Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, lýst sem drykkfelldum og tilfínningalausum flagara Reuters ÞEGAR Robin Cook mætti til vinnu í utanríkisráðuneytinu breska í gær beið hans urmull ljósmyndara og blaðamanna, en uppljóstranir fyrrverandi eiginkonu hans hafa vakið mikla athygli í breskum fjölmiðlum. Enn aukast vandræði bresku stjórnarinnar RÁÐHERRAR í ríkis- stjórn Verkamanna- flokksins í Bretlandi reyndu í gær að snúa vöm í sókn en stjórnin hefur á undanförnum þremur vikum orðið fyrir verulegum áföllum, nú síðast vegna uppljóstrana Margaret Cook um helgina varðandi hjóna- band sitt með Robin Cook utanrík- isráðherra, en þau skildu í fyrra. Sakaði hún Cook um að vera drykkfelldur og tilfínningalaus flagari. Itrekaði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í gær að ekki kæmi til mála að Cook segði af sér og ráðgerir Blair nú funda- herferð þar sem lögð verður áhersla á að beina sjónum almenn- ings að málefnum og framkvæmd- um stjórnarinnar, en einkamál ráðherra Verkamannaflokksins hafa mjög verið í brennidepli að undanförnu, ríkisstjórninni til ama. Frá því á Þorláksmessu hafa tveir ráðherrar neyðst til að segja af sér, auk helsta aðstoðarmanns Browns, og eru síðustu þrjár vik- urnar þær verstu í sögu Blair- stjórnarinnar, sem komst til valda eftir þingkosningar í maí 1997. Viðurkenndi Jack Cunningham, sem hefur það starf að tryggja aga innan stjórnarinnar og að stefnu- málum sé hrint í framkvæmd, að innbyrðis átök og deilur hefðu skaðað stjómina. „Árið 1999 verður árið sem Nýi Verkamannaflokkurinn uppfyllir kosningaloforð sín,“ sagði Gordon Brown fjármálaráðherra í ræðu sem hann hélt í Edinborg í gær. Þótt ríkisstjórnin hyggist snúa vörn í sókn með því að beina sjón- um almennings að framkvæmdum í heilbrigðismálum, menntamálum og baráttunni gegn glæpum neit- aði talsmaður Blairs því hins vegar að markmiðið væri að „markaðs- setja“ stjórnina á nýjan leik. Bresk stjómmál að verða „eins og Hollywood-sápuópera" Blair, sem snéri til baka úr vetr- arleyfi sínu um helgina, lýsti á sunnudag yfir fullum stuðningi við Cook og hvatti kjósendur til að meta ríkisstjórnina út frá verkum hennar og framkvæmdum en ekki „hneykslismálum, slúðursögum og aukaatriðum." Sagði Blair að hætta væri á því að bresk stjórn- mál snérust upp í slúðurfregnaþátt eða sápuóperu „í anda Hollywood“, í það minnsta ef fjölmiðlar í Bret- landi hygðust áfram einblína á einkalíf ráðherra. Neitaði Blair því að ásakanir frú Cook drægju úr ráðherrareisn Robins Cooks og lýsti honum sem þeim utanríkis- ráðherra Breta um langt árabil er nyti mestrar virðingar meðal Evr- ópuríkja. Blair sagði aukinheldur í viðtali við David Frost á BBC að hann bæri enn fullt traust til Peters Mandelsons, sem neyddist til að segja af sér embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra á Þorláksmessu, og reyndi forsætisráðherrann breski að slá á fréttir þess efnis að samskipti hans við fjármálaráð- herrann Brown einkenndust af heiftugum metingi og gagnkvæmri andúð. Sjálfur lagði Brown sín lóð á vogarskálarnar í gær þegar hann varði stefnu „nýja“ Verkamannaflokksins og skellti skollaeyrunum við kröfum margra flokks- manna um að tekinn yrði upp á nýjan leik „gamal- dags“ sósíalismi. Vottaði fjármálaráðherrann Blair virðingu sína og sagði stefnu hins nýja Verkamannaflokks ekki saman- safn ómótaðra málefna heldur alls- herjar stefnumið sem byggt væri á bjargfastri trú á mikilvægustu lífs- gildunum. Hefnigjörn „óhæfa“? Þessi nýjasti kafli í orrahríð sem staðið hefur síðan fyrir jól hófst á sunnudag þegar The Times birti útdrátt úr bók Margaret Cook A Slight and Delicate Creature en þar lýsir hún fyrrverandi eigin- manni sínum sem drykkjuræfli með skapgerðarvanda og sem til- finningalausum flagara. Getið er drykkjutúra Cooks, ölvunardauða á eldhúsgólfi, svefnpillunotkunar, minnisleysis og þunglyndiskasta þar sem legið hefði við bæði and- íegri og líkamlegri uppgjöf af hans hálfu. Margir vina Robins Cooks reyndu í gær og fyrradag að full- vissa umheiminn um að eini til- gangur frú Cook með bókarskrif- unum væri sá að valda fyrrverandi eiginmanni sínum skaða, og vekja efasemdir um að Cook sé hæfur til að gegna ráðherradómi. Hér væri á ferð hefnigjörn kona sem ósátt væri við sitt hlutskipti. Sagði náinn samverkamaður Cooks að bókin væri „eiturgusa frá konu sem hafnað hefði verið sem óhæfu“, en sjálf neitar Margaret því að bókin hafi verið skrifuð með hefnd í huga. Bókin „taki mjúkt“ á málum og hefði hún ætl- að sér að ná sér niðri á bónda sínum fyrrverandi hefði hún haft af nægu af taka sem sleppt væri að minnast á. Samt sem áður munu synir hennar, Christopher og Peter, lítt hafa verið ánægðir með uppátæki móð- ur sinnar og reyndu þeir, að sögn heimildarmanna, að telja henni hughvarf. Gerðu íhaldsmenn á þingi harða hríð að ríkisstjórn Blairs og sögðu útilokað að utanríkisráðherrann gæti sinnt starfi sínu sómasamlega eftir þetta fjaðrafok. Iain Duncan- Smith, talsmaður Ihaldsflokksins í Ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins hefur haft vindinn í fangið undanfarnar vik- ur og ekki batnaði hag- ur hennar um helgina, að sögn Davíðs Loga Sigurðssonar, þegar fyrrverandi eiginkona Robins Cooks utanrík- isráðherra lét móðan mása um drykkjuskap hans og framhjáhald. félagsmálum, sagði uppljóstranirn- ar gera Cook „að athlægi“ og Michael Howard, skuggaráðherra íhaldsmanna í utanríkismálum, sagði staðhæfingar fyiTverandi eiginkonu Cooks „enn einn naglann í pólitíska líkkistu Robins Cooks.“ Hélt sex sinnuni framhjá Margaret og Robin Cook skildu í fyrra eftir tuttugu og átta ára hjónaband eftir að fjölmiðlar í Bretlandi komust að því að utan- ríkisráðherrann hafði þá um nokk- urra ára skeið haldið við einkarit- ara sinn, Gaynor Regan. Gengu Regan og Cook síðan í hjónaband á síðasta ári. Þetta var hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Cook hélt framhjá konu sinni, ef marka má frásögn Margaretar Cook, og segir hún að Cook hafi haldið framhjá sér með a.m.k. sex konum meðan á hjóna- bandi þeirra stóð, en þau giftust árið 1969. Mun Cook fyrst hafa viðurkennt framhjáhald fyrir konu sinni árið 1974 um það leyti sem hún gekk með Peter, yngri son þeirra hjóna. Allt þar til Gaynor Regan kom inn í spilið mun hjónabandi þeirra helst hafa staðið ógn af konu sem Margaret Cook kallar Thelmu í bók sinni og var kunningjakona þeirra beggja. Ti-úði Cook konu sinni fyrir sambandinu í júní 1987, sama dag og uppáhalds reiðhestur Margaret Cook var aflífaður. „Hann kom og settist við hlið mér. Hann sagði „Margaret - sjáðu til, mér þykir þetta leitt, afar leitt. Eg held, þar sem þú ert í miklu uppnámi núna, að ég geti eins flutt þér fleírí slæm tíðindi. Eins og þig hefur grunað þá hef ég ekki verið þér trúr.“ Margaret Cook segir að Thelma hafi sjálf verið í hjónabandi og eignaðist Thelma barn meðan á sambandi hennar og Cooks stóð. Lék í upphafi einhver vafi á því hver var faðir bamsins, að sögn Margaretar, en útlit drengsins í dag bendir að hennar mati til að barnið hafi verið rétt feðrað. Segir Margaret Cook að bóndi sinn hafí verið miður sín þegar sambandinu við Thelmu lauk og breyttist þá hegðun hans mjög. „Hann drakk augsýnilega alltof mikið og skap hans tók að einkennast af miklu þunglyndi. Eg hafði verulegar áhyggjur af hon- um.“ Segir Margaret einnig að Cook hafi um þetta leyti orðið háð- ur svefnpillum. Dó Cook einu sinni áfengisdauða á borðstofugólfinu með koníaksflösku sér við hlið, að sögn frú Cook. Stuttu eftir að sambandinu við Thelmu lauk fóru Cook-hjónin í helgarleyfi. Brotnaði Cook þá al- gerlega niður og „án nokkurar eft- irsjár og án þess að biðja mig af- sökunar, reyndar hagaði hann sér i miklu frekar sem lítill og óþekkur skólastrákur sem staðinn hafði | verið að verki, rakti hann fyrir f mér öll ástarsambönd sín.“ Þegar Cook hélt áfram að haga sér eins og sakbitið barn brást Margaret illa við og skipaði manni sínum að haga sér eins og fullorðinn maður. „Ég held að það hafi að mörgu leyti stuðlað að því að hjónaband okkar fór út um þúfur að ég neit- aði að gangast upp í þessu | mömmuhlutverki sem hann vildi að ég léki.“ Ásakar fyrrverandi einkaritara Cooks Margaret Cook sakar Gaynor Regan, fyrrverandi einkaritara Cooks og núverandi eiginkonu hans, um að hjónabandið fór út um þúfur. Er Cook gekkst við því í ágúst 1997 hafði ástarsamband þeirra staðið í tvö ár. ,Ég hef | brugðist þér einu sinni enn. Ég ! held við Gaynor, ritara minn og | það hefur varað í tvö ár. Ég hef hagað mér heimskulega og marg- sinnis viljað binda enda á sam- bandið, en hún vill bara ekki sleppa af mér takinu,“ segir hún Cook hafa sagt er hann greindi henni frá sambandinu við Gaynor. Til þess neyddist hann því götu- blöðin voru komin á sporið og birtu frásagnir af því daginn eftir. Um Gaynor Regan segir frú Cook í bókinni: „Hún læsir rán- dýrsklóm sínum í kvæntan mann með tvö börn. Hún er niðurrifs- kvendi og verður að eiga það á samviskunni það sem eftir er.“ Hún segir að líklega hafi maður sinn fyrrverandi verið hálfsturlað- ur af ótta að undanfórnu vegna út- komu bókarinnar og hún segist finna til með honum. „Hann virðist hafa elst svo mikið undanfarin misseri, er allur hlaupinn út í hrukkum og virðist óhamingju- samur. En hann hefur kallað það yfir sig sjálfur," segir hún. Öfundaðist út í Gordon Brown Frásögn Margaret Cooks gefur þeim sögusögnum byr undir báða vængi að samskipti ráðherra Verkamannaflokksins hafi undan- j farin misseri verið hai-la slæm. Segir hún að bóndi sinn hafi hatað Peter Mandelson, sem neyddist til að segja af sér starfi viðskiptaráð- herra á dögunum. Að auki segir frú Cook að Robin Cook hafi lagt fæð á Gordon Brown fjármálaráðherra fyrir um 20 árum vegna skjótari frama þess síðarnefnda innan verkamannaflokksins í Skotlandi. Úlfúðin jókst eftir fráfall Johns Smiths, fyrrverandi flokksleiðtoga, því Cook renndi sjálfur hýru auga til embættis leiðtoga Verkamanna- ' flokksins. „Ég vissi að metnaður Robins átti sér engin takmörk. En satt best að segja trúði ég því ekki að hann væri réttur maður í starf- ið. Hann bjó ekki yfir neinni með- fæddri kurteisi eða samúð né held- ur gerði hann sér grein fyrir að hann byggi ekki yfir þessum kostum." Segir frú Cook að bóndi sinn hafi sokkið djúpt í þunglyndi er hon- um varð ljóst að hann naut ekki nægs stuðn- ings til að geta sóst eftir leiðtoga- embættinu. Hann var alls ekkert hrifinn af Tony Blair en neyddist til að veita honum stuðning sinn í kjörinu sökum andúðar sinnar á Brown. Heldur frú Cook því fram að Robin Cook sé ekki síður ósátt- ur við Blair í dag, því að hans mati hefði Blair „selt skrattanum sálu sína“ til að koma Verkamanna- flokknum í ríkisstjóiTi. Blair og Brown reyna að snúa vörn í sókn Cook sagður hafa lagt fæð á fjármálaráð- herrann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.