Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 39 iugardag. Skúli Magnússon flugsljóri vinstra megin lendir þotunni og Ármann Sigurðsson flugmaður situr hægra megin. „Þetta er engin jarð- arför,“ varð ein- hverjum á orði. Þarna- var einnig Sólrún Jónsdóttir sem búið hefur í borginni í 29 ár og unnið hjá Flugleið- um síðustu 15 árin. „Nú þegar ferðirnar verða ekki fleiri starfa ég á skrifstof- unni í borginni til fyrsta mars en síðan veit ég ekki hvað tekur við,“ sagði Sól- rún og sagði leiðin- legt að ekki skyldi vera hægt að halda þessum áfangastað inni í áætlun félags- ins. Emil segist vinna heiman frá sér þeg- ar skrifstofunni verður lokað. „Þá svara ég fyrirspurn- um í síma og bókanir fara fram gegnum okkur eða ég vísa með símsvara á næstu Flugleiða- skrifstofur því ég verð einnig á ferðinni og sinni ferða- skrifstofunum, dreifi bæklingum og öðrum upplýsingum til þeirra,“ seg- ir Emil. Hann segir Frankfurt, Am- sterdam og París nálægustu áfanga- staði Flugleiða og þangað sé leiðin tiltölulega gi'eið með lestum. Koina þeir ekki aftur? ÁHÖFNINA skipuðu: Skúli Magnússon, Kristín Thoroddsen, Hrafnhildur E. Árnadóttir, Ármann Sigurðsson, Oddný Arthursdóttir, Sunna Jó- hannsdóttir og Sigrún B. Baldvinsdóttir. flugfreyja. Undir það tók Hrafn- hildur E. Ármannsdóttir og þær sögðu Flugfreyjufélagið lengi hafa verið með íbúð í borginni sem fé- lagsmenn og aðrir hjá fyrirtækinu hafa getað nýtt sér að leigja. Þær hefðu báðar viljað að meiri áhersla yrði lögð á að markaðssetja Lúxem- borg áfram en sögðust vita að for- ráðamenn félagsins hefðu reynt allt og svo virtist sem nauðsynlegt væri orðið að bregðast við breyttum að- stæðum með þeirri sorglegu ákvörðun að hætta nú Lúxemborg- arfluginu. Emil Guðmundsson, umdæmis- stjóri Flugleiða í Lúxemborg, kom út í vél þegar hún var lent og færði afa Flugleiðamenn fengið hleðslu- áhöfninni gjöf til minningai um ígar. Marc Tholl hefur starfað þar þessa síðustu ferð. Að öðru leyti var *aðir. engin viðhöfn í kringum þessa ferð. Luxair rekur flugumsjónarþjón- ustu fyrir þá sem um völlinn fara og þar fá Flugleiðamenn hleðsluskrár og aðrar upplýsingar sem þarf en flugáætlun er höfð með að heiman. „Áður fyi*r var hér flugumsjón og starfsmenn félagsins sáu um alla þessa hluti en það hefur löngu verið aflagt," sagði Skúli. Marc Tholl hef- ur starfað lengi við flugvöllinn í Lúxemborg. „Eg hef síðustu árin verið hér í flugumsjón en var áður við ýmis afgreiðslustörf og hef átt mikil samskipti við íslensku flug- mennina," segir hann og rifjar upp að hann þekki Smára Karlsson, fyrrverandi flugstjóra, og segist hafa veitt með honum. „Eg kem til með að sakna Flugleiðamanna og það munu fleiri gera hér því þeir hafa oft verið með svo mikil umsvif. Heldurðu ekki að þeir komi bara aftur? Ég trúi ekíd öðru,“ sagði hann vongóður að lokum. Rómantík frá liðnum tíma er ofar- lega í huga þeirra sem löng kynni eiga við Lúxemborg og þeir munu sakna flugvallarins, samskipta við samstarfsmenn sína og borgarinnar. Helst kemur sambandsleysið niður á Islendingunum sem þarna búa og hafa nýtt ferðirnar fyrir sig og sína. En nýjar aðstæður krefjast breyt- inga og menn sætta sig trúlega við þær á endanum. ÞÓRHILDUR Hinriksdóttir og Þórður Sigurjónsson hafa búið í Lúxem- borg í áraraðir og segja félagslegar breytingar hjá Islendingum í borg- inni verða miklar þegar þeir geta ekki lengur nýtt sér ferðir Flugleiða. leiða. „Við höfum eins og aðrir Is- lendingar í Lúxemborg notið þess að flugið til íslands hefur verið ódýrt,“ segja þau hjón. Þór hefur af enn iengri reynslu að státa en nú á Lúxemborgarárunum þvf hann sótti í um tvo áratugi fundi hjá Mannréttindadómstólnum í Strasbourg sem þá voru kannski 10 til 12 á ári. Þá var fljótlegasti kosturinn að fara Lúxemborgar- leiðina. Heimsóknir ættingja stopulii Á næstu grösum í vélinni var Þórhildur Hinriksdóttir sem hef- ur síðustu árin rekið gistiheimili í Lúxemborg. Hún var áður flug- freyja hjá Cargolux. Maður henn- ar er Þórður Sigurjónsson flug- stjóri hjá Cargolux. „Eg hef mikl- ar áhyggjur því þetta þýðir hrein- lega félagslega breytingu hjá okkur sem höfum búið hér í ára- tugi og búið að þessum tíðu ferð- um milli Lúxemborgar og Is- lands,“ segir Þórhildur. „Hér hafa menn farið út á völl til að fylgjast með hverjir væru á ferðinni, við höfum alltaf getað komið sending- um á einfaldan hátt á milli og nú sjáum við til dæmis fram á að fá ekki Moggann. Það er líka fyrir- sjáanlegt að heimsóknir ættingja verða stopulli og þannig mætti lengi telja.“ Hún sagði samt nokkra bót í máli að Luxair hygð- ist fljúga til íslands á sumri kom- anda. „Ég hef líka áhyggjur fyrir hönd vina minna lijá Flugleiðum því ég held að þetta sé ekki rétt ákvörðun. Um 80 þúsund farþeg- ar hafa farið hér á milli síðustu árin og ég sé ekki hvar á að fá farþega í staðinn. Það munu aðrir taka bráðlega upp flug milli Lúx- emborgar og Bandaríkj- anna.“ Breytir afstöðu danska útlend- ingaeftirlitsins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÉG Á ekki von á öðru en að málið leysist í þessari viku,“ segir Vilhjálm- ur Örn Vilhjálmsson fornleifafræð- ingur. Vegna rannsókna sinna á af- skiptum danskra embættismanna af Gyðingum fyrir stríð og á stríðsárun- um hafði hann farið fram á skjalaað- gang hjá danska útlendingaeftirlit- inu. Höfnun þaðan hefur leitt í ljós að eftirlitið virðist ekki fara að dönskum skjalalögum. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku og framvinda þess verið stöðugt fréttaefni undan- farnar vikur. Trú á kerfíð þrátt fyrir allt „Það er sterk hefð fyrir skjalasöfn- un í Danmörku og dönsk skjalalög eru mjög góð,“ segir Vilhjálmur Örn í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel að vera eigi gott eftirlit með skjalasöfn- um, en það hefur komið í ljós að Út- lendingaeftirlitið hefur túlkað lögin á sinn hátt.“ Þegar stofnunin hefur fengið umsókn um aðgang að skjala- söfnun hefur komið fyrir að neitað hafi verið um aðgang á forsendum innanhússreglu, sem ekki virðist eiga sér stoð í lögum og þá borið við að um viðkvæmar persónuupplýsingar sé að ræða. Vilhjálmur Örn segir að í sínu til- felli hafí hann fylgt hefðbundnu ferli, sem er að hann sótti um aðgang að tilteknum skjölum Útlendingaeftir- litsins hjá Ríkisskjalasafni. Eftii* að umsóknin var afgreidd sótti safnið um aðgang fyrir hönd Vilhjálms Ai*n- ar hjá Útlendingaeftirlitinu. Þetta ferli er trygging fyrir að safnið viður- kenni fræðimanninn og rannsóknir hans, en samt sem áður fékk Vil- hjálmur Örn neitun. í endurskoðuðum skjalalögum frá 1997 segir að stefna skuli að sem auð- veldustum aðgangi fræðimanna að skjalasöfnum. Stefnan er því að opna skjalasöfn fyrir ábyi’gum fræðimönn- um. Vilhjálmur Örn segir að starfs- mönnum safnsins hafí verið ljóst að Útlendingaeftirlitið hafí síðan 1996 starfað eftir einhven-i sérreglu, en þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir safnsins hafí eftirlitið ekki viljað skýi*a sitt mál eða funda um málið. Nú hefur mikil umfjöllun fjölmiðla og sá þrýstingur sem hún hefur skap- að leitt til að fulltrúar Ríkisskjala- safns, innanríkisráðuneytis og Út- lendingaeftirlitsins munu á morgun fjalla um málið. Vilhjálmur Örn á von á að sá fundur muni leiða til lausnar í sínu máli. Einnig er líklegt að um leið muni Útlendingaeftirlitið neyðast til að endurskoða afstöðu sina almennt til aðgangs að skjalasöfnum. „Þrátt fyrir allt hef ég trú á danska kerfínu," segir Vilhjálmur Örn, „þó alltaf geti eitthvað farið úrskeiðis.“ Auk athygli frá fjölmiðlum hafa ýms- ir þingmenn sýnt málinu mikinn áhuga og tekið það upp á sína arma, enda er almennt mikill áhugi í Dan- mörku á sem opnustum aðgangi að upplýsingum, þó persónuvernd sé einnig ríkuleg. Fræðimenn eiga rétt á aðgangi að upplýsingum Ymsar vangaveltur eru uppi um hvaða hagsmuni Útlendingaeftirlitið sé að vernda með sértúlkun sinni á skjalalögunum. I viðtali við Berl- ingske Tidende á sunnudaginn segir Bent Lexner yfirrabbíi að engin ástæða sé til að fordæma dönsk yfír- völd, en sannleikann verði að leiða í ljós. Vilhjálmur Örn segist ekki vilja leiða að þessu neinum getum, en seg- ir að mikilvægu skjalasafni saksókn- ara Kaupmannahafnar frá stríðsár- unum hafi að mestu verið eytt 1946. Einstök varðveitt skjöl benda þó til að það skjalasafn hefði gefíð fyllri mynd af samskiptum danskra yfir- valda og Þjóðverja. „Ef við hefðum það þekktum við alla söguna," segir Vilhjálmur Örn. Æ fleiri láta málið til sín taka og hafa bæði þingmenn og ráðherrar lýst vilja til að upplýsingar liggi á lausu fyrir fræðimenn, eins og lög gera ráð fyrir. f gær lýsti Ole Esper- sen umboðsmaður dönsku stjórnar- innar um mannréttindamál því yfir við Berlingske Tidende að hann hygðist fara fram á ítarlega greinar- gerð frá Thorkild Simonsen innanrík- isráðherra, sem hingað til hefur ekki viljað ræða málið. Espersen sagði að ekki væri nóg að vísa aðeins til að upplýsingarnar væru viðkvæmar, eins og Claes Nilas yfirmaður Út- lendingaeftirlitsins hefði gei*t, heldur væri aðeins hægt að neita um aðgang að skjölum ef um væri að ræða upp- lýsingar sem gætu verið verulega óþægilegar fyrir einstaklinga. „Það getur ekki verið ætlunin að bara eigi að vernda embættiskei*fið,“ sagði Espersen. „Túlkun Útlendingaeftir- litsins á reglunum er undarleg og kemur á óvart. Réttur til upplýsinga er ekki takmarkaður og gildir einnig um skjalasöfn er snerta embættis- færslu ríkisins," segir Espersen. Fræðimenn mæta yfírleitt miklum velvilja og skilningi á dönskum skjala- söfnum, svo mál Vilhjálms Arnar er undantekning fremur en regla. Þó ákvæði, sem vernda persónulegar upplýsingar séu til staðar, þykir Út- lendingaeftirlitinu í þessu tilfelli ekki stætt á að vísa til þeirra, enda er hér um að ræða upplýsingar um látið fólk. Rannsóknir sem var[ia nýju ljósi á samskipti Dana og Þjóðverja „Það sem Vilhjálmur Örn hefur dregið fram er alveg ný hlið á sögu Gyðinga í Danmörku,“ segir Bent Blúdnikov í samtali við Morgunblað- ið. Blúdnikov er helsti fræðimaður Dana um sögu Gyðinga. í bók sinni, Som om de slet ikke eksisterede frá 1991, sem vakti mikla athygli, sýndi hann fram á andgyðinglegar tilhneig- ingar meðal danskra embættis- manna. „Vilhjálmur Örn fer miklu dýpra og sýnir fram á að meðhöndlun Gyðinga í danska kerfínu var ekki til- viljanakennd, heldur samræmd stefna, sem byggði á andgyðinglegri afstöðu." Það voi*u rannsóknir á Gyðingum á íslandi, sem undu upp á sig og leiddu Vilhjálm Örn á sporið um að danskir embættismenn hefðu upp á eigin spýtur og ýumbeðnir vísað Gyðingum úr landi. I Danmörku fékk hann að- gang að nokkrum skjölum, sem bentu í áðurnefnda átt, en þau skjöl segist hann vísast hafa fengið fyrir slysni. Það voru svo þýsk skjöl, sem komu honum fyrir alvöru á sporið. Þessi niðurstaða stangast mjög á við þá mynd sem umheimurinn hefur af Dönum í seinni heimstyrjöld, því þeirra er einkum minnst fyrir að hafa í október 1943 bjargað um sjö þúsund Gyðingum yfir til Svíþjóðar. Vil- hjálmur undirstrikar að málin, sem hann sé að fást við séu undantekning- ar, því á sama tíma og nokkrir dansk- ir embættismenn hafi verið að neita Gyðingum um landvistarleyfi eða framselja þá til Þýskalands hafi aðrir Danir verið að bjarga Gyðingum. „Það voru einfaldlega einstaka menn í stjórnkerfinu sem veðjuðu á sam- starf við nasista.“ Vilhjálmur Örn heíur áfram áhuga á sögu Gyðinga á Islandi, einkum fram að seinna stríði og hyggst halda þeim rannsóknum áfram. Hann skrif- aði nýlega grein í danska tímaritið Udsyn um það efni. í dagbók dansks embættismanns, sem var á íslandi, er meðal annars sagt frá samtali hans 1937 við Hermann Jónasson, sem sagði að ísland hefði alltaf verið nor- rænt land og ætti að vera það áfram. Þess vegna ættu Gyðingar að hverfa frá íslandi. „Við getum fagnað því að ísland var hernumið af Bretum og að Bandaríkjamenn voru svo á fslandi, því þeim fylgdi vestræn hugsun," segir Vilhjálmur Örn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.