Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ í FYRRI greinum gerði ég grein fyrir skoðunum mínum á meðferð forstjóra Barnaverndarstofu á faraldsfræðilegum upplýsingum er varða áfengis- og_ vímuefna- vanda á Islandi og einnig sagði ég frá far- aldsfræðilegum þáttum ' er varða áfengis- og vímuefnafíkn, þróun vandamálsins og hvað einkenndi góða með- ferð. Samkvæmt ákvæðum laga um vernd barna og ung- menna skal félagsmála- ráðuneytið sjá til þess að til staðar séu sérhæfð heimili og stofnanir þar sem fram fari sér- hæfð meðferð þegar önnur ún-æði barnaverndarnefnda hafí ekki kom- ið að gagni og skal Barnaverndar- stofa hafa yfírumsjón eða umsjón og eftirlit með þeim. I lögunum eru tiltekin dæmi um hlutverk þeirra ^og varða þau börn og ungmenni með vímuefnavanda, meinta af- brotahegðun og alvarlega hegðun- arerfíðleika án þess þó að þeir séu nánar skilgreindir né heldur er það skilgreint hvað sé meint með „sér- hæfðu heimili" og „sérhæfðri með- ferð“. Með hliðsjón af faraldsfræði- legum staðreyndum, bæði þeim sem raktar hafa verið hér á undan og svo öðrum, ætti það að vera ljóst mál að stór hluti þeirra ein- staklinga sem vistast undir yfírumsjón og eftirliti Barnaverndar- stofu á við geðrænan vanda að stríða. Með öðrum orðum: Hér eru læknisfræðileg geð- ræn vandamál á ferð. Þessi vandi hefur oft verið vanræktur og skortir þá oft grein- ingu og viðeigandi meðferð. Barnavernd- arstofa er á engan hátt, eins og nú stend- ur, fær að veita „sér- hæfða meðferð" að því er varðar læknisfræðilega meðferð. I skjóli áðurnefndra laga rekur Barnaverndarstofa „sérhæfð heim- ili og stofnanir og veitir sérhæfða meðferð". Það er í raun merkilegt að þessi hópur einstaklinga skuli eiga skjól sitt undir ábyrgð félags- málayfivalda þegar ljóst er að heilsuvandi þeirra er mikill og ríkj- andi. Hér er um mjög alvarlega tímaskekkju að ræða. Það er því við hæfi að spyrja: Hver er sú sér- hæfða meðferð sem veitt er? Og einnig verður að spyrja hvort Barnaverndarstofa sé í stakk búin til þess að sinna þessu verkefni. Hefur Barnaverndarstofa á að skipa þeirri breiðu fylkingu sér- fræðinga, lækna sem annarra, sem þarf til að sinna verkefninu? Spurn- ingin er tímabær því mér er tjáð af velvildarmönnum Barnaverndar- stofu, að það sé opinbert leyndar- mál, að stóri vandi stofnunarinnar hafi verið og sé enn skortur á sér- hæfðu starfsfólki. Barnaverndar- stofa getur e.t.v. best sjálf upplýst hvort þetta eigi við rök að styðjast, t.d. með því að upplýsa um fjölda, menntun og starfsreynslu stai'fs- manna m.t.t. að takast á við geðræn vandamál ungmenna. Þær upplýs- ingar verður að skoða í ljósi far- aldsfræðilegrar þekkingar á áfeng- is- og vímuefnavanda. Menntunarkröfur eins og þær koma fram í auglýsingum stofnun- arinnar eftir starfsfólki, þar sem óskað hefur verið eftir iðnaðar- mönnum eða tamningamönnum, hafa á sinn einfalda hátt gefið í skyn hver hafi verið og sé vandi stofnunarinnar í þessum efnum nema þá að um stefnumótun sé að ræða. Mig rennir í gnm að margir bíði svara Barnaverndarstofu. Hvert skal stefna? I ljósi þess sem hér hefur verið rakið, og í fyrri greinum, sýnist mér að BarnaveiTidarstofa rísi ekki und- ir því gífurlega stóra verkefni sem henni var fengið með lögum um vernd bama og ungmenna. Þar er tilgreint að stofnunin skuli sinna verkefnum sem eru augljóslega læknisfræðileg í eðli sínu að stórum hluta og ættu að heyra undir heil- brigðisráðuneytið. Það veldur mér áhyggjum að forstöðumaður Barna- verndarstofu skuli þverskallast við og berja höfðinu í steininn og viður- kenni ekki tölulegar staðreyndir sem lýsa stórum vanda eins og kom berlega fram í ritdeilum hans og Péturs Tyrfíngssonar fyrh- skemmstu. Hann berst um á hæl og hnakka og reynir að gera vel ígrundað mat annarra tortryggilegt. Málflutning hans lít ég á sem tilraun Áfengi og vímuefni Hefur Barnaverndar- stofa á að skipa þeirri breiðu fylkingu sér- fræðinga, lækna sem annarra, spyr Páll Tryggvason í síðustu grein sinni af þremur, sem þarf til að sinna verkefninu? hans til að réttlæta einangraðan til- verurétt stofnunar sinnar í stað þess að skynja hana sem hluta af órofa heild að leita eftir samstai-fi við aðra er málið varðar og geta lagt hönd á plóg. Frumkvæðisskylda Barna- verndarstofu er mikil og meiri en annarra vegna þess lagaumboðs sem hún starfar í. A bak við hverja einstaka tölu í því talnamengi sem til umræðu hef- ur verið og varðar fjölda áfengis- og vímuefnasjúklinga og var getið í fyrri greinum, er hold og blóð, sorgir og slokknaðir draumar og væntingar er varða heilt líf. Þar eru einstaklings- og fjölskylduharm- leikir svo hiyllilegir að þeir sem í nánu sambandi vinna að málefnum þeirra sem þjást eru merktir. Það er þó lítið miðað við þá er þjáning- una bera. Það veldur mér áhyggjum að heilbrigðisráðuneytið hefur um langan tíma ekki blandað sér í mál- efnalegar umræður um þennan vanda né gripið til aðgerða þrátt fyrir þann heilsuvanda sem um er að ræða og heilsuvá þá sem er fyrir dyrum. Það hefur einnig valdið mér áhyggjum að landlæknisembættið hefur hingað til ekki beitt sér af þeim þunga sem það ætti að geta gert. Eg hvet þá nú til verka. Akvörðun um byggingu meðferðar- stöðvar fyrir ungmenni er vonandi merki um breytt viðhorf. Þar þarf þó með einum eða öðrum hætti að tryggja geðlæknisfræðilega skoðun í samræmi við þroska og eðli vandamálsins. Með grettistaki þarf að koma á fót eðlilegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og samvinnu ráða- manna á sviði heilbrigðis-, mennta- og félagsmála svo og starfsmanna og stofnana er málið varðar. I ljósi faraldsfræðilegra staðreynda og stöðu mála í dag tel ég að ekki komi annað til greina en að heilbrigðis- ráðherra og landlæknisembættið láti sig málið varða og í samvinnu við félagsmálaráðherra taki a.m.k. hluta af umboði Bamaverndarstofu frá stofnuninni og færi þann hlut sem tilheyrir heilsugæslu undir heil- brigðismálaráðuneytið þar sem hann á réttilega heima. Höfunclur er formaður Barnageðlæknafélags Islands. ________________UMRÆÐAN Staða meðferðarmála á Islandi í dag pán Tryggvason • Auður og auðlindir í FYRRI grein minni gat ég um al- menn viðhorf í vest- rænum iðnríkjum til auðlindanýtingar og umhverfismála. Eg minnti á ítölukerfið sem lýst er í Grágás frá 12. öld og var kvótakerfi. Þá rakti ég í stuttu máli sögu fisk- veiðistýringar frá 1950. Eg lagði áherslu á að við hefðum náð miklum og merkileg- um árangri en að lengi má gott bæta. Megin- gallinn á kerfinu í nú- verandi mynd er einkaeign kvótans. Ég benti í greinarlok á að kvóti sem er falur verður óeðlilega dýr í þessu kerfi. Smábátaeigendur verða fyrir barðinu á þessu og eru ýmist kok- gleyptir af þeim stóru eða þurfa að taka þátt í ójöfnum leik til að afla sér veiðiheimilda. Orkan, mengunin og smábátarnir Náttúrlegir kostir smábátaútgerðarinn- ar fá þannig ekki að njóta sín sem skyldi. Fiskur sem dreginn er á línu eða handfæi'i nálægt heimahöfn kostar yfirleitt miklu minni orku en fískur sem aflað er með orkufrekri togveiði fjarri heimaslóð. Þetta á eftir að segja til sín í buddu þjóðarheildarinnar þegar óhjákvæmileg þurrð á ódýrri olíu fer að birtast í nýjum olíukreppum og hækkandi olíuverði. Hitt er líka á næsta leiti að menn fara að innheimta losunargjöld Þorsteinn Vilhjáimsson • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 * vegna gróðurhúsaáhrifa frá koltví- sýringi sem myndast þegar við not- um kolefnisríkt eldsneyti eins og kol, olíu eða bensín. Slík gjöld verka einnig til samkeppnishæfni smábáta í samanburði við togveiði- skipin. Þjóðarheildin finnur fyrir þessum hliðum útgerðarinnar þeg- ar koltvísýringslosunin dregur úr möguleikum okkar til virkjana og stóriðju eins og nú er að gerast. En þegar olían verður bæði dýr og ófýsileg munu Islendingar hrósa happi ef þeir eiga enn heil- brigða smábátaútgerð sem skilar góðu hráefni með litlum elds- neytiskostnaði og án verulegra umhverfisspjalla. Þá verður eins gott að gróft kvótakerfi með fram- seljanlegri aflahlutdeild á okur- verði í einkaeign stórfyrirtækja hafi ekki gengið af trillukörlunum dauðum. Gegn því getum við unnið til dæmis með kerfi sem stuðlar að hóflegu verði á veiðiheimildum þannig að smábátaeigendur nái vopnum sínum í samkeppninni við stærri skip. Aðför að landsbyggðinni? Sumir virðast telja að kvótakerf- ið í núverandi mynd tryggi hags- muni landsbyggðarinnar og því megi engu hagga í kerfinu. En þeir einstaklingar sem fengu kvótann gefins á níunda áratugnum eldast og þreytast eins og aðrir menn og að því kemur að þeir eða afkomend- ur þeirra verða afhuga þessari at- vinnugi'ein. Þeir selja þá þessa „eign“ sína ásamt sjálfum fram- leiðslutækjunum. Ymsir þeirra flytja þá fjölskyldu sína og neyslu á malbikið á Reykjavíkursvæðinu. Gott ef þetta er ekki þegar farið að gerast. Hvað situr þá eftir á lands- byggðinni af þeirri eign sem þjóðfé- lagið færði kvótakóngunum á silf- urfati? Það er vissulega vert að huga að þróun byggðar í landinu um þessar mundir. En einmitt af því að sjáv- arútvegur er helsti undirstöðuat- vinnuvegur landsbyggðarinnar á hún mest undir því að vandað sé til leikreglna um þennan atvinnuveg, og þær tryggi bæði hagkvæmni, jafnræði og sátt. Hvað er til ráða? Þær raddir heyrast einnig að engar tillögur séu uppi um það, hvernig eigi að þróa kvótakerfið áfram. Hefur þó umræðan um ein- hvers konar auðlindagjald, auð- lindaleigu eða uppboð á vegum rík- isins staðið linnulaust í tvo áratugi eða svo. Ein hugmyndin er sú að sérhver íslenskur þegn eignist til- tekna aflahlutdeild sem einhvers konar verðbréf er menn geti síðan selt á markaði. Þessi hugmynd er Fiskveiðistjórnun Smábátaútgerð hefur náttúrlega kosti vegna minni olíunotkunar og minni mengunar, segir Þorsteinn Vilhjálms- son í síðari grein sinni. Hún mundi ná þessum vopnum sínum betur í kerfí þar sem greitt væri fyrir allan kvóta en verð á tonni yrði miklu lægra. aðlaðandi að ýmsu leyti. Hins vegar gæti orðið erfitt að skilgreina hverjir ættu að taka við slíkum bréfum, einkum vegna flutninga til og frá landinu. Um það kynnu að rísa nýjar deilur. Hitt er einfaldara að ríkisvaldið bjóði aflaheimildir upp á almennum markaði og tekjur af því renni til lækkunar á sköttum. Hluta tekn- anna mætti einnig nota til þess að slípa vankanta sem kynnu að koma í ljós. Ef kerfið teldist til dæmis ógna byggð á tilteknum stöðum mætti nota tekjur af kvótanum til þess að bæta úr því ef menn vildu. Slíkt þarf ekki að stangast á við kröfur um jafnræði. Hagkvæmni smábátaútgerðar gæti einnig feng- ið að njóta sín í slíku kerfi vegna þess að falur kvóti yrði væntanlega á hóflegu verði. Viðbrögðin við dómi Hæstaréttar hafa verið forvitnileg frá sjónarmiði hugmyndasögu og stjórnmálasögu. Núverandi stjórnarflokkar virðast ætla að taka þá stefnu að verja með kjafti og klóm það kerfi sem ríkir einmitt núna, á þessu þróunarstigi, þótt þeir séu engan veginn einir um ábyrgðina á því. Ef þessi stefna stöðvunarinnar verður ofan á hjá þessum flokkum eru það nokkur tíðindi í stjórnmálasögunni því að flokkspólitíska mynstrið kringum fiskveiðistýringuna verður þá miklu skýi-ara en það hefur yfirleitt verið fram að þessu. Sumir hafa málað þann ski'atta utan á vegg Hæstaréttar að dómur- inn setji allt í uppnám á svipstundu. En ef dómurinn er lesinn vandlega sést að hann kallar alls ekki á neitt fum. Þar eru fyrst og fremst gerðar athugasemdir við það að ótíma- bundin lög, sem ætlað er að standa um ófyrirsjáanlega framtíð, skuli stangast á við jafnræðiski'öfur. Hins vegar er einmitt ekki gerð at- hugasemd við það að tímabundnu lögunum sem giltu frá 1983-1990 kunni að hafa verið ábótavant að þessu leyti. Því er engin ástæða til að ætla að Hæstiréttur mundi ef á reyndi hafa neitt við það að athuga að menn tækju sér bæði tíma til vandaðrar lagasmíðar og gerðu síð- an lögin þannig úr garði að jafn- ræðismarkmiðum þeiiTa yrði ekki náð fyrr en eftir hæfílegan aðlögun- artíma. Að lokum vil ég leggja áherslu á að íslenska þjóðin, fiskifræðingar hennar og stjórnmálamenn í ríkis- stjórnum og á Alþingi hafa þegar náð merkilegum árangri í stýi’ingu fiskveiða við landið og nýtingu fiskistofna, en lengi má gott bæta. Við væntum þess af forystumönn- um okkar í öllum flokkum að þeir hrökkvi ekki upp af standinum þó á móti blási, heldur haldi ró sinni og leggi sig fram um að þróa löggjöf- ina enn frekar þannig að hún verki áfram til réttlætis og jafnræðis, hagkvæmni og hagi’æðingar, og um hana verði góð sátt með þjóðinni Höfundur er prófessor í eðlisfræði og vfsindasögu við Háskóla íslands. Netfang hans er thv(a>hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.