Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 23 Dræmari loðnuveiði FLEST loðnuskipin voru á landleið í gær en gert er ráð fyrir versnandi veðri á miðunum á dag. Veiði var heldur lítil hjá skipunum í fyrrinótt en þau voni þá að veiðum frá 60 til 100 mílur austur af Seley, aðallega á svokölluðu Rauða torgi. Leið- indaveður hamlaði veiðum framan af nóttu og fengust mest um 120 tonn í kasti. Um 15 skip voru á miðunum í fyrrinótt. Skipstjórnar- menn segjast samt verða varir við talsvert magn af loðnu og eru bjartsýnir á góða veiði. Vonskuveður gerði einnig á sfld- anniðunum suður af Snæfellsnesi í fyi-rinótt. Amey KE náði þó í full- fermi af síld, um 550 tonnum, og var á leiðinni með aflann á Djúpavog í gær. Að sögn Þórhalls Óskarssonar, stýrimanns, var síldin nokkuð blönduð. Hann sagði að talsvert væri að sjá af síld á miðunum. Fá skip eru enn á sfldveiðum, enda flest langt komin með sfldarkvót- ann. A yfirstandandi vertíð hefur verið tekið á móti um 70 þúsund tonnum af síld og því tæp 20 þúsund tonn eftir af heildarkvótanum. -------------- Mikið óveitt í Barentshafí MIKLAR þorskaflaheimildir nýtt- ust ekki í Barentshafi á síðasta ári. Ekki tókst að ná um 90.000 tonnum af leyfilegum heildarafla. Er verð- mæti þess afla reiknað upp á um 650 milljónir norskra króna í norska blaðinu Dagens Næringsliv, en það svarar til um 6 milljarða ís- lenzkra króna. Það voru Rússar, sem áttu mest eftir af leyfilegum kvóta, um 46.000 tonn að verðmæti um 3 milljarðar króna. Tekjutap norskra útgerða varð rúmlega einn milljarður króna og Evrópusambandið átti óveidd 24.000 tonn af verðmæti um tveir milljarðar króna. -------------- Frestun mótmælt SKIPSTJÓRA- og stýrimannafé- lagið Verðandi mótmælir harðlega frestun gildistöku reglugerðar um björgunar- og öryggisbúnað fiski- skipa, nánar til tekið 7. grein um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta. „Þetta er í sjötta sinn sem sam- gönguráðherra frestar þessum reglum sem gefnar voru út endur- skoðaðar 21. mars 1994. í öllum til- fellum er það eingöngu að kröfu LIÚ sem þessar frestanir eiga sér stað og í öllum tilfellum er það gert í andastöðu við sjómenn og samtök þeirra,“ segir í samþykkt fundarfé- lagsins. „Fundurinn vill benda sam- gönguráðherra Halldóri Blöndal á það, að í dag er til samþykktur sjó- setningarbúnaður af gerðinni Sig- mund S 2000 sem tvisvar hefur ver- ið samþykktur af Siglingamála- stofnun ríkisins, síðast 6. mars 1995 eftir prófanir, hann er samkvæmt viðin-kenningai'skírteini í gildi til 6. mars árið 2000 og hefur verið sett- ur í mörg skip á síðasta ári þrátt fyrir andstöðu ráðherra og LIÚ, enda sjómenn og útgerðarmenn í Vestmannaeyjum orðnir lang- þreyttir á vinnubrögðum ráðherra. Nú heimtar samgönguráðhen'a að búnaðurinn verði vottaður, og kemur sú krafa frá LÍÚ sem enn einu sinni tekst gegnum nefndar- störf að tefja málið með hjálp ráð- herra. Það verður ömuriegt hlutskipti þeirra manna sem barist hafa á móti þessu tæki ef þvermóðska þeirra á eftir að kosta sjómenn líf- ið,“ segir í samþykkt félagsins. Nýsköpun- artogari í Reykja- víkurhöfn TOGARINN Bjarni Ólafsson AK var keyptur nýsmíðaður frá Englandi í október árið 1947, eða fyrir um hálfri öld. Flestir nýsköpunartogaranna svoköll- uðu eru fyrir löngu komnir í smíðajárn en Bjarni Ólafsson var seldur til Noregs árið 1966 og er enn í notkun. Hann lagði að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðastliðið sumar og var þá fest- ur á filmu. Trausti Guðmunds- son, sem var til sjós í aldar- fjórðung, vakti athygli Morgun- blaðsins á merkri sögu þessa Morgunblaðið/Guðmundur Jakobsson skips á dögunum. Bjarni Ólafs- Reykjavík. Síðastliðna þrjá ára- son var gerður út af Bæjarút- tugi rúma hefur hann svo verið gerð Akraness til ársins 1964 er í þjónustu frænda okkar í Nor- hann var seldur til Blakks hf. í egi. Opið laugardag kl. 12-17 / / I I \ \ \ iv vx\\ ^ * Stárútsala á notuðum bílum í Bílahúsinu Veruleg verðlækkun. Kjör við allra hæfi. Lánum til allt að 60 mánaða og fyrsta afborgun eftir 3-6 mánuði. 2 fyrstu mánuðirnir eru vaxtalausir. Visa eða Euro raðgreiðslur til 36 mánaða. Svo fylgir hverjum bíl nýr GSM sími Það margborgar sig að skoða þessa útsölu. TAL 12 er 12 mánuða GSM áskrift hjá TALI greidd með kreditkorti 12 BÍLAKÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.