Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rúm 5 kíló af hassi fund ust við komu Breka VE Langstærsti fíkniefnafundur í Vestmannaeyjum til þessa V estmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FÍKNIEFNIN sem fundust við komu Breka VE til Eyja. LÖGREGLA og tollgæsla í Eyjum fundu rám fímm kíló af hassi og lít- ilræði af maríjúana við komu Breka VE til Vestmannaeyja á laugar- dagsmorgun en skipið var að koma úr sölutúr til Þýskalands. Tryggvi Kr. Ólafsson lögreglu- fulltrái sagði í samtali við Morgun- blaðið að lögreglan hefði fengið upplýsingar í haust um að hugsan- lega yrði reynt að smygla fíkniefn- um með skipum frá Eyjum sem væru í siglingum. Það hefði því ver- ið fylgst grannt með Breka er hann kom til Eyja aðfaranótt laugardags- ins 9. janúar. Grunur hefði beinst að einum skipverjanum á Breka og sambýlis- konu hans, sem var með í sölutúrn- um, og fyígst með er þau fóru frá borði. Kona sótti þau á bíl og var bif- reiðin stöðvuð skömmu eftir að hún ók frá skipinu með sambýlisfólkið. Hefði fólkið verið fært á lögreglu- stöðina og við leit á því fundist 33 grömm af hassi og lítilræði af maríjúana á manninum. Við leit í bílnum hefðu síðan fundist fímm kíló af hassi í tösku sem var í bílnum. Við yfirheyrslur játaði maðurinn að hafa flutt efnið inn en ekki hefur verið upplýst hvort hann er eigandi þess og játning þar að lútandi ligg- ur ekki fyrir. Aðild kvennanna að málinu liggur ekki fyrir en er í rannsókn. Eftir að efnin fundust í bílnum og á manninum var fenginn leitarhundur frá fíkniefnalögregl- unni og leitaði hann bæði um borð í skipinu og á heimilum sambýlis- fólksins og bílstjórans. Ekki fannst meira af efnum en áhöld til neyslu fundust á báðum heimilum. Lögreglan í Eyjum óskaði eftir gæsluvarðhaldi yfír fólkinu og var maðurinn dæmdur í varðhald til 30. janúar, sambýliskona hans til 20. janúar og bílstjórinn til 16. janúar. Fólkið sem hér um ræðir er á aldr- inum 35 ára til ríflega fertugs. Kon- urnar hafa kært gæsluvarðhaldsúr- skurðinn til Hæstaréttar en hann hefur ekki kveðið upp úrskurð í málinu. Tryggvi segir nokkuð ljóst að efnið sem fannst hafí ekki allt verið ætlað til sölu í Eyjum heldur hafí hluti þess örugglega átt að fara til sölu uppi á landi. Fíkniefnafundur- inn í Eyjum er langstærsti fundur fíkniefna þar til þessa og meira magn en allt það magn sem lögregl- an í Eyjum hefur gert upptækt gegnum árin. Karl Gauti Hjaltason, sýslumað- ur í Eyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að í haust hefði lög- reglan í Eyjum lagt aukna áherslu á fíkniefnarannsóknir. Hefði það verið gert í kjölfar umræðu um að aukið magn efna væri komið í um- ferð og neysla hefði aukist í Eyj- um. Lögreglan hefði viljað rann- saka hvort eitthvað væri hæft í þessum orðrómi og þessi aukna áhersla á fíkniefnamálin hefði leitt til þess að síðustu þrjá til fjóra mánuði ársins hefði verið gert upp- tækt meira af fíkniefnum en eitt og hálft ár þar á undan. Karl Gauti sagði að lögreglan myndi áfram halda rannsóknum á fíkniefnamál- um vakandi í Eyjum. Hann sagði að upplýsingar almennings skiptu sköpum í rannsóknum á fíkniefna- málum og því skoraði hann á al- menning að veita lögreglunni lið- sinni í baráttunni gegn fíkniefnum. Tryggvi Kr. Ólafsson tók í sama streng og Karl Gauti. Hann sagði að áhersla lögreglunnar i Eyjum á fíkniefnamálin í haust hefði skilað sér ágætlega og orðið til þess að al- menningur væri meira vakandi fyrir þessum málum. Fuiltrúi ríkislögreglustjóra er í Eyjum og vinnur að rannsókn máls- ins ásamt lögreglunni í Eyjum en auk þess er lögreglan í nánu sam- starfi við fíkniefnalögregluna. Að sögn Tryggva hafa skipverjinn á Breka og sambýliskona hans nokkrum sinnum komið við sögu fíkniefnamála áður, en ekki er vitað til að bílstjórinn hafi verið viðriðinn slík mál áður. Reikna má með að innkaupsverð fíkniefnanna hafi verið á bilinu 500 þúsund til ein milljón og söluverð nálægt tífóldu innkaupsverði. Prófkjör samfylk- ingar í Reykjavík 19 bjóða sig fram fyrir A- flokkana NÚ LIGGUR fyrir hverjir gefa kost á sér af hálfu Al- þýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins í prófkjöri samfylk- ingarinnar i Reykjavík en framboðsfrestur rann út sl. laugardag. Alls er um að ræða 19 einstaklinga sem ætla að taka þátt í prófkjörinu á veg- um þessara flokka. Af hálfu Alþýðuflokks gefa kost á sér Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Borgþór Kjær- nested, Hólmsteinn Brekkan, Gunnar A.H. Jenssen, Jakob Frímann Magnússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Magnús Ámi Magnússon, Mörður Árnason, Stefán Benediktsson og Össur Skarphéðinsson. I gærkvöldi samþykkti kjör- dæmisráð Alþýðubandalagsfé- laganna í Reykjavík tillögu upp- stillingamefndar um frambjóð- endur af hálfu flokksins, en þeir eru: Amór Pétursson, Ami Þór Sigurðsson, Bryndís Hlöðvers- dóttir, Elísabet Brekkan, Guð- rún Sigurjónsdóttir, Heimir Már Pétursson, Herbert Hjelm, Magnús Ingólfsson og Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson. Kvennalistinn afgreiðir formlega í dag hverjar bjóða sig fram í nafni hans. FRÁ vettvangi slyssins í gær. Morgunblaðið/Júlíus Þrennt á slysadeild eftir harðan árekstur Eignir Foldu til Hvammstanga Víða hálka á veg'iim VIÐA var mikil hálka og krap á vegum sunnanlands í gær. Vindur var auk þess mikill og brýnt fyrir ökumenn að fara varlega. Bíll fór út af þjóðvegi númer 1 skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur um miðjan dag í gær. Betur fór en á horfðist, ökumanninum varð ekki meint af og ekki varð tjón á bifreiðinni. Vaskir menn komu líka fljótt á vett- vang og drógu bifreiðina inn á veg- inn á ný. -------------- Enn sprengt í Hagaskóla HVELLHETTA var sprengd á sal- erni drengja í Hagaskóla í Reykja- vík um hádegi í gær. Brunavarna- kerfi skólans fór í gang en truflun varð þó ekki á skólastarfi. Drengurinn sem sprengdi lokaði sig inni á saleminu með GSM-síma og hringdi í nokkrar fréttastofur til að tilkynna um ástandið í þeirri von að hleypa starfí skólans í uppnám. Hins vegar var stundaskrá fylgt og kennsla fór fram með eðlilegum hætti í skólanum í gær. ÞRÍR vora fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut skammt frá Straumsvík um kl. 16 í gær. Tildrög slyssins vora þau að ökumaður bíls á leið til Hafnarfjarð- ar reyndi framúrakstur með þeim afleiðingum að bíll hans lenti framan á bfl sem ekið var í gagnstæða átt. Áreksturinn var mjög harður og era bílarnir báðir taldir ónýtir. Hjón vora í bílnum sem ekið var í átt til Keflavíkur en ökumaður var einn í hinum bflnum. Skyggni var lítið þegar slysið varð og blautur snjór á veginum. Beita varð klipp- um og skera yfirbyggingar af bflun- um til að ná fólkinu út. Af þessum sökum varð að loka veginum um tíma. Ekki er ljóst hve alvarleg meiðsli fólksins eru. ÍSPRJÓN ehf. á Hvammstanga hefur keypt þær eignir Foldu hf. á Akureyri sem notaðar vora við ull- arvöruframleiðslu. Markmiðið með kaupunum er að gera Vestur-Húna- vatnssýslu að miðstöð ullariðnaðar- ins á íslandi. Við flutning starfsem- innar mun störfum í héraðinu fjölga um að minnsta kosti þrettán. Hömlur hf., eignarhaldsfélag Landsbanka Islands, og bankinn sjálfur era eigendur að þeim að- stöðu sem Folda hf. á Akureyri not- aði við ullarvöruframleiðslu. Eftir gjaldþrot Foldu hf. voru teknar upp viðræður við ullariðnaðarfyrirtækin Drífu ehf. og ísprjón ehf. á Hvammstanga og sveitarfélagið í Vestur-Húnavatnssýslu og nú hefur samkomulag náðst um kaup Is- prjóns á tækjabúnaðinum. Nýtt húsnæði byggt Elín R. Líndal oddviti segir að um sé að ræða vélar og tæki til ull- arvöraframleiðslu, hönnun, við- skiptavild og rétt til að nota vöru- merki fyrirtækisins. Hún segir kaupverð ekki gefíð upp. Markmið sveitarfélagsins með þátttöku í kaupum á eignum Foldu er að auka atvinnu í héraðinu og gera Vestur-Húnaþing að miðstöð ullariðnaðarins í landinu. Reiknað er með að störfum hjá ísprjóni ehf. á Hvammstanga fjölgi um 7-10 auk þess sem stefnt er að uppsetningu útstöðva á 3-4 stöðum í sveitarfé- laginu með 2-4 starfsmönnum á hverjum stað. Isprjón ehf., sem er að mestu leyti í eigu sölufyrirtækisins Drífu ehf., mun byggja um það bil 1.000 fermetra nýtt húsnæði yfír starf- semi sína á Hvammstanga og er áætlað að því verði lokið fyrir 1. ágúst næstkomandi. Drífa ehf., Vestur-Húnaþing og ef til vill fleiri aðilar munu taka þátt í uppbygging- unni. ísprjón og Folda voru stæi’stu prjónastofur landsins og með aukn- um vélakosti og nýju húsnæði verð- ur fsprjón fullkomnasta og langstærsta prjónastofa landsins og mun veita saumastofum í Húna- þingi og víðar verkefni, segir í fréttatilkynningu. Erki Nool keppir á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll / B1 Mallorka heldur sínu striki á Spáni / B12 í dag íOjil P rctMmyLlmTO! Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is A ÞRIÐJUDÖGUM • ■ •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.