Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ * A fullum styrk LEIKI.IST Leikfélag Reykjavfkur BÚASAGA Höfundur: Þór Rögnvaldsson. Leik- mynd og leikstjórn: Eyvindur Er-' lendsson. Leikarar: Rósa Guðný Þórsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Pétur Einarsson, Valgerður Dan, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Sóley Elíasdótt- ir, Árni Pétur Guðjónsson og Theo- dór Júliusson. Búningar: Una Collins. Lýsing: Kári Gíslason. Tónlist: Pétur Grétarsson. Hljóð: Baldur Már Arn- grímsson. Borgarleikhúsið, Litla svið laugardaginn 9. janúar. BÚASAGA eftir Þór Rögnvalds- son hlaut 1. verðlaun í leikritasam- keppni þeirri sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til í tilefni af ald- arafmæli sínu. Um verkið má segja að það er skrifað af miklum metn- aði, ágætum rithæfileikum og þó nokkrum eldmóði. Leikritið ber vitni þekkingu höfundar á bók- menntum og heimspekikenningum, enda er Þór menntaður heimspek- ingur og í formála að leiktextanum í leikskrá gerir hann sjálfur allítar- lega grein fyrir þeim verkum bók- mennta- og heimspekisögunnar sem hann vinnur með í Búasögu (eða þeim hugmyndum sem hann spinnur út frá, svo að segja). Leik- rit Þórs má hins vegar helst gagn- rýna fyrir það að á köflum bera hugmyndirnar hina leikrænu fram- vindu allt að því ofurliði. Þannig skortir víða nokkuð á dramatískt samspil persóna og kann að vera að þar komi fyrst og fremst til reynsluleysi höfundar af þeim miðli sem hann hér vinnur með. Var þetta sérstaklega áberandi í mið- þætti verksins þar sem takast á Búi og prófessorinn, kennari hans. Þar varð textinn víða ansi „skólabókar- legur“ og margar hugmyndanna sem fram var kastað virkuðu dólgs- legar og einfaldar. En Þór Rögnvaldsson verður síst sakaður um metnaðarleysi eða skort á boðskap. I Búasögu er unnið með grundvallarhugmyndir; hug- myndir um rétta breytni og ranga, um trúnað og svik, um framagirnd og eftirsókn eftir efnislegum gæð- um, um skeytingarleysi um tilfinn- ingar annarra, en ofar öðru er gríska hugmyndin um ofdrambið (hybris) sem verður hverri þeirri hetju sem of hátt seilist að falli. Sagan af Búa Andríðssyni er saga af nútímamanni sem svíkur annað fólk jafnt sem hugsjónir æsku sinn- ar, ofmetnast og mætir ömurlegum endalokum. Þessi nútímasaga er spunnin út frá íslenskri fornsögu, Kjalnesinga sögu, og grískum harmleik, Antígónu, krydduð með hugmyndum ættuðum frá Hegel og Nietzsche. Af ofansögðu ætti að vera ljóst að Búasaga er að mestu leyti verk sprottið af fjölda annarra verka, texti fæddur af textum; verk sem byggist á tengslum við aðra texta. Verkið er dæmigert fyrir það sem í bókmenntafræðum kallast texta- tengsl og lýsir því hvernig nýtt form sprettur af samsetningu og umbreytingu fleíri eldri forma í list- um. Þessi grundvallarbygging leik- ritsins virðist síðan verða leikstjór- anum, Eyvindi Erlendssyni, „in- spírasjón" við sviðsetninguna. Leik- myndin, leikaðferðir, leikstfll, allt ber þetta einkenni „textatengsla“ (í yfiriærðri merkingu), þ.e.a.s. steypt er saman (eða vísað í) margvísleg- um leikfonnum, allt frá grískum harmleik til pólitísks leikhúss Brechts, svo nokkuð sé nefnt. Sama aðferð er ríkjandi í búning- um Unu Collins og tónmynd Péturs Grétarssonar, sem hvort tveggja er fagmannlega unnið og setur mikinn svip á uppsetninguna. Pétur steypir saman eigin tónlist við jafnt ís- lenska (Jón Leifs) sem erlenda tón- list (Mendelssohn, Jimi Hendrix). Una Collins spannar alla tíma í bún- ingagerð og er sundurgerðin og fjölbreytileikinn ríkjandi. Allt verkið, frá byrjun til enda, er leikið á fullum styrk. Mikill kraftur einkennir allan leik en leikarar réðu þó misjafnlega við þennan oft á tíð- um ýkta og hávaðasama leikstfl. Til dæmis fannst manni á stundum bera á ofleik hjá aðalleikaranum Þorsteini Bachmann sem allt að því hrópaði hverja setningu í fyrstu tveimur þáttunum. Leikur Þor- steins, í hlutverki Búa Andríðsson- ar, var hófstilltari í lokaþættinum og að mínu mati var túlkun hans best þar. Með annað stórt hlutverk fer Rósa Guðný Þórsdóttir, hlut- verk spákonunnar Esju. Rósa Guð- ný náði mjög góðum tökum á hlut- verkinu og djúp rödd hennar naut sín vel og var mögnuð upp á áhrifa- Ertu ab byggja? • Viltu breyta? • Þarftu ab bæta? 15-70% afsláttur ir 15x20 sm 20-: Dæmi: MempÍS 2 r.m CrOWN málningartilboð Gólfteppi 30°/o' Ceggborðar - Veggfóður 20-50% isk málning 25%*r *10% glástig Æh 15-30 frá kr. tteppi margir litir kr. 360 pr.m2 Cjólfflísar lYlottur margar stœrðir Gólfdúkar - Linoleum 20-40% N Dæmi: Ma 139“ 25% ~ T 25% Dæmi: S.CI w f)astparket á tilboðsverði fDreglar í úrvali Í^Qsettur- SkrautUstar kr. 1.690 pr.m2 m 25% Afgangar allt aö > 70% ríttu inn það hefur ávallt borgað sig! -y- Grensásvegi 18. Sími 581 2444. Opið: Mánudaga til föstudaga kl. 9 til 18. ■ - Jaga frá kl. 12 til l6 (Malningadeild). Laugardaga frá kl. 10 til 16. Sunnudaga | Takið málin með það flýtir afgreiðslu! m (E) Góð grelðslukjörí Raðgreiðslur til allt að 36mánaða Morgunblaðið/Ásdís Rósa Guðný Þórsdóttir og Þorsteinn Bachmann í hlutverkum Esju og Búa. ríkan hátt með míkrafónum. Bjöm Ingi Hilmarsson fór vel með erfitt hlutverk Jökuls, sonar Búa og Fríð- ar. Hann kemur á fund fóður síns í lokaþætti, er sem spegilmynd hins unga Búa og snýst gegn honum líkt og Búi hafði áður snúist gegn feðra- veldi síns tíma, auðmannastétt og yfirvaldi. Leikur Björns Inga var kraftmikill en ekki eins ýktur og leikur Þorsteins í fyrri tveimur þáttum. Fyrirlitning hans og sálar- kreppa varð til muna trúverðugri en hjá föður hans forðum. Af öðram leikurum er Pétur Einarsson minn- isstæður í hlutverki prófessorsins, svo og Theodör Júlíusson í hlut- verki Kolfinns dflers. Aðrir leikarar fóru með veigaminni hlutverk, en ekki er undan neinum að klaga. Hér að framan hefur komið fram að uppsetning Búasögu einkennist víða af krafti, fagmennsku og hug- myndaauðgi. Samt gengur sýningin ekki fullkomlega upp og aðalástæða þess er að mínu mati sú ákvörðun að sviðsetja leikritið á litla sviðinu. Umfang verksins er slíkt að stórt svið hefði hæft því mun betur. Upp- setningin í heild: hin hringlaga leik- mynd, íburðanniklir búningar, ýkt- ur leikstíll, fjöldi hópatriða o.fl. gerði það að verkum að sviðsetning- in virkaði aðþrengd og notkunin á hringlaga sviðinu gekk ekki alltaf upp, hluti áhorfenda hafði bakhluta leikara of oft fyrir augum. Allur stíll þessarar sýningar kallar á meira rými. Búasaga er metnaðarfullt leik- verk en langt frá því að vera galla- laust. Sem byrjandaverk hlýtur það að teljast athyglisvert og ástæða til að hvetja höfund til dáða á sviði leikritunar. Um uppsetningu LR má segja svipað: hér er um litríka, kraftmikla sýningu að ræða en hún hefur takmarkanir og galla, eins og fram hefur komið. Soffía Auður Birgisdóttir ARNALDUR Arnarsson heldur tónleika í Salnum í kvöld. Myrkir músíkdagar Gítartónleikar í Salnum í Kópavogi ARNALDUR Araarsson gítarleik- ari heldur tónleika í Salnum í Kópa- vogi í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Arnaldur leikur fimm verk eftir Jón Asgeirsson: Fjórar stemmning- ar (1992), Forspil, Söknuður, Rímnalag og Óþol; eftir Atla Heimi Sveinsson: Ur dýrðlegum dönsum (1983), Dauðateygjur hins dansandi hafs og Til hinna fáu hamingju- sömu. Frumflutt verður verkið Þrjú stykki, (1990) eftir John A. Speight. Eftir Jón Leifs leikur Amaldur Stu- die op. 3 (1924), Praeludium og Fughetta. A seinni hluta tónleikanna leikur hann Tilbrigði við jómfrú eftir Kjartan Ólafsson, Hvaðan kemur lognið eftir Karólínu Eiríksdóttir og Toccata eftir Þorsteinn Hauksson. Arnaldur Amarsson fæddist í Reykjavík árið 1959. Hann lauk gít- arnámi við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jóns- syni 1977. Hann tók lokapróf frá Royal Northern College of Music í Manchester 1982. Þá var hann eitt ár við framhaldsnám hjá José Tomás í Allicante á Spáni. Arnaldur vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu Fernando Sor gítar- keppninni í Róm 1991. Sama ár komst hann í úrslit East and West Artists keppninnar í New York. Hann var í dómnefnd fjórðu alþjóð- legu Alhambra gítarkeppninnar á Spáni 1998 og hefur verið boðið að sitja í dómnefnd Annas Amalia keppninnar í Weimar í apríl næst- komandi. Arnaldur hefur haldið fjölda tón- leika víða um heim og margoft kom- ið fram á íslandi m.a. með Kammer- sveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljóm- sveit Islands og á Listahátíð í Reykjavík. Arnaldur býr í Barcelona og kennir þar gítarleik við Luthier tón- listarskólann. Hann hefur haldið námskeið víða um heim, m.a. í Wig- more Hall í Lundúnum, við háskól- ann í Boston, á Islandi og á Spáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.