Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 29 mestu leik-, tónlistarhúsa- og safna- borg heimsins er að ræða. í Frakk- landi er mönnum löngu ljóst að átaks er þörf í hinum stærri borg- um landsins, á svipaðan hátt og í Þýskalandi, ekki sé einungis nóg að einblína á París, en þar allt í fullum gangi sbr. nú síðast endurskipu- lagningu Pompidou-listmiðstöðvar- innar og víðtæka endurbyggingu aðalsala Stóru hallarinnar, Grand Palais. Hjá Englendingum er líka margt á uppleið og er London skýrasta dæmið, en víða annars staðar á landinu er lögð hönd að. Þetta eru forystuþjóðirnar, en hinar fátækari láta ekki sitt eftir liggja svo sem Spánn, með sitt mikla at- vinnuleysi, en þar er allt í rífandi uppbyggingu, samanber nýju söfnin í Madríd og nú síðast margrómaða listahöll stjörnuarkitektsins Franks Gehrys í Bilbao. Og skyldi allt þetta gert vegna þess að listin skaffar ekki, eða er hér kannski um öfugmæli að ræða? Hvenær var það eiginlega sem grunneiningar þjóða urðu að af- gangsstærð, skyldi ekki frekar um fávísan framslátt listfjandsamlegra afglapa og blindra hagsmunaafla að ræða? ðsókn á hin stærri söfn í heiminum hefur aukist gíf- urlega á síðustu árum, margfaldast til áratuga lit- ið. Og svo við tökum aðeins eitt dæmi komu þrjár milljónir borgandi gesta á Louvre í París fyrir stækk- unina 1988, en nú rúmum áratug seinna munu þeir vera að nálgast sex, og af þeim eru tveir þriðju út- lendingar. Og hvað skyldu fjórar milljónir ferðalanga gefa borginni og þjóðinni allri miklar tekjur ár- lega? Ég er hér að vísa til heildar- tekna, ekki einungis aðgangseyris ásamt bóka- og minjagripasölu, öllu því sem strax er sýnilegt í lófanum. Ekki skal sjást yfu- samgöngutæki að og frá landinu, hótel, neðanjarð- arlestir, langferða- og leigubíla, mat, dægrastyttingar og innkaup hvers konar? Engar tölur hef ég hér, en við getum slegið því föstu að þær séu himinháar, afsanni og raunar sundurkremji framsláttinn, listir skaffa ekki! annig er það óbeini hagn- aðurinn af listastarfsemi sem er drýgstur peninga- lega séð, en hitt sem þær skilja eftir er þó meira um vert sem er sterkari þjóðfélagsgrunnur, heil- brigðara mannlíf og safaríkari jarð- vegur til framtíðar. Sorglegt að enn sem komið er hugsa menn ekki lengra en svo hér á landi varðandi listviðburði og list- hátíðir, en að reyna að ná endum saman í beinum og sýnilegum hagn- aði. Takist það, er sagt að fram- kvæmdin hafi lukkast, hvílík himin- hrópandi vanþekking og einföldun! I nær hálfa öld hefur ski’ifari ver- ið fastagestur á söfnum um allt meginlandið og einnig víðar í austri og vestri og getur því staðfest af sjón og raun umskiptin frá miðbiki aldarinnar, eða haustinu 1950. Ekki aðeins hvað fleiri, stærri og skipu- legri söfn snertir og til muna vina- legi’a andrúm innan þeirra, heldur það sem meira er um vert, að fólk er öllu opnara og áhugasamara, skoðar þau af stórum meiri athygli en áður. Og vel að merkja fyrir- finnst ekki nein afmörkuð stærð í listum fyi’ir, venjulegt fólk, og mun þá vera átt við hinn breiða óupp- lýsta fjölda, því að æðri listir, líkt og mikilfenglegir hlutir í himni, hafi og hauðri eru fyi’ir alla, háa sem lága. Þau tíu skipti sem ég heimsótti Louvre-safnið að þessu sinni, varð ég ekki var við neina ákveðna þjóð- félagsstétt, eða sérstakan aldurs- hóp, öllu heldur alls konar fólk og allra þjóða kvikindi, sem áttu það helst sameiginlegt að skoða af fölskvalausum áhuga og aðdáun það sem fyrir augu bar. Hvort heldur 5000 ára gamla listmuni frá Egypta- landi eða listaverk miðalda, endur- fæðingarinnar, seinni tíma sem og allt þar á milli. Innan um þennan mikia manngrúa sem uppnuminn skoðaði, skoðaði og skoðaði leið mér vel, og það efldi og styrkti vissu mína um að drjúg ástæða er til bjartsýni um viðgang og framtíð sjónmennta í sinni hreinustu og sí- gildustu mynd. Bragi Asgeirsson 'SUMIRI SNIÐGANGAI LVjDSKIPTAVINI ■ÉHOKKAR Innbrotsþjófar gerast nú æ bíræfnari í aö sigta út þau fyrirtæki, þar sem allur aðbúnaður er eins og best verður á kosiö, að þeirra mati. Gerðu strax ráöstafanir til að tryggja að þessir menn sniðgangi þitt fyrirtæki. Kostnaðurinn, samfara örygginu, er aðeins brot af skaöanum sem þeir geta valdið. Firmavörn Securitas fullkomið öryggiskerfi |^nj Securitas býður nú fyrirtækjum að fá að láni fullkomið öryggiskerfi, alsjáandi auga sem hleypir engum óboðnum gesti inn. Fyrir kerfið sjálft og uppsetningu þess þarf ekkert að borga en mánaðarlegt þjónustugjald felur í sér útköll og þjónustu við kerfið allan sólarhringinn. Firmavorn Firmavörnin er samsett af stjórnstöð, þremur hreyfi- skynjurum og sírenu. Kerfið er sett á með einu handtaki þegar fyrirtækið er yfirgefið og er síðan tengt við stjórnstöð Securitas sem er ævinlega í viðbragðsstöðu. Heimavörn og Firmavörn eru vörumerki Securitas. LéttOstur Hreinn, með grænmeti eða með sjávarréttum. Frábært tríó á léttu nótunum. Smurostamir em þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ojrnrétti og sósur, t.d. með fiski, pasta eða grænmeti. Kotasæla með eplum og vanillu. Fitulítil og freistandi! Fjölbreytt útrval LéttOstur í 20 g pakkningum. Handhægur og fitidítill. ÍSLENSKIR W OSTARjyr IAgt fituinnihald ogfáar hitaeiningar! Hrein, með ananaskurli eða með eplum og vanillu. Sígild á brauð, hrökkbrauð og kex, í salöt eða ofnrétti. Létt-Brie Sannkallaður veisluostur. Léttur og góður með brauði, kexi og ferskum ávöxtum. Síðumúla 23*108 Reykjavík •sími 333 3000 • fax 333 3330* netfang sala@securitas.is• hehnaslóð wunv.securitas.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.