Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 49 Leiðtoginn og virðingar- stiginn EITT af undirstöðuatriðum þess að markmið þjálfunar og reiðmennsku gangi upp er að samskipti hests og manns séu með þeim hætti þeii' skilji hvor annan og alveg sé á hreinu hvor er ofar í virðingarstiganum. Hestur- inn sem er flóttadýr að upplagi hefur undir öllum eðlilegum kringumstæð- um lært á virðingarstigann í uppvexti í stóðinu og um það snýst málið í samskiptum við manninn. Hafi hest- urinn ekki lært að víkja fyrir þeim sem ofar eru í stiganum þarf maður- inn að kenna honum að finna sinn sess. Algengt er að hross sem alin eru upp í nánu samneyti við manninn læri ekki undirstöðuatriðin, þau líta gjarnan á manninn sem félaga og jafnvel þjón sem færir þeim brauð og annað góðgæti. Þegar svo á að temja þessi hross getur orðið misskilningur sem getur leitt til árekstra milli tamningamanns og hestsins. Algengt er einnig að hross sem kunna leikreglumar í stóðinu en fá síðan „gott“ atlæti hjá nýjum eiganda, uppgötvi nýjar reglur í samskiptum við manninn. Með öðrum orðum að al- gengt er að hross séu ofdekruð og er þá ekki verið að tala um hvort þeim sé gefið brauð eða ekki. Það að hrossinu sé ekki kennt í upphafi að bera virð- ingu fyrir og víkja fyrir manninum á þann hátt að það haldi þó sjálfstæði sínu og reisn getur skapað ýmiskonar vandamál síðar meir. Valkostir hestsins En hvemig lærir hesturinn? Atli Guðmundsson og margir aðrir góðir tamningamenn nota þá aðferð að gefa hestinum möguleika að velja. Er þá um tvo kosti að ræða, annars vegar áreiti sem getur orðið óþægi- legt þegar til lengdar lætur og hins vegar ekkert áreiti. Með endurtekn- ingu lærist hestinum að skilja hvor möguleikinn verður honum til þæg- inda. Tökum sem dæmi þegar hestur er hvattur af stað. Ef hann er áreitt- ur (hvattur) með písk í afturhlutann fer hann af stað og þá linnir áreitinu. Á þann hátt lærir hesturinn að til að losna við áreitið sé lausnin af fara af stað. Á sama hátt lærir hesturinn að til að losna undan taumtaki (hamlandi taum) gefur hann eftir og knapinn gefur tauminn á móti, áreit- inu linnir. Hesturinn velur sem sagt alltaf þægilegasta kostinn, knapinn umbunar hestinum þegar hann gerir rétt með því að hætta áreiti og ti-yggir með því skilning hestsins á því sem óskað er af honum. Hesturinn var áður í hlutverki bráðar í fæðukeðju náttúrunnar og því var honum eiginlegt að flýja þeg- ar rándýr reyndu að drepa hann til átu. Hann telst því flóttadýr og eðli- leg viðbrögð hans við allri ógnun og óþægilegu áreiti er flótti. Þar er um eðlisviðbrögð að ræða en ekki eitt- hvað sem einhver hefur kennt hon- um. Nútímahesturinn sýnir flóttavið- brögð og kannast hestamenn við það m.a. í formi spennu. Allt áreiti spenn- ir hestinn upp ef því er haldið áfram linnulaust. Til dæmis ef knapi hangir í taumum og gefur ekkert efth’ á móti þótt hesturinn sýni viðleitni til að gefa eftir. Spenntur hestur reynir að flýja óþægindin og hefur verið al- gengt að menn rugli saman spennu og vilja. Hesturinn þarf að vera í andlegu jafnvægi til að geta lært og er vert fyrir alla sem fást við tamn- ingar að vera þess ætíð minnugir. Agaður eða kúgaður Hesturinn er flokksdýr þar sem raðað er í virðingarstiga og einn í hópnum er leiðtogi. Þegar hesturinn er kominn undir mannahendur tekur maðurinn við leiðtogahlutverkinu. Hann þarf að ávinna sér traust og virðingu hestsins, vera ákveðinn en sanngjam og aga hestinn. Oft gætir misskilnings þegar talað er um ögun og rík tilhneiging til að setja sama- semmerki á milli ögunar og kúgunar. Sá er munur á að rétt öguðum hesti líður vel en þeim kúgaða líður illa. Að sama skapi líður öguðum hesti betur en þeim sem er ofdekraður, frekur og y’firgangssamur. Agaður hestur er með gott sjálfstraust og öruggur með sig. Atli orðar það svo að hann leitist við að gera hestinn sem hann temur S' HESTAR Group Teka AG CKO Eldunartæki KUCHENTECHNIK '■'-ífí... ....... . OC OAH \ VERSLUN FYRIR ALLA ! 3 stk. í pakka K\(. OQ.SUU stgr. (verð miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). MorgunblaðiðA’aldimar Kristinsson TIL AÐ ná hámarksárangri þurfa saniskipti knapa og hests að vera í góðum farvegi. bendingu frá tamningamanni. Þeir velja þægilegri kostinn. Agaleysi og spenna Atli segir að stóran hluta vanda- mála hestamanna með hesta sína megi rekja til misskilnings í sam- skiptum manns og hests. Maðurinn er greindari aðilinn í þessum sam- skiptum og því hvflir mun meiri ábyrgð á hans herðum að gera sig skiljanlegan og læra á það táknmál sem hesturinn notar til tjáningar. Afleiðingar misskilnings eru einkum tvenns konar, annars vegar agaleysi hestsins og hins vegar spenna sem hvort um sig gerir það að verkum að eðliskosth’ hestsins nýtast ekki sem skildi og því minna sem vandamálin eru djúpstæðari. Augu manna sem fást við reiðkennslu hafa því í ríkari^ mæli beinst að almennum samskipt- um mannsins við hestinn. Öll erum við alin upp í því að vera góð við dýrin en ætla má að sá góði lærdómur verði ofurlítið misskilinn seinna meh’ þegar farið er að halda hest. Að mörgu leyti má líkja saman tamningu á hesti og uppeldi á barni. I báðum tilfellum þarf að sýna mikla jákvæðni og hlýju en sömuleiðis þarf að taka á agamálum ef eðliskostir barnsins/hestsins eiga að njóta sín þegar fram í sækir. Við okkur blasa víða vandamál vegna agaleysis bæði í hestamennskunni og mannlífinu eins og fréttir undanfarna daga úr mannheimum sanna best. Valdimar Kristinsson að vinnuglöðum sjálfboðaliða en ekki óttaslegnum þræl. „Yfirvegað ofríki“ Hesteigandi eða tamningmaður þai-f að skilgreina í upphafi hverrar gerðar hesturinn er að upplagi. Við höfum næma hesta sem geta verið viðkvæmir í byrjun og þarf því að fara að þeim með örlítilli gát en þó ákveðni. Þegar búið er að vinna traust þessara hesta eru þeir oft skemmtilegir að vinna með, svara vel öllum bendingum og gjarnan vinnu- fúsir. Á hinum jaðrinum er svo sá of- dekraði, freki, sem virðir engar regl- ur og lítur jafnvel niður á manninn. Byrja þarf á að kenna honum ákveð- in undirstöðuatriði sem sá næmi kann eða lærir á augabragði eins og að sýna viðbrögð við bendingum tamningmanns. Þarf oft að sýna slík- um hestum mikla ákveðni og eiga þá vel við orð Theódórs Arabjömssonar fyrrverandi hrossaræktaiTáðunaut- ar sem hann notar oft í bókum sínum „Hestar“ og „Jámingai’“. Segir hann að sýna verði sumum hestum „yfir- vegað ofríki" sem þýðir með öðrum orðum að gera verður sterkan grein- armun á þvi hvað er rétt og hvað er rangt. Refsa verði hestinum þegar hann sýnir yfirgang eða þumbara- skap. Umbun og refsing gegna veigamiklu hlutverki þegar verið er að skipa hestinum á sinn stað í virð- ingarstigann og undirstrika leiðtoga- hlutverk tamningamannsins. Mikil- vægi refsingarinnai’ er mjög mikið í sumum tilvikum en minnkar eftir því sem hesturinn skynjar stöðu sína og sættir sig við hana. Hins vegar má segja að umbunin gegni áfram mikil- vægu hlutverki í gegnum allt þjálf- unar- og uppbyggingarferlið. Mikil- vægt er að öll tamning byggist á já- kvæðni þegar hesturinn er búinn að læra undirstöðuatriðin en ekki sé verið að refsa í tíma og ótíma fyrir smávægilegar yfirsjónir. Mjög mikilvægt er að allar ábend- ingar sem hestinum eru gefnar skfli einhveiri svörun til baka. Sérstaklega á það við um daufa hesta. Tökum sem dæmi ef kenna á hesti að víkja til hlið- ar. Staðið er við hlið hestsins og píski slegið létt í síðu hestsins eða læri. Sýni hesturinn engin viðbrögð eða viðleitni á að færa sig til hliðar er styrkur hvatningarinnar (áreitisins) aukinn þar til hesturinn sýnir við- brögð. Við minnstu hreyfingu undan hvatningunni er áreitinu hætt og hestinum umbunað með hlýjum rómi eða klappi. Þannig finnur hesturinn þægindi í stað óþæginda og eftir fáar endurtekningar eru flestir hestar búnir að læra að víkja til hliðar eftir Innifaliö í tilboði: Innbyggingarofn, af fullkomnustu gerð með grilli og grillteini, HT490 eða HT490ME. Helluborð 4ra hellna, með eða án stjómborðs. Vifta TUB60, sog 370 m3 á klst.. Vi& Fellsmúla Simi 588 7332 ■■■ §| ■ NestJe BllllCl-UP Nestlé Build-Up er bragögóöur drykkur sem inniheldur 1/3 af ráölögöum dagskammti (RDS) af 12 vítamínum og 6 steinefnum auk prótíns og orku Upplýsingar um næringarinnihald: Build-Up fyrir alla Góö aðferð til þess að auka neyslu vítamína og steinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda. Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki og öllum þar á milli. Build-Up á meögöngu og meö barn á brjósti Tryggir aö nægilegt magn næringarefna sé til staðar á þessum mikilvæga tíma Build-Up eftir veikindi Sér til þess aö þú færö öll réttu næringarefnin til þess að ná skjótum bata Build-Up - fljótlegur drykkur Eitt bréf út f kalda eöa heita mjólk eða ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragögóðan drykk stútfullan af næringarefnum f 284 ml. af mjólk % af RDS Orka kj 1395 kcal 330 Prótín g 18,0 Kolvetni 9 37,1 þar af sykur g 36,5 Fita g 12,4 þar af mettuö g 7,5 Trefjar g 0,6 Natríum g 0,4 Kalíum mg 810 Vltamln A-vítamín ng 300,0 38% B1-vítamín mg 0,6 43% B2-vítamín mg 1,0 63% B6-vltamín mg 0,9 45% B12-vltamin H9 1,7 170% C-vítamln mg 23,0 38% D-vltamfn 1,8 36% E-vítamln mg 3,3 33% Blótln mg 0,06 40% Fólín H9 84,0 42% Níasln mg 6,2 34% Pantótenat mg 3,0 50% Stelnetnl Kalk mg 607,0 76% Joö ng 94,0 63% Jám mg 5,5 39% Magnesíum mg 132,0 44% Fosfór mg 534,0 67% Zink mg 6,3 44% Dæmi um hvaó vrtamín og steínefní gera fyrír þíg A-vítamín Nauðs.yníegí tH \'a\Z3' cg *. ínaias. vefja. viö.heiduf m>*: eg ^e'ibrrgð. horunds. Ver siimbuS • mu-nnr neff. haísi og'lungum. viönam gegn sykingum og Dætu sp.mna H,aípar \iö myhdun beina. B2-VÍtamín ;R.eon-t'. n Njalpar við aö nyta. orkuna i tæöu. hjálpar viö myndun motefna og rauöra bloökorna. Naiiösynlegt tii aö viöhafda horundi. noglum narí og goöri sjon Niacin (Niasin-vitamirv B3‘ öætii bloörasina og lækkar kolestrol i bloöi Viöheldui taugakertinu. lækkar háan bloöprysting. hjalpar v'iö meltingu óg stuölar aö heilbugöí huöai Zink Mjög mikilvægt íyiir onaVmiskertiö tlytii tyrir aö sar groi og ei mikilvægt fyrir stoöugleik<i bloösins ViöÓeldut álknline jafnvægi likamans. s ú k k u jaröabcrja v a n i I I u bragólaust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.