Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____________UMRÆÐAN Sannir Islendingar ÞEGAR atvinnuleysi svarf að þeim Sviðinsvíkingum og þeir stofn- uðu Erfiðismannafélag, stofnaði Pétur Þríhross Félag Sannra ís- lendinga. Er Viðreisnarfélagið hafði farið á hausinn og þeir í Erfiðis- mannafélaginu vildu fá skip að róa til fiskjar, ákvað Félag Sannra ís- lendinga þess í stað að hefja smíði kirkju með súlum og máluðum gluggum til minningar um Gvend góða, og í skjóli kirkjunnar menn- ingarvita til minningar um Þórð í Hattardal og Úlf óþveginn. í ár eru rétt sextíu ár frá því Lax- ness setti saman skáldskap um þetta efni. Það er ekki löng lykkju- stundin. Aríð 1999 er svo komið víða um land að mönnum eru bannaðar allar bjai-gh- til sjávarins af völdum Stjómar Sannra íslendinga. Nýjustu fréttimar era frá Breiðdalsvík, þar sem skorið hefii' verið á lífæðina. Og sagan endurtekur sig. Stjóm sannra Islendinga er vel lesin í fræðunum og man bjargráð- in, sem Félag Sannra íslendinga Fiskveiðistjórnun Arið 1999 er svo komið víða um land, segir Sverrir Hermannsson, að mönnum eru bann- aðar allar bjargir til sjávarins af völdum Stjórnar Sannra Islendinga. undir forystu Péturs Þríhross greip til. Þessvegna tilkynnir mennta- málaráðherrann nú fyrir hönd stjórnar SSÍ að reisa skuli fimm menningarhús á landsbyggðinni - á súlum með máluðum gluggum væntanlega. Þetta verður myndar- legt átak, þótt hagsýni megi víða koma við. Til dæmis gat formaður SSÍ þess, að ísfirðingar hefðu ný- lega endurbyggt gam- alt íshús og veiðar- færageymslu, sem þeir gætu komizt af með. Sýnist því hægurinn hjá að breyta hrað- frystihúsi Breiðdals- víkur í menningarhöll hið fyrsta. Það er furðulegt, hversu langsýnn Lax- ness hefir verið í skáld- skap sínum. Pétur Þrí- hross vildi vera sálma- skáld líka. Munnmæli herma að eitt sinn hafi komið til umræðu við dönsku hirðina hörmungará- stand mannfólksins á Islandi í Móðuharðindunum. Voru hafðar uppi tölur um hungurdauða lands- manna. Þá á danska drottningin að hafa spurt: Hversvegna borðar ekki blessað fólkið kökur? Fréttamenn kölluðu til 1. þing- mann Austfjarðakjördæmis að ræða við hann um örlög Breiðdalsvíkur, og lak luntinn úr hverju hans hári. Og lotlegur virtist hann líka, enda veit aðalhöfundur fis- veiðafargansins upp á sig skömmina. Þótt fátt yrði um svör og ekkert sem mark væri á tak- andi, taldi ráðherrann þó ástæðu til bjartsýni og voru fleiri látnir vitna í þá vera. Og Breiðdælingar munu kynnast bjargi-áðunum: Júel Júel Júel í LÍÚ mun sjá svo um að snúa hjólunum í verksmiðju þeiiTa - fram yfir kosn- ingar. Það mun verða auðvelt að sýna Grindvíkingum fram á að slíkur greiði við varaformann Stjórnar Sannra íslendinga muni borga sig. Og Breiðdælingar munu kjósa eins og þeir era vanir. Eftir fjögur ár verða þeir svo komnir í sæluna syðra og geta þá kosið sálmaskáldið, og kemur enda í einn stað niður. Þegar Breiðdælingar gengu til sameiningar við Djúpavogsmenn var þeim lofað að fiskvinnslu yrði haldið uppi á Breiðdalsvík, en vakna svo upp við að Grindvíkingar ráða lögum og lofum í iyrirtækinu. Lof- orðið, sem þeim var gefið, virðist hafa lent milii þils og veggjar í þeim viðskiptum. Þau eru mörg loforðin. Eða var því kannski ekki iíka lofað að flagg- skip ísfirðinga, Guðbjörgin, skyldi áfram gert út frá ísafirði, þrátt fyr- ir sölu til Samherja? Júel Júel Júel hjá Laxness gaf líka kosningaloforð - og hélt þau fram að kosningum. Hið sama mun verða uppi á teningnum á Breið- dalsvík. Og þá kann að renna upp sá dagur, að málefni Breiðdalsvíkur beri á góma á æðstu stöðum og ein- hver hlassadrottningin spyrji yfir kökudiskum í Ráðherrabústaðnum: Hversvegna borða ekki Breiðdæl- ingar sætabrauð? Höfundur cr fv. bankastjdri og formaður Frjálslynda flokksins. Sverrir Hermannsson Vopn í höndum barna UNGLINGUM er ekki heimilt að kaupa áfengi eða tóbak. Þeim er heldur ekki treyst fyrir akstri bifreiða. „Að sjálfsögðu ekki“ myndi einhver segja. Engum heilvita manni dytti heldur í hug að afhenda fimmtán ára unglingi handsprengju til eigin afnota eða hvað? Um hver áramót hafa fjölmargir ung- lingar, jafnvel börn allt niður í tíu ára aldur undir höndum skotelda og sprengiefni sem ein og sér gætu valdið varanlegu lík- amstjóni sé óvarlega með faiið. Hvað þá þegar búið er að taka prik af flugeldi, vefja hann með lím- bandi og koma fyrir í lokuðu rými, til dæmis ruslatunnu til að há- marka sprengigetuna. Ein lítil rak- etta lætur ekki mikið yfir sér. En þegar búið er að taka púðrið úr henni og tíu til viðbótar, setja ofan í rörbút, búa um og kveikja í, þá er unglingurinn kominn með öfluga handsprengju. Samkvæmt upplýs- ingum Slysavamafélagsins eru engar reglur eða lagakvaðir um það hér á landi hverjir megi kaupa og meðhöndla flugelda en söluaðil- ar hafa sumir hverjir tekið það upp hjá sjálfum sér að selja ekki börn- um. A því hefur þó oft orðið mis- brestur. Óöldin í Hagaskóla Þeir atburðir sem orðið hafa í Hagaskóla fyrstu skólaviku ársins eru áþreifanleg sönnun þess hvað af getur hlotist þegar börnum era afhent vopn í hendur. Þar hafa daglega orðið skæðar sprengingar, jafnvel margar á dag, sem hver um sig hefði geta valdið stórslysi, jafn- vel manntjóni, ef ekki kæmi til sú ósýnilega verndarhönd sem ennþá virðist halda hlífð yfir nemendum og starfsliði skólans. Þannig hefur fáeinum nemendum tekist að halda skólanum í herkví skelfingar og óöryggis með verulegri röskun skólahalds um margra daga skeið. Umræðan sem orð- ið hefur í kjölfar þess- ara atburða beinist í ýmsar áttir, einkum þó að agaviðurlögum og beitingu þeirra. Þær vangaveltur snerta ekki einungis heimildir skólastjórn- enda til að refsa eða fyrirbyggja vand- ræðaástand (í þessu tilviki að vísa nemend- um úr skóla áður en dró til tíðinda) heldur einnig ábyrgð þeirra og yfirvegun gagnvart óhörðnuðum ungling- um. Stjórnendum Hagaskóla urðu á formleg mistök við frávísun þriggja nemenda sem Agi Að sjálfsögðu á að setja hömlur við sölu og meðferð flugelda eins og annarra hættulegra efna, segir Olína Þor- varðardóttir, þannig að það sé fullorðið fólk sem ber ábyrgð á meðferð þeirra og meðhöndlun. ekki hefur verið sýnt fram á að hafi komið að þeim spellvirkjum sem síðar urðu þó fátt verði um það fullyrt að sinni. Meira varðar þó að mistökin hafa nú verið leiðrétt og eru yfirstjómendur skólans menn að meiri fyrir vikið. Það skiptir vit- anlega máli að ungmenni finni sanngirni ekki síður en festu í vinnubrögðum þeirra sem fara með typtunarvald yfir þeim. Angi af stærri vanda Flestir skólastjórnendur lands- ins þekkja af eigin raun svipuð Ólína Þorvarðardóttir vandamál um hver áramót, þó að sjaldan hafi mál komist á jafn al- varlegt stig og í Hagaskóla að þessu sinni. Vandinn er því stór og hann varðar ekki einungis aga í hverjum einstökum skóla. Segir sig sjálft að ögun ungmenna verður ekki einskorðuð við eina samfé- lagsstofnun, án samhengis við ann- að það sem á daga þeirra drífur. Arlegur sprengifaraldur í gi’unn- skólum er angi af menningar- vandamáli. Um hartnær þriggja áratuga skeið hafa íslensk ungmenni alist upp við vinnuáþján beggja for- eldra, sundurslitinn skóladag og skort á almennri umönnun drjúgan hluta sólarhringsins. A það vafalít- ið gildan þátt í því hvernig verri hliðar hérlendrar unglingamenn- ingar hafa þróast með ört vaxandi fikniefnaneyslu, ofbeldi og einelti svo dæmi séu nefnd. Oft á tíðum er um að ræða vanrækt ungmenni sem alist hafa upp við laskaðar fyr- irmyndir í sínu nánasta umhverfi og treysta ekki fullorðnu fólki til að „vita betur“. Sá vandi er stærri en svo að ræddur verði af skynsam- legu viti í fáum orðum. Hann snert- ir þó að hluta til grandaleysi full- orðinna gagnvart hættunni sem felst í óvenju miklu sjálfræði ís- lenskra ungmenna. Það athugunar- leysi veldur því meðal annars að við afhendum óhörðnuðum ung- lingum lífshættuleg sprengiefni til þess að leika sér að, þótt öll séum við sammála um að halda frá þeim heilsuspillandi efnum eins og tó- baki og áfengi (sem þó era ekki bráðdrepandi). Fullorðnir líti sér nær Vitanlega ber fullorðnu fólki að höfða til ábyrgðartilfinningar og siðferðisstyrks ungmenna en gleymum ekki okkar eigin ábyrgð. Við myndum aldrei afhenda óvita skæri eða hníf til að leika sér með. En hví þá að afhenda spennufíkn- um unglingi sprengiefni? Að sjálfsögðu á að setja hömlur við sölu og meðferð flugelda eins og annaraa hættulegra efna, þannig að það sé fullorðið fólk, sem ber ábyrgð á meðferð þeirra og meðhöndlun, ekki óharðnaðar sálir, vart af barnsaldri. Því skora ég á alla þá sem fara með slysaforvarnir og málefni ungmenna, að taka nú höndum saman um að ráða bót á ófremdarástandinu sem verið hef- ur við lýði um alllangt skeið, oft með hörmulegum afleiðingum. Veram minnug þess að næstu ára- mót ber upp á aldamót, og að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Höfundur cr móðir fjögurra ungmennn, þar af tvcggja nemenda í Hagaskóla. Er gagnagrunn- urinn hættulegur fyrir hugbúnað- ariðnaðinn? MEÐAL þess, sem forsætisráðherra tíund- aði í áramótaávai’pi sínu á gamlárskvöld til marks um velgengni undangenginna ára, vai- útflutningur hugbúnað- ar, sem að hans sögn hefur vaxið frá nánast engu 1991 í 6.000 millj- ónir króna á liðnu ári. Ljóst er, að þetta er ekkert minna en ævin- týralegur árangur á markaði, sem hefur á íslenskan mælikvarða engin takmörk. Það er jafnljóst, að þetta ævin- týri hefur átt sér stað með litlum, ef nokkrum teljandi stuðningi stjórnvalda, hvort heldur sem er í námsframboði eða fjár- mögnun þessa iðnaðar á framstigi hans. Þennan hluta velgengninnar þessi misseri getur ríkisstjórnin því ekki þakkað sér fremur en flesta aðra. Næst á undan þessu ævintýri ræddi forsætisráðherra um þann gerða hlut, sem afgreiðsla þingsins á gagnagrunnsfrumvarpinu er. Bæði að þvi er varðar efni máls og tíma- setningu var sú afgreiðsla í fullu samræmi við þarfir erlendra áhættufjárfesta. Þessi þjónustulund við þá er athyglisverð, að ekki sé meira sagt. En þessi tvö atriði ræðu forsætis- ráðherrans er vert að skoða í sam- hengi. Hin ævintýralega aukning hugbúnaðarútflutningsins hefur byggst á því, að hann hefur getað náð í það fólk, sem í boði var um- fram það, sem atvinnureksturinn að öðru leyti hélt í. Nú hefur Kári Stef- ánsson boðað, að hann kalli eftir tölvufólki, 150 manns eða svo, til að koma gagnagrunninum saman. Þau störf verða að vísu ekki í frjóu um- hverfi þess nýjasta, sem á hverjum tíma er að gerast í upplýsingabylt- ingunni eins og ævintýraþróunin í hugbúnaðariðnaðinum okkar hefur verið, en þar verður greitt það, sem upp er sett, til að ná í fólkið, ef marka má liðinn tíma. Þetta fólk verður þess vegna allt tekið frá þeim fyrirtækjum, sem staðið hafa fyrir ævintýrinu um aukinn hugbúnaðar- útflutning. Þessi iyrir- tæki hafa bætt millj- örðum króna árlega undanfarin ár við út- flutninginn og engin ástæða til að ætla ann- að en að sú þróun haldi áfram, ef fyrirtækin hafa fólk til að sinna vaxtarmöguleikunum. Truflun á þeim vexti með því að taka fólkið frá þessum iðnaði gæti þess vegna orðið þjóð- félaginu afar dýr. Þorskurinn er ekki eina takmarkaða auð- lindin. Fólk með þekk- ingu er það líka. Eftir því sem skrifara þessarar greinar er best kunnugt var þessi Gagnagrunnur Nettóávinmngurinn af gagnagrunninum, segir Jón Sigurðsson, gæti orðið neikvæður, ef sér- leyfið er veitt. hlið málsins ekki einu sinni til um- ræðu í óðagoti þingsins fyrir jól í þjónustu þess við hagsmuni er- lendra áhættufjárfesta með Kára Stefánsson sem lepp. Að þessu mætti heilbrigðisráðherra hins veg- ar hyggja, áður en sérleyfi til rekstrar gagnagi-unns er veitt, vegna hundraða milljóna eða millj- arða króna tafa í árlegum vexti hugbúnaðarútflutnings. Nettóá- vinningurinn af gagnagrunninum, sem í hugum margra alþingis- manna var aðalástæðan fyrir stuðn- ingi við lögin, gæti orðið neikvæð- ur, ef sérleyfið er veitt. Meirihluti Alþingis hefur þegar kallað yfir sig dóm sögunnar, sem allt eins gæti orðið býsna harður. Heilbrigðisráð- herra á eftir að efna í sinn dóm og ábyrgð hans er mikil, eins og hér hefur verið bent á. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Jón Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.