Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins um evruna og krónuna Samningar um tenging'u liugsanlegii- í framtíðinni ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir að hugsanlegt sé þegar fram líða stundir að leita eftir samningum við evrópska seðlabankann um tengingu íslensku krónunnar við evruna, til dæmis um það að báðir aðilar leituðust við að halda gengi miðlanna föstu með einhverjum hætti. Þórður sagði í Morgunblaðinu á þriðjudag að menn þyrftu að velta vandlega fyrir sér ávinningnum af því að tengjast gjaldmiðilssamstarfi Evrópuríkjanna þegar fram í sækti og vega það og meta á yfirvegaðan hátt hvort skynsamlegt væri að leita einhverra samninga við Evr- ópubankann. Þórður sagði spurður um þetta að evrópski seðlabankinn yrði auð- vitað alveg upptekinn af því næstu tvö til þrjú árin í það minnsta að innleiða evruna, en í framhaldi af því væri vitaskuld alveg hugsanlegt að hægt yrði að leita eftir einhverj- um samningum um tengingu krón- unnar við gjaldmiðilinn, til dæmis um því að evrópski seðlabankinn tæki að sér með einhverjum hætti að verja krónuna og gerðir yrðu gagnkvæmir samningar um að leit- ast við að halda genginu milli miðl- anna föstu. Þetta færi auðvitað al- veg eftir því hvað þeir væru reiðu- búnir til þess að gera í þessum efn- um, ef við vildum fara þessa leið. Erfitt að segja hvað er hagkvæmast Þórður sagði að það væri auðvit- að erfítt að segja nákvæmlega til um það hvað væri hagkvæmast í þessum efnum. Það væru að sjálf- sögðu ákveðnir kostir því samfara að hafa gengið breytanlegt eins og nú væri til að mæta hagsveiflum, óvæntum áföllum í þjóðarbúskapn- um og svo framvegis. Ef hins vegar gengi krónunnar yrði bundið við evruna með svona samningum yrði að fara einhverjar aðrar leiðir til þess að mæta sveiflum í efnahags- lífinu. Kostirnir væru hins vegar margir samfara því að festa gengið. Það myndi draga úr gengisáhættu hér innanlands og auka stöðugleik- ann í efnahagslífínu, en grundvall- aratriðið væri þó áhrif þessa á vext- ina. „Það er alveg ljóst við núver- andi aðstæður að verulegur vaxta- munur verður alla vega um hríð milli íslands og evrusvæðisins. Það sést náttúrlega best á því að vextir hjá okkur nú á peningamarkaði liggja í kringum 7,6%. Fyiár utan Noreg, sem hefur verið með svip- aða vexti og við til skamms tíma, eru þetta langhæstu vextirnir í þeim löndum sem við miðum okkur helst við,“ sagði Þórður. Hann sagði að vextir í Bretlandi, sem stæði utan evrusvæðisins, hefðu verið svipaðir og hjá okkur fyrir nokkrum mánuðum en væru nú komnir niður í 5,9% og vextir á evrusvæðinu væru alls staðar á bil- inu 3-4%. Fyrir nokkrum árum hefðu vextir í Portúgal verið svip- aðir og þeir væru hjá okkur nú, en þeir væru komnir niður í 3,2% á peningamarkaði í desember. Sömu sögu væri að segja frá Italíu, sem hefði verið klassískt hávaxtaland, og frá Spáni. „Þessi lönd hafa greinilega haft mikinn hag af því á þennan mæli- kvarða að ganga inn í þetta sam- starf og það er alveg augljóst mál að á þessu sviði er okkur erfíðast að standa utan við samstarfið ótengdir evrunni. Þarna er hugsanlegur ávinningur, sem er umtalsverður, sem menn verða auðvitað og vega og meta gagnvart göllunum," sagði Þórður ennfremur. Prófkjör sjálfstæðis- manna á Suðurlandi Tíu þátt- takendur TÍU taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi sem fram fer 6. febrúar vegna alþingiskosning- anna í vor. Þetta eru þau Þórunn Drífa Oddsdóttir, Kjartan Þ. Ólafs- son, Arni Johnsen, Kjartan Björns- son, Kristín S. Þórarinsdóttir, Olafur Björnsson, Víglundur Ki-istjánsson, Óli Rúnar Astþórsson, Drífa Hjart- ardóttir og Jón Hólm Stefánsson. -----♦-♦-♦--- Hönnuðir með félagsfund FORM ísland, samtök hönnuða, heldur félagsfund um stefnu og við- fangsefni sín á Sólon íslandus á morgun, 13. janúar kl. 20. Þar verða m.a. kynnt Hönnunar- safn, R2000 sýning, Fantasy Design 99. menntamál, samkeppnisreglur, hönnunardagur og fleira. Aðildar að Form ísland eiga Arkitektafélag Is- lands, Félag húsgagna- og innanhús- arkitekta, Félag landslagsarkitekta, Félag iðnhönnuða, Félag gullsmiða, Félag íslenskra teiknara, Textílfé- lagið, Leirlistafélagið og aðrir hönn- uðir. ------------- Fótbrotin gæs flúði lögreglu LÖGREGLAN sinnir margvísleg- uin verkefnum og ekki varða þau öll mannfólkið. Dýravinur hringdi í lögregluna í Reykjavík um helgina og óskaði eftir aðstoð hennar til að handsama fót- brotna gæs á Tjörninni í Reykja- vík og koma henni til viðeigandi meðhöndlunar í Húsdýragarðin- um. Þrír vaskir lögreglumenn fóru á vettvang, vopnaðir neti og öðrum búnaði til gæsaveiða, og hugðust hremma fuglinn til að hægt væri að lina þjáningar hans. Eftir talsvert fjaðrafok kom hins vegar í ljós að gæsin var vægast sagt ósamvinnuþýð, þótt laganna verðir liefðu velferð hennar í fyrirrúmi, og enduðu viðskipti hennar við þá með þeim hætti að hún flúði af vettvangi. Naut hún þar vængja sem lög- reglumenn höfðu ekki tiltæka til að veita henni eftirför. Hefur ekkert til hennar spurst síðan en verið getur að hún liafi leitað á náðir Húsdýragarðsins án milli- göngu lögreglu. Morgunblaðið/Ásdís Tekjur af flugumferð á úthafsflugumferðarsvæðmu Ekki um beinan hagnað TEKJUR vegna flugumferðar á ís- lenska úthafsflugumferðarsvæðinu renna allar til greiðslu kostnaðar í tengslum við flugumferðarstjórn á svæðinu, að sögn Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra. Eins og gi-eint var frá í Morgun- blaðinu síðastliðinn sunnudag fjölg- aði flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í fyrra um 13,5% frá árinu áður og er áætlað að tekjur íslendinga af flugumferð um íslenska úthafsflugumferðarsvæðið á þessu ári verði 1,5 milljarðar króna, en að sögn Þorgeirs voru tekjumar eitthvað minni á síðasta ári. „Þessi starfsemi er rekin á kostn- að ræða aðargrundvelli og það er ekki um að ræða neinn beinan hagnað. Þetta skiptist á milli Flugmálastjórnar, sem venjulega hefur verið með um 56% af þessu, Landssímans sem hef- ur verið með 33% og Veðurstofunnar sem hefur verið með 11%. Mest af þessu er launakostnaður fyrir flug- umferðarstjóra og starfsmenn fjar- skiptastöðvarinnar í Gufunesi og líka starfsemi hjá Veðurstofunni. Síðan er um að ræða leigu á fjarskiptarás- um og síðast en ekki síst er verið að greiða fyrir þann búnað og mann- virki sem sett hafa verið upp til að geta innt af hendi þessa þjónustu,“ sagði Þorgeir. Athugasemd frá Þór Mag’nússyni þjóðminjaverði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þór Magnússyni þjóðminjaverði „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum dögum leyfi ég mér að biðja Morgunblaðinu fyrir eftirfar- andi athugasemd. Þegar ljóst varð fyrir allnokkrum árum að viðgerðir Þjóðminjasafns- hússins yrðu svo umfangsmiklar að flytja þyrfti þaðan alla safngripi, bæði úr geymslum og af sýningum, var tekið á leigu geymsluhúsnæði af opinben-i stofnun og geymslumunir fluttir þangað. Gerður var fímm ára leigusamningur, sem mun venju samkvæmt. Var þess þá látið getið af hálfu eiganda að safnið gæti haft þetta húsnæði á leigu til ótiltekinnar frambúðar. Eigandi sagði þó safninu upp hús- næðinu og leigði öðrum strax og skriflegu samningstímabili lauk. Brugðizt var þá skjótt við og leitað að öðru húsnæði. Hentugasta og bezta húsnæðið sem bauðst var við Vestuivör í Kópavogi. Var ákveðið að taka það á leigu með áform um kaup nú á þessu ári. Fyrir hönd byggingarnefndar Þjóðminjasafnsins annaðist opinber stofnun breytingar og standsetn- ingu húsnæðisins til þessara nýju þarfa, en arkitekt hannaði breyting- ar. Flytja varð strax og unnt var safn- gripi úr hinum fyrri geymslum og fékkst þó frestur fram yfir útrunn- inn leigutíma. Hluti safngripa hefur verið fluttur úr safnhúsinu sjálfu, myndasafn að mestu leyti, beinasafn og jarðfundnir forngripir en lengi stóð á geymslubúnaði og frágangi iðnaðarmanna í nýja húsnæðinu. Var flutt eftir því sem rými skapaðist þar. Mikið af gripum þarf þó enn að forfæra milli rýma en mjög hefur verið ýtt á að flutningur gi’ipa gangi sem fyrst úr Þjóðminjasafnshúsinu. Bréf Brunamálastofnunar ríkisins í lok sl. árs um að úrbóta væri enn þörf á nýja geymsluhúsnæðinu vegna brunavarna, kom mjög á óvart. Hafði ég undirritaður, sem ekki á aðild að byggingarnefnd safnsins, talið fullvíst að þeir sem annast og sjá um framkvæmdir og gerþekkja því þær reglur sem framfylgja ber, sæju til þess að öllum ákvæðum um eldvarnakröfur í húsinu væri fram- fylgt og að fengið væri fullt sam- þykki viðkomandi yfirvalda."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.