Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jónas Erlendsson • • Orn laumast í eldiskerin HAFÖRN hefur verið í Mýr- dalnum í tvo mánuði í vetur en örn hafði þá ekki sést í áratugi á þessum slóðum. Þetta er ung- ur fugl og hafa tveir hrafnar oft sést í slagtogi við hann. Vekja fuglarnir mikla athygli ferða- fólks sem leggur leið sína í Mýr- dalinn. Örninn hefur mest verið í Kerlingadal, Fagradal og Höfðabrekku og þar um kring og veitt fugl og fisk til matar. Hefur sést til hans veiða fýl á flugi og bleikju úr lónum. Jónas Erlendsson fiskeldisbóndi hefur örninn einnig grunaðan um að stela bleikju úr eldiskerum í Fa- gradal, hefur séð særðan fisk en aldrei staðið örninn að verki. „Það er ekki nema von að hann sæki í Fagradalsbleikju, kon- ungur fuglanna vill aðeins það besta,“ segir Jónas. Örninn situr gjarnan á Nípu við eldiskerin og á stærri myndinni sést hann hefja sig til flugs þaðan. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs Ekkert á móti því að leigja Orkunni stöðina KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að ekkert stílbrot sé fólgið í því að að fyrirtækið hafí leigt bensínstöð sína við norðan- verða Miklubraut á móts við Kringi- una til Orkunnar, en félagið á aðra stöð hinum megin götunnar. Kristinn minnti jafnframt á að Skeljungur væri hluthafi í Orkunni og því hafi ekki verið óeðlilegt að Orkan leitaði til Skeljungs þegar opnun nýi-rar útsölu í Reykjavík var til skoðunar. Orkan hafi falast eftir því að fá þessa stöð leigða og eftir að hafa velt því fyrir sér hafi þeir ekki séð neitt á móti því að leigja þeim þessa stöð. Hann sagði að á þessari stöð hafi Skeljungur boðið upp á sjálfsaf- gi-eiðslu, en þeim hafi þótt eðlilegra að Orkan sem hafi verið að vinna á þeim markaði væri þarna með út- sölu. Skeljungur hafi hins vegar verið að auka þjónustu á stöðvum sínum með því að bjóða upp á Sel- ect. Því hafi verið ákveðið að leigja þeim stöðina. Skeljungur ætti hana eftir sem áður. Þetta hentaði ágæt- lega stefnu Orkunnar sem hafi sett sér það að markmiði að vera nálægt útsölustöðum Hagkaups, Nýkaups eða Bónuss. Breytingar á svæðinu hugsanlegar Kristinn benti á að ef til vill stæðu til breytingar á þessu svæði á næstu misserum eða árum vegna hugsanlegrar stækkunar Ki'ingl- unnar til norðurs. Skeljungur væri að velta því fyrir sér að byggja upp Skeljungsstöðina við sunnanverða Miklubraut og breyta henni í Sel- ectstöð í framtíðinni. Þeir væru jafnframt aðeins að horfa til þess hvað eigendur að Kringlunni ætluðu að gera, en þeir væru í ákveðnu samstarfi við þá. Skeljungur selur Orkunni það bensín og þá dísilolíu sem fyrirtæk- ið selur og á þriðjung í því á móti Baugi hf. og Þori hf. Morgunblaðið/Árni Sæberg PLASTHÓLKURINN tættist í sundur við sprenginguna. Leifar af heimatil- búinni sprengju LÖGREGLAN í Kópavogi fékk ný- lega afhentar leifar af heimatilbú- inni sprengju sem árvökull íbúi í Kópavogi hafði tínt upp á nýársdag. Var það plaströr, um 40 millimetra að ummáli, sem hafði verið fyllt með púðri og límt við langt koparrör. Að sögn lögreglu má telja mikla mildi að enginn skyldi slasast þegar sprengjan var sprengd því þetta hafi verið stórhættulegur búnaður. Svo virðist sem sprengjugerðar- maðurinn hafi límt plaströrið við holt kopaiTör í þeim tilgangi að skjóta því upp eins og flugeldi. Rör- ið sprakk hins vegar ekki í loft upp og skapaði þar með mikla hættu fjTÍr alla nærstadda. Lögreglan segh- að þetta sé ein glæfralegasta heimatilbúna sprengjan sem hún hefur haft spurnir af. Hún brýnir fyrir fólki að vera ekki að búa til sprengjur heima, enda varði það við lög. Flugeldur sprakk skammt frá Fokker flugvél Flugfélags Islands í aðflugi „Óþægilega og hættulega nærri“ „FLUGELDURINN fór þama upp og sprakk rétt hjá vélinni, óþægi- lega og hættulega nærri,“ segir Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri Flugfélags Islands. Flugeldur fór framhjá Fokker-flugvél félagsins um klukkan 19 á sunnudagskvöld, þegar hún var í aðflugi að Reykja- víkurflugvelli eftir flug frá Akur- eyri. Samkvæmt reglugerð um sölu og meðferð skotelda er almenn notkun og sala skotelda til almenn- ings óheimil nema á tímabilinu 27. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum, nema með leyfi lögreglustjóra. „Flugstjórinn mat stöðuna ekki svo að hætta hefði verið á ferðum, en þetta er hins vegar stórhættu- legt mál hefði flugeldurinn sprungið rétt fyrir framan stjórnklefann," segir Jón Karl. Flugmenn fípuðust ekki Gylfi ívar Magnússon flugstjóri vélarinnar í umræddri ferð segir að vélin hafi flogið yfir miðbæ Reykja- víkur og Tjömina og lent til suðurs á braut 2-0. „Við sáum út um hliðar- gluggann hvítan strók koma upp á vinstri hönd, rétt framan við vélina. Þessu fylgdi neistaflug eins og ein- kennir flugelda á uppleið. Hann fór upp með og hvarf síðan, þannig að við sáum hann ekki springa. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvar hann sprakk og það er erfitt að segja til um með vissu hversu langt hann var frá vélinni," segir Gylfi ívar. Hann kveðst ekki telja að vélin eða farþegar hafi verið í hættu, og ólíklegt sé að farþegar hafi orðið varir við flugeldinn. Spurður um hvað gerst hefði ef flugeldurinn hefði skollið á vélinni, segir Gylfi ív- ar erfitt að meta hvort flugeldur myndi endurkastast af henni eða dælda hana. Það velti meðal annars á hversu kraftmikill flugeldurinn sé. Þá eigi ekkert eldfimt að vera á ytra byrði vélarinnar sem gæti kviknað í. „Mönnum bregður við slíkan atburð en við fipuðumst ekki og þetta hafði ekki áhrif á aðflugið. Hins vegar getur þetta verið varhugavert og þarf að athuga betur,“ segir hann. Gylfi ívar segir talið ljóst að flug- eldinum hafi verið skotið upp í nær- liggjandi götu. Þorri manna eigi að vita að margar flugvélar fari um þetta svæði og gera verður þeim gi-ein fyrir að óheimilt sé að skjóta upp flugeldum á þessum tíma og hvaða hættur geti stafað af slíku at- hæfi. „Ég var í sambandi við flugmenn- ina og heyrði að þeir urðu hvekkt- ir,“ segir Hilmar Magnússon sem var flugumferðarstjóri á vakt í flug- tumi á Reykjavíkurflugvelli þegar flugeldurinn fór hjá vélinni. „Þetta var ekki eins og hlutirnir eiga að vera. Það er óheimilt að skjóta upp flugeldum nema á gamlárskvöld og þrettándanum og þarf leyfi lögreglu fyrir slíku aðra daga.“ Kallar á umræðu um viðurlög „Erlendis eru yfirleitt mjög ströng viðurlög vegna atburða sem þessa við flugvelli. Það er spurning hvort ekki þurfi að óska eftir viður- lögum í þessum málum til að koma í veg fyrir að atburður sem þessi ger- ist, og ég hvet menn til að skoða þau mál vel,“ segir Jón Karl. Fargjöld kynnt í febrúar VERÐ á fargjöldum með ís- landsflugi sem hefur leiguflug til Kaupmannahafnar hefur enn ekki verið ákveðið og verður það tilkynnt í næsta mánuði, að sögn Helga Jó- hannssonar, forstjóra Sam- vinnuferða-Landsýnar, sem annast mun sölu farmiðanna hérlendis. Helgi sagði að vinna við út- reikning verðs á ferðum Sam- vinnuferða-Landsýnar á þessu ári stæði nú yfir og bæklingar um ferðir og verð kæmu út í febrúar. „Eins og annað sem við er- um með á einfaldlega eftir að verðleggja ferðirnar með leiguflugi íslandsflugs til Kaupmannahafnar,“ sagði Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.