Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Af eyðimerkurdrottningunni Gertrude Bell í blúndukjól og með postu- línsborðbúnað Ekki alls fyrir löngu kom út bók um Ger- trude Bell, breska konu af auðugu yfir- stéttarforeldri sem fæddist 1868 og fékk ung brennandi áhuga á Miðausturlöndum. Hún fór margar ferðir þangað, lærði arab- ísku off komst í kynni við háa sem lága, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir og íjallar um þessa ævintýrakonu og bókina um hana sem Janet Wallach skrifaði. GERTRUDE Bell er fjói-öa frá vinstri, eina konan á myndinni. Henni á hægri hönd er Winston Churchill, á vinstri hönd Arabíu-Lárens. Myndin er tekin í tengslum við Kaíró-ráðstefnuna 1921. Á ÖLLUM tímum hefur verið uppi ævintýrafólk sem hefur lagst í ferðir langt á undan samtíð sinni. Um það þarf ekki að fjölyrða. En með nokk- uð góðri samvisku má telja bresku aðalskonuna Gertrude Bell einstaka: hún ferðaðist á úlföldum um Arabíu- skagann þveran og endilangan í byrjun þessarar aldar og með inn- fædda fylgdarmenn sem sáu um að passa upp á silfurborðbúnaðinn, hægindastólana, sólhlífamar og allt sem ungum dömum Viktoríutímans þótti nauðsynlegt að hafa í farangri sínum. Hún var af tiginbornu foreldri, dæmigerðri yfirstéttarfjölskyldu, missti móður sína barnung en faðir hennar, Hugh Bell, kvæntist aftur og samband Gertrude við fóstur- móður sína virðist með tímanum hafa orðið hið besta og það má sjá á bréfum til hennar og fóður hennar sem Janet Wallach byggir bók sína að mestu á, þó augljóst sé að hún hefur leitað fanga víðar. Gekk ekkert að ná sér í mann Á þeim tíma sem Gertrude Bell var að alast upp í sinni hefðartilveru á síðustu áratugum 19. aldarinnar var það stórmikið vandamál ef stúlk- ur náðu ekki að tryggja sér eigin- mann við hæfi. Eftir lýsingum á Gertrude svo og myndum af henni að dæma, virðist hún hafa verið hin þokkalegasta útlits og auður fjöl- skyldunnar einn hefði átt að duga til að hún fengi gott gjaforð. Sjálf var hún fjarri því að vera höll undir málstað ensku súffragett- anna og virðist hafa sýtt ólán sitt í karlamálum. Nokkrum sinnum var hjónaband í augsýn en aldrei varð neitt úr neinu og loks var hún send til vina og frænda í Jerúsalem til að jafna sig á öllu saman. Þar lagði hún stund á arabísku og náði góðu valdi á henni sem siðar átti eftir að fleyta henni æði langt. Hún talaði einnig frönsku, pers- nesku, ítölsku og þýsku en þótti ar- abískan erfiðast tungumála sem hún hafði lagt stund á. Hún var þrítug að aldri þegar þarna var komið sögu og hugðist dvelja nokkra mánuði í Palestínu og dreifa huganum með því að stunda nám í arabísku af mikilli elju. Hún ferðaðist um landið, komst til Petra sem nú er í Jórdaníu og virðist hafa heillast af íbúum og landi. Þetta er að sjálfsögðu á tímum Ottomanveld- is Tvrkja og á þessum tima bjuggu ekki nema nokkur þúsund Gyðinga í landinu. Eftir að hún sneri heim til Eng- lands í hráslagann og kuldann en jafnframt litríkt samkvæmislíf yfir- stéttarinnar - þar sem foreldrar hennar gerðu enn nokkrar tilraunir til að útvega henni viðeigandi mannsefni - virðist sem hún sjálf hafi verið búin að gera upp hug sinn. Hún ákvað aðra ferð 1902 og lagði þá enn stund á arabísku og jók við persneskukunnáttu sína. Hún varð aðnjótandi mikillar athygli og aðdá- unar og skrifaði foreldrum sínum himinlifandi: „Hér er ég PERSÓNA, fólk virðir mig og sæk- ist eftir návíst minni ... það er eins konar stöðutákn hjá mörgum að hafa hitt mig ... er þetta ekki stór- kostlegt?" Næstu ár á eftir ferðaðist hún víða, oft með föður sínum, sótti Ind- land heim, kleif fjöll í Sviss og gerði víðreist. En loks stóðst hún ekki mátið lengur, eyðimörkin kallaði hana til sín og í ársbyrjun 1905 sigldi hún frá frá Marseille til Aust- urlanda. Þó hún hafí komið til Eng- lands öðru hverju er ekki ofmælt að segja að frá 1905 og til dauðadags hennar 1926 var heimili hennar í Miðausturlöndum lengst af i Bagdad. Skrifaði greinar í blöð og ritaði nokkrar bækur Henni lék hugur á að kynna löndum sínum menningu og siði Araba sem þeir voru fáfróðir um eins og fleiri fyiT eða síðar. Hún var með mikinn far- angur; silkikjólar, barðastórir hattar, silfurborbúnaður- inn og postulíns- baðkarið, allt var tekið með: Gertru- de Bell ferðaðist eins og sönn hefð- ardama um lendur Arabíu og enginn bakpokaferða- langur var á ferð þegar hún var ann- ars vegar. Hún dvaldi nokkra hríð í Jerúsal- em og endurnýjaði þar kynni sín við ýmsa mektarmenn og hitti gamla vini. Þar lauk hún bók sinni „The Desert and the Sown“, skrifaði fyrir ýmis bresk blöð og var orðin kunn í Bretlandi íyrir skrif sín um þennnan heimshluta sem flestum var lokuð bók. Bók hennar fékk afbragðs dóma og hún gladdist mjög yfír því og hugði nú senn á frekari landvinn- inga. Hún leigði sér íylgdarmenn, úlf- alda og allt sem til þurfti og kokk hafði hún með sér að heiman. Og lýsingin á ferðalögum hennar með allt þetta hafurtask er í senn grát- brosleg og háalvarleg. Þrátt fyr- ir allan íburðinn sem hún gat ekki verið án, hlífði hún sér hvergi, virðist hafa verið óttalaus þó g: einhveijir vafasamir ættbálkahöfðingj ar reyndu að hindra för hennar og komst yf- irleitt það sem hún ætlaði sér þó fyrir kæmi að ekki færi allt algerlega að hennar vilja. í þessu ferðalagi kom hún á ýmsa merka rústastaði í Sýrlandi og kort- lagði og skráði hjá sér af mikilli ná- kvæmni og þessar óvísindalegu forn- leifarannsóknir hennar komu mörgum vísindamönn- um að gagni síðar og reyndust furð- anlega vel gerðar af leikmanni að vera. Kynni við ættbálkahöfðingja Hvað sem okkur kann að finnast um tign og tilgerð í útbúnaði hennar - maður getur rétt si sona séð Ger- trude Bell fyrir sér spranga um eyðimörkina með sólhlíf innan um bedúínana - virðist full einlægni hafa búið að baki. Hún hafði lagt á sig að læra tungumálið og sýndi bæði vinsemd og klókindi í sam- skiptum við ýmsa höfðingja ætt- bálka sem á vegi hennar urðu, hvort sem var úti í eyðimörkinni eða í borgunum. Hún lagði sig án efa í líma við að skilja hugsunarhátt og viðhorf íbú- anna og orðspor hennar fór um öll Arabalöndin og barst til Bretlands. Að sjálfsögðu lágu leiðir hennar og Arabíu-Lárens saman og af bók Wallach er ekki fullkomlega ljóst hversu mikil einlægni var í sam- skiptum þeirra í millum og virðist sem hvort grunaði hitt um að seilast eftir meiri athygli. Samt unnu þau saman þegar þess þurfti og þegar örlagatímarnir eftir fyrri heims- styrjöldina runnu upp urðu þau nán- ir samstarfsmenn um hríð en þá var Gertrude beðin að fara til Kaíró og vinna þar á vegum Breta. Hún hitti Churchill á Kaíróráð- stefnunni og hann virðist hafa talið hana sérstaklega heppilega og vel til þess fallna að taka þátt í þeim áformum sem Bretar og Frakkar höfðu nú á prjónunum. Eftir fall Ottomanveldis Tyrkja var augljóst að Bretar og Frakkar mundu skipta þessu landsvæði á milli sín og hvorir eiga sitt áhrifasvæði. Bretar töldu að Irak ætti að lenda á þeirra svæði pg í því skyni var Gertrude send til íraks að vinna að áætlanagerð og fleiru þar að lútandi. Ástin kom og fór Þó Gertrude Bell hefði ekki náð sér í mann á viðurkenndum gifting- araldri átti hún í ýmsum ástarsam- böndum - sum virðast að vísu hafa verið platónsk - en innileg ástar- sambönd engu að síður. En elskhug- arnir ýmist dóu eða gufuðu upp eða héldu til fyrrverandi eiginkvenna. Síðasti elskhuginn skOdi að vísu við konu sína en harðneitaði að ganga að eiga Gertrude „þrátt fýrir að ég grátbændi hann“ eins og hún segir í bréfi. Feisal, fyrsti kóngur Iraks, var í góðu vinfengi við hana Eins og fram kemur í bókinni átti Gertrude aðallega karlmenn að vin- um, þeirra á meðal var Feisal, íyrsti konungur íraks sem áður hafði ver- ið hæstráðandi í Damaskus og virð- ist hafa harmað alla tíð að hafa orðið að hrökklast þaðan. Hann tók miklu ástfóstri við Gertrude og virðist hafa leitað til hennar með hvers kyns ráð og góð vinátta tókst með þeim. Þó svo að hún væri ekki við störf á vegum Breta síðustu æviárin og fjöl- skylduauðurinn í Bretlandi skryppi saman svo ekki var lengur hægt að senda henni allar þær blúndur og dýrgripi, hárkollur og hatta sem hún hafði vanist að sent væri umyrða- laust, var hún áfram búsett í Bagdad og var í miklum metum hjá alþýðu manna sem kallaði hana Khatun sem er virðingartitill. Gertrude Bell prúðbúin. Meira af fær- eyskri tónlist TÖM.IST S a 1 u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Kammerhópurinn Aldubáran flutti tónverk eftir Kristian Blak, Jón Nordal, Pauli í Sandagerði, Takemitsu, Hafliða Hallgrímsson og Magnus Lindberg. Laugardagurinn 9. janúar 1999. KAMMERHÓPURINN Aldubáran frá Færeyjum heimsækir okkur Islendinga og hóf, s.l. laugardag, tónleikaröð þá sem nefnd hefur verið Myrkir músíkkdagar, og er skipu- lögð af stjórn Tónskáldafélags Islands. Meg- ináhersla er lögð á flutning nýrrar íslenskrar tónlistar. Sérþema Myrkra músíkdaga er að þessu sinni tónverk Jóns Leifs og á 7 tónleik- um af 12 eru flutt tónverk eftir hann, og einir sérstaklega þar sem eingöngu verða flutt ein- söngslög eftir hann, alls 26 að tölu. Tónleikar Aldubárunnar hófust með fær- eysku verki eftir Kristian Blak er hann nefnir Dialogue (1993), fyrir klarinett og gítar, sem flutt var af Önnu E. Klett á klarinett og Óiavi Jakobsen á gítar. Dialogue er sambland af leik með blæbrigði og stuttar tónmyndir stefja og að formi til ABA, fyrri hlutinn sérlega kyrrlát- ur með nokkrum átökum í miðhluta og aftur horfið til kyrrðarinnar í lok verksins. Auðheyil er að Anna er ágætur klarinettleikari og sama má segja um Ólav og var flutningur þeirra í heild fagurlega mótaður. Annað verk tónleikanna var Ristur eftir Jón Nordal, þriggja þátta verk fyrir klarinett og pí- anó, samið 1985, fallega gert verk sem var mjög vel flutt af Önnu E. Klett og Jóhannesi Andreasen, píanóleikara, er starfaði í nokkur ár hér á landi sem kennari og píanóleikari. Flutningurinn í heild var mjög vel mótaður og leikur Önnu um margt athyglisverður. Pauli í Sandagerði átti næsta verk, sem nefnist Skúrir, fyrir píanó og er samið 1994. Þama má heyra það afturhvarf til eldri gilda, sem nú er í tísku. Þetta er svo sem áheyrilegt verk en eins og oft þegar sótt er til eldri gilda vantar á stundum í slík verk allt sem heitir að vera persónulegt eða staðbundið og gæti þetta verk svo sem allt eins tilheyrt síðrómantískum píanóbagatellum, eins og að vera samið svo til í dag. Næsta verk, Orion, eftir Takemitsu , samið 1984, fyrir selló og píanó er samkvæmt tíma sínum leikur með blæbrigði og allskonar leik- tækniútfærslur, er voru sérlega vel mótaðar af sellistanum Hege Waldeland, sem sýndi að hún er mjög góður sellóleikari og var samspil henn- ar og Jóhannesar mjög vel útfært. Eftir Hafliða Hallgrímsson var flutt blæ- brigðatilraunaverkið Tristia, fyrir gítar og selló. Þetta sjö þátta verk er samið 1984 og er í raun allt of langt, sérstaklega vegna þess að þættimir em allt of líkir innbyrðis, markaðir af leit eftir blæbrigðum og leiktækniatriðum, sumum mjög skemmtilegum, eins og t.d. í 5. þætti, sem er eins konar stundaglas, þar sem metronome tímans tifar án afláts og í síðasta kaflanum, þar sem sellóið fær undii- lokin að syngja. Verkið var vel flutt og margt fallega gert þó gítaristinn væri á köflum of hlédrægur. Lokaverkið er eftir Magnus Lindberg og nefnist Steamboat Bill jr, fyrir klarinett og selló, samið 1990. Það var svo sem meira að gera í þessu verki en þeim sem á undan voru flutt og reyndi því meira á flytjendur. Anna og Hege em mjög góðir hljóðfæraleikarar og fluttu verldð á sannfærandi máta. í þessu verki er að heyra margt bæði gamalt og nýtt og sumt mjög vel gert en samkvæmt nafni verksins tengist baksvið þess líklega bandarískri sögu gufuskipanna, þ.e. fljótabátanna, og var erfitt að finna nokkur tengsl tónmáls og sögusviðs eða karakterlýsingu á nefndum „Bill hinum yngra“, í þessu annars vel gerða verki, sem var sérlega vel flutt af Önnu E. Klett og Hege Waldeland. Færeysku gestimir áttu skilið betri aðsókn, því hér er á ferðinni ágætt tónlistarfólk og mætti þessi hópur koma aftur til okkar, undir öðrum kiángumstæðum, og þá flytja eingöngu færeyska tónlist, sem lítið hefur heyrst hér á landi. Bæði Kristian Blak og Pauli í Sanda- gerði, og þá ekki síður flytjendumir, em til vitnis um að eitthvað meira sé að heyra áhuga- vert af færeyskri tónlist. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.