Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.01.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 55 miklu naskari og fljótari en Högna dóttir mín að finna pysjur og hún hafði ekki fundið neina. Þá var það Gúndi sem sagði við hina strákana, Högna fær næstu pysju, og sá til þess að svo færi. Svona var Gúndi, tillitssamur og blíður. Högnu fannst gaman að eiga stóran frænda í Melaskóla og ekki spillti fyrir að hann var vinsæll og vinamargur og henni þótti mjög merkilegt að geta sagt að hann væri frændi hennar. Gúndi skilur eftir sig ljúfar minningar um ynd- islegan dreng sem gaf foreldrum sínum og öllum sem þekktu hann svo mikið. Elsku Agúst og Rristín, Ath og Iðunn Snædís, ég bið góðan guð að gefa ykkur styrk og huggun í ykk- ar miklu sorg. Guðbjörgu og fjöl- skyldu allri sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Anna Katrín Guðmundsdóttir. Elsku Gúndi. Margar minningar hrannast upp í huga okkar þegar við hugsum um þig og eru þær allar svo margar, góðar og skemmtilegar að við komum því varla á eitt blað. Við höfum misst frábæran vin. Þegar við fréttum um andlát þitt, vildum við ekki tráa því að þessi skemmtilegi og fallegi strák- ur væri farinn frá okkur. Þetta era mjög erfiðar stundir hjá okkur öll- um og við munum aldrei gleyma þér, Gúndi minn, og þú átt alltaf stað í okkar hjarta. Þú hafðir svo marga hæfileika og varst alltaf mjög hjálpsamur í öllu. Þú söngst alltaf svo vel og kunnir að gera allskonar skrítnar raddir. Þú lékst svo vel á píanó og fiðlu og varst svo fyndinn og alltaf í góðu skapi. Ef einhverjir fóra að rífast þá reyndir þú alltaf að koma í veg fyrir það. Maður spyr sjálfan sig og aðra: af hverju þurfti Guð að taka þig frá okkur, af hverju svona snemma? Af hverju þig, Gúndi, svona góðan strák, af hverju fékkst þú ekki að verða fullorðinn maður, giftast, eignast börn og koma hæfileikum þínum á fram- færi? Af hverju þú, af hverju ...? Manstu Gúndi í öllum bekkj- arpartíunum þegar við voram að fíflast, leika okkur og tala saman. Þú varst algjört partýdýr, alltaf að skemmta þér, komst öllum í gott skap og vildir ekki sóa einni mín- útu í leiðindi. Það var dæmi um það að einu sinni í skólanum þegar þú varst að ragga þér á stól eins og venjulega, að þú dast aftur fyrir þig. Allir litu hissa á þig og þorðu ekki að gera neitt fyr en að þú stóðst upp skælbrosandi og fórst að skellihlæja. Þú þorðir alltaf að vera öðruvísi en hinir eins og þegar þú komst á jólaball í Melaskóla í hvítum föt- um, með hvítt hár og hvít sólgler- augu og kallaðir þig „man in white“. AJlar stelpurnar bráðnuðu. Manstu þegar við hittumst í Frostaskjóli og þú varst nýbúinn að raka af þér allt hárið alveg sjálfur og varst með fullt af plástr- um á höfðinu. Þú varst alltaf svo mikill töffari. Og svo kvöldið áður en þetta hræðilega slys varð. Við voram heima hjá þér. Þú varst í svo góðu skapi og hlóst að öllu sem maður gerði og sagði þótt það væri ekk- ert fyndið. Bara ef þú hefðir ekki farið í ferðina. Það er alltaf þetta stóra „ef ‘ í huga okkar, en svona er lífið og engu getum við breytt þótt við vildum. En núna er hugur okkar hjá fjölskyldu þinni og vinum sem hafa nú misst besta son, bróður, barnabarn, frænda og vin sem hægt er að hugsa sér og við send- um ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Berglind og Margrét. • Fleirí minningargreiimr um Gudmund Isar Ágiístsson bfða biríingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. SOFFIA EYGLO JÓNSDÓTTIR + Soffía Eygló Jónsdóttir fædd- ist í Stóra-Skipholti á Bráðræðisholti í Reykjavík 3. nóvem- ber 1916. Hún lést 3. janúar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digranes- kirkju í Kópavogi 11. janúar. Með virðingu og þakklæti í huga kveðjum við, sjúkra- vinir Kópavogsdeild- ar RKÍ, Soffíu Eygló Jónsdóttur sem andaðist á Hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð 3. janúar sl. Þegar farið var að tala um að kanna þörf fyrir að byggja hjúkr- unarheimili í Kópavogi, bauðst Soffía Eygló til að fara sjálf af stað og athuga málið. Hún var hugmyndarík framkvæmdamann- eskja og beið ekki eftir formleg- um ákvörðunum, sem oft vilja dragast á langinn, heldur breytti orðum í athöfn. Þörfin var könn- uð, félagasamtök í Kópavogi tóku sig saman um að standa fyrir byggingu hjúkrunarheimilis, söfn- unarbaukum var dreift inn á öll heimili í bænum, Soffía Eygló tók við þeim, taldi úr þeim og skilaði fénu í byggingarsjóð Sunnuhlíðar. Aðrir þekkja þessa sögu betur en við og gera henni áreiðanlega ít- arleg skil, en öll hennar fram- ganga í þessu máli lýsir vel dugn- aði hennar og ósérhlífni, sem kom fram i öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi komst upp og var tekið í notkun 20. maí 1982 og þá strax fór Soffía Eygló að heimsækja vistmenn í Sunnuhlíð, fyrst og fremst þá sem ekki fengu oft heimsóknir. En hún gerði meira. Hún stóð fyrir heimsóknum lista- manna og annarra aufúsugesta í Sunnuhlíð til að skemmta vistfólki og í dagbók, sem hún hélt um slík- ar gestakomur, má lesa að oft komu t.d. harmonikuleikarar vikulega, en leikur þeirra var og er enn kærkomin upplyfting. Upp úr þessu starfi hennar varð til hópur sjúkravina innan Kópavogsdeildar RKÍ sem hóf störf í september 1984 og hefur verið starfandi síðan, fyrst og fremst í Sunnuhlíð, en hefur á seinni árum einnig sinnt öðrum verkefnum. En fordæmið kom frá Soffíu Eygló og hún starfaði með sjúkravinum meðan heilsa hennar entist. Það væri í anda hennar að leita uppi þá sem sitja einmana heima eða hafa orðið út undan af einhverjum ástæðum. En við höf- um ekki áræðið og atorkuna hennar. Það sem við einmitt dáð- um svo mjög í fari hennar. Hún sá þörfina og greip til sinna ráða til að bæta úr henni án þess að hika. Hún var brautryðjandi. Eiginmanni hennar og börnum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Sjúkravinir Kópavogsdeildar RKÍ. Hún barðist fyrir bættum hag lítilmagnans. Engan hef ég þekkt, sem var tendraður jafn miklum eldmóði og vílleysi og Soffía Eygló. Hún hafði óbifanlega trú á lausn verkefnanna. Allt var mögu- legt. Elja þessarar alþýðukonu var ótrúleg. Ohikað stóð hún upp á mannamótum, flutti hvatningar- orð - hrakti úrtölur og kom svo flestum til að hlæja, að minnsta kosti til að brosa. Fyrstu kynni mín af Soffíu Eygló tengdust Félagsmálastofn- un Kópavogs. Þetta var á árdög- um stofnunarinnar í upphafi átt- unda áratugarins. Soffía Eygló sat í tómstundaráði fyrir hönd Kvenfélags Kópavogs og var þar liðsmaður góður. Tómstundaráð setti sér það markmið að allir ellilífeyrisþeg- ar í Kópavogi skyldu heimsóttir, kannaðar aðstæður þeirra og þarfir og hvers þeir væntu af sveitarfélag- inu. Soffía Eygló vann þetta verk að stórum hluta, ósínk á tíma sinn og mikla fyrir- höfn. Skýrsla þessi er í höndum bæjaryfír- valda. Þarna var í raun lagður grunnur að þróttmiklu starfi með ellilífeyrisþegum, sem víðfrægt varð, bæði á félagslegu sviði og umönnunar. Seinna varð Soffía Eygló landsfræg fyrir atorku sína við söfnun fjár fyrir byggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíð- ar. Viðmið söfnunarinnar var, að hvert heimili í bænum legði dag- lega fram peningaupphæð sem jafngilti einum strætisvagnamiða. Söfnunarbaukum var dreift um bæinn þveran og endilangan. Hlutverk Soffíu Eyglóar var að taka við baukum - helst fullum - og öðru aflafé - og koma pening- unum í hendur framkvæmda- mannanna. Það var dagleg sjón að sjá hana rogast með poka, pinkla og töskur, alltaf brosandi og mæl- andi örvunarorð. Svo inngreypt var þessi ímynd Soffíu Eyglóar í huga margra Kópavogsbúa, að ýmsir stöldruðu við á götu er þeir mættu ofurhuganum, mörgum ár- um eftir vígslu Sunnuhlíðar, gaukuðu að henni peningum og spurðu í leiðinni, að hvaða góðum verkum hún væri að vinna. Peningar hlóðust á hana. Hún hélt áfram að safna og færði Sunnuhlíð m.a. píanó og forláta klukku. Hún var engum lík enda var henni margvíslegur sómi sýndur. Soffía Eygló var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1984. Einnig var hún heiðursfélagi Kvenfélags Kópa- vogs og Sunnuhlíðar, sem var hennar helgisetur. Eins og áður sagði hafði Soffía Eygló létta lund og gantaðist iðulega. Það var um Jónsmessuna, að gróðursetja skyldi finnsk birkitré í landi Skógræktar félags Kópavogs á Fossá í Kjós. Trén voru gjöf Finnlandsforseta til Vigdísar for- seta okkar. Þetta var bjartur og fagur dagur og eftirvænting ríkti. Von var á fyrirmönnum þjóðanna. Leó, eiginmaður Soffíu Eyglóar, var formaður Skógræktarfélags Kópavogs á þessum tíma. Hann var þarna að sjálfsögðu fyrirliði heimamanna, en svo illa vildi til, að hann varð veikur og treysti sér tæpast til þátttöku í hátíðarhöld- unum. Hann vildi draga sig í hlé. Eiginkona hans var annarrar skoðunar. Hún tók ekki í mál neina uppgjöf og sagði stundar- hátt, Leó, þú gróðursetur með Vigdísi forseta og síðan getur þú dáið. Leó lifir enn í hárri elli. Nú er þessi mæta kona gengin. Þökk fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni. Við hjónin sendum fjöl- skyldu hennar, eiginmanni, son- um, tengdadætrum og afkomend- um þeirra hugheilar samúðar- kveðjur. Drottin gef þú dánum ró og hinum líkn sem lifa. Kristján Guðmundsson, fyrrv. bæjarstjóri. Blómobwð in <^aK3skom v/ Possvogskiukjugauð Sími: 554 0500 + Bróðir okkar, SIGURÐUR LOFTSSON fyrrum bóndi, Hrafnhólum, Kjalarnesí, til heimilis á dvalarheimil aldraðra, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum að morgni laugardagsins 9. janúar. Björn Loftsson, Katrín Loftsdóttir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA SIGURGEIRSDÓTTIR, Efstasundi 29, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 9. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Klængur Gunnarsson. + Maðurinn minn, STEINDÓR J. BRIEM, síðast til heimilis í Unufelli 27, Reykjavík, andaðist á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði aðfaranótt sunnudagsins 10. janúar sl. Málfríður Jónsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín og móðir, GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, til heimilis í Álftamýri 28, Reykjavík, lést laugardaginn 9. janúar á Vífilsstaðaspítala. Jarðarförin auglýst síðar. Sigursveinn Jóhannesson, Guðlaugur Smári Ármannsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTÍNA ELÍASDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík, að kvöldi nýársdags. Útförin verður gerð frá Áskirkju miðvikudaginn 13. janúar kl. 13.30. Esther Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Bernharðsdóttir, Jón Magnússon, Elías Guðmundsson, Guðný Sigurðardóttir, Guðlaugur Elíasson, Guðrún Júlíusdóttir, Kristján Elíasson, Sesselja Jónsdóttir, Erla Elíasdóttir, Gunnar Hjálmarsson, Eiías Elíasson og barnabarnabörn. + Bróðir minn, mágur og föðurbróðir okkar, PÁLL KRISTJÁNSSON, Grundarstíg 12, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu- daginn 8. janúar, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.30. Lilja Kristjánsdóttir, Már Ársælsson, Angantýr Einarsson, Óttar Einarsson, Bergþóra Einarsdóttir, Einar Kristján Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.