Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ —„Við veiðum f iskinn!“ Vegna elju og ósérhlíf ni sjómanna eru f járfestingar og veiðitæki útgerðarinnar mikils virði VIÐ erum mættir til að leiðrétta auglýsingakompásinn hjá þér, góði. Hvar eru gellurnar? Morgunblaðið/KVM Kerling í kröggum Grundarfirði - Eigi alls fyrir löngu var ljósmyndari á ferð um Kerlingarskarð. Skein þá sól á Kerlinguna sem einu sinni var að sögn lifandi tröllkona á leið í helli sinn með silungakippu á bakinu. En ekki komst hún heim til sin fyrir dagrenningu og geislar sól- ar féllu á hana - hana dagaði uppi, hún breyttist í stein. Enn skín sól á gijótkerlingu þessa. En mesta hættan sem henni er búin í dag er slæm fótfesta, því sagt er að úr henni molni með hveiju ár- inu sem h'ður. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins undirbúinn Málefna- nefndir funda UNDIRBÚNINGUR fyrir lands- fund Sjálfstæðisflokksins stendur nú sem hæst, en fundurinn hefst 11. mars og stendur í fjóra daga. Þessa dagana halda málefnanefnd- ir flokksins opna fundi og gefst sjálfstæðismönnum þar tækifæri til að hafa áhrif á drög að lands- fundarsamþykktum. 23 málefna- nefndir starfa á vegum Sjálfstæð- isflokksins og skila þær endanleg- um drögum eftir mánaðamótin. I dag verður rætt um hvort hægt sé að koma á samkeppni í orkumálum og á morgun verður fjallað um innflutningsgjöld og þeirri spumingu velt upp hvort þau séu úrelt fyrirbæri. A fundun- um hafa framsögu þeir sem tekið hafa þátt í að undirbúa mál fyiir landsfundinn. Norðurlandamót í skólaskák 1999, einstaklingskeppni Islendingar höfnuðu í 2. sæti N ORÐURLAND AMÓTINU í skólaskák 1999, einstak- lingskeppni er nú lokið. Guð- mundur Kjartansson sigraði ör- ugglega í sínum flokki og Stef- án Kristjánsson stóð sig næst- best íslenskra keppenda, hafn- aði í 2. sæti. Islendingar höfnuðu í 2. sæti í samanlagðri keppni með 34 v. Efstir voru Svíar með 39 v. Þess má geta að fjórir íslensku keppendanna halda áfram tafl- mennsku í Gausdal og mun Heimasíða Hellis fylgjast með því móti. Arangur Islendinga var sem hér segir: A-flokkur: Bergsteinn Ein- arsson og Björn Þorfinnsson fengu 3 v. og höfnuðu í 7.-9. sæti. B-flokkur: Stefán Kristjáns- son fengu 4 v. hafnaði í 2. sæti. Davíð Kjartansson fékk 3 v. og hafnaði í 5. sæti. C-flokkur: Guðjón Heiðar Valgarðsson fékk 3Á og hafnaði í 4. sæti. Stefán Bergsson fékk 2Á v. og hafnaði í 9. sæti. D-flokkur: Dagur Arngríms- son fékk 3Á v. og hafnaði í 5. sæti. Helgi Egilsson fékk 2Á v. og hafnaði í 8. sæti. E-flokkur: Guðmundur Kjai-tansson sigraði örugglega og varð Norðurlandameistari, fékk 5Á v. Víðir Petersen fékk 3Á v. og hafnaði í 4. sæti. Af trönum meistarans Lokaskeið í list- sköpun Kjarvals Kristín G. Guðnadóttir SÍÐASTLIÐINN laugardag var opn- uð sýning á Kjar- valsstöðum sem ber yfir- skriftina Af trönum meistarans. Þar eru sýnd verk frá síðustu rúmlega tveimur áratugum langr- ar starfsævi Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Kristín Guðnadóttir list- fræðingur er sýningar- stjóri. „Með þessari sýningu lýkur röð sýninga sem unnar hafa verið á vegum Kjarvalsstaða og fjalla um þrjú tímabil listferils Kjarvals. Markmiðið með að halda þessar sýningar var að gera grein fyrir ferli Kjarvals frá upphafi til loka. Við ákváðum að skipta ferli hans í þrjú tímabil og leituðumst við að gera gein fyrir hvernig list Kjarvals mótaðist og þróaðist innan þessara afmörk- uðu tímabila.“ Kristín segir að fyrsta sýning- in hafi borið heitið Mótunarár 1885-1930. „Þar var fjallað um námsár Kjarvals og mótun hans auk þess sem komið var inn á áhrif sem hann varð fyrir á námsferlinum. Kjarval einskorð- aði sig ekki við eina stefnu held- ur sýna verk hans frá þessu tímabili að flest það sem hann komst í snertingu við vakti áhuga hans og kallaði á nánari skoðun og útfærslu. Frumleiki hans fólst í óvanalegri úrvinnslu mismunandi áhrifa og á sýning- unni kom glöggt í ljós hvemig hann tvinnaði saman gjörólíkar hugmyndir og stflgerðir. A annarri sýningunni sem bar heitið Lifandi land 1931-1945 urðu skil hjá Kjarval sem fór þá að einbeita sér að íslenskri nátt- úru. Tímabilið einkenndist einnig af fjölbreytileika og frjórri sköpun. Árið 1929 tók Kjarval að leggja áherslu á úti- málverk og landslagstúlkun. Hann málaði myndraðir af sama myndefni og vann þannig mark- visst að því að túlka síbreytileika íslenskrar náttúru. Hann sam- tvinnaði einnig landslag og verur og lauk þannig upp torræðum heimi á mörkum hins huglæga og hlutlæga.“ - Hvaða tímabil í lífi Kjarvals tekur þessi þríðja sýning fyrir? „Sýningin spannar árin 1946-1972. Þar er leitast við að gefa innsýn í verk Kjarvals á þessu lokaskeiði í listsköpun hans og endurspegla hversu frjór og skapandi hann var í list- inni allt þar til yfir lauk. Þetta tímaskeið einkenndist af úrvinnslu eldri hug- mynda fremur en af- gerandi breytingum á listsköpun hans.“ - Er eitthvað sér- stakt sem einkennir listsköpun Kjarvals síðustu árin? „Það er athyglisvert að í síð- ustu landslagsmyndum sínum sem hann málaði um áttrætt virðist hann fjarlægjast hið „mónumentala" en skoða hið ná- læga og smágerða. Hann sund- urgreinir landslagið og brýtur upp í kúbískar einingar. í þess- um síðustu verkum hans samein- ast ást hans á landinu þeim kúbíska undirtón sem sjá má í verkum hans frá um 1920. Þessi verk gefa þeim ekkert eftir sem hann málaði sem ungur maður. Meðal verka á sýningunni má nefna „Sjón er sögu ríkari" sem Kjarval málaði í Borgarfirði ►Kristín G. Guðnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1956. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum við Tjörnina árið 1976 og árið 1988 Iauk hún prófi í listasögu frá háskólan- um í Arósum. Kristín starfaði sem safn- vörður á Kjarvalsstöðum frá 1989-1997 en er nú forstöðu- maður listasafns ASI. Eiginmaður hennar er Sig- urður Jóhann Jóhannsson arki- tekt og eiga þau eina dóttur. eystra árið 1948. Hann hafði þá um langt skeið verið fjarri heimahögum sínum og var ferð hans þá fyrsti eiginlegi málara- leiðangur hans þangað eftir að hann tók að mála landslag fyrir alvöru. Myndin var sýnd í Lista- mannaskálanum árið eftir og fékk afar lofsamleg ummæli gagnrýnenda og var talið meðal bestu landslagsverka hans. Al- þingi keypti verkið og gaf danska þinginu árið 1949 svo nú er verkið til sýnis á íslandi í fyrsta skipti í 50 ár.“ Kristín segir að mikið sé af stórglæsilegum landslagsmynd- um og fantasíuverkum á sýning- unni. Mörg þein-a fjörutíu verka sem eru á þessari sýningu eru í einkaeigu og hafa sjaldan eða aldrei verið sýnd áður. „Við uppsetningu þessara sýn- inga leitaðist ég við að sýna megineinkenni og hápunkta á ferli listamannsins en það var úr mjög mörgum verkum að velja og á sýningunni er einungis lítið brot af ævistaifinu." - Hvað er talið að Kjarval hafí skilið mörg verk eftir sig? „Álitið er að þau séu um 10.000-12.000 talsins og þá eru með taldar skissur og teikningar. Um 3.000 verk eru skráð í einkaeigu og á Kjarvalsstöðum eru til um 5.000 verk, teikningar, skissur og olíumyndir. - Það hlýtur að liggja mikil vinna að baki þess- um sýningum? „Vinna við undirbúning þess- ara sýninga hefur óbeint staðið yfír frá árinu 1993 en þá var haf- ist handa við umfangsmikla gagna- og heimildasöfnun varð- andi ævi Kjarvals og var Ás- mundur Helgason sagnfræðing- ur ráðinn til þessa verks. Þessi gagnasöfnun liggur til grund- vallar undirbúnings sýninganna og er grunnur að framtíðai’rann- sóknum um ævi og störf Kjar- vals. Ásmundur hefur síðan ritað æviferil Kjarvals sem er birtur í sýningarskránum. Þessi verk gefa þeim ekkert eftir sem hann málaði ungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.