Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 53*' MINNINGAR + Guðni Kristins- son fæddist í Raftholti í Holtum í Rangárvallasýslu 6. júlí 1926. Hann lést á heimili sínu í Skarði á Landi 25. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Skarðskirkju 9. jan- úar. Okkur bræðurna langar til að minnast Guðna hreppstjóra með nokkrum orðum. Skarð átti stóran sess í lífí okkar allra og höfum við átt þar margar góðar stundir. Ekki bara þegar við störfuðum þar á sumrin heldur einnig í hinum fjölmörgu heimsókn- um á veturna. A þessum árum gátu jafnvel verstu vetrai-veður ekki stöðvað okkur í að fara yfír heiðina og upp Landveginn, þó var það ósjaldan að við sátum fastir í sköfl- um eða sáum ekki fram fyrir húdd bflsins vegna blindbyls. Það er alltaf gott að koma að Skarði og var það ætíð fyrsta verk að heilsa upp á Guðna og Dóru og fá nýjustu fréttir úr sveitinni við eldhúsborðið. Guðni fylgdist vel með hvernig okkur gekk í Reykjavíkinni og gladdist með okkur ef vel gekk. Hann var einnig ávallt fús til að veita okkur aðstoð ef við þurftum á að halda. Guðni tók ávallt vel á móti okkur líkt og öllum þeim fjölda gesta sem heimsóttu hann og fjöl- skylduna í Skarði. Nú erum við bræður allir komnir með fjölskyld- ur og er það víst að Guðni og Dóra hafa tekið á móti börnum okkar og eiginkonum á sama hátt og okkur. Ævintýraferðir okkar austur að Skarði eru ekki eins margar nú, eftir að við eignuðumst okkar eigin fjölskyldur en Guðni og fjölskyldan í Skarði koma samt ætíð fyrst í huga okkar er við minnumst upp- vaxtaráranna. Allar góðu minning- arnar frá því við vorum vinnumenn í Skarði varðveitum við í huga okk- ar og rifjum upp í hvert sinn sem komum í sveitina. Kæra fjölskylda, við samhryggjumst ykkur innilega og megi Guð og gæfa fylgja ykkur á komandi árum. Ykkar frændur og vinir, Guðmundur, Sæmundur og Páll. I íþróttum er mönnum tamt að tala um þá sem skara fram úr sem afreksmenn. Ef það ætti að meta lífshlaup Guðna í Skarði með mælistikum íþróttamanna mætti vel segja að hann hafí verið afreks- maður. í búskap og öðrum störfum sem hann tók sér fyrir hendur hef- ur hann sýnt þor og áræði sem nauðsynlegt er til að menn nái ár- angri. Eg átti því láni að fagna að kynn- ast Guðna vel á síðustu árum, en allt frá því ég var strákur niðri í Holtum hefur maður heyrt talað um sveitarhöfðingjann og hrepp- stjórann í Skarði. Eftir að ég fór að venja komur mínar að Skarði eftir að við Dóra barnabarn hans fórum að vera saman hef ég kynnst hon- um betur og reynt hvaða mann hann hafði að geyma. Ég get sagt um Guðna eins og hann sagði svo oft um samferðamenn sína, „hann var mikill sómamaður". Þegar maður lítur til baka er margs að minnast í samskiptum við Guðna. Mörg ógleymanleg atvik mætti nefna við eldhúsborðið í Skarði, sérstaklega eru minnisstæð skemmtileg tilsvör um menn og málefni líðandi stundar. Guðni var stoltur af búi sínu og Landsveitinni, sem var honum afar kær. Ég er heldur ekki frá því að það hafí verið honum þung spor að taka þátt í sameiningu sveitarfélag- anna Landmannahrepps og Holta- hrepps á sínum tíma. Enda kaus hann að hætta afskiptum af sveitar- stjórnarmálum í kjölfarið. Það duldist engum sem þekkti Guðna hvar hann var í pólitík, hann var mikill sjálf- stæðismaður og hafði gaman af því að ræða um landspólitíkina. Eftir að ég og Kristinn fórum að skipta okkur af sveitarstjórnarmál- unum eftir kosning- arnar 1994 var oft rætt um málefni sveitarfé- lagsins, enda hafði hann sjálfur setið um áratugaskeið í sveitar- sjórn Landmanna- hrepps. Það var alltaf jafn gaman að hitta hann Guðna. Oft heilsaði hann okk- ur þegar við komum að Skarði með orðunum „það er gott að þið eruð komin“. Þetta sýnir vel hvað fjöl- skyldan og afkomendur hans skiptu hann miklu máli. Guðni naut sín hvergi betur en heima í Skarði í faðmi fjölskyldunnar og stóð Dóra sem klettur við hlið eiginmanns síns allt til hinstu stundar. Það er með söknuði og trega sem ég kveð góðan félaga og vin. Eftir stendur að ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Guðna og hans góða fólki. Engilbert Olgeirsson. í dag minnumst við Guðna í Skarði í hinsta sinn. Vil ég með fá- tæklegum orðum minnast hans. Kynni okkar Guðna hófust fyrir 25 árum þegar ég réð mig sem tamningamann að Skarði. Frá fyrsta degi var mér tekið sem einum af fjölskyldunni síðan hefur hluti af mér tilheyrt Skarði. Þetta var mitt annað heimili á mínum yngri árum og enn þann dag í dag finnst mér ég vera kom- inn heim þegar ég kem að Skarði. Þau hjón Guðni og Dóra voru höfð- ingjar heim að sækja og nutu þau návistar gesta sinna og allir voru velkomnir á heimili þeirra. Það sem mér er minnisstæðast um Guðna er hversu góðhjartaður hann var og vildi allt íyrir mann gera. Hann kom hreint fram við alla og alltaf með hlýlegt bros á vör. Guðni var glettinn og hláturmildur maður. Hann rak sitt bú með ástúð og umhyggju. Hann var mikill og góður hestamaður og voru hestarn- ir sem vinir hans. Ekki verður Guðna hér minnst án þess að geta bróður hans Há- kons heitins. Þetta voru mínir læri- meistarar í hestamennskunni, þeir menn er ég leit mest upp til. Alla mína þekkingu í sambandi við hest- ana og margt annað í lífinu á ég þeim að þakka. Nú ganga þeir bræður saman í hönd inn í eilífðina. Þar sem hlátur þeirra hefur sam- einast á ný. Ég var ríkur að fá að kynnast þessum bræðrum og að öðlast það veganesti sem þeir eftir skildu. Efst í huga mér er það þakklæti að hafa kynnst Guðna þessum öðlingsmanni og læra af honum. Hann mun eiga stað í hjarta mínu sem og virðingu mína, um ókomna tíð. Hlátri hans og hlýhug mun ég seint gleyma. Elsku Dóra, missir þinn og fjöl- skyldu þinnar er mikill og bið ég góðan Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Það er í verkahring ykkar sem og okkar að halda hönd um minn- ingu Guðna. Elsku Guðni minn, minningin er þín, en söknuðurinn er okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur Hinriksson. Guðni minn. Bara örfá orð. Þú reyndist mér ákaflega vel. Það var virkilega gott að vera hjá ykkur hjónum í sveit. Mín bestu ár í lífi mínu og mínar bestu minninar úr æsku, er vera mín í sveit hjá ykkur hjónum. Hin seinni ár hef ég ásamt Eddu konu minn og börnum komið í heimsókn og höfum við ávallt átt góðar stundir með ykkur hjónum og fjölskyldu. Hjá þér kynntist ég hestum og hestamennsku, sem hef- ur verið stór þáttur í mínu lífi gegn- um tíðina. Guðni minn, ég kveð þig sem virkilega góðan vin og félaga. Á vin- skap okkar skyggði aldrei. Vinskap sem gerði mig þann gæfumann að hafa kynnst þér og þinni fjölskyldu. Hvíl þú í friði. Þinn vinur, Sigurður Reynisson. Líkt og marga aðra krakka lang- aði okkur mikið að fara í sveit þeg- ar við vorum yngri. Við vorum svo lánsamar að komast í sveit að Skarði í Landsveit þar sem við kynntumst húsbóndanum, Guðna Kristinssyni hreppstjóra, og fjöl- skyldu hans. A þessum árum var eins og ávallt mikið líf og fjör í Skarði, margir krakkar í sveit og mikill gestagangur. Guðni var líf- legur maður, góður heim að sækja og sótti fólk í félagsskap hans. Það voru ófá skipti sem hann bauð kunnugum sem ókunnugum, inn- lendum sem erlendum ferðalöngum inn og sagði: „Dóra, er ekki til kaffí handa fólkinu?“ Eftir að kaffi var á borð borið settist Guðni niður með gestunum og spjallaði um allt milli himins og jarðar og oft um sín hugðarefni, hesta og stjórnmál. Frá þessum „vinnukonuárum" okkar leita á hugann skemmtilegar minn- ingar. Þótt mörgum hafí brugðið þá kippti Guðni sér ekki upp við það þegar við vorum í litlu stofunni í gamla bænum og notuðum vegginn við miklar leikfímis og- dansæfíng- ar þannig að leirtauið í eldhússkáp- unum hinum megin við vegginn flaug næstum út á gólf og sumir héldu jafnvel að Hekla væri að byrsta sig með smá jarðskjálfta. „Slasið þið ykkur bara ekki, það er langt til næsta læknis," sagði bónd- inn og brosti. Guðni skildi einnig þá „mikilvægu" stundir í lífi okkar sem mánudagskvöldin voru því þá var nefnilega þátturinn „Lög unga fólksins" á dagskrá í útvarpinu og allt var sett í botn. Hann lét sig hafa það að lesa blöðin undir há- værum diskótónum. Ekki vorum við þó alltaf jafn tillitssamar við Guðna þegar fréttirnar voru eftir matmálstíma því oft þótti honum við vaska upp með heldur miklum látum og skvettum og pískra allt of hátt. Sterk er einnig minningin um Guðna þar sem hann stendur á hlaðinu að morgni dags, lítur yfir landið sitt, teygir úr sér og hagræð- ir flauelshattinum og spyr okkur þar sem við sitjum í makindum og spjöllum saman: „Eigið þið ekki að vera að gera eitthvað stelpur? eF svo er ekki væri þá ekki ráð að taka til í kringum bæinn eða niður við þjóðveg, ekki viljum við hafa rusl í kringum okkur.“ Þannig var Guðni, honum var annt um umhverfi sitt og bar virðingu fyrir landinu. Við sem vorum í sveit í Skarði og kynntumst fjölskyldunni og lífinu þar sóttumst eftir því að koma aft- ur og aftur hvert sumar og þó að Guðni hafí líklega oft verið feginn rólegheitunum sem fylgdu haustinu hefur hann áreiðanlega stundum saknað hamagangsins í okkur sum- arkrökkunum. Eitt er víst að fyrir okkur var oft tómlegt að koma heim að hausti eftir að hafa verið hluti af stórri fjölskyldu í Skarði yf- ir sumarið. Við teljum það forrétt- indi að hafa verið í sveit hjá Guðna og Dóru, konu hans, þar sem við lærðum svo ótalmargt um lífið og tilveruna. Þetta var yndislegur tími og dýrmæt lífsreynsla sem hefur reynst okkur gott veganesti út í líf- ið og fyrir það erum við afar þakk- látar. Elsku Dóra, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Guð blessi minn- ingu Guðna Kristinssonar. Ykkar Margrét Sif og Hildur. Guðni minn á Skarði var alla tíð mikill stórbóndi. Var með stærstu GUÐNI KRISTINSSON bændum á öllu landinu. Hann var með stórt fjárbú og kúabú og mörg hross átti hann líka, því hestamað- ur var hann mikill, fékk mörg verð- laun fyrir hross sín á hestamanna- mótum. Útsjónarmaður var Guðni, fljótur að tileinka sér nýjungar við búskapinn. Guðni minn gat haft hátt þegar smaladagar voru ef hon- um fannst ekki ganga nógu vel að smala fénu. Mamma spurði Guðna eitt sinn þegar ég heyrði til, hvort ég væri nokkur smali, hvort nokk- urt gagn væri í mér. Jú, hún getur smalað og hóað líka. Mikið þótti mér vænt um þetta svar. Það var nú ekki í anda hans Guðna að gera lítið úr öðrum, og allra síst mér, því við vorum svo miklir vinir. Guðni minn fékk stundum á bak- ið að hann hlífði sér við verkin, ynni ekki of mikið. En þetta var nú ekki satt. Þegar ég var að alast upp í Króktúni þá var hann af lífi og sál í búskapnum. Það var oftast mitt verk að sækja kýrnar á morgnana. Oft kom Guðni með kýrnar á móti mér eða rak þær af stað þegar hann var að sækja sínar. Ég man það þegar Kristinn sonur þeirra hjóna var fyrsta vetur sinn í Skógaskóla, þá voru Skarðshjónin ein fram að jólum. Fólk ætti að kynna sér að- stæður áður en það lítillækkar aðra. En Guðni var í svo mörgu öðru, hann var hreppstjóri og í sveitarstjórn í yfir 30 ár. Hann var mikið í félagsmálum. Hann var meðhjálpari í Skarðskirkju í fjölda mörg ár og ötull sjálfstæðismaður. Hann hafði í mörgu að snúast og í mörg horn að líta. En hann Guðni minn bjó nú ekki einn á sínu höfuð- bóli. Hann átti mikilhæfa og góða konu, hana Dóru, sér við hlið, og ég hef oft dáðst að jafnaðargeði henn- ar. Hún er alltaf eins og klettur í hafi, sem ekki haggast, hvað mikið sem á gengur, og hún Dóra mín hjálpaði oft honum Guðna við hreppstjórastarfið og studdi mann sinn í einu og öllu. Annars hefði þeirra búskapur ekki gengið, hefðu þau ekki verið svona samtaka eins og raun ber vitni. Það voru mikil umsvif í Skarði þegar ég var að alast upp. Þar var greiðasala. Ferðafólki selt kaffi sem var á vegum Ferðafélagsins og meðlætið var alltaf bakað af henni Dóru. Það fer nú engin kona í fótin hennar. Þau hjón eignuðust tvö börn, Kristin, sem býr stórbúi í Skarði ásamt konu sinni, Fjólu Runólfsdóttur, og eiga þau fjögur börn og tvö barnaböm, og Helgu Fjólu. Hennar maður er Ingvar Ingólfsson og eiga þau tvo syni. Það er mikil samheldni milli fjöl- skyldnanna í Skarði, það hefur oft sýnt sig. Ég tala nú ekki um þegar þessar samheldnu fjölskyldur byggðu íbúðarhús saman, og sýnir það hversu þessar fjölskyldur eru vel gerðar. Helga mín kemur oft upp að Skarði til að létta undir með móður sinni, þvi heilsa Guðna var farin að bila, og ég veit að Ingvar maður hennar taldi það ekki eftir. Guðni og Dóra voru miklir höfð- ingjar heim að sækja og fannst Guðna eiginlega aldrei nógu vel tekið á móti gestunum. Annars var enginn gestur í Skarði, þar gátu all- ir gengið út og inn eins og þeim sýndist. Guðni var vinmargur mað- ur og hélt góðu sambandi við sína vini og ræktaði þau sambönd eins og allt sem hann kom nálægt. Hann fékk ungur lömunarveikina og var aldrei heill maður síðan. Guðni var stórglæsilegur maður, sjarmerandi á alla lund, skemmtilegur húman- isti. Hann gerði vel við sitt fólk og þau hjón bæði. Unglingar sem voru í sveit í Skarði sóttust mikið eftir að CF H H H H H H H H H H H H H H H H IIIIIIXIIIIIIII Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 TTTTTTTTTTITTTT M r. komast þangað aftur og aftur. Það gera þeir ekki nema vegna þess hve góðir húsbændurnir eru við þau, þeir vita hvað að þeim snýr. Það var sérstakt nágrenni á millf~- bæjanna Skarðs og Króktúns. Þótt allar skepnur gengju saman þá var aldrei sagt styggðaryrði. Svona samkrull hefði ekki blessast annars staðar, að allar skepnur gengju saman. Elsku Dóra mín, þú hefur misst góðan mann því Guðni var sterkur persónuleiki. Elsku Kristinn minn og Helga, þið hafið misst góðan föð- ur, eins tengda- og barnabörnin, því milli ykkar allra var sterk taug og gott samband. Ég votta ykkur öllum samúð mína. Mér þótti vænfi^ um að ég skyldi vera með þeim fyrstu sem látnir voru vita þegar bændahöfðinginn í Skarði lést. Elsku Guðni minn, ég gæti skrif- að meira um þig, en læt samt stað- ar numið. Hafðu þökk fyrir allt og allt, friður Guðs þig blessi. Guð veri með þér. Bjarney G. Björgvinsdóttir. „Enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyj- j um, þá erum vér Drottins." Svo ' mælti Páll postuli og undirstrikav ^ j það undur sem kærleiki Guðs er’ 1 Andlát ástvinar markar viss enda- lok fyrir þeim sem eftir lifa en ekki fyrir þeim sem látinn er. í náðar- faðmi Guðs hvílir Guðni nú. Drott- inn miskunnaði sig yfir hann, leyfði honum að kveðja þennan heim með reisn á heimili sínu á jóladags- morgun að viðstöddum sínum nán- ustu. Einn af föstu punktunum í tilver- unni er nú aðeins minning. Frá því ég man eftir mér hefur alltaf verið gott að koma að Skarði. Guðni var ~ þar fastur punktur og gaf sér alltaf tíma til að tala við gestinn hversu ungur sem hann var. Það var gam- an hversu oft hann rifjaði það upp er ég kom ásamt félaga mínum á ; reiðhjóli frá Reykjavík er ég var 12 ára gamall. Þetta fannst honum mikið afrek og drengssálin taldi sig mikið karlmenni. Hann ann kirkjuni sinni afar heitt. Maður skynjaði sterkt virð- inguna sem hann bar fyrir kirkj- unni og ekki kom annað til greina en að klæðast sínu fínasta pússi er hann hélt til kirkju. Ýmis samtöl um kirkjuna og umgengni við hana átti ég við þau hjón Guðna og Dóru sem hafa skilið eftir sig mikinn lær-*-1 dóm í huga mínum. Sá lærdómur kemur sér vel fyrir ungan prest í þjónustu á landsbyggðinni. Eiginmaðurinn, faðirinn, afinn og langafinn er ekki lengur heima nema í minningunni. Hann er far- inn yfir móðuna miklu og dvelur hjá honum sem var, er og kemur. Ég bið Guð að vaka yfir fjölskyldunni allri að Skarði. Sigurður Grétar Sigurðsson, Hvammstanga. anc L’tfa ra rjjjón u s tci se»; byggir á 'aiiijri rcynslu Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf Sími 551 1266 w \v’w. u t f ara s t o f a. co m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.