Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 8. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton vísar ákæru á bug Bill Clinton Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti vísaði í gær formlega á bug þeim ákæruatriðum sem hann þarf að svara fyrir frammi fyrir ríkisrétti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Sagði hann í skriflegu svari við stefnu frá réttinum, sem var settur síð- astliðinn fimmtudag, að vísa ætti málinu frá á þeirri for- sendu að ákæru- atriðin uppfylltu ekki ákvæði stjómskipunarlaga um stórfelld af- brot. Clinton viðurkenndi í hinu 13 síðna langa svarbréfi að hafa gerzt sekur um ótilhlýðilega hegðun í hneykslismálinu sem kennt er við Monicu Lewinsky, íyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, en ákæmatriðin gegn sér réttlættu ekki kröfu um afsögn sína. Málflutningur hefst á fimmtudag Svar Clintons, sem verjendur hans útbjuggu, barst innan setts frests, sem var sá fyrsti af mörgum sem varða hvert skref réttarhald- anna samkvæmt samkomulagi um tilhögun þess, sem einróma sam- þykki náðist um í öldungadeildinni sl. föstudag. A fimmtudag hefst formlegur málflutningur í fyrsta réttarhaldinu til embættismissis forseta Bandaríkjanna, sem sett hefur verið í 131 ár. Saksóknarar hefja málafærslurnar, en þeir era 13 fulltrúadeildarþingmenn re- públikana. Þeir vora í gær önnum kafnir við undirbúning málflutn- ingsins. Samkvæmt ákæraatriðunum tveimur til embættismissis, sem fulltrúadeild þingsins samþykkti í desember, er Clinton sakaður um að hafa framið meinsæri og lagt stein í götu réttvísinnar er hann reyndi að breiða yfir ástarsamband sitt við Monieu Lewinsky. Til þess að knýja Clinton til af- sagnar þarf öldungadeildin, sem gegnir hlutverki kviðdóms í réttar- haldinu, að sakfella hann með tveimur þriðju hluta atkvæða, en ólíklegt er talið að sá meirihluti sé fyrir því. Oldungadeildarþingmenn repúblikana eru 55 talsins, 45 era demókratar. r-vv iT.'í-si. ■ ‘ ,1- .. - •,' - ■ 'T* . • ý ■ . ' 't;>. ,/u % „r-'SS **£.. ■ Skæruliðar Kosovo-Alb- ana krefjast fangaskipta Genf, Belgrad. Reuters. TALSMENN Frelsishers Kosovo, KLA fóru í gær fram á að níu félag- ar þeirra, sem Serbar tóku höndum fyrir mánuði, yrðu látnir lausir í staðinn fyrir átta júgóslavneska her- menn, sem teknir vora til fanga í héraðinu á fóstudag. Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs sem nú er yfirmaður ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, skoraði á KLA að sleppa öllum mönnunum og jafnframt hvatti hann stjómvöld í Serbíu til að hrapa ekki að neinu. Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, varaði við því að tíminn væri að renna út áður en gripið yrði til stórtækra aðgerða. Einn forystumanna KLA, sem kallar sig Rakhman, gaf sig fram við eftirlitsmenn ÖSE í Kosovo í gær og krafðist þess að níu KLA-félagar, sem voru teknir höndum í desember er þeir voru að reyna að smygla vopnum yfir landamærin, yrðu látnir lausir í staðinn fyrir gíslana. Fyrr um daginn hafði Bardhyl Mahmuti, tals- maður KLA í Evrópu, sagt í Genf að líklega yrði einhverjum sleppt þá síð- ar um daginn eða í dag en ekld öllum. Léti stjórnin í Belgrad hins vegar lausa einhveija af þeim Kosovo-Alb- önum, sem hún er sögð hafa í haldi, þá yrði fleirum sleppt. Morð eykur spennu Morð sem framið var í gær á ein- um kunnasta talsmanni Kosovo-Alb- ana jók spennuna enn. Enver Maloku, yfirmaður upplýsingamið- stöðvar Kosovo, sem rekin er af samtökum Kosovo-Albana sem Ibrahim Rugova fer fyrir í héraðs- höfuðstaðnum Pristina, var skotinn fyrir utan heimili sitt og lézt á sjúkrahúsi skömmu síðar. Reuters Frosnir Niagara- fossar HIÐ mikla frost sem barst með heimskautalofti yfir Great Lakes-svæðið á landamærum Kanada og Bandaríkjanna hef- ur valdið því að myndazt hefur þykk „ísbrú“ á milli landanna við Niagara-fossana heims- kunnu. Sagt er að ísinn sé um fimmtán metra þykkur. Nær á myndinni sést hinn bandaríski hluti fossanna, Ijær sá kanad- íski, sem nefndur er „Skeifu- foss“. Barist í Freetown Uppreisn- armenn á undanhaldi? Freetown. Reuters. HERSVEITIR ríkja Efnahags- bandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) sögðust í gær hafa náð forsetabyggingunni í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, á sitt vald að nýju og sögðu að uppreisnarmennirnir í borginni væru á undanhaldi. Yfirmenn hersveita ECO- WAS, sem eru undir stjóm Nígeríumanna, sögðu að þeim hefði tekist að hrekja uppreisn- armennina frá forsetabygging- unni, en áður höfðu þeir neitað því að uppreisnarmennimir hefðu lagt hana undir sig. Ekki var hægt að fá staðfest- ingu á þeirri fullyrðingu ECOWAS að hersveitir banda- lagsins hefðu yfirhöndina í átökunum þar sem símasam- bandslaust hefur verið við Freetown frá því á fóstudag. Flestir erlendu fréttaritararnir eru farnir úr borginni eftir að bandarískur fréttamaður beið bana á sunnudag og annar særðist alvarlega. Framkvæmdastjdrn ESB verst ásökunum Evrópuþingmanna um spillingu Þingleiðtogar segja stuðn- ing háðan virkara eftirliti Strassborg. Reuters, The Daily Telegraph. FORSVARSMENN tveggja stærstu þingflokkanna á Evrópu- þinginu, þingi Evrópusambandsins (ESB) í Strassborg, sögðu í gær að þeir myndu ekki greiða tillögu um vantraust á framkvæmdastjórn sambandsins atkvæði, en slík tillaga var borin upp á þinginu í gær vegna þrálátra deilna milli þingsins og framkvæmdastjórnarinnar um mis- ferlis- og spillingarásakanir á hend- ur meðlimum hennar. Þeir settu þó það skilyrði, að komið yi’ði á virkara eftirliti með því hvernig meðlimir og starfsmenn framkvæmdastjóm- arinnar fara með fjármuni sam- bandsins. Pauline Green, formaður þing- flokks evrópskra jafnaðarmanna, sem 214 af 626 fulltrúum á Evrópu- þinginu tilheyra, sagði í umræðum um tillöguna að þingflokkurinn myndi standa gegn samþykkt van- Reuters JACQUES Santer og Gerhard Schröder brostu breitt á blaða- mannafundi í Bonn f gær. trausts svo fremi sem fram- kvæmdastjómin samþykkti óháða rannsókn á ásökununum, sem snúa aðallega að tveimur af 20 meðlimum hennar. Wilfried Martens, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, fer fyrir næststærsta þingflokknum, skipuð- um fulltrúum hófsamra hægri- flokka. Hann sagði flokksmenn sína ekki myndu styðja vantraust að því gefnu að nýju kerfi virks eftirlits yrði komið á, sem tryggði að fram- kvæmdastjórnin gerði hreint fyrir sínum dyrum. Ottast um framkvæmd umbótaverkefna Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á fimmtudag, en fram- kvæmdastjórnin er þá aðeins lög- formlega knúin til afsagnar ef van- traust er samþykkt af tveimur þriðju hlutum þingheims. Margir þingmenn halda því hins vegar fram að ef einfaldur meirihluti styddi vantraust þýddi það þvílíkan póli- tískan álitshnekki fyrir fram- kvæmdastjórnina að hún yrði að segja af sér. I ávarpi sínu við upphaf þingum- ræðunnar í gær reyndi Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórn- arinnar, sitt bezta til að sannfæra þingmenn um að rétt væri að lýsa stuðningi við hana. A því ylti að metnaðarfull verkefnaáætlun sam- bandsins kæmist í framkvæmd. Fyn- um daginn hafði Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, lagt opinberlega til að sérstakri eftirlits- nefnd yrði komið á fót í sameigin- legu umboði allra þriggja helztu stofnana ESB - ráðherraráðsins, framkvæmdastjómarinnar og Evr- ópuþingsins. Nefndin myndi hafa það hlutverk að kanna til hlítar allai’ þær ásakanir sem eru uppi á borð- inu gegn framkvæmdastjóminni. Þýzka stjórnin tók við formennsku í ráðherraráðinu um áramótin. „Ég vona að þingið og fram- kvæmdastjórnin taki sér tak og leysi þetta,“ sagði Schröder eftir viðræður við Santer í Bonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.