Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 31 Jón Laxdal setur Að læðast inn í tóninn upp leikrit í Bern- hard-leikhúsinu JÓN Laxdal fékk upphringingu í byrjun janúar og var boðið að setja leikritið „Casanova í Dux höll“ eftir Karl Gassauer upp í Bernhard-leikhús- inu í Zurich. Leik- húsið á við mikla fjárhagsei'fiðleika að etja og lengi leit út fyrir að það yrði lokað allan janúar. En Jón hljóp í skarðið á síðustu stundu. Það er for- síðufrétt vikublaðs sem er borið út í öll hús í Zurich þessa vikuna. Leikritið gekk í 18 vikur við góðar viðtökur í kjallaraleikhúsi Jóns Laxdals í Kaiserstuhl. Bernhard-leikhúsið er um fimm sinnum stærra með 450 sæti. Það er elsta einkaleikhúsið í Zurich. Jón var mjög ánægður með aðsókn og undir- tektir á frumsýn- ingunni 5. janúar. „Það hefur verið dræmari aðsókn síðan,“ sagði hann. „Það var lítil stemmning á annarri sýningu. Það var mikið af konum - það hefði mátt halda að þær væru nunnur og móðgaðai' út í Ca- sanova blessaðan.“ Næsta verkefni Jóns í kjallaraleik- húsinu hans er „Tvöfóld mistök“ eftir Barry Creyton. Það verður nú frumsýnt í lok janúar, tveim- ur vikum á eftir áætlun. Jóhann Laxdal Birgisson, dóttursonur Jóns, gerir leikmyndina þar eins og í „Casanova í Dux höll“. Jón Laxdal Fagmennska TÓXIJST S a I n i* í n n SÖNG- OG KAMMERTÓNLEIKAR Auður Gunnarsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson sungu, Guðrún S. Birg- isdóttir og Martial Nardeau léku á flautu og Carl Davis lék á píanó. Laugardag kl. 14.30. LOKSINS hafa tónlistarmenn og tónlistarunnendur eignast hús til að njóta listarinnar í. Þar virðist fag- lega hafa verið staðið að málum, prýðilega virðist hafa tekist til með hljómburð. Þetta ágæta hús klæddi líka vel þá fyrirtaks fagmenn sem voru að verki í húsinu á laugardag- inn, Auði Gunnarsdóttui' sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór, flautu- leikarana Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau og píanóleikarann Carl Davis; öll eru þau fagmenn og húsið við þeirra hæfi. Enn betra var að héi' voru á ferð listamenn, sem tókst með hæfileikum sínum að gæða andartakið slíku lífi að þessir tónleikai- eiga eftir að lifa lengi í minningunni. Efnisski'áin vai' „pot pourri“, blandað efni frá ýmsum tím- um og heimshornum. Guðrún og Mai'tial hafa leikið saman lengi. Samspil þenra ber þess merki, það er fii'nagott. Af mörgum og ólíkum vei'kum sem þau léku bar hæst virtúósíska Fantasíu eftir Dopplerbræður um stef úr Rigoletto eftir Verdi. Fantasían hefst á aríu Rigolettos úr öðrum þætti, en þá heyrast öll helstu stef þessai-ar vin- sælu óperu, La donna é mobile, Cai-o nome og kvartettinn Bella figlia dell’amore. Guðrún og Martial léku feiknarvel og gerðu verkið að meiru en einskærri þindar- og fíngraæf- ingu. Tvær útsetningar á íslenskum sönglögum voru líka mjög fallegar í flutningi þeirra; Lokasöngm- Atla Heimis Sveinssonar úr leikgerð sög- unnar Ofvitans eftir Þórberg Þórð- arson og Búðarvísur eftir Emil Thoroddsen. Ekki kom fram í efnis- ski'á hver útsetti lögin, en útsetning- arnai' voru fínar; Búðarvísurnar hljómuðu sérstaklega skemmtilega sem instrúmental gletta eða fantasía. Leikur Carls Davis með flautuleik- urunum var góður. Carl Davis kom mest á óvart í ís- lensku sönglögunum. Það er alltaf gaman að heyra hvernig útlendingai' flytja íslensk lög; fólk sem ekki þekkir þau í ótal útgáfum ótal söngv- ara, og er að koma að þeim alveg ferskt. Honum tókst að gæða þau svo nýju lífi með fáguðum og músík- ölskum leik sínum, að íslendingar þekktu jafnvel ekki lengur lagið elskaða, Gígjuna, og ætluðu að byrja að klappa áður en því lauk. Söngvararnii' voru óneitanlega stærstu stjörnur dagsins. Gunnar Guðbjörnsson er ótvh'ætt einn okkar allra bestu söngvara. Yndisleg rödd hans og óviðjafnanlegir músíkhæfi- leikar gera hann að söngvara á heimsmælikvarða. Það er okkar lán að Gunnar skuli vera „okkar maður“ og hafa ekki bara útlenda tónlist á valdi sínu, heldui' líka íslenska. Það var hreinn unaður að heyra hann syngja Kveðju Þórarins Guðmunds- sonar og Smalastúlku Emils Thor- oddsens. Þá var líka frábært að heyra Gunnar syngja bæði Mozart og Verdi; Dies Bildnis ist bezaubemd schön úr Töfraflautunni var stórkost- legt í flutningi þeirra Carls Davis og Dei miei bollenti spiriti úr La travi- ata sömuleiðis. Ekki er ólíklegt að það sem þó eigi eftir að standa upp úr í endurminningunni verði flutn- ingur hans á Granada eftir Agustín Lai'a, serenöðunni Rimpianto efth' Toselli og Core ‘ngi'ato eftir Cardillo. Það hefur ekki heyi'st oft í Auði Gunnarsdóttur hér á landi, en hún hefur þegar skipað sér í flokk með Gunnari, í úi'valslið íslenski'a söngv- ara. Röddin er falleg og blæbrigða- rík og áferðin milli raddsviða þýð og jöfn. Fáir eða jafnvel engir söngvar- ar hér hafa jafn gott vald á orðinu og Auður. Henni tekst fullkomlega að miðla því sem segja þarf í ljóði, og al- úðin í túlkuninni er svo áhrifarík að hún kann að „festa fólk eins og bráð, upp á fagurglitrandi þráð“, eins og Þorsteinn Valdimarsson orti um Amelitu Galli-Curci. Islensku lögin, Gígjan efth' Sigfús Einarsson og Leitin eftir Sigvalda Kaldalóns, voi-u hrifandi í túlkun hennar. Ai’ía Fior- diligi, Come scoglio úr Cosi fan tutte eftir Mozart var frábærlega flutt og í an'unni Bel raggio lusinghier úr Semiramide eftir Rossini sýndi Auð- ur frábær tilþrif í gríðarlega erfiðum kóloratúrsöng. Flutningur Auðar og Carls Davis á lagi Ai'lens, Some- where over the rainbow, úr Galdra- karlinum í Oz verður ógleymanlegur. Þau Gunnar og Auður sungu nokkra óperudúetta og Schumann-söngva af sama listfengi og annað. Standa hefði mátt fagmannlegar að tónleikaprógrammi, þar vantaði upplýsingar um listamennina, nöfn erlendra Ijóðahöfunda og útsetjara, ártöl tónskálda og ekki hefði verið verra að hafa ljóðatexta með. Hvað um það, þetta voru frábærir tónleik- ar og sannkölluð hátíðarstemmning í salnum. Bergþóra Jónsdóttir TÓJVLIST S a 1 u r i n n KÓRTÓNLEIKAR Kammerkór Suðurlands flutti ástar- söngva frá ýmsum löndum undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Einsöngvari var Kristjana Stefáns- dóttir og undirleikari Arni Heiðar Karlsson. Sunnudagurinn 10. janúar. TÓNLEIKARNIR hófust með Vísum Vatnsenda-Rósu eftir undir- ritaðan, þá Björt mey og hrein í raddsetningu Róberts A. Ottósson- ar og Stóðum tvö í túni í raddsetn- ingu Hjálmars H. Ragnarssonar. Raddsetning Róberts er fyrir löngu orðin klassísk: Utfærsla Hjálmars á Stóðum tvö í túni er ágætlega gerð en hvort sem það var söngmátinn og/eða gerð raddsetningarinnar, var útkoman ekki í samræmi við sársaukafullan texta, er fjallar um tryggðarof. Islensku ástarlögunum lauk með laginu Ástarsæla eftir Gunnar Þórðarson, ágætu lagi er var þokkalega sungið. Næst var komið við í Skotlandi og sungið An Eriskay Love Lilt, sem er úr safni þjóðlaga frá Suðureyjum og upphaflega safnað og útsett af Marjory Kennedy-Fraser (1957-1930), en hér flutt í raddsetn- ingu eftir Simon Cai'rington, sem var allt of dauflega sungin. Falleg- asti flutningurinn var Come Again eftir Dowland, en næsta lag var Bítlalagið Can’t Buy Me Love, sem var ágætlega útsett í ekta enskum madrigalstíl og býsna skemmtilegt áheymar. Frá Bandaríkjunum voru flutt þrjú lög, Deep River í ágætri raddsetningu Burleighs, þjóðlagið Shenandoah og And So It Goes eftir Billy Joel en tvö síðustu lögin voru raddsett af Bob Chilcott í sæt- væmnum bandarískum dægurlaga- stíl, sem þarf að syngja með miklu meiri hljómi og „dýnamík" en gert var af Kammerkór Suðurlands. Eftir hlé söng djasssöngkonan Kristjana Stefánsdóttir tvö djasslög og var söngstíll Kristjönu, sem er góð söngkona, að þessu sinni þeirr- ar ættar er á vel við notkun „míkra- fóns“, auk þess sem það vantaði allt „fútt“ í píanóleikinn, en leikur pí- anistans var vægast sagt í daufara lagi. Veikur söngur Kristjönu heyrðist varla og auk þess var tón- staða laganna á allt of lágu tónsviði. Frá Svíþjóð var sungið lag eftir Monicu Dominique og Lars Fossel í langdreginni dægurlagaraddsetn- ingu en þar á eftir var komið við í Frakklandi með laginu Belle, quie tiens ma vie eftir Arbeau Thoinot (1520-1595) en rétt nafn hans var Jehan Tabourot. Hann var aðallega kunnm- fyrir rit sitt Orché- sographie, sem var gefið út 1588 og innihélt mikilvægar útlistanir á dönsum og danstónlist, meðal ann- ars ýmsum gerðum branl-dansa. Hvort umrætt lag er eftir Ai'beau eða úr safni hans er varla vitað en fallegt er það, svipar til ástarlaga frá þessum tíma og var mjög vel sungið. Líflegasta lag tónleikanna var frá Spáni, Pasel el agoa, og þar mátti heyra að kórinn getur sungið hressilega. Þrjú síðustu lögin voru frá Is- landi, Hjá lygnri móðu eftir undir- ritaðan, Capri-Katarina, eftir Jón Jónsson frá Hvanná, í ekki sem best hljómandi dægurlagaraddsetningu efth' Sigurð Halldórsson, og lauk tónleikunum með hinum fallegu Heilræðavísum Jóns Nordals. Það mátti greinilega heyi’a að kórinn er vel mannaður en dægurlagaradd- setningarnar passa ekki við söng- máta hans, því til að vel fari í fiutn- ingi slíkra raddsetninga, þarf radd- mótunin að vera nær kallhljómin- um. Sá söngstíll, sem stjórnandinn leggur áherslu á með mjúku tóntaki og fínlegum söng, á sérstaklega vel við í alvarlegri kórtónlist, t.d. laginu eftir Dowland og svo sem heyra mátti í annarri hægferðugi'i kórtón- list tónleikanna en þar var söngur kórsins oft mjög fagurlega hljóm- andi. Kammerkór Suðurlands, eins og hann er í dag, verður aldrei góður til að syngja dægurtónlist en er frá- bært efni til flutnings á alvarlegri tónlist. Þar má læðast inn í tóninn en í danstónlist þarf að leggja áherslu á hrynskarpan og jafnvel tónhvellan flutning, sem var mjög fjarri í öllum söng kórsins. Vanda- málið er ekki sönglegs eðlis, heldur varðar það val á verkefnum og því miður er langt bil á milli flutnings skemmtitónlistar og þeirrar sem leitar inn á önnur svið tilflnninga- legrar upplifunar en að dansa. Jón Ásgeirsson skóli ólafs gauks Innritun er hafin og fer fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeið eru í boði á haustönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á land sem er: LETTUR UNDIRLEIKUR 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama oa^ Forþrep fullorðinna. 3. LÍTIÐ FORÞREP ^ Splunkunýtt, spennandi námskeið fyrir börn að 10 ára aldri. 4. FORÞREP II Beint framhald Forþreps eða Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk" o.m.fl. 5. FORÞREP III Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. 6. BÍTLATÍMINN Eitt af Forþrepunum. Aðeins leikin lög frá bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. Á 7. PRESLEYTÍMINN Einkum leikin lög sem Elvis Presley gerði fræg um alia heims- byggðina, ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra flytjenda frá sama tíma. Afbragðs þjálfun 8. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fuilorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR 9.FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 10. ANNAÐ ÞREP Framhald fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 13. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. HÆGT AÐ FA LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 1500 Á ÖNN Sendum vandaðan upplýsingabækling ONNUR NÁMSKEIÐ 14. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin. 15. JAZZ-POPP II / III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 16. TÓNSMÍÐAR I / II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll Innifalin í námi. 18. TÓN FRÆÐI-TÓNH EYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar að kynna sér hið einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/ leikið eftir nótum. 19. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá, sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. V/SA (£) 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.