Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Svífðu í léttan leik á mbl.is með Pétri Pan og félögum og þú gætir unnið miða á sýninguna, geisladiskinn með tónlistinni úr sýningunni eða ferð fyrir tvo til London með Samvinnuferðum-Landsýn. Um þessar mundir er ævintýrið um Pétur Pan sýnt í Borgarleikhúsinu. Það fjallar um strákinn sem býr í Hvergilandi og vill ekki verða fullorðinn. Taktu flugið inn á mbl.is, taktu þátt í leiknum og hver veit nema þú vinnir! áKLEÍKFÉLAG//3 g^REYKJAVÍKmjg Samvinnuferðir Landsýn <S>mbl.is -J\LL.7y\/= e/7TiVVÍ4£7 AIÝI /"" Morgunblaðið/Haukur Snorrason Óli í Sandgerði AK kominn á Skagann Fyrsta nýja skipið sem HB kaupir frá árinu 1964 er Höfrungur III kom NÝTT nóta- og togskip bættist í flota Haraldar Böðvarssonar hf. hinn 10. janúar 1999, þegar Óli í Sandgerði AK 14 kom til heima- hafnar á Akranesi. Skipið er keypt nýtt frá Noregi og er fyrsta nýja skipið sem kemur til HB hf. frá ár- inu 1964, þegar Höfrungur III var keyptur. Hann var fyrsta fiskiskip í heiminum með hliðarskrúfur. Skipið er 60,9 metra langt og 11,6 metra breitt, með 4.700 hest- afla vél og ber 1.100 tonn. Skipið er búið fullkomnustu tækni með tilliti til meðhöndlunar á afla og er sérstaklega vel útbúið til nóta- veiða, en er einnig mjög hæft til togveiða. Byrjar á loðnu Skipið heldm- til veiða fyrir mánaðamót og fer þá á loðnu. Það verður á loðnu út vertíðina en fer svo á síld, loðnu og kolmunna í sum- ar. HB gerir nú út níu skip, þar af þrjú loðnuskip. Ætlunin er að selja eitt þeirra alveg á næstunni og annað seinna á árinu. Um næstu áramót bætist svo nýtt skip í flota HB, en það er nú í smíðum í Chile. Heitir eftir Olafi Jónssyni Óli í Sandgerði heitir eftir Ólafí Jónssyni, sem fæddur var á Bræðraparti á Akranesi árið 1907 og lést árið 1975. Ólafur réðst árið 1927 til starfa hjá Haraldi Böðvars- syni á Akranesi, en síðar í Sand- gerði. Hann gerðist meðeigandi Hai-aldar ásamt félaga sínum Sveini Jónssyni árið 1933. Frá árinu 1941 ráku þeir Ólafur og Sveinn, og síðar börn Ólafs, staifsemina í Sandgerði undir nafninu Hf. Miðnes, allt þar til Miðnes var sameinað Haraldi Böðvarssyni hf. á árinu 1997. Dótturdóttir Ólafs, Lára Nanna Eggertsdóttir, gaf skipinu nafn og séra Eðvarð Ingólfsson, sóknar- prestur á Akranesi, flutti blessunar- orð. Kvótakerfí í Perú? STJÓRNVÖLD í Perú hyggjast beita kvótakerfi við veiðar á vannýttum tegundum. Japanska hafrannsóknaskipið Shinkai Maru hefur fundið tölvert af áður ónýtt- um fiskitegundum á djúpu vatni undan ströndum landsins. Þar er til dæmis um að ræða krabba, búra, lýsing, ál og fieiri tegundir. Kvótunum verður úthlutað til skipa skráðra í Perú. Þau verða að hafa veiðileyfi og vera með búnað til gervihnattaeftirlits. Strandveiðiflot- inn fær ekki slíka kvóta, en hugsan- lega kemur einnig til gi'eina að út- hluta kvótum við veiðar á flökku- fiskum. Þeir sem fá kvóta munu greiða fyrir veiðiheimildirnar samkvæmt frétt í Fishing News International, en upphæðin hefur enn ekki verið ákveðin. ■ M — ■ ^JJóteireLátury oátar, urómíði, áukhulax5L.. . S^uÍ4iÍendincj.um er marcjt tiliiita Íacjt Kynntu þér spennandi hótelnám við IHTTI hótel- skólann í Sviss. Fulltrúi frá skólanum heldur upplýsingafund í þingsal 1 á Hótel Loftleiðum mánudaginn 18. janúar kl. 16:30. IHTTI býður upp á: 3ja ára BA ttátn í atþjóðlegum hótelfrœðum j 2 1/2 árs nám í hótelstjórnun ; 1 árs framhaldsnátn i hótelrekstri 1 árs grutttmámskeið «=-'v / < \ School of Hotel Management, Neuchatcl, Sviss Qfríl'lflj'D ° Heimasíða: http://www.ihtti.ch —y ■ ■ __Z
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.