Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 54
**54 ÞRIÐJIJDAGUR 12. JANTJAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Astkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR frá Sandprýði, Stokkseyri, lést á Landakotsspítala laugardaginn 9. janúar síðastliðinn. Margrét Böðvardóttir, Gunnar Böðvarsson, Axelína M. Garðarsdóttir, Sigríður B. Gunnarsdóttir, Hermann Þráinsson, Kristín H. Þorsteinsdóttir, Friðrik Þorsteinsson, Sólrún María Þorsteinsson, Sonja Ósk Gunnarsdóttir, Heiðrún María Gunnarsdóttir, Hildigunnur Hermannsdóttir. -I + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Teigagerði 4, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi gamlársdags, 31. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks og hjúkrunarfólks Grundar fyrir góða umönnun. á hjúkrunardeild Sigríður G. B. Einarsdóttir, Hörður Jóhannsson, Magnús Einarsson, Gyða Siggeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. f Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, LAUFEY K. BJÖRNSDÓTTIR frá Viðey, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 13. janúar kl. 13.30. Magnús Óttar Magnússon, Carol Magnússon, Björn Haukur Magnússon, Laufey Björnsdóttir, Rúnar Þór Guðjónsson, Sigurður Guðni Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + JÓN ÁRNI JÓNSSON menntaskólakennari, Furulundi 11D, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 7. janúar sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. janúar og hefst athöfnín kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast Jóns Árna, er vinsamlegast bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. María Pálsdóttir, Páll Jónsson, Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Óskar Þór Halldórsson, Steingrímur Jónsson, Ásrún Kristín Sigurðardóttir, Jón Árni Jónsson, Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Jónsson, Yean Fee Quay, Þóra Jónsdóttir, Björn Halldórsson og barnabörn. + Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Droplaugarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar- staða. Fyrir hönd aðstandenda, Aggý Skjold Rasmussen, Lára Sveinsdóttir. GUÐMUNDUR ÍSAR ÁGÚSTSSON + Guðmundur fsar Ágústsson fædd- ist í San Francisco í Kaliforníu hinn 16. október 1985. Hann lést af slysförum á Snæfellsnesi 27. des- ember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 4. janúar. Elsku Gúndi, sonar- sonur minn, er dáinn. Hvílíkt reiðarslag dundi yfir, þegar þessi ótrúlega staðreynd varð ljós. Ljúf- ur og góður drengur, sem allt benti til að yrði nýtur og góður maður, fær ekki að verða eldri en 13 ára. Það er erfitt að skilja þess ráðstöfun og sorgin nístir hjarta. Eg hef verið að tína fram mynd- ir, sem hafa verið teknar hér heima, myndir af Gúnda við ýmis tækifæri og minningarnar streyma fram. TÖUUÍllflD OMUifli) (Jfl um UílDMJUA llflTÍL flOJK MSNIUNINI • (Afí Upplýsingar í s: 551 1247 Hér er mynd af Gúnda með pabba sín- um í eldhúsinu að fá sér snarl, önnur þar sem hann leikur á fyrsta hljóðfærið sitt, blokkflautu, sú þriðja er tekin hér fyrir utan húsið, þar sem verið er að búa til snjókarl. Hér er líka ein þar sem Gúndi er í KR- búningi með fótbolta undir hendi og áfram gæti ég tínt til. Allt eru þetta myndir úr hversdagslífinu, sem var, en sýna líka áhugamál hans, tónlist, íþrótt- ir og leik. Það voru ánægjustundir þegar hann kom til mín með föður sín- um og fjölskyldu; í síðasta skiptið á jóladag, þar sem hann lék sér við hin börnin í jólaboðinu, glaður og yndislegur, eins og alltaf. Þá óraði okkur ekki fyrir þeim ósköpum, sem yfír dundu aðeins 2 dögum síðar. Það ríkir sár tregi og söknuður hjá okkur öllum, en minningarnar um liðnar gleði- stundir með elsku fallega drengn- um okkar munu lifa með okkur um ókomin ár. Eg bið Guð að blessa elsku Agúst minn, Kristínu, konu hans, böm þeirra og fjölskyldu, móður hans Guðbjörgu og hennar fjöl- skyldu og gefa þeim styrk á þess- um sorgardögum. Blessuð sé minning Guðmundar Isars Agústssonar. Amma Magnea. + Látin er í Hoople N-Dakota LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR AALAND. Útförin hefur farið fram. ’W ••y Jf Vandamenn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Vatnsnesi, Keflavík, andaðist á sjúkrahúsinu í Keflavík að kvöldi sunnudagsins 10. janúar. Hörður Falsson, Ragnhildur Árnadóttir, Jóhanna Birna Falsdóttir, Daði Þröstur Þorgrímsson, barnabörn og langömmubörn. + Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, MAGNÚSAR GUÐLAUGSSONAR húsasmiðs, Frostafold 30, Reykjavík. Ingibjörg Magnúsdóttir, Örn Magnússon, Guðlaug Guðsteinsdóttir, Svanhvít Magnúsdóttir, Skúli Jónsson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Svavar Baldursson, Magnús Magnússon, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristín Magnúsdóttir, Jón K. Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn. Mig skortir orð til að lýsa til- finningum mínum og ég vildi svo geta sagt eitthvað sem gæti sefað þá kvöl sem fjölskylda og vinir Gúnda ganga í gegnum núna. Að missa barn er einn sá mesti harm- ur sem nokkur verður fyrir og ég veit að engin orð lina sorgirnar. En það góða er að tíminn vinnur með okkur og deyfir sársaukann. Við svona atburði er maður minnt- ur á það að ekkert varir og hvert augnablik sem við lifum skiptir máli, er svo dýrmætt. Ég vildi óska þess að hafa fengið að njóta meiri samvista við Gúnda, en þó samverustundirnar hafi ekki verið nógu margar, þá eru þær svo ljós- lifandi í kollinum á mér. Hann var svo fallegur og prúður og mér fannst hann gæti verið eldri en jafnaldrar sínir. Hann hafði ein- hvern þroska til að bera sem mér fannst koma fram í yfirvegaðri framkomu hans. Fyrstu minningar mínar af Gúnda, frænda mínum, eru af hon- um litlum með pabba sínum heima hjá mömmu og pabba á Tómasar- haganum. Mér fannst svo gaman að sjá þá feðga saman og sjá nýjar hliðar á pabba hans sem ég hafði ekki séð áður. Þegar ég hugsa til baka þá standa samt upp úr tvær ferðir sem við fórum með Gúnda og föðurfjölskyldunni, sú fyrri á ættarmótið í Vestmannaeyjum fyr- ir rúmu ári og sú seinni í sumar í Svarfaðardalinn í brúðkaup Lindu frænku okkar og Skúla. Það var svo gaman að fylgjast með þeim fóstbræðrum Gúnda og Atla, þeir voru svo miklir félagar og sam- band þeirra við litlu systur sína, Iðunni Snædísi, var svo fallegt að við höfðum sérstaklega orð á því. Einnig stendur eftir minning frá Vestmannaeyjum þegar krakkarn- ir og eitthvað af fullorðna fólkinu fóru út að kvöldlagi að leita að lundapysjum. Strákarnir voru ÚTFARARSTÓFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kt'öld til kl. 22 - dnnig um T fyrir öll tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.