Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Önnur umræða á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða ÞINGMENN stjómarand- stöðunnar gagnrýndu í upphafi þingfundar á Al- þingi í gær málsmeðferð meirihlutans á þeim tveimur þing- málum sem lögð voru fram í des- ember sl. í kjölfar dóms Hæsta- réttar og töldu að mörg atriði væra enn ófrágengin og að vinna hefði mátt málin betur. Þau tvö þingmál sem um ræðir eru annars vegar fmmvarp til laga um breytingu á lögum um stjóm fiskveiða og hins vegar breytingar á lögum um veið- ar í fískveiðilandhelgi Islands, sem gerir m.a. ráð fyrir að grásleppu- veiðar skuli háðar sérstöku leyfi Fiskistofu. Síðamefnda framvarpið er reyndar lagt fram sem eins kon- ar fylgifrumvarp við hið fyrra, og í umræðunum í gær kom fram að það yrði ekki afgreitt úr sjávarút- vegsnefnd Alþingis fyrr en þing kæmi saman að nýju um næstu mánaðamót. Fyrmefnda fmm- varpið eða fískveiðistjórnunar- fmmvarpið og breytingartillögur við það vora því einungis til um- ræðu á Alþingi í gær. Frumvörpin tvö voru rædd samhliða í fyrstu umræðu og gagnrýndu einstakir stjórnarandstæðingar það að þau skyldu ekki líka vera rædd saman við aðra umræðu. Þeirri gagnrýni var vísað á bug af hendi stjómar- liða og þeim sagt að ekki væri knýjandi þörf á því að afgreiða „grásleppuframvarpið". Þá kom fram í máli stjórnarliða að þing- málin hefðu hlotið góða umfjöllun í sjávarútvegsnefnd en ákveðin at- riði væru enn til skoðunar á fisk- veiðístjómunarframvarpinu í nefndinni og vænta mætti breyt- ingartillagna frá meirihlutanum eftir aðra umræðu. Minnihlutinn vill sólarlagsákvæði Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokks og for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis, skýrði frá breytingartillög- um meirihluta nefndarinnar við frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða, en Svan- fríður Jónasdóttir, þingflokki jafn- aðarmanna, talaði fyrir hönd minnihluta sjávarútvegsnefndar. Undir minnihlutaálitið skrifar einnig Lúðvík Bergvinsson, þing- flokki jafnaðarmanna, og auk þess er Guðný Guðbjömsdóttir, Sam- tökum um kvennalista, samþykk því. í megindráttum er tillaga minnihlutans sú að Alþingi endur- skoði lögin um stjórn fiskveiða í ljósi dóms Hæstaréttar og þeirra viðhorfa sem þar koma fram. Sett verði sólarlagsákvæði í gildandi lög sem taki mið af þeim tíma sem þingið þurfi til að endurskoða lögin og ganga frá framvarpi til nýrra laga. Steingrímur J. Sigfússon, þingflokki óháðra og fyrrverandi formaður sjávarútvegsnefndar, virtist hlynntur því að endurskoða bæri lögin og að sett yrðu sólar- lagsákvæði, en Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, ásamt Margréti Frímannsdóttur og Sigríði Jóhannesdóttur, þing- mönnum Alþýðubandalags, skilaði sér breytingartillögu sem gengur út á að lögin um stjóm fiskveiða falli úr gildi hinn 31. desember árið 2002. „Fyrir Alþingi það sem hefst haustið 2001 verði lögð tillaga um nýja skipan fisvkeiðimála er taki mið af 1. grein laganna, fenginni reynslu og fyrirliggjandi dómum Hæstaréttar," segir í tillögu al- þýðubandalagsmanna. Þar er einnig lagt til að Alþingi kjósi níu manna nefnd hlutfallskosningu þegar að loknum næstu alþingis- kosningum til þess að undirbúa til- löguna. Kristinn H. Gunnarsson greindi frá því í framsöguræðu sinni að það hefði verið ótvíræð niðurstaða meirihluta sjávarútvegsnefndar Al- þingis að dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu raskaði á eng- an hátt 7. grein laganna um stjóm unni um kvótafrunivarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Skiptar skoðanir um hvernig bregðast skuli við dómi Hæstaréttar Þinfflnenn stjórnarandstöðunnar telja að með frumvarpi ríkis- stjórnarinnar til laga um stjórn fískveiða og breytingartillögum meirihluta Alþingis sé ekki verið að bregðast við dómi Hæstarétt- ar frá 3. desember sl. í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ís- lenska ríkinu. Arna Schram fylgdist með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær, en búist er við að þeirri umræðu verði fram haldið í dag. fiskveiða og því hefðu verið talin nægjanleg viðbrögð að gera breyt- ingar á 5. grein sömu laga eins og umrætt fnimvarp ríkisstjómarinn- ar kvæði á um. „Meirihluti sjávar- útvegsnefndar setti sér það mark- mið í upphafi að gera lágmarks- breytingar á gildandi lögum. Eftir viðræður við sérfræðinga þá sem komu á fund nefndarinnar lá það fyrir að unnt væri án viðamikilla breytinga að viðhalda sóknardaga- kerfi smábáta, en um 320 bátar af um 800 smábátum hafa róið sam- kvæmt því. Var því horfið frá þeirri tillögu í framvarpinu að fella allar veiðar smábáta inn í aflahlutdeild- arkerfi og gefa þeim kost á að velja á milli þess að vera áfram í sóknar- dagakerfi og fara í aflahlutdeildar- kerfi. Verður því núverandi afla- markskerfi áfram aðskilið frá krókakerfinu, en það kerfi verður einfaldað og mun skiptast í tvö kerfi í stað þriggja áður. Veiðar samkvæmt krókakerfi munu áfram takmarkast við línu og handfæri og ekki verða heimilaðar netaveiðar í því kerfí,“ sagði Kristinn. Síðar skýrði hann frá því að í breytingar- tillögum meirihlutans væru sókn- arréttindi skilgreind og gerð fram- seljanleg, þó með allnokkram tak- mörkunum. Hann tók auk þess fram að núverandi fiskveiðistjóm- un yrði í öllum aðalatriðum óbreytt, þótt bæði þorskaflahá- markið og dagakerfið í krókakerf- ALÞINGI inu tæki „nokkram breytingum“, eins og hann orðaði það. Fjármögnun bankakerfisins á bátakaupum áhyggjuefni Kristinn greindi frá því að ekki lægju fyrir tillögur að sinni sem miðuðu að því að halda aftur af stærð fiskiskipaflotans. „En ég leyni ekki því sjónarmiði mínu að ég tel óhjákvæmilegt að stjómvöld á hveijum tíma geti takmarkað stærð og afkastagetu flotans og að nauðsynlegt sé að grípa til slíkra aðgerða,“ sagði hann og hélt áfram: „Mikil fjölgun aílaheimild- arlausra skipa leiðir einungis til vaxandi eftirspumar og hækkandi verðs á aflamarki og aflahlutdeild. Ég tel ekki á það bætandi, ekki síst þar sem ég er þeirra skoðunar að verð á veiðiheimildum sé komið langt upp fyrir það sem eðlilegur rekstur getur borið og hafi ein- kennst af spákaupmennsku og óraunsæjum áætlunum. Það er mikið áhyggjuefni hversu banka- kerfið virðist endalaust vera tilbúið að fjármagna kaup á bátum og veiðiheimildum langt upp fyrir það verð sem eðlilegt má teljast. Það er mikið athugunarefni hver þáttur bankanna hefur verið í því að spenna upp verðið á kvótanum og að hve miklu leyti sú þróun hefur þann tilgang einan að verja hags- muni bankanna sem lánveitanda. Þessi þróun undanfarinna ára á að mínu viti mestan þátt í því að skapa óróa um núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi. Ég vil nefna sem dæmi að verð á varanlegum kvóta í þorskaflahámarkskerfinu er um 450 krónur á kílóið en sérfræðing- ar Byggðastofnunar telja ekki rekstrargrandvöll fyrir að lána meira en 250 til 280 krónur á kílóið og er þá meðtalið verð bátsins." Að lokum skýrði Kristinn frá því að það hefði verið niðurstaða meiri- hluta sjávarútvegsnefndar að leggja til að lögin um stjóm fisk- veiða yrðu endurskoðuð á næstu tveimur áram og að sjávarútvegs- ráðherra skipaði nefnd á breiðum grandvelli til þeima verka. Krist- inn lagði hins vegar ríka áherslu á að endurskoðun laganna væri ætl- að að þróa gildandi fyrirkomulag. Stöðugleiki væri nauðsynlegur í þessari atvinnugrein enda þyrftu stjórnendur fyrirtækja oft að taka ákvarðanir til langs tíma. Svanfríður Jónasdóttir sagði þegar hún mælti fyrir áliti minni- hluta sjávarátvegsnefndar að það væri mat minnihlutans að viðbrögð ríkisstjórnai-innar og meirihlutans í nefndinni gengju þvert á dóm Hæstaréttar. „Pólitísk viðbrögð ríkisstjómarinnar og meirihluta sjávarátvegsnefndar við dómi Hæstaréttar era þau að leggja fram fruinvarp og breytingartillög- ur sem miða að því að vernda enn frekar en áður atvinnuréttindi þeima sem fyrir era í greininni með því að skilgreina öll veiðiréttindi niður í framseljanlegar einingar, kvóta eða sóknardaga. Það er mat minnihlutans að með því að skil- greina veiðiréttinn á þann hátt sé Alþingi í raun að lýsa því yfir að veiðiréttur í auðlindinni sé ríkari eignarréttur þeima sem fá honum úthlutað en verið hefur,“ sagði Svanfríður og spurði hvort það hefði verið vilji Hæstaréttar. „Var það það sem menn í raun og vera lásu út úr dómi Hæstaréttar?" Hún greindi frá því að minnihlut- inn óttaðist að með þessu væri ver- ið að veikja ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sem kvæði á um sameign þjóðarinnar á nytjastofn- um á Islandsmiðum. „Það er einnig mat minnihlutans að sú spenna sem myndast hefur með lögunum um stjórn fiskveiða vegna þeirrar mót- sagnar sem felst í sameignará- kvæði 1. gr. laganna annars vegar og nánast fullkomnum eignarrétti á veiðiheimildum hins vegai' muni aukast verði tillögur ríkisstjórnai- og meirihluta sjávarátvegnsnefdar að lögum," sagði hún og bætti við: „Ég þarf ekki að fara mörgum orð- um um það að það er þessi spenna sem hefur orsakað þá úlfúð og þá óánægju og ósætti sem hefur verið um lögin um stjórn fiskveiða.“ Meirihlutinn að afvegaleiða umræðuna? Steingrímur J. Sigfússon, þing- flokki óháðra, fullyrti að stjórnar- meirihlutinn væri með framvai'pi sínu og breytingartiUögum að reyna að afvegaleiða umræðuna um fiskveiðistjómunarlögin í kjölfar dóms Hæstaréttar. „Hér era menn að reyna að olnboga þessu vand- ræðamáli sínu í gegnum þingið og reyna að afvegaleiða umræðuna og drepa henni á dreif,“ sagði hann og taldi að meirihlutinn væri að reyna að forðast það að ræða í raun hvað dómur Hæstaréttur þýddi. I stað þess væri verið að fjalla um þau vandræði sem hann skapaði í tengslum við fiskveiðistjómun smá- báta. Hann kvaðst telja að Alþingi ætti í stað þess að fara vandlega yf- ir dóm Hæstaréttar og reyna að forðast að oftúlka hann eða vantúlka. „Ég tel að það eigi tví- mælalaust og hiklaust að setja skýrt sólarlagsákvæði inn í lögin og taka þar með Hæstarétt á orðinu og segja að við munum ganga frá þessu með tímabundnum hætti til öryggis." Það gæti gefið þau skila- boð að breytingar væra hugsanlega í vændum á fiskveiðilöggjöfinni. Svavai- Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags, kvaðst telja að Al- þingi yrði að líta svo á að dómur Hæstaréttar væri stefnumarkandi dómur og hefði þar með víðari skil- greiningu en eingöngu til 5. greinai' laganna um stjórn fiskveiða. Kvaðst hann telja að túlkun ríkis- stjómarinnar og meirihlutans í sjávarátvegsnefnd á dómi Hæsta- réttar væri of þröng. Svavar sagði einnig að sér fyndist eins og „menn væra að reyna að plata sjálfa sig í gegnum þetta mál“. „Mín rök eru þau,“ sagði hann, „að það væri al- veg eins hægt að segja við fátækan mann að hann fengi ekki peninga en að hann fengi mynd af peningum sem hann gæti hengt upp í stofunni hjá sér.“ Fleiri þingmenn tóku til máls í þessum umræðum, þótt þeirra sé ekki getið hér, en búist er við að annarri umræðu ljúki ekki fyiT en í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.