaður. Þar er hann pyntaður og gengst undir stranga endurmenntun sem miðar að því að brjóta hann niður líkamlega og andlega, gera hann undirgefínn og af- huga frelsi og sjálfstæðri hugs- un. Eg las þessa bók fyrst árið 1984 og þó að heimfæra mætti ýmislegt úr henni upp á sam- tímann - að minnsta kosti á óbeinan eða táknrænan hátt - var þessi skáldaði heimur Orwells fyrst og fremst einhver óskilgreind framtíð í huga mín- um, sennilega einhversstaðar handan aldamótanna, árið tvö þúsund og eitthvað. Framtíðin var sem sé ekki enn komin, ekki frekar en hún hafði komið árið 1966 eins og H. G. Wells hafði spáð í bók sinni, The Shape of Things to Come, sem kom út ár- ið 1933. Og enn bíðum við framtíðar- innar. Ég er minntur á það á hverjurn degi þegar ég keyri um götur Reykjavíkur á Volkswagninum mínum því þó að bflar séu margir hverjir all- framúrstefnulegir í laginu þá svífa, enn sem komið er, engir þeirra í lausu lofti, hljóðlausir og ljósfráir. (Reyndar heitir bfll- inn minn fullu nafni Volkswagen Jetta og lýsir seinna nafnið sennilega framtíðardraumum hans, eða öllu heldur framleið- andans - það lýsir að minnsta kosti ekki aksturseiginleikum hans.) Hugmyndir okkar um fram- tíðina höfum við að nokkru leyti úr bókum og bíómyndum, úr svokölluðum vísindaskáldskap. Auk þess að sýna ýmis hugvits- samleg tæki og tól sem koma okkur spánskt fyrir sjónir er þessi skáldaða framtíðarmynd oftast nær dökk og köld. Heim- inum hefur hnignað, hann þjáist af herfilegum timburmönnum eftir tækni- og vísindafyllerí tuttugustu aldarinnar. Hefð- bundin mannleg gildi hafa gjaldfallið og er það oftast um- fjöllunarefnið með einum eða öðrum hætti, baráttan er á milli hins mannlega og hins ómann- lega, milli anda og efnis, manns og vélar. Oftast sigrar maðurinn þó að lokum, hið góða sigrar hið illa. En þrátt fyrir þessa dökku framtíðarmynd vísindaskáld- anna og eilífar heimsendaspár misviturra Biblíutúlkenda þá virðast bjartsýnismenn alltaf þrífast. Hinir bjartsýnu trúa því statt og stöðugt að okkur miði fram veginn þrátt fyrir sífellt meiri fátækt, meira hungur, fleiri stríð - á endanum mun allt verða gott, segja þeir. Þetta gætu verið leifar af hegelskri framfaratrú. Kannski að hinir bjartsýnu trúi að sagan sé eins og hver önnur líívera sem vex og þróast til aukinnar fullkomn- unnar - því hljóti þróunin að vera til einhvers altæks sann- leika, til æðri og betri heims. Bjartsýni af þessu tagi fáum við að heyra reglulega, til dæm- is í áramótaávörpum landsfeðr- anna. Þannig eru enn til menn sem treysta því að morgundag- urinn hljóti ekki að verða ná- kvæmlega eins og dagurinn í dag. Þessir menn vonast eftir nýju lífi, að framtíðin beri í skauti sér annan og betri heim. .Hvílíkur trúarhiti! Hvflíkur hæfileiki til að vona!“ sagði skáldið. Nútíminn hefur dregist of mikið á langinn, að mati sumra. Aðrir segja reyndar að honum sé þegar lokið og við lifum nú á tímaskeiði eftir-nútímans eða póstmódernismans. Aðrir hafa sagt að við lifðum á eftir-sögu- legum tímum, að við gætum í raun ekki lengur hugsað í hefð- bundnum sögulegum hugtökum og því væri ekki lengur nein fortíð, enginn nútími og engin framtíð. Og hvert stefnum við þá eig- inlega? Sumir tala um póst-póst- módemisma. Héðan í frá verð- um við sem sé alltaf „á eftir“. Og framtíðin kemur aldrei. Henni verður skotið á frest í hið óendanlega. Öðram verður tíðrætt um hringrás og vitna í Predikarann: „Ekkert er nýtt undir sólinni." Enn aðrir slá öllu upp í kæra- leysi og hafa eftir Matteusi úr sömu bók: „Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sín- ar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning." Sjálfur heyri ég enn rödd Orwells einhvers staðar bakatil í minninu: „Langi þig til að sjá mynd af framtíðinni, þá skaltu hugsa þér, að troðið sé með skó á mannlegri ásjónu - um alla framtíð." Framtíðin má bíða mín vegna. Ljósmynd: Jóhannes Long FRA sundlauginni á Reykjalundi. Heilsuefling REYKJALUNDUR er stærsta endurhæf- ingarstofnun landsins. Upphaflega var hann byggður upp fyrir at- orku berklasjúklinga, fyrst og fremst til at- vinnuendurhæfingar þeirra. Þegar ekki var lengur sama þörf fyrir Reykjalund í þágu berklasjúklinga breytt- ist hann í alhliða end- urhæfingarstofnun. Mikil þróun hefur átt sér stað hin seinni ár við endurhæfingu fólks með ýmsa sjúk- dóma. Starfsfólk Reykjalundar hefur unnið mark- visst að því að kynna sér þessa þró- un og bæta starfsemina og með- ferðarframboð. Fyrir nokkra hófst skipulögð hópmeðferð fyrir parkinsonsjúk- linga. Yfirskrift hennar er „Heilsu- efling íyrir fólk með parkinson- veiki“. Parkmsonveikin hijáir um 400-500 Islendinga. Helstu einkenni sjúkdómsins era stirðleiki, skjálfti, tregða í hreyfingum og óstöðugleiki í uppréttri stöðu og við gang. Markmið heilsueflingarinnar er að viðhalda hreyfifæmi og sjálfs- bjargargetu einstaklinga með þenn- an sjúkdóm, stuðla að jafnvægi í daglegu lífi og betri heilsu. Hreyfi- þjálfun heilsueflingar er í formi hópæfinga og skipa æfingar í vatni stóran sess. í æf- ingartímum er lögð áhersla á liðkun, vöðvateygjur, göngu- æfingar, slökun og unnið er gegn rangri líkamsstöðu. Lögð er áhersla á að fólk með parkin- sonveiki viðhaldi sinni sjálfsbjargargetu og stundi störf og tóm- stundaiðju að því marki sem það er fært um og hefur löngun til. Markvisst er unnið að því að efla færni við iðju og ná jafnvægi milli virkni og hvíldar í daglegu lífi. I því sambandi er mik- ilvægt að fólk nýti sínar sterku hliðar til að lifa sjálfstæðu og inni- haldsríku lífi. Tal- og radderfiðleik- ar af ýmsum toga geta fylgt park- insonveiki og í heilsueflingunni er mikil áhersla lögð á að styrkja röddina. Markviss raddþjálfun hef- ur gefið mjög góða raun fyrir þá sem eru með þennan sjúkdóm. Parkinsonveikin getur leitt til kyngingartregðu og er veitt fræðsla og ráðgjöf þar að lútandi. Það er flestum mikið áfall að fá langvinnan sjúkdóm og getur mikil vinna fylgt því að takast á við þær Hjördís Jónsdóttir breytingar sem geta komið í kjöl- farið. Rætt er um hvernig hægt er að takast á við þetta með jákvæðu hugarfari og með því að taka lífs- mat og gildi til endurskoðunar. Fyi-irlestrar era fluttir um fjöl- mörg atriði er miða að því að auð- velda fólki, sem er haldið langvinn- um sjúkdómum, að ná betri stjórn og fá betri skilning á aðstæðum með það að markmiði að auka lífs- gæði. Meðal þeirra atriða sem fjall- að er um hjá þessum sjúklingahópi er sjúkdómurinn og einkenni hans, lyfjagjöf og ýmis vandamál sem tengjast því að vera með parkin- sonveiki. Einnig er veitt fræðsla og ráðgjöf um hæringu og ráðlegging- ar um mataræði. Öll þjálfun og fræðsla fer fram í hópum þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar að leiðarljósi. Hef- ur þetta meðferðarform þá kosti helsta að tíminn nýtist vel, hóp- vinnan hefur hvetjandi áhrif á þátt- takendur og þeir kynnast vel og styðja hvern annan. Það sem fjall- að er um og æft hverju sinni mið- ast við að allir geti nýtt sér þjálfun- Endurhæfing Það er flestum mikið áfall að fá langvinnan sjúkdóm, segir Hjördfs Jónsdóttir, og getur mikil vinna fylgt því að takast á við þær breyt- ingar, sem geta komið í kjölfarið. ina og fræðsluna sem best eftir að heim er komið. I októbermánuði _ síðastliðnum var landssöfnun á Islandi undir merkinu „Sigur lífsins“. Tilgangur hennar var að efla endurhæfingar- aðstöðuna á Reykjalundi með byggingu sundlaugar og þjálfunar- salar. Þjóðin sýndi þá mikinn stuðning í verki og erum við starfs- menn Reykjalundar henni mjög þakklát. En betur má ef duga skal og viljum við því nú um áramótin minna þjóðina á happdrætti SÍBS sem í gegnum árin hefur verið að- alundirstaðan að þeirri miklu upp- byggingu sem átt hefur sér stað á Reykjalundi. Höfundur er læknir á Reykjolundi og formuður parkinsonsteymisins þar. Hvar eru hugsj ónirnar? ÞAÐ er auðvelt fyrir ungt fólk að taka ást- fóstri við hugmyndina um frelsi einstaklings- ins. Öll rök hníga að þeirri niðurstöðu að fólk eigi að fá að gera það sem það vill, svo lengi sem aðrir bíði ekki skaða af. Frelsi hefur orðið mannkyn- inu til meiri hagsbóta en nokkurt annað kerfi; hinn frjálsi markaður hefur bætt lífskjör hinna fátækustu meira en öll velferðarkerfi sögunnar (þ.m.t. sov- éska ríkið) til samans. Þar að auki hafa hinir ríkari orðið ennþá ríkari. Þeir sem mótmæla þessu eru bara að pissa upp í vind- inn. En það er ekki alltaf auðvelt fyrir sama unga fólkið að vera í Sjálf- stæðisflokknum. Sem þó er talinn vera frjálslyndasti flokkurinn. Hvers vegna? Jú, vegna þess að for- ystumenn flokksins virðast oft hafa gleymt hugsjónum sínum. Hvernig er hægt að taka menn alvarlega, sem segja á hátíðisstundum að pen- ingar séu betur komnir í höndum einstaklinga en misviturra stjórn- málamanna, en ráðast svo í gríðar- legar ríkisframkvæmdir þegar kosningar nálgast? Tónlistarhús fyrir fjóra milljarða? Fimm aðrar menningarmiðstöðvar á landsbyggðinni? Þeir eru miklir menn, gjaf- mildir á annaiTa fé. Sannleikurinn er sá að forystumenn flokks- ins eru orðnir þau steinrannu ríkiströll sem þeir gagnrýndu á árum áður, þegar þeir töluðu fjálglega um frelsi einstaklingsins. Einu sinni var slagorð- ið „Báknið burt“. Nú virðist meginviðfangs- efnið vera „Höldum bákninu gangandi“. Þótt frelsi hafi e.t.v. aukist á sumum sviðum á síð- ustu árum, hafa mörg svið orðið út- undan. Af hverju er ekki búið að einkavæða Ríkisútvarpið? Af hverju eru vemdai-tollar á grænmeti? Af hverju er ríkið með einkasölu^ á áfengi? Eru ennþá miðaldir á ís- landi? Ríkisstjórnin stærir sig af því að lækka skuldir ríkisins um 30 milljarða á þessu og næsta ári. Eina forsenda þess er stórauknar skatt- tekjur. Útgjöld ríkisins hafa ekkert dregist saman. Efnahagsumhverfi okkar hefur verið hagstæðara en nokkru sinni fyrr; verð á sjávaraf- urðum hefur sjaldan verið hærra. Markaðsfrelsi Sannleikurinn er sá, segir Ivar Páll Jóns- son, að forystumenn flokksins eru orðnir þau steinrunnu ríkis- tröll sem þeir gagn- rýndu á árum áður. Kannski er til of mikils ætlast þegar farið er fram á að hægri stjórnmálamenn fylgi hugsjónum sínum. Pólitík er jú pólitík og eðli stjórnmálamanna er að yfirbjóða hver annan á atkvæðaveiðum. Mestu skiptir að halda völdum, hnika sumu í frjálsræðisátt en halda bákninu að öðru leyti gangandi. Eða hvað? Getur verið að sá sem hvikar ekki frá hugsjónum sínum sé heilli maður en hinn sem það gerir? Sá sem er sjálfum sér trár hefur ekk- ert óhreint mjöl í pokahominu. Hann stendur og fellur með hug- sjónum sínum. Hann þarf ekki að verja það sem hann er ósammála á hátíðarstundum. Hann á sálu sína, þótt atkvæðin séu ekki vís. Höfundur er stjórnarnmður í Heimdalli, f.u.s. ívar Páll Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.