Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 51ir~ hann verið sjálfsagður hluti af mínu nágrenni. Þegar ég minnist hans kemur fyrst upp í hugann hans hlýja viðmót og hvað hann var góð- ur og tryggur félagi. Hann var fróður og tók vel eftir öllu sem fyrir augu hans bar og hafði skoðanir á flestu, maður kom ekki að tómum kofunum þegar maður ræddi við Jóa, þótt ekki værum við alltaf sammála. Það sem oftast bar á góma í umræðum okkar var land- búnaðai'pólitíkin og þar með byggðaþróun á Islandi. Það kom líka fyrir að við ræddum viðkæmari og persónulegri mál. Það var inni- hald í öllu sem hann sagði, ekkert bull, hann ígrundaði vel sínar mein- ingar og stóð fast á sínu. Mann- þekkjari var hann góður, tók vel eftir einkennum fólks, hann var mildur í dómum sínum um náung- ann, honum var tamt að taka mál- stað þeirra er minna máttu sín, enda alinn upp með slíkt viðhorf að leiðarljósi. Ég fer ósjálfrátt að bera okkur Jóa saman og sé að við áttum býsna margt sameiginlegt. Báðir miklir dreifbýlismenn. Við unnum okkar átthögum og vildum helst ekki ann- ars staðar þúa. Við trúðum á land- búnaðinn og byrjuðum báðir barn- ungir að stunda búskap af kappi, en örlögin hafa hagað því þannig til hjá okkur báðum að við erum horfnir til annaiTa starfa þótt þau kaflaskipti hafi orðið með ólíkum hætti. Jói var eitt af mestu náttúru- börnum sem ég hef kynnst, hann var vel að sér um jarðsöguna, gróð- urríkið og ekki síst dýraríkið. Því kynntist maður best í ógleymanleg- um smalamennskum sem við fórum saman um Úthlíðarhraun og aðrar slóðir, stundum bara tveir, þá náð- um við afar vel saman. Jói var rammíslenskur bóndi í húð og hár. Sauðfjárræktin var hans fag og hans helsta áhugamál. Hann var mjög fjárglöggur, til marks um það þekkti Jói mínar kindur mun betur en ég sjálfur svo ég mátti oft skammast mín. Það þurfti því ekki að undra að í fjárbúskapnum náði hann árangri sem verður honum al- laf til sóma. Fjárstofninn hans var slíkur að ég hygg að ekki sé ofsagt að hann hafi nálgast landsmæli- kvarða hvað varðar afurðir og myndarleika. Jói var hagur til allra verka og snyrtimennska var honum í blóð borin og má ég ekki gleyma að minnast þess hversu greiðvikinn hann var, hann lagði fram mörg dagsverk þegar ég var að basla í minni uppbyggingu, það stóð alltaf til að ég gerði honum greiða í stað- inn, en ég er hræddur um að þar sé ég enn í skuld. Fyrir fáeinum árum fór Jói að kenna sér meins sem reyndist hon- um þungbært. Það er alltaf jafn sárt að finna hvað mannanna gæð- um er misskipt, ekki síst þegar fólk i blóma lífsins þarf að þola slíkar þjáningar að því verður ekki vært og getur ekki lifað sínu lífi með eðli- legum hætti. Og sárt er að geta ekki orðið vini að liði í slíkum erfið- leikum. Jói minn, í huga mínum skilm- þú eftir skarð sem erfitt verður að fylla. Fyrir okkur sem þekktum þig ert þú persóna sem ekki er hægt að gleyma. Við huggum okkur við að nú hefur þú verið leystur frá þraut- um og að framundan hjá þér er líf sem verður þér léttbærara. Þakka þér fyrh’ samfylgdina. Þeir bræðurnir Steini og faðir minn vilja þakka af heilum hug þær góðu samverustundir sem þeir áttu með þér. Þeim varstu tryggur. Kæru vinir Sigga, Kristinn, Stína, Maggi, Rósa, Ingvar og systkinabörnin. Ykkar missir er mestur og mikið hefur verið á ykk- ar herðar lagt í veikindum Jóa. Mín samúð er öll hjá ykkur. Erfitt er að finna orð sem eiga við á svo erfiðum tímum, lífið verður að fá að halda áfram. Ég vona að góðar vættir styrki ykkur í sorginni og hjálpi ykkur að horfa fram á veginn. Blessuð veri minning Jóa í Aust- urhlíð. Kristófer Tómasson. + Bjarni Jónsson fæddist í Hörgs- dal á Síðu 16.11. 1911. Hann lést á heimili sínu á Alf- hólsvegi 133A að kvöldi 2. janúar sl. 87 ára að aldri. For- eldrar hans voru hjónin Jón Bjarna- son (f. 14.4. 1887, d. 10.12. 1977) og Anna Kristófers- dóttir (f. 15.4. 1891, d. 27.1. 1967). Bjarni var fjórði í röð 15 systkina og ineð honum eru átta þeirra lát- in. Börn Jóns og Onnu auk Bjarna voru: Ragnar Friðrik (f. 3.5. 1908, d. 5.4. 1988), Helga (f. 26.4. 1909, d. 12.3. 1992), Krist- jana (f. 23.9. 1910, d. 19.4. 1925), Sigrún (f. 23.12. 1912, d. 30.4. 1973), Kristófer (f. 31.7. 1914, d. 23.7. 1997), Anna Krist- ín (f. 6.2. 1916), Jakob (f. 6.3. 1917), Ólafur (f. 6.3. 1919), Her- mann Guðjón (f. 25.5. 1921, d. 14.9. 1997), Páll (f. 26.10. 1922), Rannveig (f. 20.12. 1924), Hall- dór (f. 9.3. 1926), Kristjana (f. 3.4. 1927) og Ólafía Sigríður (f. 21.5. 1929, d. 1.6. 1984). Bjarni ólst upp í Hörgsdal þar sem var tvíbýli. Bóndinn á Það var mikið ævintýri að vera unglingur á Hafbjörgu GK-7 frá Hafnarfirði á síldveiðum fyrir Norðurlandi um 1960. Þótt vanda- laust væri að fá fullharðnaða sjó- menn í pláss á bátinn var það regla hjá Ragnari skipstjóra að taka með a.m.k. tvo unglinga á sumarsíld- veiðarnar til að kenna þeim sjó. Sjómennska um hásumar var líka leikur einn miðað við vetrarvertíð í öllum veðrum á 60 tonna báti. En árstíðirnar höfðu engin áhrif á „veðráttuna" um borð. Mér er nær að halda að óvíða í flotanum eða á vinnustöðum yfirleitt hafi ríkt eins mikil kurteisi í mannlegum sam- skiptum og á þessum litla fiskibát. Þar réðu þeir ferðinni bræðurnir Ragnar og Bjarni stýrimaður sem kvaddur er í dag. Það var óþekkt að yfirmennirnir skömmuðu skip- verja þótt eitthvað færi úrskeiðis, aldrei var rekið á eftir með hávaða og leiðbeiningar ætlaðar óvaning- um voru endurteknar og handtökin sýnd af þolinmæði. Það gat ekki verið óhollt að taka út hluta af upp- eldinu á slíkum stað. Þeir sem kynntust andanum um borð í Haf- björgu eiga erfítt með að skilja það þegar tíðkað er að setja samasem- merki á milli sjómennsku og dólgs- háttar með stóryrðum og kjafts- höggum. Og færu ókunnugir í landi með grófyrði svo þeir bræður heyrðu roðnuðum við hásetarnir og snerum okkur undan. Það er ekki þar fyrir: Bjarni Jónsson átti þá og síðar hægt með að setja saman allmergjaðar setn- ingar þegar honum fannst það eiga við. En óvinir hans voru óhlut- kenndir, ekki persónur, miklu fremur hugtök og óþarflegt hátt- erni: hræsni, raup, slaður, flatneskja, kúgun, arðrán. Næg tækifæri voru til þess að láta álit í ljósi þegar þessi ófénaður birtist í ræðu eða riti, gjarnan í fjölmiðlun- um svo sem útvarpi og sjónvarpi. Þegar sléttmálir plötuslagarar birtust á skjánum með fagurgalann máttu þeir eiga von á skorinorðri yfirlýsingu frá nafna mínum. Kannski var hann að skemmta nærstöddum en e.t.v. sjálfum sér í leiðinni. Málið sjálft lék honum líka á tungu. Það var heldur ekki bara þjálfað með því að nota það á langri ævi. Miklu fremur efldi hann málstyrk sinn með þrotlausum lestri í frístundum alla ævi. Hann var alæta á bækur en flest sem hann las hefur mátt kallast vandað, hvað á sinn hátt. Skarpt minni hans bilaði aldrei, ekki heldur í hárri elli, og enginn veit hvað hann öðrum hlutanum var Bjarni, bróðir Jóns, og húsfreyjan þar var Sigríður, systir Önnu. Barnaskarinn á bæjunum var mikill því að börn Bjarna og Sigríðar voru 11 og segja má að þetta nána frændfólk hafi verið eins og systk- ini. Um leið og börn- in gátu reyndu þau að fá vinnu af bæ til að létta á heimilinu og Bjarni fór því ungur að heiman. Hann var þrjú ár í vinnumennsku hjá Lofti pósti á Hörgslandi, bæ skammt frá Hörgsdal. En 18 ára fór hann til sjós og fetaði í fót- spor Ragnars bróður síns sem var kominn suður nokkru á und- an Bjarna. Fyrst var Bjarni eitt ár á bát frá Höfnum og síðan frá Sandgerði. Þá fór hann í fþrótta- skólann í Haukadal, vafalaust með íþróttakennslu í huga. Þetta var tveggja vetra nám, reyndar var hann kaupamaður hjá Sig- urði Greipssyni skólasljóra sum- arið á milli. En þá var siður að menn bættu við sig einu ári er- lendis, flestir fóru til Danmerk- ur, en Bjarni sá engin ráð til að greiða það nám og leiðin lá aftur kunni af skáldskap en oft fór hann með vísur að gefnu tilefni. Hann átti vissulega eftirlætisskáld, nefna má Stein Steinarr, Örn Arnarson og Stephan G. Stephansson. Um þann síðastnefnda sagði hann að alltaf fyndi hann eitthvað í Bréfum og ritgerðum hans þótt. allt annað í skápnum virtist marglesið. Hann mundi líka það sem haft var eftir skrýtnu og skemmtilegu fólki í ýmsum sveitum og ekki síst sinni eigin þótt hann færi þaðan alfarinn á unga aldri. Hætt er við að ýmsar smáskrýtlur úr munni löngu lið- inna karla og kerlinga hafi nú dáið með sögumanninum Bjarna. Þótt Bjarni segði oft kátlega frá samferðamönnum og spaugilegum atvikum er alveg á hreinu að ein persóna var aldrei í hlutverki í ræðu hans, þ.e. umfram allt ekki hann sjálfur. Fyrir bragðið var veröld hans ekki með öllu opin bók fyrir þeim sem þó þekktu hann. Börnum færði hann gersemar af sjávarbotni svo sem kuðunga, ígul- ker, krossfiska og sæstjörnur. Þar var greinilega einhver undraveröld sem hann ræddi lítið í landi. Ekki minnist ég þess að hann segði sög- ur af sjóferðum sínum en skrýtið var að hann þekkti hverja vík þar sem síldarbátinn bar að landi, líka á stöðum sem löngu voru komnir úr mannabyggð, svo sem á Horn- ströndum. Mér var sagt að hann hefði tekið þátt í að semja revíur á Keflavíkurárum sínum á 4. ára- tugnum, þegar sú skemmtun var í tísku, og hafi verið liðtækur í gam- anvísnagerð. Reyndi ég að fá hann sjálfan til að staðfesta eitthvað um þetta. Ekki til að tala um að hann segði frá því, í mesta lagi svaraði hann: „Kannski verið með í að berja saman einhverjar formanna- vísur." Eins fór fyrir kunningja- konu hans sem vildi fá að eiga við- tal við Bjarna um þessi efni í von um að bjarga frá gleymsku smá- sneið af menningarsögunni og fá jafnvel að láta eitthvað koma fyrir almenningssjónir ef vel tækist til. Öllu slíku synjaði hann þvert. Þótt Bjarni hafi verið fáorður um sjálfan sig og óhlutdeilinn um ann- arra hagi hafði hann samt ánægju af góðum félagsskap og spjalli við vini sína. Sjálfur var hann barnlaus en hafði gaman af að koma krökk- um til að hlæja en líka að ræða við þá um merkileg málefni. Það var aldrei hversdagslegt fyrir ungviðið að ræða við nafna minn, ekki alveg hægt að vita hvað var grín eða hvenær honum var alvara? Honum fannst við börnin áreiðanlega a.m.k. á sjóinn. Hann reri á ýmsum bátum frá Keflavík og átti lengi heima þar. Þegar honum þótti sýnt hvert ævistarfið yrði aflaði hann sér vélstjóraréttinda og skipstjórapróf tók hann frá Stýrimannaskólanum. Bjarni var alltaf á fiskiskipum utan nokkur sumur var hann á gæslubáti fyrir Vestíjörðum þar sem skipsljóri var Jón Kristófersson, móðurbróðir Bjarna, og nokkrar ferðir fór hann um stríðsbyrjun í utan- landssiglingar á flutningaskipi með sama skipstjóra. Frá um 1940 var hann stýrimaður á bátum þar sem Ragnar bróðir hans var skipstjóri, lengst á Hafbjörgu GK-7 frá Hafnarfirði 1946-72 og leigði þá herbergi í húsi Ragnars á Linnetsstíg 8 sem nú heitir Smyrlahraun 2. Þegar þeir bræður fóru í land og Hafbjörgin í úreldingu sinntu þeir netaviðgerðum hjá Bæjarútgerðinni og gerðust loks vaktmenn við togara í Hafnaríjarðarhöfn. Síðustu áratugina bjó Bjarni hjá tveim- ur systkinum sínum og mökum þeirra í Kópavogi, fyrst Rann- veigu og Sólmundi Einarssyni í nokkur ár en síðustu tæpa tvo áratugi hjá Halldóri og Sigríði Sigurðardóttur. Bjarni giftist aldrei og átti ekki börn. títför Bjarna verður gerð frá Hafnaríjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. jafnmerkileg og annað fólk og það var ekki of algeng afstaða hinna fullorðnu þar sem heimurinn virtist svo þýðingarmikill. Ekki hefur hann verið frábitinn því að hafa áhrif á okkur án ýtni. Á fermingardegi undirritaðs hafði Bjarni með sér þjóðsögur Jóns Arnasonar og skenkti mér. Þegai- ég nefndi þetta nokkrum áratugum síðar og sagði að ég hefði nú varla þakkað þessa stórgjöf sem vert var á sinni tíð svaraði hann: „Ég hélt kannski að þetta kæmi í góðan stað niður!“ Bókavinur eins og hann smitaði í kringum sig. Sérstaklega er mér minnisstætt á sfldinni að eitt sumar- ið brá hann venju sinni og hafði að- eins með sér eina bók en það var Bi- blían og las hana öllum stundum yf- ir sumarmánuðina. Þetta undraðist ég en hann sagði þá að hann hefði lengi ætlað að leggjast vel yfir hana og láta þá ekki annað trufla sig á meðan. Þetta viðhorf til lestrar vakti foi’vitni og löngun til þess að prófa að hafa sama háttinn á, gefa sig allan í verðug stórvirki manns- andans. í huga Bjarna var dauðinn eðli- legur fylgifiskur lífsins og því ekki ástæða til að æðrast þegar farsælu lífi lauk í fyllingu tímans. Hann gat komist þannig að orði fengi hann andlátsfregn: „Ja, það er í góðu lagi!“ í samræmi við þetta fannst honum óþarfí að gerð yrði mikil rekistefna þegar hann veiktist fyrir fáeinum misserum og var lagður á sjúkrahús: „Get ég ekki fengið að deyja í friði?“ Hann hresstist samt vel í það sinn og hélt líkamlegri og andlegri reisn áfi’am. Þótt Bjarni Jónsson væri fremur lágvaxinn maður bar hann sig vel á velli, hafði limaburð íþróttamanns og var alltaf léttur og kvikur í hreyfingum og teinréttur í baki. Síðustu vikur þótt- ust kunnugir sjá að hann gengi ekki heill til skógar en hann aftók að nokkuð væri að honum, hafði kannski venju fremur hægt um sig og var enn staðfastari við lestur en ella. Loks kvaddi hann óvænt og skyndilega þar sem hann sat upp- réttur í stól sínum, bókin lá á borði alveg við hlið hans, í þetta sinn Rit- gerðir Maó Tse-tungs, 3. bindi. Svona hefði hann viljað hafa það. Hér á vel við að vitna í vin hans Stephan G: „bognar aldrei, brotnar í / bylnum stóra seinast." Við sem eftir lifum söknum góðs vinar og frænda og geymum vandlega minn- inguna um hann. En við finnum líka að hér var vel heppnuðu lífi lokið í sátt. Maður sem auðgaði umhverfi sitt og öllum féll vel við hefur yfir- BJARNI JÓNSSON gefið sviðið, einmitt þegar hans tími var kominn. Bjarni Ólafsson. Eitt af því helsta sem við minn- umst sérstaklega frá því við vorum lítil er þegar við vorum að leik úti í garði og hlupum öðru hvoru út að girðingu og kíktum út eftir Álfhóls- veginum. Þá vissum við sem var að frændi var á leiðinni í heimsókn og biðum spennt eftir því að það grillti 1 hann þar sem hann kom gangandi. Þegar við vorum svo viss um að þama væri hann loksins kominn í sjónmál fengum við leyfi til að hlaupa á móti honum svo við gætum nú fylgt Bjarna frænda í hlað. Þetta voru ósköp spennandi stundir og^f’ enn meiri var svo spenningurinn þegar hann flutti til okkar. Við gleymum seint þeim degi þegar stóri glugginn var settur í bílskúrs- hurðaopið. Þarna ætlaði Bjarni frændi að búa í stóru og rúmgóðu herbergi í kjallaranum. Upp frá þeim degi sem hann flutti inn, fyrir tæpum tuttugu árum, setti hann líf- legt mark sitt á heimilislífið. Bjarni sýndi því alltaf mikinn áhuga sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur og fylgdist alla tíð vel með okkur. Við fundum því fljótt í honum góðan vin sem gam- an var að rabba við um heima og geima. Hann hafði óteljandi sögur að segja um lífið í sveitinni í gamla* daga, sagði okkur frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið og frá ótal mörgum skemmtilegum persónum. Hann var með eindæmum minnug- ur maður og vitnaði gjarnan í gamla kunningja og hló svo heil ósköp af. Hann gat endalaust farið með vísur og sönglað langar þulur. Oftar en ekki leit hann svo á mann og þá fann maður að kímnin kraumaði í honum. Ef ég leit til baka og brosti þá skellti hann upp úr og lyfti öxlunum upp að eyrum N án þess að taka hendur úr vösum auðvitað. Við minnumst þín fyrir svo ótal margt, frændi sæll, en einna helst fyrir manngæsku þína og umhyggju- semi. Það verður ósköp skrýtið að hafa engan frænda á neðri hæðinni sem tekur á móti manni að skóladegi loknum, frænda sem fylgist með því hvað maður er að lesa og hvort skól- inn sé nú endanlega „að pína úr manni líftóruna“, frænda sem fer út á stétt og gáir til veðurs, frænda sem kallar Rebekku litlu „Rebrekku“, frænda sem hreytir ónotum í frétta- mennina og fussar og sveiar yfir stöðu heimsmála dagsins í dag. Þakka þér fyrir allt þetta og svo^. ótalmargt annað. Þín verður sárt saknað, elsku frændi. Hvíl í friði. Anna og Pétur. Snemma árs árið 1996 fór ég í mína fyrstu heimsókn á Álfhólsveg- inn til Halla og Sillu. Þar bjó Bjarni í herbergi á neðri hæðinni og þar fannst honum gott að vera. Ég þekkti Bjarna nú ekki mikið, en hann hafði gaman af því að lesa, það voru margai’ stundirnar sem Bjarni sat í stól inni í herberginu sínu og las bækur, sumar þeirra var hann búinn að lesa margsinnis, hann hafði svo gaman af lestri góðra bóka. Einnig var svo gaman aðli- heyra hann tala um ferðirnar sínar í gamla daga frá Kirkjubæjarklaustri til Reykjavíkur. Ég man svo vel þegar við Pétur fengum okkur hundinn hann Patta, alltaf kom bros á vör á Bjama gamla þegar þeir hittust. Bjarni kallaði hann alltaf litla svertingjann sinn. Þegar fólk er orðið gamalt eins og Bjarni var orðinn þá fer það oft að tala við sjálft sig, Bjarni gerði það nú en eitt af því sem var svo gaman var að heyra Bjarna tala við fréttamennina í sjónvarpinu. Hann^ sat í stólnum sínum og sagði hina ótrúlegustu hluti við sjónvarpsskjá- inn og glotti svo á eftir. Það er nefnilega það, Bjami minn, nú er þinn tími kominn og þykist ég vita að þarna uppi finnist þér gott að vera. Kæra fjölskylda, Guð styrki ykk- ur í þessari sorg. <L. Fríða Björgvinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.