Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ JÓN BJARNASON + Jón Bjarnason fæddist í Reykjavík 20. júní 1924. Hann lést að heimili sínu aðfara- nótt 2. janúar. For- eldrar Jóns voru Bjarni Sigtryggur Jónsson (Bjarni í Hamri), fæddur að Asi, Rípurhreppi í Skagafírði, 28. des- ember 1890, d. 12. _ apríl 1969, og kona * hans Ragnhildur Einarsdóttir, fædd að Norður-Vík í Mýrdal 9. febrúar 1893, d. 3. ágúst 1973. Systkini Jóns voru fimm, Björgvin, f. 15. október 1916. Einar, f. 26. september 1918, d. 12. mars 1993. Ragnar, f. 13. júní 1920. Fjóla Valdís, f. 23. des- ember 1922, og Hólmfríður Sig- ríður, f. 19. maf 1928. Eftirlifandi kona Jóns er Sól- veig Maríusdóttir, f. 7. jiílí 1916. Fyrri kona Jóns var Asthildur Guðmundsdóttir, f. 1. júlí 1928, og áttu þau tvo syni, Bjarna, f. 31. maí 1946, og Einar Gunnar, f. 4. júní 1950, d. 15. aprfl 1993. Fyrir hjónaband átti Jón Matt- hildi, f. 2. janúar 1946, með Vil- Nonni er dáinn, en svo var Jón Bjarnason faðir og tengdafaðir okkar nefndur af sínum nánustu. Pabbi, þú lifðir tímana tvenna uppalinn við höfnina í Reykjavík á kreppuárunum en fórst að dveljast i Kópavoginum á stríðstímanum en bjóst ýmist í Reykjavík eða Kópa- vogi þar sem þið Veiga byggðuð ýkkur á Hlíðarveginum í Kópavogi á seinni hluta sjötta áratugarins íbúðina sem entist þér til dauða- dags og er hún þér til sóma. Það er erfítt að rekja nákvæmlega þitt lífshlaup svo fjölbreytt var það og ég ekki í svo nánum kynnum við þig fyrr en eftir 1960. Þú varst maður athafna, má með sanni segja, einstaklega léku tæki og tól í höndum þér, takkar og stillingar og hefur það ekki þótt ónýtur eig- inleiki þegar vélar og tæki voru að ryðja sér til rúms eftir stríð og ekki hefur skemmt fyrir að þú varst nákvæmur og snyrtimenni sem lagfærði það sem aflaga fór borgu Torfadóttur, og síðar Guðnýju Olöfu, f. 14. janúar 1953 með Hall- l)jörgu Guðmunds- dóttur. Jón nam rafvirkj- un á yngri árum og fór í því sambandi til Englands og var þar um tíma vegna námsins. Á þessum tíma var Jón starfs- maður Rafmagns- veitu Reykjavíkur, en eftir þetta var hann gjarnan nefnd- ur Jón rafvirki manna á meðal. Síðan fór Jón til sjós, var hann vélsljóri á Foldinni í siglingum víða um heim, rafm.maður á Heklunni, vélstjóri á Lagarfossi, einnig vélstjóri og kokkur á nokkrum togurum og smærri fískiskipum, inn á milli og seinna vann Jón á nokkrum bifreiða- verkstæðum og þá oftast við raf- magn. Síðustu ár starfsævi sinn- ar var Jón starfsleiðbeinandi á starfsþjálfunarstaðnum Orva. Jón var mjög fjölhæfur og tæknilega sinnaður. títför Jóns fer fram frá Digra- neskii'kju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. strax. Og svo varst þú afbragðs kokkur, það undirstrikaðir þú rækilega þegar þú bauðst fjöl- skyldu okkar í mat á gamlárs- kvöld. Ekki hefurðu staðið þig lakar í umönnun Veigu síðan hún fékk áfallið í sumar. Það var erfiður tími en þú stóðst þig vel. Við hjón- in minnumst þín með þakklæti fyr- ir þá mörgu greiða sem þú gerðir okkur allt frá því að vera ábyrgð- armaður á víxlum þegar við vorum að byggja okkar fyrsta hús í Gr- indavík sem við fluttum í 1970 með Nonna og Gerði til lagfæringa á smátækjum og tólum, sendiferðum og skutltúrum. Ég vona að þú fyr- irgefir mér þó að ég hafi ekki alltaf sinnt þínum ábendingum strax um það sem betur mátti fara, en þér lá dálítið mikið á stundum eins og þegar þú fórst frá okkur yfir móð- una miklu. En alltaf fylgdist þú með því sem þitt fólk var að gera. Megi góður guð styrkja Veigu í MÁLFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR + Málfríður Óskarsdóttir fæddist í Klömbrum, Aðaldal í S-Þingeyj- arsýslu 19. janúar 1923. Hún andaðist 3. janúar síðastlið- inn á Landspítalan- um. Foreldrar henn- ar voru Hildur Bald- vinsdóttir, f. 21. júní 1892, d. 22. janúar 1948, og Óskar Jónsson, f. 21. nóv- ember 1892, d. 12. ágúst 1969. Systkini hennar: Hulda, f. 9.11. 1915, lést í barnæsku; Dag- ur, f. 14.4. 1917; Heiðbjört, f. 4.2. 1919, látin; Baldvin, f. 10.2.1921; Jón f. 20.9. 1924; Hreinn, f. 26.2. 1927, látinn; Haukur, f. 25.11. 1928, og Sigurpáil, f. 19.2.1931. Hinn 1. mars 1964 giftist Mál- fríður Magnúsi Gunnarssyni, f. 22. aprfl 1930. Frá árinu 1987 hafa þau ekki búið saman. Böm Málfríðar: 1) Svanhildur Áma- dóttir, f. 11.1. 1956. Maki hennar er Hilmar Jóhannsson, f. 5.2. 1943, þeirra böm Hilmar Daði, f. 18.12. 1980, Andri Freyr, f. 26.4. 1983, og Jóhann Rafn, f. 15.3. 1988. 2) Har- aldur Magnússon, f. 4.8. 1964, maki hans er Ingibjörg Ingólfs- dóttir, f. 3.12. 1965, börn þeirra eru Árni Gunnar, f. 18.11. 1983, Silja, f. 27.10. 1989, og Signý, f. 28.8.1993. Eftir að Málfríður flutti að norðan bjó hún í Mosfellsbæ og Reykjavík. Hún vann í mörg ár á Reykjalundi jafnframt því sem hún sinnti mörgum öðmm störf- um, s.s. aðhlynningu barna og ráðskonustörfum. títför Málfríðar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku amma Malla, við söknum þín en vitum að núna getur þú gengið og hlaupið um allt án þess að nota stafinn þinn. Okkur fannst svo aman að koma til þín í Sigtúnið, að var gaman að leika með stein- ana og skeljarnar, gullvagninn sem Dagur gaf þér, rauðu dúkkuna, klappa Mola, skoða allt gamla dótið sem pabbi átti þegar hann var lítill, ganga við stafinn þinn, fá snakk og nammi, labba með þér út í Blómaval MINNINGAR hennar erfiðleikum og missi. Pabbi minn og tengdapabbi, þín mun verða sárt saknað. Bjarni og Elín. Elsku afi okkar. Nú ert þú dá- inn. Þú fórst svo snöggt frá okkur. Þú bauðst okkur í mat á gamlárs- kvöld og áttum við yndislegar stundir með þér. Þú varst alltaf svo snyrtilegur og fínn og allt í kringum þig, ef eitthvað bilaði þá gerðir þú við það strax. Þú varðst fyrir svo miklu áfalli í sumar þegar elsku amma okkar veiktist snögg- lega. Þið voruð svo samrýnd, gerð- uð allt saman, hvort sem þið voruð að elda mat, fóruð í ferðalög, göngutúra eða í veiði, en þér þótti svo gaman að veiða. Þú varst svo duglegur að fara til ömmu á hverjum degi og stundum tvisvar, alltaf að gera eitthvað fyr- ir hana. Hún hefur misst mikið. Afi var trúaður, talaði um Jesú Krist og sagði okkur að biðja Jesú Krist um að hjálpa okkur þegar eitthvað bjátaði á. Afi fór með ritn- ingarlestur fyrir okkur á gamlárs- kvöld. Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til fóðurins nema fyrir þig. Amen. Elsku afi. Þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Jóna Björk, Sólborg Ösp. Allt líf sem við þekkjum á jörðu hefur afmarkaðan tíma. En þrátt fyrir þá vitneskju, er eins og við mennirnir séum aldrei viðbúnir þegar ættingjar og vinir eru hrifn- ir á brott. Dagurinn í gær og dag- urinn á morgun geta verið mjög ólíkir. Á augabragði skipast veður í lofti og þannig var það síðastlið- inn laugardag þegar góður frændi okkar og vinur, Jón Bjarnason, var kallaður burt. Hann sem var svo stór hlekkur í fjölskyldunni er ekki lengur meðal okkar. Enginn ræður sínum næturstað en ekkert okkar átti von á því að Jón færi svo fljótt frá okkur. Hann virtist alltaf svo frískur og duglegur. Hann hafði, að okkur fannst, óþrjótandi orku sem hann sýndi svo vel í erfíðum veikindum elskulegrar eiginkonu sinnar Sólveigar Maríusdóttur, sem sér nú á bak manni sínum. Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með umhyggju hans, þeirri væntumþykju, ást og virð- ingu sem hann bar til konu sinnar, til að skoða allt dótið þar, fara með þér í bíltúr niður að tjörn og margt, margt fleira. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónss. frá Presthólum) Vertu bless elsku amma. Árni Gunnar, Silja og Signý. Malla amma var alltaf til taks fyrir okkur bræðurna. Hún var alltaf til staðar og alltaf bað hún okkur að heimsækja sig í Sigtúnið. Hún var fyrirtaks persóna og hlý- leg, hún var aldrei reið eða fúl ef við gerðum eitthvað af okkur. Þeg- ar hún veiktist var það okkur mikið áfall og hún var mjög veikburða en við hjálpuðum henni með því að fara út í búð fyrir hana eða bara vera hjá henni og spila. En enda- lokin komu og hjá því verður ekki komist. Því kveðjum við með mikl- um söknuði okkar ástkæru ömmu, hana Möllu. Daði og Jóhann Rafn. Það eru nú liðin 35 ár síðan ég kynntist Málfríði, mörg ár en flogin hjá eins og örskotsstund. Þá tók hún saman við Magnús, bróður minn, og þau giftu sig nokkru síðar. Málfríður, mágkona mín. Persónueinkenni hennar voru skapfesta, þolgæði, umburðarlyndi, sem sýnir okkur svo vel hvern mann hann hafði að geyma. Jón fæddist í Reykjavík 20. júní 1924, sonur heiðurshjónanna Ragnhildar Einarsdóttur og Bjama Jónssonar yfirverkstjóra í Hamri hf. Hann var fimmti í röð sex systkina. Upp úr 1940 reisti fjölskyldan sér hús í Kópavogi sem varð sannkallaður sælureitur og hlaut nafnið Dvöl. Það á eflaust stóran þátt í því að öll systkini Jóns eru í dag búsett í Kópavogi. Jón og Sólveig bjuggu sér yndislegt heimili á Hlíðarveg- inum, sem einkennist af stakri smekkvísi, enda bæði hinir mestu fagurkerar og kemur það einnig glöggt fram í myndasafni þeirra hjóna, því myndavélin var aldrei langt undan á ferðalögum þeirra um landið. Jón var hvers manns hugljúfi, engan var betra að biðja, það var allt sjálfsagt. Hann var af- skaplega fjölhæfur maður, hand- laginn mjög og sérlega tæknisinn- aður. Hann var víðlesinn og því mjög gaman að ræða við hann um alla skapaða hluti. Það er skarð fyrir skildi en minning um góðan dreng verður varðveitt í hugum okkar. Með söknuð í hjarta viljum við systkin- in votta öllum ættingjum Jóns okkar dýpstu samúð. Genginn er drengur góður, Guð blessi minn- ingu hans. Ingibjörg, Bjarni, Kristín og Freyja. Kvatt hefur þennan heim Jón Bjamason (Nonni) móðurbróðir minn. Á þessu kalli átti enginn von. Hann sem var svo hress og frár á fæti, sérlega unglegur og hugsaði svo vel um Sólveigu sína, sem varð fyrir heilsubresti sl. sum- ar og hefur verið rúmfóst síðan. Nonni var næstyngstur 6 barna Bjarna Jónssonar, fynverandi verkstjóra í Hamri, og Ragnhildar Einarsdóttur. Hann var alinn upp í Hamarshúsinu við Tryggvagötu, þaðan sem hægt var að fylgjast með skipaferðum og annríki at- hafnalífsins við sjávarsíðuna. Nonni vann mikið til sjós en að- allega á farskipum bæði innan- lands og milli landa. Hann var sér- lega handlaginn við alla hluti, þó sérstaklega við allt sem sneri að rafmagni og vélum. Hann mennt- aði sig í rafmagnsfræðum erlendis fyrr á áram. Seinustu ár starfsævi sinnar starfaði hann sem starfs- leiðbeinandi í Örva. Þegar heimsstyi-jöldin síðari skall á fluttu foreldrar Jóns í Kópa- voginn þar sem þau höfðu komið sér upp sumarhúsi við Hlíðarveg- inn. Dvölin við sjávarsíðuna varð ekki eins friðsæl og áður eftir að landið var hernumið. Því fluttu þau með börnin í húsið sitt í Kópavogi. Þetta hús kölluðu þau Dvöl og eyddu þar seinni hluta ævi sinnar. Þegar Nonni hitti seinni konu sína, Sólveigu Maríusdóttur, hafði hann þegar eignast fjögur börn, Matthildi f. 1946, búsetta í Amer- íku, Bjarna f. 1946, búsettan í Kópavogi, Einar Gunnar f. 1950, dáinn 1993 og Guðnýju Ólöfu f. 1953, búsetta á Húsavík. Sólveig reyndist bömum Jóns ávallt vel og hafa nokkur þeirra búið tímabund- ið á heimili þeirra. Nonni og Veiga stofnuðu sitt fyrsta heimili við Skólavörðustíg- inn, en fljótlega fluttu þau í Kópa- voginn í nágrenni foreldra hans. Öll systkini Nonna komu sér upp heimili þar í grenndinni þannig að mikill samgangur hefur verið á milli systkinanna og síðan barna þeirra og hafði Nonni mikla unun af því að fylgjast með systkina- börnum sínum vaxa úr grasi og var alltaf mjög áhugasamur um hagi okkar og mikill vinur. Nonni fylgdist vel með öllum framkvæmdum hjá okkur frændsystkinunum. Ég minnist þess þegar ég var að mála húsið mitt sl. sumar að Nonni renndi nokkrum sinnum við til að sjá hvernig gengi og hvernig liturinn kæmi út. Þannig var Nonni, alltaf svo notalegur. Hlýhugur og hjálp- semi hans í garð systkina sinna var einstök. Ef eitthvert þeirra þurfti aðstoð var Nonni kominn, það þurfti ekki að kalla eftir að- stoðinni, hann kom ávallt óbeðinn. Sérstök stoð og vinur var hann systram sínum, eftir að þær urðu ekkjur, svo fráfall hans verður mikill missir í þeirra daglega lífi. Nonni og Veiga áttu mörg sam- eiginleg áhugamál, þau fóra saman á skíði og ferðuðust mikið um landið, enda bæði mikil náttúru- börn. Þau fóra í veiðiferðir og tóku mikið af ljósmyndum. Um matar- gei’ðina sáu þau yfirleitt sameigin- lega ásamt öðrum heimilisstörfum, svo óhætt er að fullyrða að á þeiraa heimili hafí ríkt jafnrétti. Elsku Veiga, Bjarni, Ella, Gerð- ur, Jóna og Sólborg og aðrir að- standendur, þið eigið alla mína samúð. Minning um góðan frænda lifir. Ingunn Hauksdóttir góðgimi, hlýja. Henni var ekki tamt málæði, en mælti viðhorf sín og skoðanir í stuttu, hnitmiðuðu máli, og skiljanlegu í lágværðinni. Hún var jafnlynd, kímin og brosmild. Vanda sem að höndum bar leysti hún á sinn hógværa hátt. Ekkert fjas um smámuni og eins þótt vandamálin væru meiri í daglegri lífsbaráttu. Ætíð var hún góður gestgjafi og mikill veitandi. Tengda- foreldrum sínum var hún kær tengdadóttir, og mátu þau hana mikils, að verðleikum. Heimili hjónanna var í Mosfells- sveit, lengst á Ekru, nálægt Reykjalundi. Málfríður var fædd og uppalin í Klömbur í Aðaldal, í all- stórum systkinahópi. I Aðaldalinn sótti hugur hennar og þangað fór hún svo oft sem færi gafst. Kannski var hugur hennar mótaður af þeim staðháttum, sem vora átthagar hennar. Laxá framundan bænum, liðast hæg og lygn um víðan dalinn. Sterk fjallsmynd handan Skjálf- andaflóans með Kinnarfjöllum og Víknafjöllum. í Klömbur var farsælt bú og góð afkoma og böm hjónanna komust öll vel til manns, og voru samheldinn hópur, og að því er ég veit best gæfu- samt fólk. Málfríður var nett, grönn, fríð kona og framkoma hógvær án hiks eða áreynslu. Hún var víðlesin og hafði yndi af góðum bókmenntum. Meðan hún hafði heilsu til naut hún þess að annast um böm og bama- böm sín og var þeim styrk stoð. Undanfarin 5 ár voru henni erfið eftir líkamlegt áfall, sem olli ör- kumli, sem hún átti erí'itt með að sætta sig við og að þurfa að verða þiggjandi hjálpar, þótt hún byggi áfram á eigin heimili. Andlegrí reisn hélt hún, þótt veikindi veiktu lífslöngun smám saman. Skömmu fyrir jól varð það svo, að hún var hálfknúin til að gangast undir mikla aðgerð á Land- spítalanum. Fljótlega á eftir kom, að nokki-u leyti, fyrirsjáanlegur fylgikvilli, sem hefði þurft aðra mikla skurðaðgcrð. Þá þakkaði hún íyrir sig - taldi að nóg væri að gert - vissi að hverju stefndi, og með eðlislægri skapfestu sinni tók hún því, sem hún vissi að verða myndi. Hún lést að morgni 3. janúar 1999, og skapari hennar tók hana aftur til sín. Hún átti miklu barnaláni að fagna, þar sem eru Svanhildur og Haraldur. Magnúsi bróður, börnunum Svanhildi og Haraldi, tengdabörn- um, afkomendum, bræðram hennar og öllu venslafólki sendi ég, Agnes kona mín og börn okkar kveðjur og vinaróskir á skilnaðarstund. Við þökkum fyrir að hafa átt með Málfríði samfylgd. Gunnsteinn Gunnarsson. Hún Malla hefur verið góð. Leyfði mér að lesa símaskrárnar. Gaf mér nammi og Sítrus og ég sat í Laziboy stól. Takk fyrir góðar stundir. Andri Freyr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.