Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 57 ATVINNUAUGLYSINGA Fé/agsþ/ónustan Forstöðumaður lögfræðisviðs Auglýst ertil umsóknar nýtt starf forstöðu- manns lögfræðisviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Markmið lögfræðisviðs er að við- halda og efla góð vinnubrögð í stjórnsýslu Félagsþjónustunnar og tryggja réttarstöðu neytenda þjónustunnar. Lögfræðisviðið hefur með höndum lögfræðilega ráðgjöf við félags- málastjóra og aðra stjórnendur, auk þess að veita starfsfólki ráðgjöf í þeirra daglegu störf- um. Forstöðumaður samhæfir og forgangsraðar verkefnum lögfræðisviðsins og ber ábyrgð á faglegu starfi starfsmanna sviðsins. Hann tekur þátt í yfirstjórn Félagsþjónustunnar í nánu samstarfi við félagsmálastjóra og aðra yfirmenn. Um er að ræða 50% starf frá og með 15. febrú- ar 1999. Launakjör í samræmi við kjarasamn- ing Stéttarfélags lögfræðinga og Reykjavíkur- borgar. Umsóknir berist félagsmálastjóra fyrir 1. febrúar nk., sem einnig veitirfrekari upplýs- ingar í síma 535 3031. Athygli er vakin á því, að það er stefna borgar- yfirvalda að auka hiut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstörfum á vegum stofnana og fyrir- tækja borgarinnar. Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaöur sem veilir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar f málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Ailir nýjir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um starfsemi stofnunarinnar. Félagsþjónustan í Reykjavík hét áöur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Ríkistollstjóri auglýsir laust starf við tollendurskoðun Embætti ríkistolIstjóra starfar samkvæmt lög- um nr. 55/1987 og fer í umboði fjármálaráð- herra með yfirstjórn tollheimtu og tolleftirlits. Starfið felur meðal annars í sér: • Eftirlit með framkvæmd tollstjóraembætt- anna á tollafgreiðslum vegna inn- og útflutn- ings. • Miðlun upplýsinga til starfsmanna tollsins, viðskiptalífsins og almennings um tollskýrslu- gerð og tollafgreiðsluhætti. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af tollamálum og hafi menntun á verslunar- og/ eða viðskiptasviði. Einnig er starfsreynsla á þessu sviði mikils metin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skulu berast ríkistollstjóraembættinu, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, eigi síðar en 31. janúar 1999. Áætlað er að ráða í starfið frá og með 1. mars nk. eða samkvæmt samkomulagi. Frekari upplýsingar veita Jóhann Ólafsson, starfsmannastjóri og Matthías Berg Stefáns- son, deildarstjóri endurskoðunardeildar í síma 560 0500. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Reykjavík, 7. janúar 1999, ríkistollstjóri. Laus störf við hagfræðisvið Seðlabanka íslands Staða deildarstjóra hagrannsókna. Starfið felst m.a. í að hafa forystu fyrir rannsóknum á sviði miðlunar peningastefnu og í smíði þjóðhags- líkans og annarra haglíkana, sem tengjast við- fangsefnum Seðlabankans. Krafist er doktors- prófs í hagfræði eða meistaraprófs ásamt starfsreynslu og birtingum fræðigreina, sem má meta sem jafngildi doktorsgráðu. Einnig er krafist mjög góðrar undirstöðu í hagrann- sóknum, almennri þjóðhagfræði og peninga- hagfræði. Starf sérfræðings í fjármálahagfræði. Starfið felst m.a í rannsóknum á íslenskum fjármála- mörkuðum og stofnunum og samspili þeirra við þjóðarbúskapinn í heild. Áskilið er háskóla- próf í hagfræði, helst á meistarastigi eða hærra, með sérhæfingu á sviði fjármálahag- fræði. Starf sérfræðings. Starfið felst m.a. í vinnu við verðbólguspár bankans, raungengismælingar og í ýmiskonar rannsóknum á sviði efnahags- og peningamála. Áskilið er háskólapróf í hag- fræði og staðgóð undirstaða á sviði almennrar þjóðhagfræði, peningahagfræði og hagrann- sókna. Laun skv. kjarasamningi starfsmanna bankanna. Vakin er athygli á því að í Seðlabankanum er í gildi áætlun í jafnréttismálum. Upplýsingar veita Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur, eða Ingvar A. Sigfússon, rekstrarstjóri, en umsóknir skulu sendar rekstrarstjóra fyrir 5. febrúar nk. Tryggingastofnun ríkisins Tryggingastofnun er miðstöð velferðarmála á Islandi og hafa allflestir íslendingar samskipti við hana einhvern tíma á lífsleiðinni. Starfsmenn eru 160 og er starfsemin á fjórum stöðum. Aðalskrifstofa er á Lauga- vegi 114, þjónustumiðstöð ÍTryggvagötu 28, sérfræðingalæknishjálp i Tryggvagötu 26 og Hjálpartækjamiðstöð á Smiðjuvegi 28, Kópavogi. Félagsráðgjafi Tryggingastofnun óskar eftir að ráða félags- ráðgjafa í fullt starf. Starfssvið: Upplýsingar og ráðgjöf til viðskiptavina Trygg- ingastofnunar. Fræðsla til félagssamtaka, fag- og hagsmunahópa. Leitað er að félagsráðgjafa, sem hefur áhuga á að vinna að málefnum öryrkja og aldraðra. Krafa er gerð um frumkvæði í starfi, skipulögð vinnubrögð, færni í mannlegum samskiptum, framsetningu ritaðs og talaðs máls. Umsækjendur skulu hafa starfsleyfi heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis. Laun samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Tryggingastofnun- ar ríkisins. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður stjórnsýslusviðs, sími 560 4404. Umsóknir skulu sendar starfsmannastjóra, Laugavegi 114, fyrir 26. þ.m. Umsvifamikil og virt fasteignasala óskar eftir ritara til símavörslu og tölvuskráningar nú þegar. Góð vinnuaðstaða. Áhugasamir sendi nafn og helstu upplýsingar á afgreiðslu Mbl. fyrir 15. janúar nk. merktar: „F — 7291". Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur Skólaritari, Engjaskóli, sími 510 1300, í 75% starf. Vinnutími frá kl. 9.30 til 15.30. Laun skv. kjarasamningum St.Rv og Reykjavík- urborgar. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri skólans. Þessar auglýsingar sem og annan fróðleik er að finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíku r: www. reykjavi k. is/fm r. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Leikskólakennarar Leikskólinn Garðasel, Akranesi, óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa. Leikskólinn er þriggja deilda og býður upp á blandaðan vistunartíma á aldursskiptum deildum. Við leikskólann starfa þrír leikskólakennarar og tveir fjarnámsnemendur sem Ijúka námi í vor. Undanfarin ár höfum við átt farsælt samstarf við Grundaskóla, „brúum bilið" á milli leik- og grunnskóla. Við leggjum mikla áherslu á sköpun og umhverfisvernd í okkar starfi. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 1999. Nánari upplýsingar veita: Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri í síma 431 2004, og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi í síma 431 1211. Sölumaður Óskum eftir dugmiklum og áhugasömum sölu- manni. Starf þetta erfjölbreytt og krefjandi og þurfa umsækjendur að geta unnið sjálf- stætt, vera jákvæðir og með góða þjónustu- lund. Bókhalds og tölvukunnátta æskileg. Vinnutími er frá kl 13.00 til 18.00. Skriflegar upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist til af- greiðslu Mbl. fyrir þriðjudaginn 19. janúar, merktar: „2709". Síðasti pöntunardagur í næsta vöruvagn er 15. janúar. Ath.: Allirfá óvæntan glaðning með næstu pöntunl Freemans, sími 565 3900, Bæjarhrauni 14, __________________222 Hafnarfirði. Hárgreiðslunemi óskast Hárgreiðslustofan Kompaníið óskar eftir strák eða stelpu í hárgreiðslunám. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Aðeins skriflegum umsóknum er veitt viðtaka. Umsóknir sendist á faxi 588 9905 eða í pósti. Kompaníið, Ármúla 1, 2. hæð, 108 Reykjavík. Atvinnurekendur ath. Leitar þú að duglegum starfskrafti? Ef svo er þá vantar mig vinnu. Ég er 26 ára, hef B.A. próf í mannfræði frá H.Í., góða tungu- málakunnáttu og fjölbreytta starfsreynslu. Meðmæli ef óskað er. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á afgreiðslu Mbl., merktar: „Framtíð", eða í tölvupóst ingibjo@hi.is fyrir 20. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.