Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 61 FRÉTTIR Markaðssetning á fískafurðum út frá hollustu Lækkun á losun koltvísýrings við nýtingu á 40 TWh/a af vatnsorku MYND2 Nýting til álvinnslu samanburður við... Rafmagn frá kolakynntri stöð Rafmagn frá olíukyntri stöð Rafmagn frá jarðgasstöð Meðallosun vegna raforkuvinnslu til álvinnslu 1997 Meðallosun vegna álvinnslu sem tii er komin eftir 1990 Nýting til vinnslu á fljótandi vetni Margfeldi heildarlosunar íslendinga 1996 5,2 saman- burður við... Olíu með núv. brennslutækni Jarðgas með núv. brennslutækni Olíu og notkun í eldsneytishlöðum Jarðgas og notkun í eldsneytishlöðum Margfeldi heildarlosunar íslendinga 1996 3,5 DR. ROBERT Ackman er kanadískur prófessor er í heimsókn á Islandi um þessar mundir á veg- um Sjávarútvegsháskóla Samein- uðu þjóðanna og Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins. „Dr. Ackman hefur aflað sér geysilegrar reynslu við rannsóknir á sjávarafurðum og þá sérstaklega hvað varðar fitu í sjávarfangi. Mikill akkur er fyrir Islendinga að fá dr. Ackman í heimsókn því hann er mjög virtur fyrir rannsóknir sinar og hefur af miklu að miðla,“ segir í fréttatilkynningu. Fjórir fyrirlestrar verða haldnir í húsnæði Endurmenntunarstofnun- ar, Dunhaga 7. Þriðjudaginn 12. janúar kl. 13:30-15:00. „Aukaafurðir og fisk- eldi“ (By-products and aquaeult- ure). Miðvikudaginn 13. janúar kl. 14:00-15:30. „Kynning og markaðs- setning á fiski og skelfiski - hefur fiskur áhrif á heilsuna?“ (Fish and shellfish promotion and marketing Is your health involved?). Fimmtudaginn 14. janúar kl. 9:00-10:30. „Breytingar í fiski eftir dauða“ (Post-mortem problems). Fyi-irlesturinn hinn 13. janúar er opinn öllum áhugasömum. „Dr. Robert G. Ackman hætti Hin eina lög- fræðilega rétta niðurstaða LÖGFRÆÐINGAFÉLAG íslands stendur fyi'ir opnum fundi þriðju- daginn 12. janúar, kl. 20.30, á Hótel Sögu í tilefni af því að undanfarið hefur verið umræða meðal lög- fræðinga og annarra áhugamanna um lög og rétt um hvort til sé hin eina lögfræðilega rétta niðurstaða. Á fundinum mun Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. fjalla um þá skoðun sína, að ávallt verði að ganga út frá því við lögfræðilegar úrlausnir að einungis ein niður- staða sé rétt og að verkefni dóm- stóla sé að leita uppi þá réttar- störfum árið 1995 sem prófessor og yfirmaður fiturannsókna á kanadísku fiskiðnaðarstofnuninni við Tækniháskólann í Nova Scotia í Halifax. Hann hefur verið viðriðinn fiturannsóknir í sjávarfangi sleitu- laust frá því árið 1950. í doktors- námi sínu við Vísinda- og tæknihá- skólann í London tengdist hann fyrstu notum á gasskilju til að greina fitusýi'ur. Hann hélt áfram þeim rannsóknum er hann sneri heim til Kanada hjá Fiskrannsókna- nefnd kanadísku rannsóknastofunn- ar í Halifax. Dr. Ackman var einn af fyrstu talsmönnum fyi'ir notkun á hár- pípusúlum fyrir gasgreiningar og margt af því sem hefur verið birt eftir hann er byggt á aðferðaþróun og notkun á slíkum súlum við grein- ingar á fitu úr sjávarfangi. Árið 1980 var dr. Ackman veitt H.P. Kaufmann orðan á vegum Alþjóða- samtaka fyi-ir fiturannsóknir sem viðurkenningu fyrir framlag sitt til greiningar á fitu og olíu. Hann er meðlimur í Kanadísku efnafræði- stofnuninni. Auk annarra starfa hjá Samtökum amerískra olíuefnafræð- inga er dr. Ackman meðútgefandi fagtímaritsins Lipids,“ segir enn- fremur. heimild sem við á, en ekki setja réttarreglur. Að loknu erindi hans verða fyrirspumir og almennar umræður. Allir velkomnir. Fundur um agamál í Hagaskóla FORELDRAFÉLAG Hagaskóla gengst fyrir fundi þriðjudaginn 12. janúar kl. 20.30 í samkomusal skól- ans um agavanda í skólanum og viðbrögð við honum. Á fundinum flytja eftirtaldir stutt framsöguerindi um málið: Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, Ti-yggvi Agnarsson, hdl. frá Foreldrafélagi Hagaskóla, Ai'thur Morthens, forstöðumaður hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Hjálmar Ái'nason, alþingismaður og fyrrverandi skólastjóri, og Þor- steinn Sæberg, formaður Skóla- stjórafélags íslands. „Tilgangur fundarins er að leit- ast við að greina vandann og leysa úr honum eins og kostur er. For- eldrafélagið skorar á alla foreldra og forráðamenn nemenda og einnig kennara og annað starfslið skólans að mæta á fundinn og færa fram sjónarmið sín í málinu,“ segir í fréttatilkynningu. Una - Bókafor- lag hættir tímaritaútgáfu UNA - Bókaforlag hefur selt tímaritið Uppeldi. Kaupandi er nýtt hlutfélag, Uppeldi ehf., undir forystu Benjamíns Axels Árnason- ar. Áætlað er að blaðið komi út með svipuðum hætti og áður. Tímaritið Uppeldi hefur komið út í ellefu ár. Samhliða útgáfu tímaritsins þróaðist hjá forlaginu kennslugagnaútgáfa og útgáfa fag- rita undir heitinu Ritröð uppeldis og menntunar. Sala tímaritsins mun veita Unu - Bókafoi'lagi auk- ið svigrúm til að efla þá útgáfu stórlega en hún hefur að nokkru leyti setið á hakanum vegna þeirra miklu umsvifa sem útgáfa tímarits- ins krefst, segir í fréttatilkynningu. LEIÐRETT Rangt nafn í FRÁSÖGN af heimsókn í Haga- skóla í Morgunblaðinu á laugar- dag var rangt farið með nafn eins þeirra sem rætt var við. Pilturinn heitir Sturla Þór Friðriksson, en ekki Styrkár eins og sagði blaðinu. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Rangur tónleikadagur í RAMMANUM Menning/listir næstu viku í Lesbókinni sl. laug- ardag voru skráðir tónleikar Blás- arasveitar Reykjavíkur og mál- þing um Jón Leifs í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi viku of snemma. Tónleikarnir verða nk. laugardag kl. 16 á undan málþing- inu. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Botnfískafurðir ÞAU mistök urðu í frétt blaðsins síðastliðinn laugardag um útflutn- ing Islenskra sjávarafurða að mikilvægt orð féll út úr frásögn- inni. Sagt var frá útílutningi frystra afurða, sem nam 3,9 millj- örðum króna alls. Síðan var sá út- flutningur brotinn upp eftir af- urðaflokkum, botnfiski, rækju og svo framvegis. í kafíanum um frystar botnfiskafurðir, vantaði orðið botnílskur og fyrir vikið varð fréttin illskiljanleg. Til að leiðrétta þessi mistök er umrædd- ur kafli fréttarinnar birtur leið- réttur hér á eftir: Útflutningur frystra afurða á síðasta ári nam 13,9 milljörðum króna og var það 6% meira en árið áður, en þá var verðmæti útflutn- ingsins 13 milljarðar. Útflutt magn frystra afurða var 66.512 tonn og var það 4,1% minna en ár- ið 1997. Útflutningur frystra botnfiskaf- urða nam 7,7 milljörðum króna og var það 9,8% meira en árið 1997. Útflutt magn var 27.701 tonn, sem er 7,4% aukning frá árinu áður. Þorskurinn er stór þáttur í þess- um afurðaflokki, en framleiðsla þorskafurða jókst um 19,5% á ár- inu. íslensk vatnsorka í linattrænu samhengi í GREIN Jakobs Björnssonar „Islensk vatnsorka í hnattrænu samhengi“ sem birtist í Morgun- blaðinu laugardaginn 9. janúar slæddist inn villa í mynd 2 við breytingu hennar til að minnka fyrirferð í birtingu. Er hún því birt aftur. Fallið hefur niður skýr- ing á textanum við vinstri enda súlnanna. Sá texti segir til um við hvað er borið saman. Dæmi: Ál- vinnsla úr 40 TWh/a af raforku úr vatnsorku sparar 10,8-falda heild- arlosun íslendinga af koltvísýringi 1996 miðað við að rafmagnið væri framleitt í kolastöðvum. O.s.frv. Lesendur eru beðnir velvirðing- ar á mistökunum. Sperirtdrtdi námskeið fyrir böm frdmtföaririridr Nú eru að hefjast spennandi og fróðleg námskeið í skóla Framtíðarbarna sem er tölvuskóli fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 -14 ára. Hringdu strax í dag og gefðu barninu forskot á framtíðina. Námskeið Framtíðarbazna, jan. - maí 1999 1. lþróttir Til að undirbúa sérstakan íþróttaviðburð útbúa nemendur dagskrá yfir keppnisgreinar, búa til boðskort og auglýsingar til að draga að áhorfendur, útbúa möppur fyrir fjölmiðla, upplýsingablöð, minjagripi og ýmislegt annað. Hugbúnaðurfyriryngri nemendur: PrintArtist (umbrotsforrrit). Hugbúnaðurfyrir eldri nemendur: Microsoft Publisher (umbrotsforrrit) og Intemet Explorer (vefskoðari). 2. Vistfræði Nemendur leggja sitt af mörkum til að bæta lífsskilyrði á jörðu. Þeir nota töflureikni til að fylgjast með fjölgun dýrategunda í útrýmingarhættu, búa til litrík línurit sem sýna hve mikinn mat og orku fólk notar og spá um heilbrigði vistkerfis jarðarinnar í framtíðinni. Hugbúnaðuryngri nemenda: Cruncher (töflureiknir) og Kid Pix Studio. Hugbúnaður eldri nemenda: Microsoft Excel (töflureiknir), Microsoft Word og Intemet Explorer (vefskoðari). 3. Ákvörðurtarstdðir Til að skrá ævintýraferðir sínar til spennandi ákvörðunarstaða á borð við virk eldfjöll, brennheitar eyðimerkur, gegnblauta regnskóga, hyldýpismyrkur úthafsins og fjarlægar plánetur, setja börnin saman fræðslukynningar og heimildarkvikmyndir. Hugbúnaður yngri nemenda: Kid Pix Studio (myndvinnsla og margmiðlun) og Storybook Weaver (sögugerð og margmiðlun). Hugbúnaður eldri nemenda: Microsoft Powerpoint (margmiðlunarforrit) og Intemet Explorer (vefskoðari). c Hringdu strax í dag. Síminn er: Reykjavík 553 3322 • Selfoss 482 3937 • Akureyri 4613328 ) I ........... ---------------- * Tilboðsverð gildir fyrir alla klúbbfélaga Landsbanka íslands og áskrifendur Símans Internet. Miðað er við 5 mánaða námskeið. SÍMINN interneT FRAMTÍÐARBÖRN sími 553 3322
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.